Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 27
 27 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Húseigendafélag Reykjavíkur 60 ára: Margt í okkar þjóðfélagi sem gerir húseigendum líflð leitt Stjórn og framkvæmdastjórn Húseigendafélags Reykjavíkur. Talid frá vinstri: Sigurður Helgi Guðjónsson framkvæmdastjóri, Dr. Páll Sigurðsson, Sveinn Jónsson varaformaður, Páil S. Pálsson formaður, Alfreð Guðmundsson og Dr. Pétur Blöndal. í varastjórn félagsins eiga sæti Guðmundur R. Karlsson, Eyþór Pórðarson og Sigurður Helgi Guðjónsson. — segir framkvæmda- stjórinn Sigurður Helgi Guðjónsson HÚSEIGENDAFÉLAG Reykjavík- ur er 60 ára í dag. Þann 23. febrú- ar 1923 var stofnað í Reykjavík félag sem nefndist Fasteignafélag Reykjavíkur. Bar félagið það nafn fyrstu 28 árin, en á árinu 1951 var nafni þess breytt í Húseigendafé- lag Reykjavíkur. Tilgangur félags- ins hefur frá öndverðu verið hinn sami, að stuðla að því að fasteignir í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði sem tryggust eign, og hafa vakandi auga með öllum sam- þykktum og lögum sem snerta fasteignir í Reykjavík. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Kr. Guðmundsson kaupmaður, og með honum í fyrstu stjórninni voru Sigurður Halldórsson trésmiður og Sveinn Jónsson trésmiður og kaupmaður. Þá hafa ýmsir þjóðkunnir menn komið við sögu félagsins og má t.d. nefna frá 1. og 2. áratugnum menn eins og prófessor Ágúst H. Bjarnason, prófessor Einar Arn- órsson, síðar ráðherra og hæsta- réttardómara, og Sigurð Thorodd- sen verkfræðing, sem allir áttu um árabil sæti í stjórn félagsins og létu málefni þess mjög til sín taka. Upphaflega hagsmuna- félag leigusala Núverandi framkvæmdastjóri Húseigendafélags Reykjavíkur er Sigurður Helgi Guðjónsson. Hann lýsti starfsemi og markmiðum fé- lagsins svo: „Framan af var félagið fyrst og fremst hagsmunafélag leiguliða í Reykjavík, en á síðustu áratugum hefur félagið þróast í þá átt að verða almenn hagsmunasamtök íbúðar- og húseigenda í Reykjavík. Þess misskilnings gætir enn nokk- uð að Húseigendafélagið sé ein- göngu fyrir þá sem leigja út hús- næði, en svo er alls ekki. Þessi þróun í starfsemi félagsins er eðli- leg; hér í eina tíð var miklu fátíð- ara að menn ættu eigið íbúðar- húsnæði en nú er. Það er alkunna að á íslandi nútímans eiga flestir það húsnæði sem þeir búa I. Það lætur nærri að um 85% af íbúð- arhúsnæði hér á landi sé í sjálfs- eign. Þetta er sérstaða miðað við aðrar þjóðir, og má til dæmis nefna að á öðrum Norðurlöndum er þetta hlutfall rétt um 30%.“ Starfsemi félags- ins tvískipt „Það má segja að starfsemi fé- lagsins undanfarin ár skiptist í tvo meginþætti. Annar þátturinn er að gæta á sem flestum sviðum hagsmuna hús- og íbúðareigenda almennt. Hefur það einkum verið fólgið í afskiptum af setningu og efni ýmis konar löggjafar sem snerta hagsmuni íbúðareigenda. Má þar nefna húsaleigulög, lög um fjölbýlishús, lög um brunatrygg- ingar og skattalöggjöf. Og félagið hefur látið til sín taka um marg- vísleg önnur mál. I ýmsum þessum almennu hags- munamálum húseigenda hefur verulegur árangur náðst fyrir til- stilli félagsins, en í öðrum hefur árangurinn orðið minni, t.d. hefur barátta félagsins gegn sífelldri ásælni og ágengni yfirvalda í garð fasteignaeigenda, í formi síhækk- andi eignaskatta og fasteigna- gjalda, hingað til borið lítinn árangur. Hinn meginþátturinn í starf- semi félagsins er upplýsingamiðl- un, ráðgjöf og leiðbeiningarstarf- semi. Þessi þáttur veit að hinum einstaka félagsmanni og hefur vægi hans í starfsemi félagsins farið sívaxandi, og með hverju ár- inu fjölgar þeim, sem til félagsins leita með vandamá! sín. Þau vandamál eru hin sundurleitustu, en flest þó af lögfræðilegum toga. Um fasteignir gildir margbrotin löggjöf, sem stöðugt verður flókn- ari og af því leiðir, að lögfræði- legum vandamálum fjölgar, sem fasteignaeigendur standa frammi fyrir. Oft eru þessi vandamál flóknari en svo, að þeir geti leyst úr þeim eða glöggvað sig á þeim á eigin spýtur, og þegar þannig stendur á geta félagsmenn leitað til félagsins og fengið þar aðstoð og leiðbeiningar án endurgjalds. Sú þjónusta, sem hér um ræðir, er fyrst og fremst fólgin í almennum lögfræðilegum upplýsingum, t.d. um lagareglur á ýmsum sviðum og réttarstöðu húseigenda í ákveðn- um samböndum, og leiðbeiningum og aðstoð við bréfaskriftir og samningsgerð. Sem dæmi um það, hversu þjónusta þessi er þörf og mikið notuð, má nefna, að á síð- asta ári leituðu á sjötta hundrað aðilar til lögfræðings félagsins og er það þó ekki nema hluti þeirra, er til skrifstofu félagsins leita.“ Helstu baráttumál félagsins í dag „Það er margt í okkar þjóðfélagi sem gerir húseigendum lífið leitt og dregur úr frumkvæði manna fil að koma sér eigin þaki yfir höfuð- ið. Fyrst er að nefna að skatt- heimta á húsnæði keyrir nú úr hófi. Hér verða stjórnvöld að breyta um stefnu og gera íbúðar- húsnæði og arð af því skattfrjálst eins og annað sparifé. Það er brýnt að frítekjumörk eignaskatts verði nú þegar hækk- uð að minnsta kosti til samræmis við hina miklu hækkun á fast- eignamati húsnæðis. Þar sem fast- eignamat, sem eignaskattur er reiknaður af, hefur hækkað um allt að 78%, en almenn skattvísi- tala, sem ræður hækkun á frí- tekjumörkum eignaskatts, aðeins um 50%, er nú fyrirsjáanleg stórkostleg hækkun á eignaskatti, sem þó er allt of hár fyrir. Auk þess mun fjöldi fasteignaeigenda, sem áður þurftu ekki að greiða eignaskatt, að gera það nú, þótt eignir þeirra hafi ekki aukist. Þá verður að breyta lögum um erfðafjárskatt í það horf að skatt- þrep hækki nú og framvegis í sam- ræmi við hækkun fasteignamats. Og húsaleiga er almennt of lág og gefur miklu lélegri arð af því fjár- magni sem bundið er í húsnæðinu en verðtryggðir innlánsreikningar og spariskírteini ríkissjóðs. Lög- um um húsaleigusamninga þarf að breyta, þannig að samningsfrelsi einstaklinga verði virt og gert verði eftirsóknarvert fyrir húseig- endur að leigja út frá sér húsnæði. Margt fleira mætti nefna. Það er til dæmis nauðsynlegt að endurskoða þegar í stað grundvöll og útreikning vísitölu húsnæðis- kostnaðar. Vísitala þessi hefur hækkað miklu minna en aðrar vísitölur og í henni er ekkert tillit tekið til nýrra skatta á húsnæði." Minning: Marta Jóhannsdótt- ir hjúkrunarkona Fædd 16. september 1909 Dáin 4. febrúar 1983 Marta var fædd í Bolungarvík og voru foreldrar hennar Guðný Guðjónsdóttir og maður hennar Jóhann Hjaltason vélstjóri, er þá bjuggu í Bolungarvík. Marta var fyrsta barn foreldra sinna. Eignaðist hún fjögur systkini, tvo bræður sem báðir eru látnir og tvær systur, Kristín er býr í Reykjavík og Nönnu sem býr í Bandaríkjunum. Marta lærði hjúkrun í Krist- nesi. Þar var þá yfirlæknir Jónas Rafnar. Fékk hún því gott vega- nesti. Jónas gaf henni mjög góðan vitnisburð. Marta bætti við lær- dóm sinn erlendis í hjúkrunar- fræðum. Marta giftist Freidar Johansen bryta, norskrar ættar. Starfaði hann hérlendis um árabii, bæði til sjós og lands í fagi sínu. Þau eign- uðust fjögur börn. Af þeim eru tvö dáin. Eftir lifa Gunnar Johansen búsettur í Noregi og Svavar Ey- fjörð. Býr hann í Kaupmannahöfn og starfar í Árnasafni. Marta starfaði við hjúkrun alla sína ævi, bæði hér heima og er- lendis. Lengst af var hún við Rík- issjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Hún þótti traust í störfum sín- um, vel fær, nærgætin og góð- gjörn. Það er ekki ofsagt, að hjúkrun og aðhlynning sjúkra hafi henni verið í blóð borin. Gaf hún sig að því heilshugar. Það féll í hlut Mörtu að starfa erlendis, lengst af sinni ævi. ís- landi gleymdi hún aldrei. Hún hélt góðu sambandi við börn sín og aldraða móður sína hér heima. Hún lifir ennþá með óskerta sálarkrafta og furðu dugleg. Býr hún ein í íbúð sinni að Njálsgötu 25 hér í borg. Er það heiðurskonan Guðný Guðjónsdóttir. Persónuleg kynni mín af henni eru mjög góð. Enda við vel samstæð í trúarefn- um og útbreiðslu fagnaðarerindis Jesú Krists. En þar er Guðný traustur og góður liðsmaður. Jóhann faðir Mörtu var Vest- firðingur, vel fær í störfum sínum og kunnur vélstjóri. Guðný er úr Húnaþingi af traustum stofni. Enda eru þau systkinin lands- kunnugt dugnaðar- og manndóms- fólk, sem vert er að taka ofan fyrir. Guðný er sanntrúuð kona. Bænakona og elskar Guðs orð. Gaf hún því börnum sínum gott vega- nesti út í lífið. Guðný hefir alltaf verið veitandi og ekki lagt árar í bát, þó svo róður hafi verið á móti. Hún gaf börnum sínum af reynslu sinni og Guðs orð og góðar bænir fylgdu þeim öllum, út í lífið. Ekki slæmt veganesti það! Marta hvílir nú í danskri mold. Þar starfaði hún og sleit kröftum sínum í nafni mannúðar og kær- leika. Samúðarkveðjur eru sendar ástvinum hennar. Hrafnhildi tengdadóttur og börnum hennar að Birkigrund 20 Kópavogi. Svo og eftirlifandi systrum hennar í Reykjavík og Ameríku. Sérstakar samúðarkveðjur eru sendar til Guðnýjar Guðjónsdóttur, sem nú, með stuttu millibili, horfir á eftir dóttur sinni og dóttursyni, yfir móðuna miklu. En Hans dóttur- sonur var um leið uppeldissonur Guðnýjar. Styrkur Guðnýjar er fólginn í því að hún veit hvar huggun er að fá. Ég bið Drottinn vorn Jesúm Krist að þerra tárin og gefa hugg- un og frið fyrir Anda sinn. Einar J. Gíslason t Þökkum auðsynda samúð við andlát og útför föður míns, tengda- föður og afa, SVEINBJORNS KR. STEFÁNSSONAR, Njarðargötu 45. Sérstakar þakkir til Félags veggfóörarameistara og Lúðrasveitar Reykjavíkur fyrir ómetanlega aöstoö. Stefán Kr. Sveinbjörnsson, Ólína Kristleifsdóttir og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlat og útlör eiginmanns míns, sonar og fööurs, 8JARNA OLAFS HELGASSONAR, skipherra. Hrönn Sveinsdóttir, Bergljót Bjarnadóttír, Helga Bjarnadóttir, Sveinn Fríman Bjarnason, Berglind Bjarnadóttir, Svava Bjarnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösynda samúö og hlyhug viö andlát og jaröarför, SVEINBJÖRNS ÞÓRHALLSSONAR, flugvirkja, Hagamel 37. Herdís Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Stefón Sveinbjörnsson, Jóna María Sveinsdóttir, Jón Þór Sveinbjörnsson, Jónína E. Guðmundsdóttir, Guöríður Þórhallsdóttir, Sigurleif Þórhallsdóttir og Guömundur Þórhallsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.