Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 17 31. fundur Norðurlandaráös í Osló Bókmennta verðlaun Norður- landaráðs afhent Krá Sijjtrygjíssyni fréttastjóra Morj'unhlaósins í Osló Osló, 22. febrúar. BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í „Oslo konserthus“ í kvöld. Verðlaun- in hlaut sem kunnugt er danski rithöfundurinn Peter Seeberg fyrir bók sína „Om fjorten dage“, sem kom út árið 1981. Hann tók við verðlaununum úr hendi Jo Benkow, forseta Norðurlandaráðs. Verðlauna- hafinn flutti ávarp við þetta tækifæri. Einn dómnefndarmanna, Ulla-Britta Lagerroth, pró- fessor, gerði grein fyrir skáldinu og verkum þess i ítarlegri ræðu. Hún sagði m.a. að nú væru níu ár liðin síðan Danir hefðu síðast unn- ið til þessara verðlauna. Nú féllu þau Peter Seeberg í skaut og hér væri verið að „heiðra merkilega bók sem kemur víða við“, eins og hún orðaði það. Að lesa bókina væri mikil reynsla, eins kon- ar ferð um rúm og tíma. Hún fjallaði bæði um hið minnsta og hið stærsta, „milli guðs og snigils", eins og frúin orðaði það. Peter Seeberg er tæpra 58 ára, fæddur á Jótlandi. Hann hefur víða komið við í lífinu. Hann var í Berlín í stríðinu. Hann hefur tekið þátt í forn- leifauppgreftri í Bergen og Kuwait og farið í rann- sóknarleiðangur til Hudson Bay. Hann hefur um langa hríð starfað sem safnvörður og hefur verið formaður danska rithöfundasambands- ins síðan 1981. Hann hefur gefið út þrettán bækur, þá fyrstu 1956, skáldsögur, smá- sögur, leikrit, kvikmynda- handrit og fræðibækur. Pétur Sigurdsson og Sverrir Hermannsson ræðast við á þingi Norðurlandaráðs í Osló í gær. Almennu umræðurnar á Norðurlandaráðsþingi: Atvinnuleysi, efnahags- vopnunarmál ofarlega á Osló, 22. febrúar. ATVINNUMÁL, efnahagsmál og afvopnunarmál hafa sett mestan svip á tveggja daga almennar umræður á 31. þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Það hefur komið mjög sterkt fram hjá mörgum þingfulltrúum, að nú verði að ráðast af alvöru gegn atvinnuleysinu á Norðurlöndum, sem aldrei hefur verið alvarlegra. Nú eru 700 þúsund vinnufærir menn á Norðurlöndum án atvinnu og menn tala um samnorrænt átak gegn atvinnuleysinu. Þetta viðhorf kemur vel fram í ræðu Anker Jörgensen, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerk- ur, sem sagði í ræðu sinni m.a.: „Með tilliti til hinna atvinnu- lausu og til samfélagsins í heild og af- baugi er nauðsynlegt að snúa við þeirri þróun, sem átt hefur sér stað sl. 10 ár á meðan þetta kreppu- ástand hefur varað. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna unga fólks- ins, sem taka á við samfélaginu, Aukin aðild Færeyinga, Grænlendinga og Álands- eyinga til umræðu í dag Osló, 22. febrúar. SAMGÖNGUMÁL og lagamál verða til umræðu á 31. þingi Norð- urlandaráðs á miðvikudag. Hall- dór Ásgrímsson situr í laganefnd- inni fyrir íslands hönd og Stefán Jónsson situr í samgöngumála- nefndinni. Blaðamaður Mbl. bað þá að skýra frá því sem er efst á baugi í þessum málaflokki. — Aðild Grænlendinga og aukin aðild Færeyinga og Álandseyinga verður stærsta málið sem laganefndin leggur fyrir þetta þing Norðurlanda- ráðs sagði Halldór Ásgrímsson. — Samkomulag hefur orðið um það í laganefndinni að þessar þrjár þjóðir fái sérstakar sendi- nefndir hjá Norðurlandaráði. Færeyingar hafa hingað til verið með tvo menn í dönsku nefnd- inni en verða framvegis með tveggja manna nefnd í eigin nafni, Álandseyingar sem hingað til hafa verið með einn mann í finnsku nefndinni fá tveggja manna eigin nefnd og sömuleiðis munu Grænlendingar fá eigin tveggja manna nefnd. Hingað til hafa þeir ekki haft neinn mann í dönsku nefndinni, nema hvað einn Grænlendingur hefur verið í hópi dönsku full- trúanna. — Gert er ráð fyrir því að þjóðirnar þrjár eigi aðild að ákveðnum nefndum en geti setið fundi í öllum fastanefndum nema forsætisnefndinni með rétti til tillöguflutnings. Tillaga þarf að hljóta samþykki þjóð- þinga áður en hún fær gildi. Það þýðir að nýja fyrirkomulagið mun ekki taka gildi að fullu fyrr en árið 1984. — Ég tel að með þessu fyrir- komulagi hafi náðst fram veru- leg viðurkenning á sjálfstæði þessarra þriggja þjóða. Það ligg- ur einnig fyrir að þær fái að óbreyttu ekki sama rétt og stofn- þjóðirnar fimm, sem allar eru fullvalda þjóðir. En ef Færey- ingar ákveða að stofna sjálf- stætt ríki, munu þeir að sjálfs- ögðu fá öll sömu réttindi og stofnþjóðirnar fimm, sagði Hall- dór Ásgrímsson að lokum. Ferjumálið mun koma fram enn einu sinni — Ferjumálið margnefnda verður rætt hér eins og á mörg- um fyrri þingum, sagði Stefán Jónsson, aðspurður um helstu samgöngumálin, sem verða til umræðu hér í Osló. — Það liggur fyrir gömul samþykkt Norðurlandaráðs um ferju sem verði í förum allt árið milli Islands, Færeyja og hinna Norðurlandanna, sagði Stefán. Gerð var skýrsla árið 1975, sem sýndi að þetta fyrirtæki gæti borgað sig. Síðan komu ný við- horf, olíuverðshækkanir og fleira og þá dofnaði yfir hug- myndinni og meira að segja Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir á fundi norrænna samgönguráðherra að ríkis- stjórnir Norðurlandanna hefðu ekki áhuga á þessu máli, en við í samgöngunefndinni viljum ekki gefast upp og viljum að skýrslan frá 1975 um rekstursafkomu ferjunnar verði endurmetin. — Annað mál, sem hér mun koma til umræðu er Grænlands- flugið. SAS hefur sem kunnugt er hætt millilendingum á íslandi og eru nú engar ferðir milli ís- lands og Grænlands nema í gegnum Kaupmannahöfn. Ástandið er svo slæmt að nefnd um aukin samskipti Islands, Færeyja og Grænlands, skipuð fulltrúum þessara þjóða, hefur neyðst til að halda fundi í Kaup- mannahöfn. — Samgöngumálanefndin var upphaflega stofnuð til að gera samgöngur milli Norðurland- anna auðveldari. Nú beinist starfið hins vegar meira og meira að því að mæta erfiðleik- um, sem stafa af miklum og góð- um samgöngum milli skandin- avísku landanna. En ég vil alls ekki gera lítið úr starfi nefndar- innar, hún hefur leitt af sér margt gott, sagði Stefán Jónsson að lokum. en hefur átt alltof takmarkaðan aðgang að atvinnulífinu. Við megum heldur ekki gleyma því að börnin í dag eiga erfitt með að ímynda sér atvinnuleysi sem eitthvað sem muni hverfa. Þau hafa ekki þekkt annað ástand. Ef við snúum ekki við blaðinu, kann það að hafa áhrif á skiln- ing þeirra á samfélaginu. Norrænn heimamarkaður Norrænn heimamarkaður er slagorð sem margir hafa minnst á, þ.e. aukin efnahagssamvinna Norðurlanda og aukin viðskipti þeirra á milli. Áhuginn er vissu- lega fyrir hendi hjá öllum Norð- urlandaþjóðunum. Það kemur fram í ræðum manna en margir hafa efasemdir um að þetta tak- ist nema að litlu leyti þegar til kastanna kemur. Komið hafa fram ásakanir hjá fulltrúum þjóðanna í hvers annars garð um verndaraðgerðir og styrkjakerfi, sem leysi vandamál einstakra þjóða á kostnað annarra. Það hefur ennfremur komið fram gagnrýni á gengisfellingar Svía, sem hafi hjálpað útflutnings- greinum þeirra á kostnað ná- grannanna. En hvað um það, all- ir eru sammála um að reyna af fremsta megni að auka efna- hagssamvinnu Norðurlandanna. Afvopnunarmál Ýmsir hafa gert afvopnun- armál að umtalsefni í ræðum sínum þótt svo eigi að heita að utanríkismál skuli ekki rædd á þingum Norðurlandaráðs. Gagn- rýni hefur komið fram um þetta, m.a. hjá Svavari Gestssyni, sem vildi fá umræður og tillögu- flutning um afvopnunarmál á vettvangi Norðurlandaráðs. Nokkrar umræður spunnust um afvopnunarmál að lokinni ræðu Olof Palme, forsætisráð- herra Svía, í morgun. Hann gerði þessi mál að umtalsefni og lýsti yfir ánægju með friðar- hreyfingar og gerðir þeirra. Danski ráðherrann Arne Melchior tók til máls á eftir Palme og sagði m.a. að svokall- aðar friðarhreyfingar hefðu eng- an einkarétt á friði. Stærsta friðarhreyfingin, a.m.k. í Dan- mörku og Noregi, væri sá stóri hópur fólks sem fylkti sér um friðarhreyfinguna, sem nefndist Atlantshafsbandalagið. íslendingum hælt fyrir að mótmæla ekki hvalveiðibanni Osló. 22. febrúar. DANSKUR prestur, Margaret Auken, þingmaður Socialistisk folkeparti, flutti alþingi íslendinga lof og prís á fundi Norðurlanda- ráðs í dag. Ástæðan var sú ákvörð- un þingsins að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Þessi sami þingmaður skammaði íslendinga á þingi Norðurlandaráðs í fyrra fyrir að veiða hval. Margaret Auken sagði að með ákvörðun sinni hafi Islendingar aukið hróður Norðurlanda á al- þjóða vettvangi. Hún skammaði Norðmenn hins vegar harkalega fyrir þeirra afstöðu í hvakeiði- málum og sagðist óttast að hún ætti eftir að hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir þá og önnur Norð- urlönd. Margaret Auken kom einnig með harða gagnrýni á Svía fyrir stefnuna í kjarnorku- málum. Bæði var það vegna reksturs Barsebáck-kjarnorku- versins sem stendur skammt frá Kaupmannahöfn og vegna samn- ingsins, sem Svíar gerðu á sínum tíma við Frakka er þeir síðar- nefndu tóku að sér að koma geislavirkum úrgangi frá sænsk- um kjarnorkuverum fyrir katt- arnef. Úrgangurinn hefur til þessa verið fluttur sjóleiðis í gegnum Eyrarsund til franskrar hafnarborgar, sem hefur valdið gagnrýni í Danmörku. Þingmað- urinn taldi vafa leika á hvort skipið sem væri í þessum flutn- ingum stæðist aiþjóðlegar ör- yggiskröfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.