Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 35 Finnborg S. Jóns- dóttir - Minning Hinn 11. febrúar sl. andaðist á Landspítalanum vinkona mín Finnborg Salome Jónsdóttir. Sissa eins og hún var oftast kölluð var af vestfirsku bergi brotin í báðar ættir, dóttir hjónanna Helgu Kristjánsdóttur og Jóns Stein- þórssonar. Hún ólst upp hjá elsku- legum foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs, þá verður hún fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína. Eftir það dvaldi hún mörg sumur hjá föðursystur sinni, Maríu, en hún var gift föðurbróð- ur mínum, og bjuggu þeir bræður í tvíbýli að ytri Hjarðardal í Ön- undarfirði. Upp frá því eru okkar kynni, og tókst þá með okkur sú vinátta sem aldrei hefur skuggi á fallið, það voru ár æsku og gleði. Vorið kom með henni, og hún kom með vorið, henni fylgdi svo mikil gleði og lífs- þróttur að mér fannst eins og allir yrðu að betri manneskjum í návist hennar. Skapgerð hennar var ein- stök, og marga glaða stund áttum við í leik með góðum ungmennum af næstu bæjum, þessar minn- ingar voru okkur einkar kærar. Arin liðu og leiðir skildi um sinn. Sissa giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Friðriki Bjarna- syni málarameistara á ísafirði, og þar hefur verið þeirra heimili. Þeim varð sex barna auðið, fimm eru á lífi, en dóttur sína Helgu Maríu misstu þau af slysförum 1961. Heimili þeirra hjóna var um margt sérstakt, gestagangur mik- ill, og skipti ekki máli á hvaða tíma sólarhringsins gest bar að garði. Þar voru allir velkomnir og voru þau um það einkar vel sam- taka og sannarlega fór ég ekki varhluta af gestrisni þeirra, og fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Jóhannes föðurbróðir Sissu dvaldi á heimili þeirra hjóna á þriðja áratug og bar sú sambúð vitni um mikinn kærleika. Er ég kveð nú elskulega vinkonu mína hrannast upp í huga mér svo margar og fagrr minningar um þessa yndislegu manneskju sem ég hefi átt að vin frá því ég var barn, og ég er þakklát fyrir allar þær gleðistundir sem við höfum átt saman. Minningin um hana minn- ir mig á vorið, því þannig var það, hún kom með vorið. Guð geymi Sissu. Eiginmanni, niðjum, föður- og systkinum votta ég mína dýpstu hluttekningu. Eirný Sæmundsdóttir SÍMi: 86080 TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.