Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Minning: Kristján Júlíus Finnbogason Að kvöldi fimmtudagsins 10. febrúar, iést tvíburabróðir minn Kristján Júlíus Finnbogason á gjörgæsiu Landspítalans eftir rúmlega tveggja mánaða þunga legu. Hann fæddist á Eyrarbakka 26. maí 1928 og var því 54 ára þegar hann lést langt fyrir aldur fram. Hann var maður sem var með óvenjulega starfsorku og starfs- vilja, vann við sitt eigið fyrirtæki Boga hf. við diesel-stillingar, sem hann var sérmenntaður í. Foreldrar hans voru Ketill Finnbogi Sigurðsson, sýsluskrifari hjá Magnúsi Torfasyni, sýslu- manni, og síðar bankafulltrúi í Búnaðarbankanum í Reykjavík, móðir hans var Jóhanna Sigríður Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík í Flóa. Við vorum fimm systkinin, tvær systur og þrír bræður, Hann- es læknir elstur, þá Sigríður, sem lést 11 ára gömul, Sigurður og Kristján tvíburar og yngst Elísa- bet. Við ólumst upp á Eyrarbakka til ársins 1936, en þá fluttumst við öll til Reykjavíkur, við Kristján þá átta ára gamlir. Eins og títt er um eineggja tvíbura vorum við Krist- ján alltaf mjög samrýndir. Áhugamál okkar voru þau sömu á flestum sviðum. Við gengum sam- an í skóla, lærðum sama fag, fór- um saman í gegnum vélstjóranám og síðan sérnám í Englandi í dies- el-stillingum. Við Kristján stofn- uðum fyrirtæki, sem við höfum rekið saman í 20 ár. Er því lát hans mér ólýsanlegur missir. Við Kristján vorum mjög líkir í útliti og athöfnum svo jafnvel móðir okkar tók stundum mig fyrir Kristján og öfugt. Við not- færðum okkur þetta að sjálfsögðu stundum þegar hún var að stinga upp í okkur mola. Annar kom inn og átti að kalia á hinn til að hann fengi sinn mola en þannig varð það ansi oft að báðir molarnir lentu í sama munninum, því sá er fyrr kom, kom bara aftur. Oft kom það að sök hve líkir við vorum, sérstaklega eftir að við hófum störf á hvor á sínum vinnustaðn- um. Þá hitti ég oft fólk sem heils- aði mér kunnuglega, en ég kann- aðist ekkert við og þótti því oft merkilegheit í manni að þykjast ekki þekkja það. Við útskýringar var oftast hægt að leiðrétta flesta en þó ekki alla. Kristján og ég höfðum oft gaman af eftir á, þegar við töluðum um þá sem ekki vildu trúa útskýringum okkar, því Kristján var í meira lagi grínsam- ur og prakkari í sér alla tíð en aldrei varð hann til að særa neinn með kímni sinni. Það var svo fjarri honum að særa nokkurn + Eiginmaöur minn, KRISTJÁN BJARNASON, fyrrverandi sóknarprestur, lést aö heimili sínu Nýbýlavegi 49, Kópavogi, aö morgni sunnu- dagsins 20. febrúar. Guörún Guómundsdóttir. Móöir okkar. t GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR frá Horni, andaöist að heimili sínu Ásgaröi 73, Reykjavík, sunnudaginn 20. febrúar. Ólína Kristinsdóttir og systkini. t Maöurinn minn, faöir og tengdafaöir, er látinn. FINNUR EINARSSON, Guórún Einarson, Magnús Fínnsson, Bryndís Brynjólfsdóttir, Helga Finnsdóttir, Sigurður örn Hannesson. t Rithöfundurinn og blaöamaðurinn, POUL P.M. PEDERSEN, fæddur 7.11. 1898, lést 9.2. 1983. Jarðarförin fer fram miövikudaginn 23. febrúar kl. 15.00 frá Sankt Lukas Stiftelsens Kirke, Bernstorffsvej, Hellerup, Köbenhavn. t Móöir okkar og tengdamóöir. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrum Ijósmóöir á Grenivík, lést í Landspítalanum föstudaginn 18. febrúar. Guómundur Þorbjörnsson, Auöbjörg Ingímundardóttir, Njáll Þorbjörnsson, Jóna Jónsdóttir, Laufey Þorbjarnardóttír, Jón Sigurósson, Guöbjörg Þorbjarnardóttir, Jónas Matthíasson, Guörún Þorbjarnardóttir, Sigríöur Þorbjarnardóttir. Guömundur Sígurösson, mann. Hann þekkti það svo vel sjálfur hvað það var að vera særð- ur, hann var mjög viðkvæmur maður. Eftir barna- og gagn- fræðaskólanám hófum við nám í vélsmiðjunni Héðni hf., Kristján í rennismíði, en ég í vélvirkjun. Náði Kristján langt í sinni iðn og varð völundarsmiður, nákvæmur með afbrigðum og voru það oft hans bestu stundir þegar hann lenti í að smíða nákvæma hluti, sem þurfti þolinmæði og hand- lagni til að vinna, því af hvoru tveggja átti hann nóg. Til eru eftir hann fallegir smíðisgripir á heim- ili hans sem bera því vitni. Að smíðanámi ioknu fórum við í Vélskóla fslands og lukum þaðan prófi úr rafmagnsdeild 1952. Þá réðst Kristján sem vélstjóri til Skipaútgerðar ríkisins og vann þar til ársins 1956 á ms. Heklu. Ég réðst þá til Rafmagnsveitu Reykjavíkur austur að Ljósafossi og varð þetta í fyrsta skipti sem við Kristján skildum í umtalsverð- an tíma. 28. nóvember 1952 kvæntist Kristján eftirlifandi konu sinni, Þórunni Kristínu Bjarnadóttur frá Flateyri. Hafa þau lifað í far- sælu og hamingjusömu hjóna- bandi alla tíð, enda bæði mann- kostamanneskjur. Ekki þarf ann- að en að koma á heimili þeirra í Garðabæ, þá sést alúð og ást í hverjum hlut sem gerður hefur verið af honum eða henni. Þau voru bæði sérstaklega laghent og smekkleg í sér og lék allt í höndum þeirra. Þeim varð þriggja barna auðið, Sveinbjörg fædd 30. des., 1954, þroskaþjálfi, gift Steinþóri Þóroddssyni, útvarpsvirkja, Bjarni Sveinn fæddur 12. okt., 1958, vélvirki, lærði í Boga hf. hjá föður sínum, trúlofaður Jóhönnu Björg Guðmundsdóttur frá Þor- lákshöfn, yngstur er Jóhannes Kristján, fæddur 3. febr., 1972, og er því aðeins 11 ára. Honum er sár föðurmissirinn, þar sem þeir voru ákaflega samrýndir og höfðu sömu áhugamál. þeir voru öllum stund- um saman í frítíma Kristjáns við allskonar grúsk. Þegar Kristján var inni á verkstæði um helgar að dytta að ýmsu fyrir heimilið eða gera við fyrir kunningjana, var Jói alltaf með honum á kafi í ein- hverjum vélarhlutum, eins og bróðir hans, Bjarni Sveinn, var áður fyrr. Hafa þeir bræður alist upp að hluta í Boga hf. svo mikið hafa þeir verið þar. Árið 1956 skipti Kristján um starf, hætti til sjós og gerðist vél- stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, við írafoss í Sogi. Starfaði hann þar til ársins 1962 því þá stofnuðum við tvíburabræðurnir ásamt Hannesi bróður okkar dies- el-verkstæðið Boga hf. Við Krist- ján störfuðum þar saman sem einn maður að undanskildum þeim tíma sem Kristján fór með ms. Esju til Bahamaeyja í Karabíska hafinu. Þar var hann í rúmlega eitt ár, 1969—1970. Ég tók við starfi hans síðar og var þar í hálft annað ár. Allt í allt eru það sex og hálft ár sem við Kristján vorum ekki samvistum á 54 ára æviferli. Margs er þess vegna að minnast, með virðingu og ástúð, gleði og sorg. Kristján var glaðsinna mað- ur, hjálpsamur með afbrigðum, mátti ekkert aumt sjá og passaði því vel í þann félagsskap, Oddfellow-regluna, sem hann gekk í 25. jan., 1960. Þar var hann Hermann Guöbrands- son — Minningarorð Það er alkunna að meðal skóla- féiaga og einatt bekkjarfélaga, myndast tengsl sem vara æfina út. Þegar unglingarnir sitja við menntalindir, fylgjast þeir hver með öðrum, kynnast geðslagi og dagfari hvers annars. Þó persónu- leg kynni geti verið takmörkuð utan skólatímans en með árum og lífsreynslu er eins og okkur sé auðið að skilja betur hverjir aðra, enda æfistarfinu lokið og menn komnir í helgan stein. Þannig eru hugsanir mínar er ég minnist góðs sambekkings Her- manns Guðbrandssonar, er andað- ist 11. febrúar. — Er ég átti síðast tal við hann á sjúkrabeði, þá innti hann mig mjög eftir okkar skóla- bræðrum og leysti ég úr því eftir bestu getu. Mátti heyra að hann festi hugann við komandi vordaga þegar við eigum hálfrar aldar stúdentsafmæli frá Reykjavikur- skóla. — Hugur okkar allra leitar til þeirrar stundar, er við ungir að árum fórum hver í sína áttina til starfa og áttum að velja þá stefnu er skyldi ráða ferðinni til æfi- starfa. Var þá jafnan kosið um lærdómsstig eða farið bráðlega út í atvinnulífið. Hermann Guð- brandsson kaus það, þó enginn efaðist um það að hann myndi með sæmd stunda nám sitt og ljúka prófi. Hann var fæddur 29. sept. 1913 í Reykjavík. Voru foreldrar hans Guðbrandur Magnússon og kona hans Sigríður Jónasdóttir, sem um skeið bjuggu austur í Flóa en lengst af í Reykjavík. Hermann gekk inn í Mennta- skólann 1927, lauk stúdentsprófi 1933 og heimspekiprófi 1934. Hann stundaði um þessar mundir þingskriftir er þótti ágæt atvinna ungum menntamönnum í þá daga, er höfðu góða rithönd og voru lagnir að færa í stílinn orðsnilld þingmanna. Hermann hafði á skólaárum sínum stundað vinnu sér til bjargræðis við námið, var í kaupavinnu hjá frændfólki sínu og síðar í vegavinnu. Árið 1938 hlaut Hermann starf á skrifstofu Sjúkrasamlags Reykjavíkur, er til þess að gera var ný stofnun, sem átti að sjá um velferð og heilsufar Reykvíkinga. Starfaði hann þar síðan alla tíð við góðan orðstír og var þar deild- arstjóri f7 25 ár í svonefndri sjúkrdagpeningadeild. Hermann var maður jafnlyndur og ástundunarsamur í starfi sínu, grandvar og dagfarsprúður. Holl- ur þeim er komu á hans fund og vildi greiða götu þeira er hann mátti, en glöggur í starfi. Hann var því vel metinn af viðskiptavin- um sínum og samstarfsmönnum. Hermann kvæntist 1952 konu sinni, Oddnýiu Þórarinsdóttur frá Starmýri í Alftafirði eystra, var virkur félagi og vann ötullega að ýmsum líknarmálum. Eignaðist hann því marga og trausta vini um ævina, enda sýndi það sig best nú í desember, þegar vantaði blóð til að bjarga lífi hans. Þá komu rúmlega 200 manns í Blóðbankann á tveimur dögum til að gefa blóð og allir tóku það sérstaklega fram að það væri fyrir Kristján. Starfs- fólk blóðbankans varð undrandi og spurði hver þessi vinmargi maður væri. Vil ég hér með færa þakklæti mitt til allra þeirra er hjálpuðu og stuðluðu að lífsbjörg Kristjáns, utan sjúkrahússins. Um síðastliðin áramót var Kristján kominn úr bráðri lífs- hættu, eftir mánaðarlanga legu á gjörgæslu, og var laus úr öllum tækjum. Áttum við langt samtal um starf okkar í Boga hf., um það sem hafði gerst með hann í þeirri smá aðgerð sem hann gekkst und- ir 7. des., á afmælisdegi föður okkar. Þá sagði Kristján mér að þetta yrði síðasta spítalavera sín. Það voru orð að sönnu, en því mið- ur á annan veg en hann meinti. Okkur entist ekki tími til að ræða allt, sem hugur okkar beggja stóð til, því það þurfti að fara að hjúkra honum og mér var gert að yfirgefa staðinn. Var þetta í síð- asta sinn sem ég sá hann á lífi og hafði tal af honum. Hann barðist hetjulega fyrir lífi sínu og sýndi frábært líkamsþrek, hreysti og lífsvilja, en það dugði ekki ekki til. Konan hans sýndi frábæran vilja- styrk og dugnað, við að vera hjá honum meirihlutann úr sólar- hringnum í rúma tvo mánuði á gjörgæsludeild Landspítalans. Kristján verður mörgum harm- dauði, bið ég algóðan guð að styrkja alla þá sem sárast eiga um að binda. Sárastur er harmur eig- inkonu hans, barna, tengdabarna og barnabarna, aldraðra tengda- foreldra, Veigu í Sandvík, sem var okkur sem önnur móðir á ungl- ingsárum okkar, og annarra vandamanna. Guð blessi minningu míns kæra bróður með kæru þakklæti fyrir allt á lífsleiðinni. Sigurður Finnbogason hún systurdóttir Jörundar Brynjólfssonar alþingismanns og þingforseta; mætri konu velgef- inni og háttvísri er bjó honum gott heimili. Þau eignuðust þessi börn; Sigríði líffræðingiy sem starfar í Blóðbanka Landspítal- ans, gift svissneskum manni, Kristjáni Favre, kennara við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti; Stefán Inga, rafvirkjameistari, kona hans er Hrafnhildur Gunnarsdóttir líffræðingur, er starfar við Blóð- bankann. Hermann var ágætur heimilis- faðir er snemma kom sér upp góð- ri íbúð í stóru húsi með frændfólki sínu. Hann var reglumaður alla tíð er tók þátt í gleði manna svo sem stúdentamótum okkar. Þótti gott að blanda geði við vini sína við að sitja yfir skák eða taka í spil. Hann var söngvinn og hneigður til hljómlistar, og spilaði oft sér til hugarhægðar og ánægju á hljóðfæri á heimili sínu. — Þau hjón gátu látið það eftir sér er börn þeirra voru komin upp að fara til útlanda sér til hressingar og ánægju, en síðustu ferð sína fóru þau á liðnu hausti til London og þá var Hermann hraustur og glaður í sinni. En ógnvaldur þess sjúkdóms er flesta leggur nú að velli meðal vor gerir ekki ávallt boð á undan sér, en sigurinn er honum oft vis og svo fór hér. Nú var röðin komin að vini vor- um er úthlutað hafði verið það lífsstarf er laut að daggjöldum sjúkra manna. — Margt hefur sjálfsagt borið fyrir augu og eyru hans er hann starfaði að þessum málum, er þurfti að fara um nær- færnum höndum með góðum skilningi. Nú voru dagar hans sjálfs tald- ir, starfinu var lokið, eilífðin framundan. Á slíkri stund verður mér ljóslifandi orð Drottins vors er hann segir til oss dauðlegra manna: „Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Blessuð sé minning Hermanns Guðbrandssonar meðal vor. Pétur Þ. Ingjaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.