Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983 Tek að mér hlut- verk, sé ég beðinn — segir Ingólfur Guðnason alþingismaður „ÉG HEF ekki nema lítið um það að segja. Það verður auðvitað fjöldi manna sem ákveður skipan listans, ef af verður, en ég styð hann og ef ég verð beðinn að taka að mér hlutverk, þá mun ég náttúrlega gera það,“ sagði Ingólfur Guðnason alþingismaður, er Mbl. spurði hann, hvort hann hygðist gefa kost á sér á sérstakan lista framsóknarmanna í Norðurlandi vestra, en sérframboð er þar í undirbúningi og verður væntanlega tekin ákvörðun um það á næstu dögum. Framsóknarmenn úr hópi þeirra sem gengu af fundi kjör- dæmisþings, þegar gengið var frá framboðslista flokksins nýverið, komu saman sl. föstudag. Voru fundarmenn 33 talsins. Flestir fundarmanna voru úr Húna- vatnssýslum, og lýstu Austur- Húnvetningar sig tilbúna til fram- boðsins. Vestur-Húnvetningar funda annað kvöld og er endan- legrar ákvörðunar að vænta eftir þann fund. Undirbúningur fram- boðsins er þegar hafinn. Framboðið er gegn Sjálfstæðisflokknum — og mun berjast gegn því sem slíku, segir Matthías Bjarnason „ÉG lít á þetta framboð sem framboð gegn Sjálfstæðisflokkn- um og mun berjast gegn því, eins og öðrum framboðum andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins," sagði Matthías Bjarnason, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðarkjördæmi, aðspurður um álit á fyrirhuguðu sérframboði sjálfstæðismanna í kjördæminu. Tveir í gæsiu TVEIR ungir menn, annar 16 ára og hinn tvítugur, voru í gær úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 30. mars vegna síbrota, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Mennirnir voru staðnir að verki í gærmorgun í innbroti við Smiðshöfða, en þar höfðu þeir farið inn á nokkrum stöð- um. Þeir eiga sök á mörgum innbrotum og skemmdarverk- um, allt frá því í desember, m.a. brutust þeir inn í Isbjörn- inn nýlega og frömdu þar skemmdarverk. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, annar maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, sagði: „Ef framboð þetta verður að veru- leika hlýt ég að harma það af því að því er stefnt gegn Sjálf- stæðisflokknum. Hins vegar er ég þess fullviss, að slíkir til- burðir muni ekki veikja flokk- inn á Vestfjörðum heldur verða sjálfstæðismönnum þar öflug hvatning til þeirrar baráttu, sem mun tryggja sigur fram- boðslista flokksins í næstu Alþingiskosningum." Sigurlaug Bjarnadóttir, sem er aðalforsvarsmaður sérfram- boðsins, sagði aðspurð um stöðu mála: „Ekkert nýtt. Þetta bara heldur áfram, við erum að byggja upp skoðanakönnunina okkar sem við ætlum að hafa. Við stefnum á fyrstu helgina í marz, 5. og 6. marz, þá erum við að finna okkur trúnaðarmenn." Annað vildi Sigurlaug ekki láta hafa eftir sér um málið. Guð- mundur Ingólfsson, bæjar- fulltrúi á ísafirði, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur frambjóðandi á listann, vildi ekki tjá sig um málið í gær- kvöldi. Slökkviliðsmenn aö störfum við ruslageymslu benzínstöðvarinnar við Nesveg. Ljósmynd Mbl. Emilía. Eldur laus í ruslageymslu benzínstöðvar ELDUR varð laus í ruslageymslu benzínstöðvar Esso við Nesveg í gærkvöldi og var allt slökkvilið Reykjavíkur kallað út vegna mikillar sprengihættu í benzínstöðinni. Slökkviliðið náði þegar að slökkva eldinn, sem hafði læst sig í þil yfir ruslatunnugeymslunni og m.a. kviknaði í viðarkolum inni í vörugeymslu benzínstöðvarinnar. Allt fylltist af reyk í verzlun stöðvarinnar, en eldur komst aldrei nærri benzíngeymunum. Bráðabirgðalögin enn ekki afgreidd frá Alþingi: Veldur óvissu við ákvörðim verðbóta BRÁÐABIRGÐALÖG ríkisstjórnarinnar hafa enn ekki verið afgreidd frá efri deild Alþingis. Því ríkir enn óvissa varðandi greiðslu verðbóta á laun 1. marz, vegna deilna um skýringu á lögunum. í bráðabirgðalögunum frá því í ágúst á síðasta ári sagði, að „vegna samdráttar þjóðartekna og í þeim tilgangi að draga úr víxl- gangi kaupgjalds og verðlags skal frá 1. desember fella niður helm- ing af þeirri verðbótahækkun launa er ella hefði orðið." Ýmsir vildu túlka þetta ákvæði þannig, að helmings skerðing verðbóta kæmi einnig til fram- kvæmda 1. marz. f áliti Sigurðar Líndal lagaprófessors, sem hann greindi frá á fundi í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar lýsti hann þeim skilningi, „að orðalag ákvæðisins yrði ekki skilið á ann- an veg en þann að verðbótahækk- anir skertust sem þessu næmi öll verðbótatímabil, sem lögin héldu gildi. Öðrum kosti hefði verið nauðsynlegt að kveða á um það berum orðum til hvaða verðbóta- tímabila lögin tækju." Til að taka af öll tvímæli hvað þetta atriði áhrærði flutti forsæt- isráðherra og meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar breytingartillögu, þar sem segir að fyrrnefnd skerðing taki aðeins til tímabilsins frá 1. desember 1982 til 28. febrúar 1983. Þessi breytingartillaga hefur ekki hlotið samþykki Alþingis frekar en önn- ur ákvæði bráðabirgðalaganna. Kauplagsnefnd kemur saman til fundar í dag til að fjalla um vísi- töluna og verðbætur á laun og er búist við að fyrrnefnd atriði verði meðal annars til umræðu á þeim fundi. Sr. Kristján Bjarnason látinn SÉRA Kristján Bjarnason fyrrum prestur að Reynivöllum í Kjós lést að heimili sínu að morgni síðastlið- ins sunnudags. Hann var 68 ára er hann lést. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Guömundsdóttir og áttu þau 8 börn, sem öll eru á lífi. Kristján var fæddur 25. júní ár- ið 1914 að Brún á Stokkseyri, son- ur Bjarna Benediktssonar sjó- manns þar og Ólafíu Kristrúnar Magnúsdóttur. Kristján lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938. Sama ár lauk hann sveinsprófi í múrsmíði. Hann stundaði nám í reksturs- hagfræði við Háskólann í Leipzig veturinn 1938—1939 og lauk við- skiptafræði frá Háskóla íslands árið 1941. Kristján hóf síðan guðfræðinám við Háskóla íslands og lauk guðfræðiprófi árið 1947. Hann var sóknarprestur í Sval- barðsprestakalli 1947—1950 og sat á Raufarhöfn. Frá 1. júní árið 1950 til ársins 1975 var Kristján sókn- arprestur í Reynivallaprestakalli í Kjós. Kristján gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir byggðar- lagið, sat meðal annars í hrepps- nefnd um tíma. Albert Guðmundsson: Skattalækkun til þeirra sem láta af störfum sakir aldurs Sr. Kristján Bjarnason. Albert Guðmundsson og ellefu aðrir alþingismenn úr öllum þing- flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt. Gerir frumvarpið ráð fyrir að skattframtalsskyldar tekjur þeirra er látið hafa af störfum sakir aldurs, skuli lækkaðar um helming. Er þá átt við þær tekjur sem unnið er fyrir næstu tólf mánuði áður en viðkomandi lætur af störfum. Frumvarpið er svohljóðandi: „Tekjuskattsstofn manna, sem Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra: Ragnar í efsta sæti RAGNAR Arnalds fjármálaráðherra verður í efsta sæti framboðshsta Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi vestra í næstu alþingiskosningum. Á fundi kjördæmisráðs flokksins á Sauðárkróki um helgina var tekin ákvörðun um skipan fjögurra efstu sætanna. í öðru sæti verður Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvamms- tanga, Ingibjörg Hafstað í Vík í Skagafirði verður í þriðja, og Hannes Baldvinsson fram- kvæmdastjóri á Siglufirði verður í fjórða. látið hafa af störfum sakir aldurs, skal lækkaður um helming við út- reikning skatts af tekjum sem þeir hafa aflað síðustu tólf mánuði starfstíma síns. Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við álagningu tekju- skatts á árinu 1983 af tekjum árs- ins 1982.“ í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars: „óþarfi hlýtur að vera að tíunda þá erfiðleika, sem oft blasa við þeim launþegum sem láta af störfum vegna aldurs. Breytingin hefur oft sálræn áhrif sem seint verður bætt, því heilsan er þar að veði. Því til viðbótar bætast áhyggjur af greiðslu opinberra gjalda sem koma með ö INNLENT fullum þunga á fyrsta ári eftir að starfsævi lýkur. Þetta frumvarp er flutt til að koma til móts við launþega, sem þannig er ástatt fyrir, enda hafa sömu aðilar greitt sína skatta og gjöld á langri starfsævi. Vilja ekki áfengisútsölu Á VEGUM Bæjarblaðsins á Eski- firði var í síðustu viku gerð skoð- anakönnun meðal bæjarbúa um afstöðuna til opnunar áfengisút- sölu á staönum. Mikill meirihluti þáttakenda lýsti sig andvígan áfengisútsölu á staðnum. Að sögn Guðmundar Gísla- sonar, ritstjóra Bæjarblaðsins, voru 549 atkvæðaseðlar sendir út og skilaði 321 seðill sér inn. 92 sögðu já eða 29% gildra at- kvæða, 225 sögðu nei, eða 71% af gildum atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.