Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Dagatal íylgiblaðanna * ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * iþrqtia ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum! Fólk flýr meö aleigu sína frá þorpum í héraðinu Nelli í Assam á Indlandi þar sem fréttir herma aö 1.000 múhameðstrúarmenn hafi verið myrtir. „Erum sem útlendingar í okkar eigin landiu — segir einn forsprakkanna að baki fjöldamorðunum í Assam-fylki á föstudag Nýju Delhí, 21. febrúar. AP. EKKI TÓKST að Ijúka blóðugustu kosningum í sögu Indlands í Assam- fylki í gærkvöld. Aframhaldandi ókyrrð í 11 af 26 héruðum fylkisins kom í veg fyrir að hægt væri að kjósa. Átti að reyna að Ijúka kosningun- um í dag. Kjörsókn hefur almennt verið mjög léleg. Ekki er enn vitað með vissu hversu margir hafa látið lífið í stöðugum erjum, sem geisað hafa í héraðinu undanfarnar 3 vikur, en talið er að heildartalan sé rétt innan við eitt þúsund. Þetta eru verstu óeirðir sem vitað er um í Indlandi frá því 1947. Þá létu hundruð þúsunda lífið í blóðugum trúarflokkaátökum. Talið er að á milli 500 og 600 manns hafi verið líflátnir í fjölda- morðum í Nelli-héraði á föstudag. Alls munu 17 þorp hafa orðið fyrir barðinu á árásarmönnunum. Þar var engu eirt, hvorki gamal- mennum, konum né börnum, þeg- ar árásarmenn úr trúarflokkum hindúa réðust til atlögu gegn mú- hammeðstrúarmönnum úr röðum innflytjenda. Voru fórnarlömbin höggvin í spað með frumstæðum tólum og stóð atlagan yfir í átta klukkustundir. Undirrót morðöldunnar er sú, að hinir innfæddu vilja að ein milljón innflytjenda frá Bangla- desh verði svipt kjörgengi og vísað úr landi. Flestir þeirra eru mú- hammeðstrúar. Innfæddir í Ass- am, sem eru hindúatrúar, halda því fram, að innflytjendurnir séu að grafa undan þjóðfélaginu, jafnt fjárhagslega sem menningarlega. Ástæðan fyrir árásunum virðist fyrst og fremst vera sú að hegna fólkinu fyrir að ganga að kjör- borði eða gera tilraun til að kjósa. Komið hefur verið upp hjálpar- miðstöðvum til að veita mörgum þeim, sem lifðu árásirnar af, húsa- skjól og öryggi gegn hugsanlegum frekari árásum. Fregnir af fjöldamorðunum bárust fyrst þegar indverskum fréttamanni tókst að komast inn í héraðið, sem hefur verið lokað öll- um fréttamönnum og ljósmyndur- um. Sagðist hann hafa talið 253 lík í 15 smáþorpum og taldi ekki fjarri lagi að áætla að um 500 manns hefðu verið myrtir. Fréttamaðurinn náði tali af ein- um forsprakka árásarmannanna og sagði hann, að ekki yrði staðar numið fyrr en allir innflytjend- urnir hefðu verið líflátnir. „Þetta fólk hefur gert það að verkum, að Arafat hylltur í Þjóðarráði PLO Vill vinna friðarleið í Mið-Austurlöndum Algeirsborg, 21. rebrúar. Al\ YASSER Arafat leiðtogi PLO var klappað óspart lof í lófa á þingi Pal- estínumanna í dag, er hann flutti áhrifamikia ræðu til stuðnings þeirri viðleitni að finna friðarsamkomulag fyrir löndin fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Arafat flutti einnig ávarp á fundi þjóðarráðs Palestínumanna, en sá fundur fór fram fyrir luktum dyrum. Haft var þó eftir fulltrúum í ráðinu, að hann hefði virt að vettugi gagnrýni harðlínumanna á friðar- stefnu hans, en þessi gagnrýni hefur verið hávær á fundi ráðsins, sem staðið hefur yfir í viku. Arafat gagn- rýndi þó óbeint harðlínumenn fyrir að hafa valdið innrás ísraelsmanna f Líbanon og þannig verið valdir að brottrekstri PLO frá Beirút. Arafat minnti á toppfund Arabaríkjanna í Fez í Marokkó, sem farið hefði út um þúfur á ár- inu 1981 vegna andstöðu Sýrlend- inga við allar hugmyndir um frið við ísrael. „Við máttum greiða dýru verði fyrir að fyrsti topp- fundurinn í Fez varð árangurs- laus. Það gjald var líf 70.000 pal- estínskra píslarvotta, sem drepnir voru í innrás ísraelsmanna í Líb- anon,“ sagði Arafat. Fundinum í Fez var haldið áfram í september sl. og þar var samþykkt friðaráætlun, sem í fyrsta sinn gerir ráð fyrir gagn- kvæmri viðurkenningu og frið- samlegri sambúð milli ísraels og Arabaríkjanna. Jafnframt er þar gert ráð fyrir sjálfstæðu ríki Pal- estínumanna, sem nái yfir vestur- hluta Jórdans, Gaza og austur- hluta Jerúsalems. við erum sem útlendingar í okkar eigin landi," sagði hann. Indira Gandhi, forsætisráð- herra, fór í dag í eins dags heim- sókn til Assam til að kynna sér hörmungarástandið í héraðinu. Hún hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að efna til kosninga í hérað- inu á svo viðkvæmnum tímum. Hefur jafnvel verið haft á orði, að kosningarnar séu hin eiginlega undirrót fjöldamorðanna. Án til- komu þeirra hefðu þessir voðaat- burðir aldrei gerst. Veður víða um heim Akureyrí 5 skýjað Ameterdam 5 skýjað Aþena +2 heiðskírt Barcelona 12 þokumóða Berlín 0 skýjað Brilssel 5 akýjað Chicago 16 skýjað Dublin 4 heiöskírt Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 1 léttskýjaö Færeyjar 4 skýjað Genl 3 heiðakírt Helsinki 0 heiðskírt Hong Kong 12 skýjaö Jerúsalem 5 rigning Jóhannesarborg 28 heiðakirt Kaupmannahöfn 2 heiöskírt Kairó 15 heiðskírt Las Palmas 19 skýjað Lissabon 16 rigning London 6 skýjað Los Angeles 27 heiöskirt Madríd 13 rigning Mallorca 13 skýjað Malaga 13 þokumóða Mexikóborg 23 heiðakírt Miami 22 heiðskírt Moakva +3 skýjað Nýja Delhí 25 heiðskírt New York 9 heiðekírt Osló 0 heiðskírt París 6 heióskírt Peking 2 heíöskírt Perth 28 heiðskirt Reykjavík 5 skýjaó Rio de Janeiro 38 heiðskirt Rómaborg 11 rigning San Francisco 18 heiðskfrt Stokkhólmur +2 heiðskírt Sydney 25 rigning Tel Aviv 12 rigning Tókýó 9 heiðskfrt Vancouver 13 skýjaö Vínarborg 2 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.