Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Pálmi Jónsson landbúnaöarráðherra flytur ávarp við setningu Búnaðarþings 1983. (Morgunblaðið/RAX.) Búnaðarþing 1983: „Mestar áhyggjur af misjafnri afkomu bænda“ — sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra við setningu þingsins 65. BÚNAÐARÞING var sett í gærmorgun. Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands setti þingið. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra ávarpaði síðan þingið. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands var viðstödd setninguna, auk búnaðarþingsfulltrúa og gesta. í upphafi setningarræðu sinn- ar minntist Ásgeir Bjarnason þriggja manna, dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrverandi forseta ís- lands, Guðmundar Jósafatsson- ar frá Brandsstöðum og Helga Kristjánssonar bónda í Leirhöfn. Ásgeir sagði m.a. í ræðu sinni að síðustu ár hefðu ekki verið bændum hagstæð og hefðu margir bændur safnað skuldum óeðlilega mikið. Sérstaklega hefði sauðfjárræktin borið skarðan hlut frá borði en mjólk- urframleiðendur hefðu mun betri afkomu. Ásgeir sagði að af- koman væri mismunandi eftir héruðum og kæmi slæm staða bænda m.a. fram í meiri vanskil- um við stofnlanadeild landbún- aðarins. Heildarinnheimta deildarinnar hefði verið 7% lak- ari í fyrra en árið 1981. Hann sagði að verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar í fyrra hefði verið 3,1 milljarður króna og spurði: „Hvar gætum við tek- ið gjaldeyri til að kaupa þessar vörur ef landbúnaðurinn legðist af? Landbúnaðurinn hefur miklu hlutverki að gegna fyrir íslensku þjóðina og fyrst og fremst sem gjaldeyrissparandi atvinna." Ásgeir sagði að hvert ársverk í loðdýrarækt skilaði meiri gjald- eyri en ársverk í sjávarútvegi til dæmis. Árið 1982 hafi landbún- aðarafurðir verið fluttar út fyrir 577,4 milljónir króna, þar af væru ullarvörur fluttar út fyrir 363 milljónir og væri það um 50 milljónum meira en verðmæti útflutts kísilgúrs og kísiljárns samanlagt. Ásgeir Bjarnason sagði að lok- um, að áfram yrði að leita að nýjum leiðum og hægræða hlut- unum í Iandbúnaði þar sem aukning framleiðslu í hinum hefðbundnu búgreinum væri ekki lausn til að auka tekjur bænda við núverandi aðstæður. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu að sú vinna sem nú væri unnin í markaðsmálum landbúnaðarins þyrfti að halda áfram af fullum þrótti. Hann sagði að ljóst væri að breyta þyrfti um vinnuaðferð- ir í sambandi við útflutning á kindakjöti. Frá því að flytja kjötið út í heilum skrokkum í grisjupokum til þess að flytja það út skykkjað, niðursagað eða unnið í umbúðum sem í raun hæfa matvælum. Hann sagði frá reynslu Ný-Sjálendinga þess efnis, að kjötið tapaði þunga við geymslu í grisjupokum en ekki, sé það geymt í plastumbúðum. Miðað við ákveðnar forsendur þýddi það að 400 tonn af kjöti færu til spillis hjá Islendingum að verðmæti 30 milljóna króna á núverandi heildsöluverði. Pálmi sagði að hann hefði hafnað því að gera stórfellda fækkun sauðfjár að opinberri stefnu og væri hann enn sömu skoðunar. Vildi hann láta enn frekar reyna á markaðsmögu- leika erlendis og sagði að fram- leiðslan í hefðbundnum búgrein- um mætti ekki dragast meira saman er orðið væri fyrr en nýj- ar búgreinar eða aðrar tekjuöfl- unarleiðir væru komnar í stað- inn. f þeim héruðum, sem sam- drátturinn hefði orðið mestur, sagðist hann telja að verulega sjái á fjárhagsafkomu bænda- stéttarinnar og þar með öryggi byggðarinnar. Landbúnaðarráðherra skýrði frá skipun nefndar sem hefði það að verkefni að endurskoða kvótakerfið og kanna hvort ekki væri réttara að skipta landinu upp í framleiðslusvæði, sem hvert um sig hafi rétt á- fullu verði fyrir tiltekið framleiðslu- magn mjólkur- og sauðfjáraf- urða. Með þessum hætti mætti draga úr afskiptum af athafna- semi einstakra bænda, en jafn- framt að leitast við að verja þau framleiðslusvæði sem veikari eru og forðast miklar sveiflur í aukningu eða samdrætti fram- leiðslu eftir landssvæðum. Ráðherra ræddi málefni Áburðarverksmiðju ríkisins. Kom fram að stjórn verksmiðj- unnar telur að áburðarverð þurfi að hækka um allt að 120% á vori komanda ef ekki koma til aðrar aðgerðir. Skýrði hann frá þeim úrræðum sem nú væri unnið að í samráði við stjórnendur verk- smiðjunnar. Sagði hann þau nauðsynleg til að bæta hag verk- smiðjunnar og forðast það að verð á áburði þurfi að hækka umfram aðrar verðlagshækkanir á þessu ári. Kæmi til þessarar miklu verðhækkunar á áburði hefði það miklar afleiðingar í för með sér fyrir landbúnaðinn og þjóðfélagið. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði einnig: „Við upp- haf þessa Búnaðarþings hef ég mestar áhyggjur af misjafnri af- komu bænda. Þau mál eru í at- hugun. Á hinn bóginn búum við ekki lengur við framleiðslu- vandamál, þannig að um offram- leiðslu sé að ræða. Ég vara við meiri samdrætti í búvörufram- leiðslu bænda, en hvet til auk- innar hagkvæmni og að lögð verði rækt við aukna arðsemi búfjárins." Búnaðarþing sitja 25 full- trúar, frá öllum búnaðarsam- böndum landsins. Þetta er fyrsta þingið á nýbyrjuðu fjögurra ára kjörtímabili búnaðarþings- fulltrúanna, og eru fimm full- trúar í hópnum sem aldrei hafa setið búnaðarþing áður. Búist er við að þingið standi a.m.k. í 10 daga og í lok þingsins verður kosin stjórn Búnaðarfélags ís- lands til fjögurra ára. Síðdegis í gær voru lögð um 20 mál fyrir þingið auk þess sem Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri greindi frá framkvæmd ályktana síðasta búnaðarþings. „Gamlar stjörnuru troða upp á rokkhátíð í Broadway Fiðringur ætti að fara um marga gamla rokkunnendur þann 4. mars. Ákveðið hefur verið að efna til rokk- hátíðar í veitingahúsinu Broadway það kvöld og koma þar fram fjölda- margir, sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Margir þeirra, sem fram koma, hafa ekki verið í sviðs- Ijósinu í áraraðir. Björgvin Halldórsson hefur lagt mikið á sig við að draga margar af „gömlu" stjörnunum fram í sviðs- ljósið á ný og þeir sem fram koma eru: Harald G. Haralds, Guðbergur Auðunsson, Þorsteinn Eggertsson, Astrid Jensen, Berti Möller, Anna Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórsson, Garðar Guðmunds- son, Stefán Jónsson, Einar Júlíus- son og Sigurður Johnny. Allt eru þetta vel þekktir söngv- arar og er ekki að efa að marga fýsir að rifja upp gömul kynni með þeim. Sextett Björgvins Halldórssonar Ieikur undir hjá þessum gömlu rokkurum, en sveit hans skipa þeir Björn Thoroddsen, Hjörtur Hows- er, Rafn Jónsson, Pétur Hjaltested og Haraldur Þorsteinsson. Auk þeirra koma þeir Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason, saxistar, fram með hljómsveit Björgvins þetta kvöld. Samþykkt Fræðsluráðs Reykjavíkur: Ný úttekt á lyftu- málum Hlíðaskóla — aukin fjölbreytni í lyftum við sérstakar aðstæður LYFTUAÐSTAÐA fyrir 18 hreyfihömluð börn í Hlíðaskóla hefur verið bar- áttumál í Hlíðaskólanum í Reykjavík um árabil, en Morgunblaðiö fjallaði um máliö fyrir skömmu og birti myndir af börnum sem veröa að skríða á milli hæða í skólanum. Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti á árinu 1981 að setja upp tvær lyftur í skólanum, en þar sem öryggiseftirlitið samþykkti ekki nema mjög dýrar lyftur féll málið niður. Fræðsluráð Reykjavíkur tók málið aftur upp á fundi sínum í gær og samkvæmt upplýsingum Markúsar Arnar Ant- onssonar, formanns Fræðsluráðs, var samþykkt á fundi ráðsins að láta gera nýja úttekt á lyftumálinu og gera kostnaðaráætlun hið bráðasta um lyftubún- að sem öryggiseftirlitið samþykkir. Markús sagði að á fundi Fræðslu- ráðs hefði staða sérdeilda við skóla í borginni verið til umræðu og m.a. hefði byggingardeild Seljaskóla verð með fyrirspurn um fyrirhuguð áform vegna sérdeilda við skólann, m.a. fyrir fjölfötluð börn. Kvað Markús Örn Fræðsluráð hafa sam- þykkt að gera ráð fyrir því að sér- deild fyrir fjölfötluð börn fengi að- stöðu í væntanlegu viðbótarhús- næði við Seljaskóla. Mun Fræðslu- stjóri Reykjavíkur ræða það mál við aðila í menntamálaráðuneytinu. Þá var einnig samþykkt að kanna hvort deild blindra barna í Laug- arnesskóla geti fengið betri aðstöðu í Álftamýrarskóla þar sem nemend- ur geta lokið grunnskólanámi, en þröngt mun orðið um deildina í Laugarnesskóla. Á síðari árum hefur ör þróun átt sér stað í lyftubúnaði við sérstakar aðstæður, m.a. þar sem ekki hefur sérstaklega verið gert ráð fyrir lyftubúnaði í byggingum og hefur slíkum lyftum verið komið fyrir á allmörgum stöðum á landinu. Morgunblaðið lét mynda mismun- andi lyftur af einfaldri gerð á bæj- arskrifstofum Kópavogs, íþrótta- húsinu í Hafnarfirði og í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi, en þar er ein hreyfihömluð stúlka við nám. Skólanefnd Seltjarnarness kannaði möguleika á einfaldri lyftu fyrir nemandann og bæjarstjórinn sam- þykkti framkvæmdina. Um er að ræða stigalyftu með sæti, en einnig kom til greina svipuð lyfta gerð fyrir hjólastól einnig frá lyftudeild Vélsmiðjunnar Héðins, en lyfturnar í Kópavogi og Hafnarfirði eru danskar og þýzkar. Stigalyfta fyrir hjólastól. Þá lyftu má setja í alla beina stiga. Um er að ræða pall sem er nægilega stór fyrir hjólastól og liggur á gólf- inu fyrir framan stigann. Hægt er að stjórna pallinum bæði af pallin- um sjálfum svo og frá efri og neðri hæð eftir þörfum. Pallurinn fellur uppað veggnum þegar hann er ekki í notkun. Stigalyfta með sæti. Þá lyftu er hægt að setja í allar gerðir af stig- um bæði beina, bogna og pallastiga. Um er að ræða sæti sem fer eftir sérstakri braut. Sú lausn er senni- lega ódýrasta lausnin fyrir alla sem eiga erfitt með að ganga stiga. Ljósmynd Mbl. RÁX. Einar Ólafsson, húsvörður í íþróttahúsinu í Hafnarfirði, sýnir hvernig stóla- lyftan er notuð, en bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað að tilhlutan byggingar- nefndar að kaupa lyftuna, sem kostaði liðlega 150 þúsund kr. uppkomin. Sauðárkrókur: Jóni Björnssyni tónskáldi haldinn afmælisfagnaður Sauðárkróki, 18. febrúar. MIÐVIKUDAGINN 23. febrúar næstkomandi verður að tilhlutan Sauðárkrókssafnaðar haldin sam- koma í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki til heiðurs Jóni Björns- syni, tónskáldi frá Hafsteinsstöó- um, en þann dag á hann 80 ára afmæli. Jón hefur verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju í rúman áratug, en áður var hann stjórnandi karlakórsins Heimis í Skagafirði í um 40 ára skeið. Jón er afkastamikið tónskáld og hafa tónsmíðar hans komið út í nokkr- um heftum á undanförnum árum. Samkoman í Safnahúsinu hefst klukkan 21. Þar mun meðal ann- ars Kirkjukór Sauðárkróks syngja undir stjórn tónskáldsins og Jó- hann Már Jóhannsson og Þorberg- ur Jósefsson syngja einsöng. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. — Kári. Gunnar Kvaran á hádegistónleikum Háskólatónleikar verða í Nor- ræna húsinu á morgun, miðviku- dag, og eru þetta þrettándu hádeg- istónleikar vetrarins. Gunnar Kvaran leikur á knéfiðlu og á efn- isskránni eru knéfiðlusamstæður eftir Johann Sebastian Bach.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.