Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 15 xsm. Hcrmcnn gráir fyrir járnum í varðstödu í Assam. Margra er einnig saknað, m.a. 7 manna liðs af snjóruðningstækj- um, sem fengu það verkefni að ryðja fjallveg nokkurn í Malatya. Rafmagnsleysi, samgönguleysi og fleira hefur hrjáð Tyrki í ótíðinni, skemmdir hafa orðið á ökrum og allt flug hefur legið niðri. Hvergi Óætur sovéskur niðursuðufiskur á Afríkumarkað Sunday Telegraph, 20. Tebrúar. SOVÉTMENN hafa verið staðnir að því að selja þúsundir tonna af niður- soðnum makríl til landa í vestur- hluta Afríku, hráefni sem er svo lé- legt að það myndi aldrei sleppa fram hjá breskum reglum um vörugæði. Sovéskir verksmiðjutogarar kaupa umræddan makríl af bresk- um fiskibátum og sjóða niður á rúmsjó. Er niðursuðunni svo ábótavant að með ólíkindum hefur þótt. Með makrílbitunum í hverri dós er ekki annað en dálítið af saltvatni, eitt laufblað og dálítið af sykri. Á breskum rannsókn- arstofum hafa all margar dósir hreinlega sprungið áður en sér- fræðingar hafa getað lagt á þær hendur með dósahnífa sína. Og það er ekki nóg með að negrunum í Afríku sé boðið upp á þetta, talsvert af ólyfjan þessari er flutt til Eystrasaltsstranda og Sovét- Þota hrapaði Sao l'aulo, Itra.silíu, 22. febr. AP. BOEING 737 þota hrapaði skömmu eftir flugtak skammt frá borginni Manaus. Vélin var í eigu VASP- flufélagsins brasilíska og er þetta þriðja þota þess félags sem hrapað hcfur á tæpu ári. Aðeins tveir menn voru um borö, flugmaðurinn og aðstoöar- maöur hans, og létust þeir báðir. Danir að verða skuld- ugasta þjóð í heimi Kaupmannahofn, 22. febrúar. DANIR MUNU slá nýtt heimsmet á þessu ári, sem enginn öfundar þá af. Áður en árið er liðið í aldanna skaut munu þeir vera orðnir skuldugasta þjóð í heimi, 3500 dollarar í mínus á hvert mannsbarn (hér hefur greinilega gleymst eins og fyrri daginn að reikna með íslendingum, sem skulda 4000 dollara á hvert höfuð). En „eitthvað er rotið innan Danaveldis", sem áður var fyrir- mynd annarra fyrir búhyggindi og stöðugleika. Allt frá stríðslökum hafa jafnaðarmenn farið með völdin lengst af og staðið fyrir margvíslegum, félagslegum um- bótum. Ríkisumsvifin hafa bólgn- að út (20% vinnuaflsins vinna hjá ríkinu) og launin voru bundin vís- itölunni. Síðan kom olíukreppan og samdrátturinn en Danir flytja inn allt sitt eldsneyti því að þeir hafa bannað kjarnorkuver. Dönum er hins vegar öðru vísi farið en Svíum, bræðrum þeirra í norðri, og láta ekki leiðinlegar töl- ur eyðileggja fyrir sér daginn. Poul Schlúter, forsætisráðherra, sem er fyrsti forsætisráðherrann úr flokki íhaldsmanna á þessari öld, er líka bara ánægður með ár- angurinn. „Við stefnum að því að skera niður ríkisútgjöldin um 24 milljarða dkr. en sættum okkur loks við 21 milljarð, sem er meira en við þorðum að vona,“ sagði hann. Schlúter hefur einnig tekist að slá vísitölunni á frest, sem er kraftaverk út af fyrir sig, og hann segist gera sér góðar vonir um vaxtalækkun á sumri komanda, sem ýtti undir iðnframleiðsluna og minnkaði atvinnuleysið. Jafnaðarmenn gera harða hríð að Schlúter en þeim er þó ekki eins leitt og þeir láta. „Schlúter er Tyrkland: Mannfellir í kuldakasti Ankara, Tyrklandi. 22. fcbrúar. AP. AÐ MINNSTA kosti níu manns hafa farist í miklu kuldakasti sem gengið hefur yfir Tyrkland síðustu dagana. Hápunktur kastsins var fimm daga blindbylur með tilheyrandi brunagaddi. Þá féllu flestir hinna níu sem vitað er um í valinn. mældist minna en 15 sentimetra jafnfallinn snjór og víða var allt að tveggja metra snjór á jörðu. Alls staðar var hitinn undir frost- marki, mest mældist frostið 18 stig. Veðurspáin hjá Tyrkjum er ekki árennileg, svipuðu veðri er spáð áfram um óákveðinn tíma. ríkjanna og ætlað heimamönnum. Makrílvertíðin hefst í Norður- sjónum innan tíðar og búast Bret- ar við rússnesku skipunum hvað og hverju. Sovétmenn hafa reitt sig á veiðar Breta síðan að togur- um þeirra var meinað veiða innan 200 mílna efnahagslögsögu Bret- lands árið 1977. Sá hlær best sem síðast hlær l*au voru hálf ömurleg örlög sænska innbrotsþjófsins, sem braust inn í hljómtækjaverslun Axelssons í Stokkhólmi á dögunum. Þjófurinn komst klakklaust inn í verslunina, en þegar hann ætlaði sér út með ránsfenginn kárnaði gamanið. Hann festist í loftræstistokki verslunar- innar og komst hvergi. Það var ekki fyrr en að vegfarandi heyrði neyðaróp hans, að hægt var að koma honum til bjargar. Tók það lögreglu klukkustund að losa hann úr prísundinni. Ekki ber á öðru en gamla máltækið „sá hlær best, sem síðast hlær“, eigi vel við í þessu tilviki. 33 tonna jaðibjarg á sýningu í Burma Kangoon, Kurma, 22. febrúar. Al’. YFIRVÖLD í Kangoon lögðu mikið á sig til að koma 33 tonna grjótkletti til byggða djúpt úr frumskógum Burma fyrir skömmu. Steinninn var enginn venjulegur götuhnullungur, heldur var á ferðinni stærsti klettur úr hreinu jaði sem vitað er um. Er jaði- kletturinn tíu tonnum þyngri en sá stærsti sem áður var vitað um. Steinninn fannst í frumskógar- þykkni 1.280 kílómetra norður af Rangoon og var lagður sérstakur 130 kílómetra langur akvegur inn í skóginn gagngert til að nálgast flykkið og flytja það til byggða, þar sem það skipar öndvegissess á ár- legri skrautsteinasýningu sem yf- irvöld í Burma standa fyrir. Steinninn var jarðfastur og voru gríðarþungir vörubílar notaðir til að losa hann. Sömu trukkarnir drógu steininn síðan til byggða og var fjölmennt lögreglulið grátt fyrir járnum með í þeirri för, enda reyndu stigamenn hvað eftir annað að ná gerseminni á sitt vald. Steinninn verður ekki seldur að sýningunni aflokinni eins og annað grjót á henni. Hins vegar hafa stjórnvöld gefið í skyn að steinn- inn verði sagaður niður síðar á ár- inu og væntanlega seldur á næsta uppboði. Þessi uppboð hófust árið 1964 og voru sett til höfuðs ólög- legu svartamarkaðsbraski með skraut-steina. Uppboð síðasta árs gaf stjórnvöldum 5,36 milljónir dollara í aðra hönd og tekjur ríkis- sjóðs Burma af skrautsteinasöl- unni frá 1964 hafa numið alls 74,5 milljónum. fínn. Svona þér að segja, þá gerir hann það, sem við vildum gert hafa en þorum ekki af ótta við að meiða flokkinn og missa stuðning verkalýðsfélaganna. Samt sem áð- ur, þegar hann hefur gert sitt gagn ...“ sagði einn þeirra við fréttamann frá Observer nú fyrir skemmstu. Síðan dró hann vísi- fingur eftir bárka sér og hló, klappaði fréttamanninum á bakið og sagði: „Fáum okkur einn enn 'áður en allt fer norður og niður.“ (Observer) Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan .. 7/3 Jan .. 21/3 Jan .. 4/4 ROTTERDAM: Jan .. 8/3 Jan .. 22/3 Jan .. 5/4 ANTWERPEN: Jan .. 23/2 Jan .. 9/3 Jan .. 23/3 Jan .. 6/4 HAMBORG: Jan .. 25/2 Jan .. 11/3 Jan .. 25/3 Jan .. 8/4 HELSINKI: Helgafell .. 5/3 Helgafell .. 4/4 LARVIK: Hvassafell .. 3/3 Hvassafell .. 14/3 Hvassafell .. 28/3 Hvassafell ... 11/4 GAUTABORG: Hvassafell ... 2/3 Hvassafell ... 15/3 Hvassafell ... 29/3 Hvassafell ... 12/4 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 1/3 Hvassafell ... 16/3 Hvassafell ... 30/3 Hvassafell ... 13/4 SVENDBORG: Hvassafell ... 28/2 Helgafell ... 9/3 Hvassafell ... 17/3 Hvassafell ... 31/3 Hvassafell ... 14/4 AARHUS: Hvasssafell ... 28/2 Helgafell ... 9/3 Hvasssafell ... 17/3 Hvassafell ... 31/3 Hvassafell ... 14/4 GLOUCESTER MASS. Skaftafell ... 23/3 Skaftafell ....... 23/4 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........ 25/3 Skaftafell ........ 25/4 1» SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.