Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Nýtt — Nýtt frá Sviss og Þýskalandi. Pils, pilsbuxur, blúss- ur, kjólar. Glæsilegt úrval. Glugginn, Laugavegi 49. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fttorgttsiÞfabifr Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar Bragi Michaelsson er fulltrúi ungs fólks í Reykjaneskjördæmi. Bragi hefur þekkingu og reynslu í sveitar- stjórnarmálum. Bragi er talsmaöur hins frjálsa framtaks og einkarekstrar. Bragi er baráttumaöur jafns atkvæöisréttar öllum þegnum til handa. Minnum á utankjörstaöarkosningu fram aö kjördegi. Kosningasímar Braga eru: 46533 — 46544. Stuðningsmenn Braga. Helgarfargjöld kn 4.514 Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar um m.a.ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla. •miðað er við gengi 10.2. '83 * Glas gow^í var etnu sinni kölluð verslunar>l miðstöð /K ís lendinga vegna tlðra ferða okkar tít Skotlands.Þægilega stuttar flugferðir /S á goðu verði /S Glasgow hefur ekki breyst Borgin er ennþá skemmtilegt sam bland af gamalli og nýrn hefð. Þar blandast saman gamall ðyggmgarstíll.veltmgasfaðir og bjór krár I >Sgömlum,klassískum stíl.og nútlma tækm á sviði verslunar - og við skipta Það sér enginn ettir ferð um skosku hálöndin Skotar telja sig vera ná granna okkarog vimogvilja eiga i okkur hvert bem^f Þeir eru gestrismr^Smeð afbrigðum og góðir heim að sækja Fáðu upplýsingar hjá Flug leiðum eða ferðaskrifstofum um^ferðir til Glasgow. FLUGLEIDIR Gott fólk h/á traustu felagi Fyrirhugaðar skattalækkanir sjálfstæöismanna í borgarstjórn: Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði, þá út- svör og aðstöðugjöld - segir Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi „SJÁLFSTÆÐISMENN hétu því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að létta skattbyrðina á reykvískun kjósendum og var skýrt tekið fram að við myndum láta þetta fyrst koma fram við álagningu fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði, síðan á atvinnuhúsnæði og í framhaldi af því yrði dregið úr álagningu útsvars og aðstöðugjalda," sagði Markús Öm Antonsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, í ræðu á borgarstjórnarfundi nýlega. Sagði Markús að á álagningar- seðlum sem fasteignaskattsgreið- endum hefði borist kæmi fram, hve miklu lægri upphæð gjaldendur greiða nú, samkvæmt breyttum álagningarreglum, en þeir greiddu væri álagning óbreytt frá þeirri reglu sem vinstri meirihlutinn not- aði. Sagði Markús að fulltrúar vinstri flokkanna í borgarstjórn hefðu lítið viljað gera úr þessari skattalækkun og látið að því liggja að með þessari ráðstöfun væru sjálfstæðismenn einkum að hygla eignafólki. „Það er ótrúleg blinda sem þeir menn eru haldnir, eða þekkingarleysi á nánasta umhverfi sínu, ef þeir raunverulega álíta að eignarhald á íbúðarhúsnæði við okkar aðstæður sé einhver algildur mælikvarði á efnahag viðkomandi. Fasteignagjöld eru almennur skatt- ur í þessari borg, vegna þess að við búum við þau sérstöku og hagstæðu skilyrði miðað við íbúa margra nágrannalanda okkar, að hér eiga langflestir sínar íbúðir," sagði Markús Örn. Markús gat þess að oft hefði verið rætt í borgarstjórn að innheimta fasteignagjalda gæti verið þungbær fyrir fjölda aldraðra, sem litlar eða engar tekjur hefðu, en í mörgum tilfellum hefði því fólki tekist á mörgum árum og með miklu að- haldi að eignast rúmgott húsnæði, sem það nýtur á efri árum. „Þetta fólk er meðal þeirra sem fagnar breyttum reglum um álagningu fasteignaskatta, og það gera raunar húseigendur í borginni almennt," sagði Markús Örn Antonsson. Sólon R. Sigurðsson Ólafur S. Ottósson Búnaðarbankinn: Nýr aðstoðarbanka- stjóri og skrifstofustjóri Á FUNDI hankaráðs Búnaðarbanka íslands hinn 27. janúar sl. var ráðinn nýr aðstoðarhankastjóri til Búnaðar- banka íslands, Sólon R. Sigurðsson, sem mun jafnframt vcita forstöðu gjaldeyrisdeildum bankans. Sólon er fæddur 1. marz 1942. Hann hefur verið starfsmaður Landsbanka íslands frá árinu 1961 og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörf- um, m.a. í öllum deildum erlendra viðskipta. Hann var forstöðumaður víxladeildar Landsbankans í 4 ár og útibússtjóri sama banka á Snæ- fellsnesi í 4'A ár. Á árunum 1972—73 starfaði hann hjá Scand- inavian Bank í London, en auk þess hefur hann tekið þátt í banka- mannanámskeiðum hjá National Westminister Bank og Manufactur- es Hanover Trust Co í London. Formaður Sambands íslenzkra bankamanna var hann í 4 ár. Sólon er kvæntur Jónu V. Árnadóttur. Bankaráð Búnaðarbanka íslands hefur einnig ráðið Ólaf S. Ottósson í embætti skrifstofustjóra við bank- ann. Verkefni hans verða öll almenn hagræðing, eftirlit með vinnutilhög- un og þjálfun starfsfólks, segir í frétt frá bankanum. Ólafur S. Ottósson er fæddur 8. apríl 1943. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1962 og starfaði lengst af hjá Samvinnubankanum og sem aðalféhirðir til ársins 1973. 1974—1977 starfaði hann í Kenya sem ráðunautur hjá Norrænu Þróunarstofnuninni. Á árunum 1977—83 hefur Ólafur starfað hjá Álafossi hf., fyrst sem starfsmanna- stjóri og síðan framkvæmdastjóri markaðsdeildar. Ólafur er kvæntur Steinunni Árnadóttur. Sextug- ur í dag 60 ára afmæli á í dag, 22. febrúar, Njáll Ingjaldsson skrifstofustjóri hjá Síldarútvegsnefnd, Vallar- braut 14, Seltjarnarnesi. Um þess- ar mundir dvelst hann suður í Frakklandi og er utanáskriftin til hans þar: 3, Rue du Docteur Finlay, 75015 Paris France. jf :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.