Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 13 82744 Safamýri Skemmtilegt 6 herb. parhús á tveim hæöum. Góöur bílskúr. Falleg lóö. Verð 2,9 millj. Hverfisgata, Hafn. Skemmtilegt nýuppgert einbýli (timbur). Kjallari, hæö og ris. Samtals 150 fm. Nýtt gler. Nýjar lagnir. Verö 1700 þús. Ásbúð Nýtt ca. 200 fm endaráöhús á tveim hæöum auk 50 fm bíl- skúrs. Vandaðar innréttingar. Verð 2,5 millj. Heiðarás Vandað ca. 340 fm endaraðhús á einni hæö ásamt bílskúr. Góöar innréttingar. Verö 2 millj. Byggðarholt Nýlegt 143 fm endaraöhús á einni hæö ásamt bílskúr. Góöar innréttingar. Verö 2 millj. Arnarhraun Mjög rúmgóð 120 fm 4ra herb. íbúö á 2. hæð. Góðar innrétt- ingar. Bílskúrsréttur. Verð 1250 þús. Álfaskeið — sérhæð 114 fm 4ra herb. efri sérhæö í tvíbýli. Sér inngangur. Suöur svalir. Bílskúrsréttur. Verö 1300 þús. Boðagrandi Falleg 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Vandaöar innréttingar. Verö 950 þús. LAUFÁS SÍÐUMÚLA 17 Magnús Axelsson Ráðstefna um umferð og skipulag gatnakerfis Á ANNAÐ hundrað manns munu sitja ráðstefnu í Reykjavík næstkomandi fimmtudag og föstudag um meðferð og skipulag gatnakerfis. Tilgangur hennar er m.a. að ræða hvernig draga megi úr umferðarslysum með lagfæringum á núver- andi gatnakerfi og með breytingum á skipulagi svo umferðin verði hættuminni. Kynntar verða nýjar leiðir, sem reyndar hafa verið erlendis og farið í skoðunar- ferð um ný hverfi í Reykjavík. Flutt verða fjórtán framsöguer- indi og málefnið rætt frá ýmsum sjónarhornum. í hópi þátttakenda er einkum fólk, sem skipar umferðar- nefndir og skipulagsnefndir sveitar- félaga svo og tæknimenn sveitarfé- laganna. Að ráðstefnunni standa Samband íslenzkra sveitarfélaga i samráði við Umferðarráð, Skipulag ríkisins, Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins og þær stofnanir Reykja- víkurborgar, er fara með umferð- armál. Ráðstefna þessi er þáttur í aðgerð- um í tilefni af norræna umferðarör- yggisárinu 1983. Aðalsteinn Davíðsson og Gösta Holm vinna að samningu orðabókarinnar. k-íslenzku Sænsk-íslenzk orða- bók komin út hjá AB ÚT ER komin sænsk íslenzk orðabók eftir þá Gösta Holm, prófessor í nor- rænum fræðum í Lundi í Svíþjóð, og Aðalstein Davíðsson, menntaskóia- kennara í Reykjavík. Auk þess hafa ýmsir fleiri unnið við bókina, norrænu- fræöingar við háskólann í Lundi og Is- lendingarnir Gyða Helgadóttir, Erna Árnadóttir, Ólafur Sigurðsson og dr. Sigurður bórarinsson. l'etta er fyrsta sænsk-íslenzka orðabókin sem lítur Akrasel einbýlishús 300 fm fallegt hús á góöum staö m. frábæru útsýni. Húsiö er tvær hæöir og möguleiki á sér- íbúö á jaröhæö. Skipti möguleg á raöhúsi í Selja hverfi. Eignaumboðið, Laugavegi 87, símar 16688 og 13837. Til sölu Uröarbakki Raðhús á 2 hæöum, sem er 2 samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, eldhús meö borðkrók, baðherbergi, snyrting, þvottahús og forstof- ur. Bílskúr. Stærð ca. 145 fm auk bílskúrsins. Skemmtileg eign. Stórar svalir. Góöur garöur. Ágætur staöur. Teikning til sýnis. Einkasala. Eskihlíö 5 herbergja íbúö á jaröhæö. Er rúmir 130 fm. Björt íbúö meö góöum gluggum. Hefur veriö mikið endurnýjuö og er því í góöu standi. Rólegur staöur. Einkasala. Vesturberg 4ra herbergja íbúö á 3. hæð í húsi á góöum staö viö Vesturberg. Ein stofa, 3 svefnherbergi. Lagt fyrir þvottavél í baöherbergi. Út- sýni. Laus strax. Einkasala. Arni Stefánsson, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suöurgötu 4. Sími:14314. Kvöldsými: 34231. dagsins Ijós og er myndarlega af stað farið, þar sem stærð hennar er um 900 bls. Bókin kemur út samtímis hér og í Svíþjóð, hinn íslenzki útgefandi er Almenna bókafélagið og hinn sænski Walter Ekstrand Bokförlag, Lundi. Hún héTur verið í smíðum í 13 ár og vinnan einkum farið fram í Lundi. Við samninguna hefur verið lögð áherzla á að bókin sé handhæg not- endum hvort heldur þeir eru íslenzk- ir eða sænskir. í upphafi hennar er greinargerð um sænskan framburð og málfræði og einnig íslenzkan framburð og beygingarfræði íslenzk- unnar. Þá eru og skrár yfir starfs- heiti sænskra og íslenzkra starfs- manna ríkis og kirkju og skrá yfir allmörg staðanöfn víðsvegar um heim á sænsku og íslenzku. Þá er lögð mikil áherzla á sænsk orðtök og fundin tilsvarandi íslenzk ef til eru. Dæmi: kasta yxan i sjön: leggja árar í bát. Margt tækniorða er að finna í bók- inni og orða úr daglegu lífi sem sjaldgæf eru í orðabókum. Dæmi karcnstid sem skýrt er þannig: tími áður en bótagreiðslur hefjast (frá sjúkrasamlagi, tryggingarfélagi o.þ.h.). Bókin veitir einnig miklar upplýs- ingar um íslenzkuna með hliðsjón af erlendum notendum. Við íslensku orðin stendur tölustafur sem vísar til kafla í beygingarfræðinni. Við orðið jörð stendur t.d. talan 40 og flettum við upp á því í beygingar- fræðinni sjáum við þar að orðið beygist eins og höfn. Egilsstaðir: Barnaskemmtun leikfélagsins KgilsNtöúum, 14. febrúar. LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs tók upp þann góða sið fyrir einum 6 árum að efna til sérstakrar skemmtunar fyrir yngstu kynslóðina á öskudaginn. En með vaxandi útivinnu beggja foreldra þótti betur henta að halda skemmtun þessa á almennum frídegi, svo að foreldrum gæfist kostur á að taka þátt í skemmtan barna sinna. Því hefur skcmmtun þessi verið haldin sunnudaginn fyrir öskudag hin síðari ár. 1 gær var skemmtun þessi haldin samkvæmt venju og komu margir til leiks í dular- gervi eins og hæfir „öskudags- skemmtun". Mátti þar líta sjó- ræningja, skipstjóra aftan úr grárri forneskju, vofur og jafn- vel Línu langsokk og alls konar trúða. Til skemmtunar nærstöddum flutti leikfélagsfólk þætti úr Kardimommubæ Thorbjörns Egner; fýlupokar, galdramaður og Fóa feykirófa tróðu upp að ógleymdu harðsnúnu liði leik- skólabarna, sem sungu og léku. Að lokum var stiginn dans og virtust fullorðnir ekki skemmta sér síður en börnin. Þrjár leikfélagskonur, Pálína Hauksdóttir, Jóhanna Illuga- dóttir og Sigríður Halldórsdótt- ir, undirbjuggu skemmtun þessa. Formaður Leikfélags Fljóts- dalshéraðs er Kristrún Jónsdótt- ir. Leikfélagið var stofnað fyrir hartnær 14 árum. Ólafur. Neikvæður — Jákvæður Vestmannaeyjar til sölu góð jörð Til sölu ca 11 hektara vel ræktuö jörö, erföafestu- land. Á jöröinni eru 3 útihús og nýtt 140 fm íbúðar- hús. Jöröin hentar mjög vel fyrir hæsnarækt eöa minni búskap. Skipti koma til greina á 2ja til 3ja herb. íbúö á Reykjavíkursvæðinu. Verð 1.700 þús. Upplýsingar gefur Huginn fasteignamiölun, Templarasundi 3, símar 25722 og 15522. —eftir Garðar H. Svavarsson Nú undanfarið er ég hef rætt við flokkssystkin mín um fyrirhugað prófkjör sjálfstæðismanna í Reykja- neskjördæmi, hefur eitt vakið furðu mína. Það er sú fullyrðing að Ólafur G. Einarsson sé afar neikvæður maður. Þessi stadhæfing er byggð á þeim rökum að Ólafur hafi undanfarin ár verið mjög neikvæður í öllum þeim viðtölum, sem fréttamenn hafi átt við hann. Þetta finnst mér furðuleg afstaða, sérstaklega þegar þess er gætt, hvað umræðuefnið hefur verið. Umræðuefnið hefur nefnilega alltaf verið sú vinstrisinnaða rík- isstjórn, sem nú situr við völd á íslandi. í mínum huga getur það ekki talist neikvætt fyrir sjálf- Olafur G. Einarsson stæðismann að vera á móti þessari ríkisstjórn og óstjórn hennar á fjármálum, sveitarstjórnamálum, atvinnumálum og yfirleitt öllum málum. Nei, flokksbræður góðir, ólafur G. Einarsson er ekki neikvæður maður. Öll hans afstaða hefur ver- ið jákvæð, því það hlýtur að vera jákvætt fyrir flokk sem berst fyrir frelsi einstaklingsins og einka- framtaksins að vera á móti stjórn sem þeirri, er nú situr við völd á íslandi. Og það hlýtur að vera jákvætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa slíkan mann sem Ólaf G. Einarsson í öruggu sæti á fram- boðslista flokksins í Reykjanes- kjördæmi við komandi Alþingis- kosningar. Mætum því í prófkjörinu og kjósum Ólaf G. Einarsson í öruggt sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.