Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Innilegiistu þakkir til cdlra, sem glöddu mig með skeyt- um og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 15. febrúar 1983. Guð blessi ykkur öll Jónheidur Guðbrandsdóttir. KARON SkÓlÍDD Rétt líkamsstaða, fallegt göngulag og góður fótaburður eru ekki með- fæddir eiginleikar — þetta þarf að læra. Ef þú hefur hug á að taka þátt í námskeiðum skólans, þá færðu m.a. kennslu í andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fatavali og mataræði og fleira sem lýtur að útliti þínu og fasi. Ef þessir þættir eru í lagi, kemur sjálfstraustið ósjálfrátt. Síðustu námskeið vetrarins hefjast mánudaginn 28. febrúar. Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl. 16—20 þessa viku. Hanna Frímannsdóttir. er viö hæfi aö gefa því letta og laglega skó að trítla á. Þess vegna höfurri viö tekið upp ítalska kvenskó í miklu úrvali, - fallega og netta eins og vorskór eiga aö vera. Sjáumst í nýrrí og vandaðri verslun. Sffvunntcnstrmiur LAUGAVEGI 71 Stormur í vatnsglasi Friðrik Sophusson (S) sagði í umræðu um vísi- tölufrumvarpið, að það væri bitamunur en ekki fjár á afstöðu forsætisráð- herra og Alþýðubandalags. Sérstaða Alþýðubandalags, sem fram kæmi í séráliti Þrastar Olafssonar, fælist í tvennu: I) Að fjögurra mánaða verðbótatímahil ha'fist frá og með 1. marz nk. í stað 1. desember sl. og 2) að hluti verðlags- þróunar, sem fram hjá mælingu færi, væri eilítið öðru vísi hannaöur, fram- kvæmdalega. Andóf Al- þýðubandalagsins hefur því veðurhæð storms í vatnsglasi. Friðrik sagði og, að for- sætisráðherra, sem sæti ætti í þingflokki sjálfstæð- ismanna, a.m.k. að nafninu til, hefði hvorki kynnt frumvarp sitt þar né leitað eftir stuðningi við það! Hann hefði í einu og öllu hunzaö þingflokkinn. I>að væru því látalæti þegar hann léti nú sem það kæmi sér á óvart, að þingflokkur- inn hlypi ekki í fang sér með stuöning við frum- varpið. Frumvarpið er tæknilega dautt, sagði Friðrik, þó ekki væri nema vegna þess, hve seint það er fram komið. I>að gengur og til þingnefndar, hvar Guð- mundur J. Guðmundsson (Abl) er formaður (í fjar- veru Halldórs Ásgrímsson- ar á Norðurlandaþingi), en bæði Guðmundur og Al- þýöubandalagið hafa lýst því yfir, að frumvarpið veröi tafið í afgreiðslu. I>að er því eins og hvert annað grín þegar forsætisráð- herra lætur sem það hafi verið meining sín að frum- varpið, sem ríkisstjórnin hefur tekizt á um í 6 mán- uði, verði afgreitt á Alþingi á nokkrum dægrum og framkvæmt við launaút- reikning fyrir komandi mánaöamót! Ekki kjara- skerðing Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra sagði það alls ekki brot á stjórnar- sáttmála þó einstakur ráð- herra flytji frumvarp. Friðrik Guðrún Ragnar Hörkuslagur stjórnarliða á Alþingi Ráöherrar og þingmenn Alþýöubandalagsins geröu haröa hríð að forsætisráðherra á Alþingi í fyrradag í umræöu um vísitölufrumvarp hans. Ragnar Arnalds, fjármálaráöherra, sagði óviðeigandi aö tefja störf þingsins næstu daga meö þessu frumvarpi, sem væri alltof seint fram komið til aö geta haft áhrif á launaútreikning 1. marz nk., jafnvel þótt meira fylgis nyti en raun væri á. Efnislega væri þaö þann veg úr garöi gert, aö ekki væri hægt aö afgreiöa það nema meö þátttöku samningsaðila vinnumarkaöarins. Guörún Helgadóttir (Abl) taldi frumvarpiö brot á stjórnarsáttmál- anum, og lítil ástæöa væri til að telja sig til stuðningsliös ríkisstjórnar, sem ekki héldi samstarfsreglur eigin stjórn- arsáttmála. Breyting á vísitiilugrunni þýddi heldur ekki endilega kaupmáttarrýrnun. I upp- hafi árs 1981 hefðu verð- bætur verið rýrðar um 7 stig en útkoman í árslok verið 4% kaupmáttaraukn- ing. Lækkun verðbólgu hefði sagt til sín sem kjara- bót. Forsætisráðherra sagöi ágreining stjórnarliða og minni en af væri látið. Annarsvegar væri ágrein- ingur um hvort fjögurra mánaða verðbótatímabil skuli hefjast 1. marz nk. eða mælast frá 1. desem- ber sl. Hinsvegar um fram- kvæmd frádráttar í vísi- töludæminu. Forsætisráðherra svaraði því til, aðspurður, að hann hefði vænzt þess að frum- varpið fengi þá meðhöndl- an á Alþingi að það kæmizt til framkvæmda fyrir í hönd farandi verðbóta- tímabil. Hversvegna ekki meiri verðbóta- skerðingu? Friðrik Sophusson spurði: Ef það er rétt hjá forsætisráðherra aö 7% verbótaskerðing, sem hann og Guðmundur J. stóðu aö 1981, hafi þýtt 4% kaup- máttarauka vegna lækkun- ar verðbólgu, hversvegna var þá ekki framkvæmd meiri verðbótaskerðing? Svavar Gestsson kallaði vísitöluleikinn 1981 „slétt skipti“. Ef hægt er að „skipta á sléttu“, eins og Svavar lýsti hlutunum 1981, eða jafnvel auka kaupmátt, eins og forsæt- isráðherra staðhæfir, hversvegna höggva þá ekki þessir samráðherrar aftur í sama knérunn, í Ijósi til- tækrar reynslu? Hvers- vegna þá þessi hanaslagur í ríkisstjórninni nú? í ríkisstjórninni er ekki samstaða um eitt eða neitt sem máli skiptir. I>ar vegur hver í annars bak meðan verðbólgan æðir áfram, er- lendar skuldir hrannast upp, atvinnusamdráttur segir til sín, innlendur sparnaður hrynur saman og atvinnuvegirnir ramba á barmi rekstrarstöðvunar. Átök stjórnarliða um vísi- tölufrumvarpið er aðeins ein perla í hálsfesti hennar, en sú perla er óekta — eins og allar hinar. HITAMÆLAR m St ©cö) Vesturgötu 16, símí 13280. Djúpslökun & spennulosun Læröu hvernig djúpslökun getur hjálpaö þér til aö: • ná aöhliða vööva- og taugaslökun • fyrirbyggja höfuðverki, vöðvabólgu o.fl. • yfirvinna kvíða, svefntruflanir og óöryggi • ná betri árangri í námi og starfi • bæta sjálfsímyndina og tjáningarhæfni Djúpslökunarkerfiö er talið meðal áhrifaríkustu aðferða til vöðva- og taugaslökunar, en það byggir á tónlistarlækn- ingum, beitingu ímyndunaraflsins, sjálfsefjun og öndun- artækni. Fræðslumiðstöðin Miðgarður Bárugötu 11 býöur upp á ítarlega kennslu í djúpslökunarkerfinu: Helgarnámskeið: 11,—13. feb., 18,—20. feb. og 25.-27. feb. Námsefni og tveir kvöldfundir fylgja meö. Jafnframt vikulegir hóptímar í slökun. Einkatímar: Tvisvar í viku í átta vikur, klukkustund í senn. Jafnframt vikulegir hóptímar. Kennari: Guðmundur S. Jónasson. Skráning og upplýsingar í síma: 12980 milli kl. 10—18. A1IÐG/1RÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.