Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakíö. Að kaupa atkvæði með fé kjósenda Astæðan til þess, að ríkisafskipti hafa auk- ist er sú, að hæfilegar leik- reglur gilda ekki á markaði stjórnmálanna, þannig að stjórnmálamenn séu knúðir til að þjóna kjósendum eins og kaupsýslumenn viðskipta- vinum sínum. Vandinn er ekki sá, að stjórnmálamenn auglýsa sumir vöru sína á óheiðarlegan hátt. Hann er ekki heldur sá, að þeir beita ýmsir brögðum og blekking- um til að koma málum sínum fram. Hann er fremur sá, að allur kostnaðurinn við þjón- ustu ríkisins er falinn fyrir kjósendum, svo að til hefur orðið tálsýnin um „ókeypis" hádegisverði stjórnmálanna." Þannig komst Harris lávarð- ur af High Cross meðal ann- ars að orði í ræðu sem hann flutti á viðskiptaþingi sl. mið- vikudag og birtist hér í blað- inu á föstudag. Þessi ræða er sjálfsagt les- efni fyrir alla þá, sem vilja kynna sér hugmyndirnar að baki þeirri stjórnmálabaráttu sem kennd hefur verið við frjálshyggju. Harris lávarður lýsir sjálfum sér sem frjáls- lyndum hagfræðingi, sem telji ríkið hafa miklu og nauð- synlegu hlutverki að gegna, en mæli gegn ríkisafskiptum á þeirri nærtæku forsendu, að ríkisstjórnir hafa alltaf til- hneigingu til að fara út fyrir verksvið sitt. í ræðunni bend- ir lávarðurinn á þá staðreynd, að samkeppni í stjórnmálum leiðir allar ríkisstjórnir í lýð- ræðisríkjunum til aukinna ríkisafskipta. Hér að ofan er ástæðan fyrir þessu skil- greind en Harris lávarður sagði ennfremur: „Árangur í stjórnmála- samkeppni næst þannig með því að dreifa almannafé, svo að allir sjái, og laumast síðan í vasa manna. Þetta er ekki bein spilling. Stjórnmála- menn stinga venjulega ekki almannafé í eigin vasa. En þeir kaupa ekki heldur at- kvæði með eigin fé. Öðru nær. Þeir kaupa atkvæði af kjós- andanum á einskis kostnað annars en hins trúgjarna kjósanda. Það er síðan ber- sýnilegt, að langflestir neyt- endur hefðu af því ærinn hag, ef valdsmenn stöðvuðu alla þessa þjónustu við sérhags- muni. Stjórnmálamenn gætu við það keppt hverjir við aðra um skattalækkun og látið alla aðra en lítinn hóp þurfa- manna um að afla sér þjón- ustu á markaði viðskiptanna." Hér er í raun bent á ein- falda staðreynd sem ætti að vera öllum ljós er leiða hug- ann að starfsháttum stjórn- málamanna. Það vefst þó fyrir ótrúlega mörgum að átta sig á þessu, því að þeir stjórnmálamenn eru svo sannarlega háværir hér á landi, sem annars staðar, sem berja sér á brjóst og segjast vera að gæta hags almenn- ings með því að taka sem mest af aflafé hans og ráð- stafa fyrir tilstuðlan ríkishít- arinnar. „Verðbólgudraugur- inn ægilegi hefur verið vak- inn upp í samkeppni stjórn- málamanna um að eyða um efni fram,“ sagði Harris lá- varður. Er til betri lýsing á óráðsíuárum vinstri stjórna hér á landi undanfarin fjögur ár? Ekki nóg með að stjórn- arherrarnir hafi magnað verðbólgudrauginn ægilega á landslýð, þeir hafa einnig steypt okkur á kaf í erlendar skuldir. Það er svo sannarlega mál að linni. Kveðja frá Danmörku Itilefni af heimsókn Gunn- ars Thoroddsens, forsæt- isráðherra, til Danmerkur hélt danski forsætisráðherr- ann, Poul Schluter, kvöld- verðarboð hinum íslensku gestum til heiðurs og flutti þar jafnframt ræðu um sam- skipti ríkjanna. Þar minnti hann á þá staðreynd að Danmörk og ísland hefðu gerst aðilar að Atlantshafs- bandalaginu til að treysta eigið öryggi, hnattstaða beggja væri' hernaðarlega mikilvæg og þar af leiðandi yrðu löndin að eiga samvinnu um öryggismál við þá sem búa við sama menningararf og þjóðskipulag. „Við í Dan- mörku höfum því jafnan hug- ann við hið mikla gildi sem stefna íslands í öryggismál- um hefur fyrir stöðuna á Norður-Atlantshafi," sagði danski forsætisráðherrann. Þessi kveðja frá Danmörku kemur ekki á óvart en hin af- dráttarlausu ummæli Poul Schlúters um þetta í stuttri hátíðarræðu undirstrika hve mikið Danir telja í húfi. Hitt kom á óvart sem sagði í frétt- um, m.a. hér í blaðinu, að Gunnar Thoroddsen hefði á blaðamannafundi í Kaup- mannahöfn sagt, að aðild fs- lands að Atlantshafsbanda- laginu nyti stuðnings 60% þingmanna og endurspeglaði það hlutfall viðhorf þjóðar- innar. Eins og málum er hátt- að væri nær að telja þetta hlutfall 80% meðal þing- manna. <VF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Verða Amnesty-samtökin í Moskvu leyst upp? Senn má gera ráð fryrir, að Moskvudeild mannréttindasamtakanna Amncsty International verði leyst upp. Meðlimir hennar berjast fyrir réttindum fanga á Spáni og í Mexíkó, Suður-Afríku og Tékkóslóvakíu og enn mætti lengi telja. En sjálfir mega meðlimir Moskvudeildarinnar búast við því, hvenær sem er, að hljóta sömu örlög og þeir, sem þeir berjast fyrir. I Moskvudeild Amnesty International eru kunnir rithöfundar jafnt sem þekktir skákmeistarar, svo að nokkuð sé nefnt. Þetta fólk hittist reglulega í íbúð einni í Moskvu, en sovézka leynilögreglan fylgist stöðugt með því. essi mannréttindasamtök, sem gert hafa það að markmiði sínu að berjast fyrir bættu hlutskipti pólitískra fanga í heiminum, hafa nú bakað sér óvild sovézkra stjórnvalda fyrir alvöru. Þannig fullyrti blað æskulýðssamtaka sovézka kommúnistaflokksins (Komsom- olskaja Prawda) í síðustu viku, að barátta samtakanna kæmi aðeins að gagni glæpamönnum og föðurlandssvikurum. Meðlimir Amnesty-deildar- innar í Moskvu skipta sér hins vegar ekki af ofsóttum lands- mönnum sínum og er slíkt í sam- ræmi við reglur aðalstöðva sam- takanna í London um að láta sig aðeins varða hlutskipti fanga erlendis. Einungis við sérstök hátíðleg tækifæri hefur Amn- esty-deildin í Moskvu skorað á forsætisnefnd æðsta ráðsins að afnema dauðarefsingu og að náða þá, sem dæmdir hafa verið til dauða. Það var mannréttindamaður- inn Andrei Sacharow, sem stofn- aði Amnesty-deildina í Moskvu fyrir 9 árum. Þeir eru ýmsir, sem eiga frelsi sitt henni að launa. Úr þeirra hópi má nefna ungan Grikkja, sem neitaði að gegna herþjónustu í heimalandi sínu af trúarástæðum og var þess vegna handtekinn. Stjórn- völd í Víetnam létu undan, eftir að Amnesty-deildin í Moskvu hafði látið til sín taka og létu lausan mann, sem gagnrýnt hafði stjórnina. „Þetta var okkar sigur," var haft eftir formanni Moskvudeildarinnar, Georgi Nikolajewitsch Wladimow. Rithöfundurinn Wladimow er 51 árs að aldri. Hann gekk úr sovézka rithöfundasambandinu árið 1977 í mótmælaskyni við menningarkúgunina innan sam- bandsins. Verk hans hafa birzt á Vesturlöndum, þar á meðal „Sagan af trygga hundinum Ruslan", er lýsir örlögum varð- hunds, sem verður verkefnalaus, eftir að einum af fangabúðum Stalíns var lokað. Wladimow tel- ur sig eiga nokkurn þátt í því, að andófsmaðurinn Wladimir Buk- okwski fékk að fara úr landi, en sovézk stjórnvöld höfðu skipti á honum og kommúnistanum Luis Corvalan frá Chile. Samkvæmt frásögn Wladim- ows er Amnesty-deildin í Moskvu „nær búin að vera“. Ýmsir meðlimir deildarinnar hafa verið fangelsaðir eins og t.d. eðiisfræðingurinn Juri Orlov og aðrir hafa mátt sæta afar- kostum. Þannig fær skákmeist- arinn Anna Achscharumowa ekki framar leyfi til þess að tefla erlendis. Meðlimafjöldi Moskvudeildar- innar er nú aðeins um 20 manns. Margir hafa ekki þorað annað en að segja sig úr samtökunum. Enn aðrir hafa farið úr landi og margir hafa verið handteknir, eins og að framan segir. Alls konar ráðum er beitt gegn þeim. Frá því 1979 hefur síma Wla- dimows verið lokað. Bréf frá að- alstöðvum samtakanna í London eru ritskoðuð eða gerð upptæk. Langt er síðan Moskvudeildin varð að taka upp á því að smygla ritum sínum og bréfum til Vest- urlanda til þess að fá þau birt. Nú er svo komið, að margir með- limanna telja það bezt að leysa Amnesty-deildina í Moskvu upp. Formaðurinn, Wladimow, er sjálfur ákveðinn í að flytjast úr landi, ef þess er nokkur kostur. Sovézka leynilögreglan (KGB) hefur hótað honum handtöku. Hinn 28. september sl. rannsök- uðu þrír KGB-menn íbúð hans og gerðu þar upptækar tvær rit- vélar og skjöl frá aðalstöðvum Amnesty í London, sem þeir töldu vera andsovézk rit. í síðasta mánuði skipaði KGB Wladimow, sem er meðlimur franska Pen-klúbbsins, að koma til yfirheyrslu og gerði honum það ljóst, að fundizt hefðu hjá honum rit og bréf frá Frakk- landi, sem nægðu til þess að dæma hann fyrir andsovézkar aðgerðir. Það mætti þó komast hjá réttarhöldum, ef hann hefði í frammi sjálfsgagnrýni og léti ekki framar birta verk sín á Vesturlöndum án heimildar sov- ézkra yfirvalda. í bréfi nýverið, sem Wladimow ritaði honum nýja leiðtoga sov- ézka kommúnistaflokksins og fyrrverandi yfirmanni KGB, Ýuri Andropow, vísaði hann öll- um þessum ásökunum á bug og fór fram á leyfi til þess að flytj- ast til útlanda. Bar hann fyrir sig boð frá háskólanum í Köln í Vestur-Þýzkalandi og starfs- bróður sínum þar í landi, Sieg- fried Lenz, sem staðfesti það bréflega, að hann væri reiðubú- inn til þess að skjóta skjólshúsi yfir Wladimow. Skömmu eftir þetta var hringt í Wladimow frá sovézka vega- bréfaembættinu, „Ovir“, og óskað eftir því, að hann útfyllti útflytjendabeiðni. Er rithöfund- urinn fór þess á leit að fá aftur ritvél þá, sem KGB hafði tekið frá honum, fékk hann neitun. Málið væri enn „í rannsókn", sagði einn af starfsmönnum stofnunarinnar. (Heimild: Der Spiegel.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.