Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Tvö töp hjá landsliði Belga LANDSLIÐ Belga í hand- knattleik sem leikur í sama riöli og íslendingar í B-keppninni í Hollandi lék tvo landsleiki gegn Búlgör- um um síöustu helgi. Fyrri leikinn unnu Búlgarir meö einu marki 20—19, en síðari leik liðanna lauk með 10 marka sigri Búlgara, 30—20, eftir að staðan hafði verið 16—12 þeim í hag í hálfleik. Óvænt úrslit BADMINTONDEILD KR hélt um helgina opið meistara- mót í tvíliða- og tvenndar- leik. Guðmundur Adolfsson og Þórdís Edwald komu mjög á óvart er þau slógu Brodda Kristjánsson og Kristínu Magnúsdóttur út í tvenndarleiknum í oddaleik, 18:15. Þau mættu svo Haraldi Kornelíussyni og Kristínu Berglind í úrslitunum og unnu örugglega, 15:7 og 15:9. Sigfús Ægir og Víðir Bragason sigruöu Brodda Krístjánsson og Guðmund Oddsson í úrslitum tvíliða- leiks karla, 15:11, 8:15,15:11. í tvíliöaleik kvenna unnu svo Kristín Magnúsdóttir og Kristín Berglind þær Hönnu Láru og Lovísu Sigurðar- dóttur, 18:15, 15:2. Jafnréttismót hjá TBR SVONEFNT jafnréttismót TBR 1983 í badminton verð- ur haldiö í húsi TBR, dagana 26.—27. febrúar nk. Hefst mótið kl. 15.00 á laugardag, en verður fram haldiö kl. 14.00 á sunnudag. Keppt veröur í einliðaleik og tví- liöaleik karla og kvenna í meistaraflokki, A-flokki og B-flokki, ef næg þétttaka fæst. Konur og karlar keppa í sömu flokkum, en konur mega skv. venju keppa ein- um flokki neöar en þær eru skráöar. Verð er kr. 140 í einliöaleik og kr. 100 í tvíliðaleik pr. mann. Þátttökutilkynningar skulu berast TBR í síöasta lagi miðvikudaginn 23. febr. nk. Stjörnuleikmenn UMFN: Valur Ingimundarson ★ ★★ Gunnar Þorvarðarson ★ ★ Árni Lárusson ★ Júlíus Valgeirsson ★ Fram: Viðar Þorkelsson ★ ★★ Guðsteinn Ingimarsson ★ ★ Þorvaldur Geirsson ★ ★ Guðmundur ★ KR: Garöar Jóhannesson ★ ★ Páll Kolbeinsson ★ Jón Sigurðsson ★ Birgir Guðbjörnsson ★ ÍBK: Jón Kr. Gíslason ★ ★★ Þorsteinn Bjarnason ★ ★ Björn Víkingur ★ ★ Axel Nikulásson ★ Petur Lentz 13 ara tók þá eldri í kennslustund • Þórdís Edvald er í góðri æfingu og vann öruggan sigur í einliöaleik kvenna á meistaramóti TBR um síðustu helgi. Borðtennismót Víkings: Hilmar VÍKINGSMÓTIÐ í borötennis fór fram um síðustu helgi. Mótið var opið punktamót og var keppt í öllum flokkum karla og kvenna. Úrslit í mótinu uröu þessi: 1. Hilmar Konráðsson, Víkingi, 10, +20, +17, 18, 15 2. Tómas Sölvason, KR 3. -4. Bjarni Kristjánsson, Örninn 3.—4. Tómas Guöjónsson, KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Siguröardóttir, UMSB 2. Ásta Urbancic, Örninn 3. Kristín Njálsdóttir, UMSB. í þessum flokki léku allar viö all- ar og sigraði Ragnhildur alla keppinauta sína, 2—0 1. flokkur karla: 1. Friörik Berndsen, Víkingi, 8, 10 2. Bergur Konráösson, Víkingi 3. -4. Einar Einarsson, Víkingi 3.-4. Emil Pálsson, Örninn sigraði 1. flokkur kvenna: 1. Sigrún Bjarnadóttir, UMSB 2. Elín Eva Grímsdóttir, Örninn 3. Fjóla Lárusdóttir, UMSB. 2. flokkur karla: 1. Bjarni Bjarnason, Víkingi, 14, 16 2. Sigurbjörn Bragason, KR 3. -4. Kjartan Briem, KR 3.-4. Valdimar Hannesson, KR NÚ UM helgina lauk í húsi TBR Meístaramóti TBR í einliðaleik í badminton. Broddi Kristjánsson TBR sýndi það svo ekki verður um vilist, aö hann er okkar lang- besti leikmaður, en hann varö nú TBR meistari í þriðja sinn. Leið hans í úrslitin var ekki erfið. Hann sigraði Ólaf Ingþórsson TBR 15/3 og 15/8. Því næst Harald Kornelí- usson TBR 15/9 og 15/1.1 undan- úrslitum Víði Bragason ÍA 15/0 og 15/9. í úrslitum lék Broddi svo við Þorstein Pál Hængsson TBR og sigraði 15/3 og 15/3. Þorsteinn Páll haföi í undanúrslitum sigraö Guömund Adolfsson TBR 6/15, 17/15 og 15/11. Sýndi Þorsteinn Páll að hann er nú aö verða einn af okkar sterkustu leikmönnum. íslandsmeistarinn í kvenna- flokki, Þórdís Edwald sýndi styrk sinn í gær meö því aö sigra Krist- ínu Magnúsdóttur í úrslitum, 11/12, 11/1 og 11/6. Þórdís er í mjög góöri æfingu um þessar mundir og má vænta mikils af henni á næstunni. í A-flokki karla var baráttan hörö. Tveir ungir piltar, Snorri Þorgeir Ingvarsson TBR og Árni Þór Hallgrímsson ÍA léku til úrslita, og haföi Snorri betur í lokin eftir langa og haröa baráttu; 17/15, 11/15 og 15/13. í B-flokki karla tók hinn 13 ára gamli Pétur Lentz TBR alla „gaml- ingjana" i kennslustund, meö því • Pétur Lentz, ungur og bráð- efnilegur badmintonleikmaður sem vakiö hefur athygli á mótum undanfariö fyrir góða frammi- stöðu. að sigra í flokknum. Til úrslita lék hann viö Hörö Benediktsson Val og sigraöi Pétur 15/8 og 15/10. Pétur sýndi mikla keppnishörku og sprengdi hvern andstæöinginn á fætur öörum. Kom berlega í Ijós hve mikiö þrek og úthald keppn- ismenn þurfa aö hafa í badminton, ef vel á aö ganga. Keppendur í mótinu voru um 70 frá TBR, Val, Víking, Gerplu, ÍA og KR. Vel heppnaö skíðamót í Hlídarfjallí: 130 ungmenni víósvegar að kepptu á mótinu • Þaö var mikill kraftur í skíöafólkinu unga á mótinu á Akureyri. Hér má sjá einn keppanda á fullri ferð í brautinni. UM HELGINA fór fram bikarmót unglinga á Akureyri. Samankom- in voru 130 ungmenni víösvegar af landinu. Ýmsir mættu til leiks til þess að sigra, aðrir komu til aö bera saman getu sína viö aöra og skiptu sætin sem þau hlutu ekki höfuðmáli. Allir þátttakendur höfðu þó það sameiginlega markmiö aö reyna að gera sitt besta. Athyglisvert er aö sjá hversu mikil starfsemi er innan skíöaíþróttarinnar víða um land. Staöir sem lítt þekktir eru í öör- um greinum íþrótta eiga margir hverjir orðið mjög efnilegan hóp skíðamanna. Á mótum sem þess- um eru mörg nöfn efnilegra skíðamanna sem vert væri að geta í grein sem þessari, en mörgum þeirra er sleppt sökum plássleysis. Keppt var í 13—14 og 15—16 ára flokkum drengja og stúlkna. f yngri flokki stúlkna sigraöi efnileg stúlka, Snædís Ulriksdóttir frá Reykjavík, í báöum greinum. Önnur í svigi varö Kristín Jó- hannsdóttir, Akureyri, þriöja varö Gúnda Vigfúsdóttir frá Neskaup- staö. í stórsvigi varö Katrín Þor- láksd. frá isafiröi önnur og þriöja Arna fvarsdóttir, Akureyri. f flokki 15—16 ára stúlkna röö- uöu Akureyringar sér í fyrstu þrjú sætin í báöum greinum. f svigi var keppnin mjög jöfn og spennandi, eftir fyrri ferö voru Anna María Malmquist og Guörún H. Krist- jánsdóttir meö sama tíma. Anna María keyröi síöan mjög vel í síðari ferö og sigraði, önnur varö Guörún H. Kristjánsdóttir og þriöja Tinna Traustadóttir. f stórsvigi sigraöi Guörún H. Kristjánsdóttir, önnur varö Guörún Jóna Magnúsdóttir, en hún hafði bestan tíma eftir fyrri ferð. Tinna Traustadóttir hafnaöi síöan í þriöja sæti. Þessar stúlkur keppa allar flokk uppfyrir sig, þ.e. eru einnig þátttakendur í kvenna- flokki og eru þær meöal þeirra bestu þar. I flokki drengja 13—14 ára sigr- aöi Brynjar Bragason í stórsvigi, hann haföi og bestan brautartíma eftir fyrri ferö í sviginu, en féll úr í þeirri síöari. Annar í stórsviginu varö Björn Brynjar Gíslason og þriöji Hilmir Valsson, þessir dreng- ir eru allir frá Akureyri. í svigi sigr- aöi Björn Brynjar, annar varö Birk- ir Sveinsson frá Neskaupstaö og þriöji Sveinn Rúnarsson frá Reykjavík. í flokki drengja 15—16 ára sigr- aöi Guömundur Sigurjónsson í stórsvigi, hann er frá Akureyri, annar varö Árni G. Árnason frá Húsavík og í þriöja sæti varö Reykvíkingur, Þór Ómar Jónsson. f svigkeppninni haföi Árni G. Árna- son bestan tíma eftir fyrri ferö en í þeirri stðari keyröi Atli G. Einars- son ísafiröi best allra og sigraöi, annar varö Árni og þriöji Guö- mundur Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.