Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Fólk og fréttir í máli og myndum KR-stúlkurnar sigruðu FYRSTA íslandsmót stúlkna 14 Hveragerði 3 3 0 0 3—0 6 C-riðill: ára og yngri í innanhússknatt- Akranes 3 1 1 1 4—3 3 Haukar — UMFK 0—1 spyrnu var haldið á Akranesi fyrir Valur 3 0 2 1 2—3 2 KR — Víkingur 3—1 skömmu. Eins og við höfum Breiöablik b 3 0 1 2 0—3 1 KR — Haukar 5—1 greint frá urðu úrslit þau aö lið B-riöill: UMFK — Víkingur 0—3 KR sigraöi í mótinu. En hér á eftir FH — KFK 0—2 UMFK — KR 1—3 fara úrslitin í riðlunum þremur Breiðablik — Fylkir 4—0 Haukar — Víkingur 1—0 sem leikið var í. Breiðablik — FH 0—1 KR 3 3 0 0 11—3 6 A-riðill: Fylkir — KFK 0—3 Víkingur 3 1 0 2 4—4 2 Breiöablik — AKranes 0—2 KFK — Breiöablik 0—3 UMFK 3 1 0 2 2—6 2 Valur — Hveragerði 0—1 FH — Fylkir 8—0 Haukar 3 1 0 2 2—6 2 Valur — Breiöablik b 0—0 FH 3 2 0 1 9—2 4 Til úrslita léku því KR, FH og Hverageröi — Akranes 1—0 Breiöablik 3 2 0 1 7—1 4 Hveragerði. KR sigraði FH, 2:1, og Akranes — Valur 2—2 KFK 3 2 0 1 5—3 4 Hveragerði, 3:1, og uröu Islands- Breiöablik b — Hveragerði 0—1 Fylkir 3 0 0 3 0—15 0 meistarar. • Hér kemur síðbúin mynd af íslandsmeisturum Akraness í meistaraflokki kvenna í innanhússknattspyrnu. Með stúlkunum á myndinni er þjálfari liðsins, Steinn Helgason. Ljósm. Ámi Árnason. Moses aptlar að keppa í 800 m á Olympíuleikunum BANDARÍSKI grindahlauparinn Edwin Moses, sem verið hefur al- gjörlega ósigrandi í 400 metra grindahlaupi í átta eöa níu ár, hefur nýverið látiö svo um mælt a hann ætli að keppa í 800 metra hlaupi í Ólympíuleikunum í Los Angeles ef tímaseðillinn leyfir og ef hann vinnur rétt til þátttöku á bandaríska úrtökumótinu. Moses sagöi grindahlaupiö áfram mundu veröa sín aðalgrein. Hann hefur unniö 72 mót í röð í 400 m grind. Heimsmetiö setti hann í Mílanó 1980, 47,13 sekúnd- ur. Hann varö fyrstur hlaupara til aö hlaupa undir 48 sekúndum. Moses gat lítið keppt í fyrra og hitteðfyrra vegna meiösla, en er nú kominn á gott skriö. Hann segir ýmsa efnilega hlaupara í Banda- ríkjunum sem ef til vill gætu skák- aö sér í 400 metra grindahlaupi, og nefnir í því sambandi Andre Phillips og David Lee. Heimsmeistaramótiö í frjáls- íþróttum í Helsinki í ágústmánuöi veröur aðalkeppni Moses á þessu ári. Hann kveöst sannfæröur um aö senn komi aö því aö einhver hlaupi 400 metra grindahlaup á innan viö 47 sekúndum, en lengi var haldið að þaö væri vart í mannlegri getu aö hlaupa undir 47 sekúndum. • Gylfi Þóröarson stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi íslands af- hendir fyrirliöa KR sigurlaunin í islandsmóti kvenna 14 ára og yngri. • íslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna 14 ára og yngri, liö KR, ásamt þjálfara sínum. Þetta var í fyrsta skipti sem keppt var í þessum aldursflokkí í innanhússknattspyrnu kvenna. • Meistaraflokkur KR í handknattleik hefur verið í mikilli framför í vetur. Nú um daginn sigraði líöið í svokölluðu Adidas-móti í hand- knattleik. Lið KR hefur tryggt sér rétt til þess að leika í 4-liða úrslitum um íslandsmeistaratitilinn í lok næsta mánaöar, og hallast margir að því að liðið nái mjög langt í þeírri keppni. Myndin hér að ofan er tekin af leikmönnum KR eftir að sigurinn í Adidas-mótinu var í höfn. • í Flekkefjord í Noregi er átta ára gömul íþróttahöll, sem tals- vert hefur verið notuð bæöi til landsleikja og deildarleikja. Það var nú samt sem áður ekki fyrr en fyrir stuttu það uppgötvaöist að handboltamörkin voru rangt staðsett. Carsten Haurum, horna- maður danska landsliðsins, komst aö þessu þegar hann var að hita upp fyrir landsleik á miili Noregs og Danmerkur. Uppi varð fótur og fit og starfsmenn hallar- innar hlupu fram og til baka með málbönd til aö sannprófa orö Haurum. Niðurstaðan varö sú að mörkin stóöu um 40 cm frá þeim stað sem þau áttu að standa, og þegar var hafist handa við aö lag- færa mistökin — enda ekki seinna vænna. — O — • Það má segja að af mörgu minnisstæðu frá Ólympíuleikun- um í Mexíkó 1968 beri hæst atvik- ið þegar Ameríkumennirnir Tommi Smith og John Carlos vöktu athygli manna á „Black Power“-hreyfingunni. Við verö- launaafhendinguna mættu þeir meö svarta hanska, í svörtum sokkum og með svart handklæði um sig, með þeim afleiöingum aö þeir voru tafarlaust sendir til heimalands síns. Tommi Smith hugöist samt sem áður ekki hætta íþróttum og ætlaði í amer- ískan fótbolta, en fékk þvert nei alls staðar, auk þess sem hann missti starf sitt sem kennari, og upp úr hjónabandí hans slitnaði. John Carlos viröist nú eiga eitt- hvaö upp á pallborðið hjá ráða- mönnum íþrótta þar vestra, því aö hann hefur veriö valinn í æf- ingahópinn fyrir leikana í Los Angeles 1984, sextán árum eftir að hann olli þeirri „mestu hneisu sem um getur í amerískri íþrótta- sögu“. • Toni Schumacher, 29 ára gam- all markmaður FC Köln og vest- ur-þýska landsliðsins, lét þaö í Ijós að hann væri hættur eftir keppnina á Spáni í fyrrasumar, og sagði hann ástæðurnar eink- um tvær. „Ég vil fá aö dvelja meira með fjölskyldu minni auk þess sem ég hef áhyggjur af öðru hnénu á mér.“ Schumacher er meiddur, í krossbandi, og er ráð- lagt aö fara í uppskurð, en sjálfur hyggst hann komast hjá honum með því að böðlast ekki um of á löppinni. • George Dunlop, þriöji mark- ruaður n-írska landsliðsins, kom heim frá heimsmeistarakeppn- inni á Spáni atvinnulaus, ástæð- an var sú að hann hafði beðið um frí frá vinnu til að fara, sem hann fékk, en var jafnframt sagt aö hann þyrfti ekkert aö hafa fyrir því að mæta aftur. • Margir eru þeir íþróttamenn sem eru svo hjátrúarfullir að þeir geta ekki meö nokkru móti feng- ist til að leggja gamla keppnis- gallanum, því þá fari allt í hund og kött. Didi nokkur, brasilískur landsliösmaöur, sem vann ásamt félögum sínum heimsmeistaratit- ilinn 1958 og 1962, er ekki þannig hvað þetta snertir. Þegar hann fékk sér nýja fótboltaskó setti hann þá alltaf viö hliöina á þeim gömlu þegar hann var ekki að keppa. Þegar menn spurðu hann hverju þetta sætti svaraöi hann því til að þeir gömlu þyrftu pö kenna þeim nýju ýmislegt í sam- bandi viö fótboltann, og sú kennsla færi fram á þennan máta. — O — • Gerhard Steinkogler sem spil- ar með austurrísku meisturunum, Austria Wien, ákvaö í fyrra að fara í mál vegna slyss er hann varð fyrir í deildarleik á síöasta tímabili. Málsatvik voru þau að hann lenti í návígi viö leikmann úr mótliði meö þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár, féll í jörð- ina og fékk kalk í sárið. Kalkið var þvegið af, en ekki nægjanlega vel og því fór að grafa. Gerhard var frá knattspyrnu í meira en mánuö og kraföist skaðabóta. Kröfu hans var hins vegar hafnaö á þeim forsendum aö enginn annar leikmaöur heföi lent í slíku óhappi, en samt sem áöur er Ger- hard á sjúkralista. — O — • Steve Foster, leikmaður meö Brighton spilar nú í seinni tíð ávallt með hippaband um höfuð- iö. Steve segir aö þetta band veiti honum mikla vörn gegn höggum. Ekki veitir svo sem af, því Foster hefur hlotiö þaö marga skurði á höfuðið aö hann er oröinn fasta- gestur á slysavarðstofunni, auk þess sem hann hefur brotiö nef sitt fjórum sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.