Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRCAR 1983 3 Húnaþing: 24 svín dráp- ust í eldsvoða TUTTUGU og fjögur svín drápust í eldsvoða á bænum Sveðjustöðum í Ytri-Torfustaöahreppi í Vestur- Húnavatnssýslu á sunnudaginn, er eldur varð laus í svínahúsinu. Hluti hússins, sem er gamalt fjós, var not- að sem hlaða, og brunnu þar og skemmdust um 150 hestar af heyi, að sögn Theódórs Pálssonar bónda á Sveðjustöðum, sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Theódór sagði eldsins hafa orðið vart um klukkan 17, en um klukku- stund síðar var slökkviliðið frá Hvammstanga komið á vettvang. Theódóri tókst að komast inn í húsið og bjarga út 11 svínum, en vegna eiturlofts er myndaðist er plasteignangrun brann, sagði hann erfitt hafa verið að komast inn í brennandi húsið. Svínin sem drápust voru tvær fullorðnar gylt- ur, fjögur fullvaxin svín og 18 ung- ir grísir. Theódór býr með sauðfé og hross auk svínabúsins. Hann sagði í gær að svínin og heyið hefðu ver- ið óvátryggt, en húsið tryggt, sem er talið ónýtt, og yrði ekki reynt að byggja upp aftur. „Þyrlurnar ekki á okkar vegum“ — segir Guömundur Kjærnested „Við höfum ekkert með þetta að gera. Það er alltaf verið að aug- lýsa okkur í sambandi við þessar þyrlur, en við höfum ekki óskað eftir þeim hingað. Það er Flug- málastjórn í síma 17438 eða Flug- turninn, sem taka á móti öllum beiðnum. Þeir vildu ekki láta þetta inn í okkar kerfi, enda ekki gengið eftir því af okkur,“ sagði Guömundur Kjærnested skip- herra hjá Landhelgisgæzlunni, er hann var inntur eftir því hvernig menn yrðu að bera sig að ef þeir óskuðu eftir aðstoð frönsku þyrl- anna til sjúkraflugs og þess háttar. Guðmundur sagði að það eina sem Landhelgisgæzlan hefði af frönsku þyrlunum að segja væri að flugmenn gæzl- unnar færu með þeim sem leiðsögumenn. Hann sagði að þeir sætu þá ekki í flugmanns- sæti, væru eingöngu leiðsögu- menn. Sauðárkrókur: Já við áfeng- isútsölu Sauöárkróki, 21. febrúar. í ATKVÆÐAGREIÐSLU um hvort opna skuli áfengisútsölu ÁTVR á Sauðárkróki, sögðu 603 já, en 403 voru andvígir og sögðu nei, 14 seðlar voru auðir eða ógildir. Á kjörskrá voru 1409, atkvæði greiddu 1020, eða rúm- lcga 72%. Kjörsókn var mun meiri en almennt var búist við hér, því kosn- ingabarátta var í lágmarki og málið virtist ekki mikið rætt manna á meðal. Mikil kjörsókn sýnir hins vegar að margir hafa haft áhuga, þótt hljótt færi. Áhugamenn með og á móti áfengisútsölu höfðu opnar kosningaskrifstofur á kjördag, og fór allt fram í mikilli friðsemd. Út- sala frá ÁTVR hefur ekki verið hér á Sauðárkróki til þessa. Þetta er í þriðja sinn sem bæjarbúar ganga að kjörborðinu til þessara erinda. P’yrst var kosið 1974, síðan 1979, og í bæði skiptin var útsölu hafnað, en allt er þegar þrennt er, og nú sjá menn fram á opnun vínbúðar á Sauðárkróki. Brúnin léttist á sum- um, aðrir hafa áhyggjur af aukinni vínneyslu. - Kári Þegar þú færð þér DAIHATSU CHARADE tryggir þú þér betri lífskjör í leiðinni Verð frá 162.500. — með öllu Nú hugsa sjálfsagt ýmsir aö viö séum ekki alveg klárir í kollinum aö tala um aö menn bæti lífskjörin viö aö kaupa nýjan bíl. Staöreynd málsins er hins vegar sú, aö þegar menn kaupa sér DAIHATSU CHARADE, einn sparneytnasta bíl- inn á markaönum og einn þann ódýrasta í rekstri, eru þeir um leiö aö tryggja sér til muna betri lífskjör. Þaö getur munaö þúsundum króna á mánuöi allt eftir því hve benzínfrekur bíllinn er, sem þú átt fyrir. Ef þú átt bíl, sem eyöir 12—14 lítrum á hundraöiö og keyrir 1500 km á mánuöi kostar benzíniö þig um 3000 kr. á mánuöi. Ef þú átt DAIHATSU CHARADE, sem eyöir 6—7 lítrum kostar benzíniö þig 1500 kr., munurinn er 1500 kr. eda 18.000 kr. á ári. Þaö munar um minna. Fyrir utan þetta allt er annar reksturskostn- aöur DAIHATSU CHARADE í beinu hlutfalli viö sparneytnina, þannig að heildarútgjalda- sparnaöurinn veröur enn meiri. DAIHATSU CHARADE er enginn dúkkubíll. Hann er 5 manna fjölhæfur, kraftmikill, þægilegur og sterkbyggöur bíll, sem þjónar öllum þínum þörfum innanbæjar sem utan. Hann er líka margfaldur verölaunabíll og hann er bíll nr. 1 í endursölu. Þaö segir sína sögu. Viö eigum hann til á lager til afgreiöslu strax í fjölmörgum útgáfum og litum. Ef þú átt DAIHATSU fyrir, tökum viö hann uppí eöa jafnvel annan góöan bíl, sem þú átt. DAIHATSU CHARADE Bíll sem stækkar . stækkar ... Bfll nr. 1 í endursölu og stækkar Tryggðu þér betri lífskjör með DAIHATSU CHARADE Fyrsta flokks varahluta- og verkstæóisþjónusta eftir því sem þú átt hann lengur. DAIHATSU-UMBOÐIÐ Ármúb 23,85870/81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.