Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 180 milljón tonn surtarbrands: „Stórátak til að efla byggð á Vestfjörðum“ — sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson í STÁLFJALLI í Vestur-Barðastrandarsýslu munu vera 180 milljónir tonna af surtarbrandi, sem nægja myndu 600 MW-rafstöð í 60 ár. Hér er um að ræða álíka mikið uppsett afl og nú er samtals í öllum vatnsaflsvirkj- unum landsins, segir í greinargerð með þingsályktun, sem samþykkt var í Sameinuðu þingi í gær, en sú tillaga gerir ríkisstjórninni að fela Orku- stofnun og Rannsóknarráði ríkisins rannsókn á surtarbrandi á Vestfjörð- um og könnun leiða til nýtingar hans til orkuframleiðslu og iðnaðar. Könnunin skal unnin í samráði við Orkubú Vestfjarða. Fyrsti flutningsmaður þings- ályktunarinnar, sem samþykkt var með 31 samhljóða atkvæði, er Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Meðflutingsmenn eru: Matthí- as Bjarnason (S), Sighvatur Björgvinsson (A), Ólafur Þ. Þórð- arson (F) og Karvel Pálmason. Tillagan hefur verið send rikis- stjórninni til fyrirgreiðslu. í greinargerð er m.a. vakin at- hygli á þeim viðbrögðum ná- grannaþjóða að stórauka kolanýt- ingu, m.a. til orkuframleiðslu, er olíuverð margfaldaðist á heims- markaði. Ný tækni hafi og gert mun auðveldara að nýta eldsneyti með lægra brunagildi en venjuleg kol. Þar segir ennfremur að surt- arbrandslög megi finna á Barða- strönd, Patreksfirði, Arnarfirði, Súgandafirði, Bolungarvík, Steingrímsfirði og víðar. Athyglin hafi þó einkum beinst að Stálfjalli í V-Barðastrandarsýslu þar sem sé mikið magn surtarbrands. Vakin er athygli á því að Vest- firðir séu fátækari en aðrir lands- hlutar af orkulindum í formi vatnsafls og jarðhita. Nýting surt- arbrands gæti því, ef rannsóknir staðfesta arðsemi hennar, verið stórátak til að efla byggð á Vest- fjörðum, auk þess að leysa olíu af Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður hólmi. Bæði sementsverksmiðjur og fiskimjölsverksmiðjur gætu og hugsanlega nýtt surtarbrand, sem þýddi umtalsverðan gjaldeyris- sparnað. Vísitölu- grunnur og sykur- verksmiðja Guðmundur J. fékk nýja vísitölufrumvarpið • STUTTUR fundur var í neðri deild Alþingis í gær. Átta frum- vörpum, sem fyrstu umræðu var lokið um, var vísað til nefnda. Meðal þeirra var frumvarp for- sætisráðherra um nýjan vísitölu- grundvöll og lengingu verðbóta- tímabila. Var því vísað til fjár- hags- og viðskiptanefndar, en þar gegnir Guðmundur J. Guðmunds- son (Abl) formennsku í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar (F) sem er á þingi Norðurlandaráðs. Hvar er sykurfrumvarp Hjörleifs frá í fyrra? Þórarinn Sigurjónsson (F) spurði Hjörleif Guttormsson, iðn- aðarráðherra, hvað hefði orðið af stjórnarfrumvarpi, sem flutt hafi verið á síðasta þingi um sykur- verksmiðju í Hveragerði en hefði ekki verið endurflutt á yfirstand- andi þingi. Þórarinn minnti á ódýra orku, sem forgörðum færi í Hveragerði, sem og á atvinnu- sköpun og gjaldeyrissparnað sem af fullvinnslu sykurs hérlendis myndi leiða. Ljósi varpað á óvissuþætti Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, taldi nauðsynlegt að varpa ljósi á óvissuþætti varðandi sykurverksmiðju í Hveragerði. Iðnþróunarsjóði hafi verið falið að gera úttekt á málinu í heild. Sjóð- urinn. hafi kvatt til sænskan verk- fræðing. Sá hafi skilað skýrslu um málið í janúarmánuði sl. Hún hafi verið yfirfarin og enn sendar spurningar til verkfræðingsins sænska og væru svör væntanleg fyrr en síðar. Sykur og steinull Magnús H. Magnússon (A) sagði ljóst að stjórnarfrumvarp um syk- urverksmiðju í Hveragerði í fyrra hafi aðeins verið „dúsa“ upp í Sunnlendinga vegna stjórnar- ákvörðunar um steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki í stað Þor- lákshafnar. Þá lá mikið á að flytja frumvarpið, nú eru óvissuþættirn- ir hinsvegar athugaðir. Svipmynd frá Alþingi Þessa svipmynd tók Ól. K. Magnússon, ljósm. Mbl. á Alþingi sl. mánudag. Guðrún Helgadóttir (Abl) í ræðustól. Alexander Stefánsson (F) í forsetastól. Ekki sýnist hlustað grannt á málflutninginn. Frumvarp um sameiginlegan tekjuskattstofn hjóna: „Var ætlunin að skatt- íe§gja ómegðina?" FRAM hefur verid lagt á Alþingi frumvarp um sameiginlegan tekjuskattstofn hjóna. Flutningsmenn eru Friörik Sophusson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Albert Guömundsson. Helztu efnisatriði þess eru: „Tekjuskattstofn hjóna, sem samvistum eru, er helmingur af samanlögðum tekjuskattstofni beggja. Hafi annað hjóna nei- kvæðan tekjuskattstofn skal draga þá upphæð frá tekjuskatt- stofni hins. Karl eða kona sem búa saman i óvígðri sambúð og eiga 'sameigin- legt lögheimili, eiga rétt á að telja fram og vera skattlögð sem hjón, sem samvistum eru, ef þau hafa átt barn saman eða ef konan er þunguð eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár, enda óski þau þess bæði skriflega við skatt- yfirvöld." „Samanlögðum tekjuskatti hjóna samkvæmt 63. gr. skal skipt á milli þeirra í hlutfalli við tekju- skattstofn hvors um sig. Hafi ann- að hjóna neikvæðan tekjuskatt- stofn skal hitt greiða tekju- skattinn allan." í greinargerð, þar sem m.a. er vikið að fenginni reynslu af sér- sköttun hjóna, segir m.a.: „Þau heimili, þar sem tekjur hjónanna eru mismiklar, borga hlutfallslega meiri skatta en heimili með jafnar tekjur hjóna. Er skattbyrðin þeim mun þyngri sem mismunur á tekjum hjónanna er meiri og er þá hæst þegar ann- að hjóna (oftar karlmaðurinn) afl- ar allra teknanna. Hér er átt við skattbyrði af heildartekjum hjón- anna. En hvaða heimili eru það, þar sem tekjur hjóna eru verulega mismiklar? Það eru fyrst og fremst heimili með mikla ómegð sem bindur annað hjóna, aðallega konuna, heima, einnig þau heimili þar sem annar aðilinn er mikið fjarverandi vegna starfa sinna: sjómenn, verkamenn við virkjanir, flugmenn o.s.frv. þó að barna- fjöldinn sé e.t.v. ekki mikill. Það er útilokað fyrir konu verka- manns, sem vinnur uppi á hálendi, að vinna úti og sjá jafnframt um eitt eða fleiri börn. Hún verður að vera heima að gæta barnanna. Þá er og vert að geta þeirra heimila þar sem annað hjóna verður að vera heima og annast langlegu- sjúkling, aldrað foreldri, vangefið barn eða bæklað. Fleira mætti telja, t.d. námsfólk þar sem annað hjóna vinnur fyrir hinu meðan það er við nám, svo og hátekju- menn þar sem konan er heima af því að hún þarf ekki að vinna utan heimilis. Flest þeirra heimila, sem talin eru upp hér að framan, eru þannig að ekki mun vera vilji með þjóð- inni að skattleggja þau sérstak- lega. Það hefur orðið mikil hugar- farsbreyting hjá þessari þjóð, ef ætlunin er að skatta ómegðina, en þannig kemur sérsköttun hjóna út í reynd. Frá sjónarmiði þeirra, sem stuðla vilja að jafnrétti kynj- anna, hlýtur það að líta undarlega út að segja að kona, sem gæti barna og bús og geri bónda sínum kleift að vinna utan heimilis fyrir miklum tekjum, geri ekki neitt, vinnuframlag hennar sé einskis metið, þótt hún vinni óllum stund- um. Auðvitað „á“ hún helming af tekjum mannsins. Hann gæti ekki unnið, ef hann ætti að sjá um börnin sín sjálfur. Hitt er svo ann- að mál að sá, sem gætir barnanna tekjulaust (yfirleitt konan) er að ala upp nýja kynslóð, sem seinna meir mun standa undir lífeyris- kerfi landsmanna, og fær þó engin lífeyrisréttindi út á það. Er ekki óþarfi að skatta hana sérstaklega umfram aðra, sem ekki annast börn?“ Stjórnarfrumvarp: Tóbaks- varnir Lagt hefur veriö fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um tóbaksvarnir. Nýjungar í frumvarpinu eru tilgreind- ar í greinargerð eins og hér segir: 1. f 1. gr. frumvarpsins er lögð til sú stefnuyfirlýsing að lögunum sé ætlað það markmið að draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsu- tjóni, sem hún veldur og að vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksneyslu, þ.m.t. óbeinna tóbaksreykinga. 2. í 2. gr. eru skýr ákvæði um það, hvað átt sé við með tóbaki. Enn fremur til hvaða annars varnings lögin nái með hliðsjón af sambæri- legri neyslu, þótt ekki innihaldi við- komandi varningur tóbak. 3. í 4. gr. eru lögð til ótvíræð ákvæði um það hver eigi að fara með yfirstjórn tóbaksvarnamála, þ.e.a.s. heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 4. í 5. gr. er að finna ákvæði um tóbaksvarnarráð, hvernig í það skuli skipað og hvaða hlutverki það skuli fyrst og fremst gegna. 5. í 6. gr. er að finna ákvæði um aðvaranir á tóbaksvarningi vegna skaðsemi hans. 6. f 7. gr. er reynt að skilgreina hvað átt sé við með auglýsingum í kjölfar þess að ákveðið er að halda í hið fortakslausa auglýsingabann, sem sett var með lögum nr. 27/ 1977. 7. f 8. gr. er að finna ákvæði þar sem segir að tóbak megi ekki selja einstaklingum yngri en 16 ára. Jafnframt að bannað sé að selja tóbak úr sjálfsölum og í heilbrigð- isstofnunum, skólum eða stofnun- um fyrir börn og unglinga. 8. f 9. gr. er lagt til að tóbaks- notkun verði bönnuð í þeim hlutum af húsnæði stofnana, fyrirtækja og annarra þar sem almenningi er ætl- aður aðgangur í sambandi við af- greiðslu og þjónustu sem þessir að- ilar reka. Skv. gildandi lögum er slíkt heimilt með ráðherraákvörð- un. 9. Lögð er til sú aðalregla í 10. gr. að tóbaksnotkun sé óheimil í grunnskólum, dagvistun barna og húsakynnum sem fyrst og fremst eru ætluð börnum og unglingum yngri en 16 ára til félags- og tóm- stundastarfa og á opinberum sam- komum innanhúss fyrir börn og unglinga hafi börn innan 16 ára aldurs aðgang að þeim og í heilsu- gæslustöðvum. Undantekningar eru heimilaðar en þó skal sérstaklega gætt að óbeinum reykingum. Varð- andi sjúkrahús skulu reykingar ein- ungis heimilaðar á tilteknum stöð- um. 10. f 11. gr. er forráðamönnum húsnæðis, sem almenningur hefur aðgang að, en ekki fellur undir reykingabann 11. gr. heimilað að ákveða slíkt bann sjálfir i húsi sínu. 11. í 13. gr. er lögð til sú aðal- regla að tóbaksreykingar séu bann- aðar í farartækjum sem rekin eru gegn gjaldtöku. Lögð er til undan- tekning sé um að ræða millilanda- flug og almennt farþegarými skipa. 12. í 14. gr. eru lögð til stefnu- mótandi ákvæði varðandi fræðslu og ábyrgð menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis á því að henni sé sinnt í skólum landsins og ríkisfjölmiðlum. 13. í 14. gr. er líka lagt til að litið verði á tóbaksvarnir sem eðlilegan þátt heilsugæslunnar, þannig að þeir sem hætta vilja að reykja geti notið aðstoðar lækna og hjúkrun- arliðs heilsugæslustöðvanna. 14. í 17. gr. er lagt til að heil- brigðisnefndir undir yfirstjórn Hollustuverndar ríkisins, sbr. nán- ar lög nr. 50/ 1981, hafi eftirlit með framkvæmd laganna að svo miklu leyti sem um hrein framkvæmda- atriði er að ræða, þ.e.a.s. eftirlit með útsölustöðum og að virt séu ákvæði laganna um sölu tóbaks, tóbaksauglýsingar og takmarkanir á tóbaksreykingum. Ennfremur eru lagðar til ákveðnar aðgerðir vegna meintra brota á lögunum, þ.e.a.s. hvernig heilbrigðisnefndir skuli standa að slíku m.a. með að til- kynna lögreglustjóra það eða heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.