Morgunblaðið - 23.02.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.02.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Avarp Pálma Jónssonar landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings: „Framleiðsla bænda í hefö- bundnum búgreinum má ekki dragast meira saman er orðið eru Virðulegi forseti íslands, forseti Kúnaðarþings, góðir þingfulltrúar og gestir. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar, sem flutt er af ríkisstjórninni um stefnumörkun í landbúnaði. Tillagan var raunar einnig flutt á síðasta Alþingi, en náði þá eigi afgreiðslu. Að baki þessari tillögu liggur mikil vinna og vandaður undirbúningur. Hún felur í sér skýrt markaða stefnu í öllum meginþáttum landbúnað- armála. Jafnframt er í greinargerð tillögunnar dreginn saman mikill fróðleikur um þróun landbúnaðar- ins og starfsemi ýmissa landbún- aðarstofnana. Ennfremur er þar að finna nánar útfærð stefnuatriði í mörgum greinum. Að sumu leyti felur tillagan í sér staðfestingu á þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í landbúnaðarmálum síðan núver- andi ríkisstjórn tók til starfa, en jafnframt er þar að finna mörg nýmæli og stefnuatriði, sem ýmist er unnið að eða enn eru ekki komin fram. Tillagan verður send Búnað- arþingi til athugunar og umsagn- ar, eftir því sem þinginu þykir henta. Á síðustu þremur árum hefur stefnan í höfuðframleiðslumálum landbúnaðarins verið skýr. Hún hefur miðast við það, að mjólkur- framleiðslan væri sem næst við hæfi innlenda markaðarins. Sauðfjárframleiðslan svipuð og verið hefur, eða eins og segir í stefnutillögunni: „að hún miðist við innlendan markað og erlenda markaði, sem teljast viðunandi," en jafnframt verði leitast við að efla aðrar búgreinar og nýjar tekjuöflunarleiðir í sveitum. Full- yrða má að þessi markmið hafi náðst í meginatriðum. í þrjú ár hefur mjólkurframleiðslan verið mjög nálægt því sem þjóðin neytir af mjólk og mjólkurvörum, og inn- vegin mjólk í mjólkurbú frá 103—107 millj. lítra á ári. Þetta hefur tekist vegna þeirra stjórnun- araðgerða, sem beitt hefur verið, kjarnfóðurgjalds, sem lagt var á í júní 1980 og kvótakerfis. Ekki eru sjáanlegar á næstunni neinar meiriháttar breytingar á mjólkur- framleiðslunni í heildina tekið, því mjólkurkýr eru nú nálega jafn- margar og fyrir ári eða 33.600, en aftur á móti hefur geldneytum fjölgað. Birgðir mjólkurvara eru nú minni í landinu en um langt skeið, en það stafar hvort tveggja af stöðugleika í framleiðslu og aukinni sölu á innlendum markaði. Þannig jókst sala á smjöri og smjörva á síðasta ári um 22,7% og á ostum um 10%. Söluaukning mjólkurvara innanlands á að veru- legu leyti rætur að rekja til þess að mjólkuriðnaðurinn hefur sýnt lofs- verðan árangur við að auka fjöl- breytni og gæði framleiðslunnar og koma þannig til móts við óskir og þarfir neytenda. A liðnu hausti var dilkakjöts- framleiðslan 11.500 tonn á móti 12.200 tonnum tvö næstu árin á undan. Kjöt af fuliorðnu varð á hinn bóginn 2.200 tonn eða um 200 tonnum meira en árið á undan. Sýnilegt er að enn verður sam- dráttur í kindakjötsframleiðslunni á næsta hausti vegna þess að sauðfé virðist hafa fækkað í land- inu í haust um nálægt 50.000, þannig að á fóðrun eru tæp 750.000 fjár. 1. janúar sl. voru birgðir af kindakjöti taldar 11.200 tonn eða 2,6% meira en á sama tíma í fyrra. Sala á kindakjöti gekk vel á síð- asta ári og varð yfir 10.500 tonn eða sem svarar 45,5 kg á mann í landinu. Er þetta veruleg aukning frá árinum á undan. Á hinn bóginn eru markaðir okkar erlendis • J í 4 J L l t . i , i iTmi i þröngir og ennþá óvissu háðir. Stöðugt er unnið að markaðsmál- um af hálfu búvörudeildar SÍS, Markaðsnefndar landbúnaðarins og einkaaðila, sem starfa að þess- um málum í tengslum við land- búnaðarráðuneytið. Sú vinna verð- ur að halda áfram af fullum þrótti og árangurinn mun skila sér, þótt hann sé ekki alltaf skjótfenginn. Mér virðist hafa komið í ljós, að við verðum að breyta um vinnuað- ferðir í sambandi við útflutning á kindakjöti. I áratugi höfum við flutt út dilkakjöt í heilum skrokk- um og grisjupokum. Sú aðferð er einföld, en hún mun áfram færa okkur lágt verð og erfiðleika í sölu á þessari vöru úr landi. Möguleikar okkar liggja í því að flytja kjötið út stykkjað, niðursagað eða unnið og í umbúðum sem í raun hæfa matvælum. Við þurfum að koma kjötinu inn á markað erlendis sem landbúnaðarins vinnur að þýð- ingarmiklum rannsóknum á geymsluþoli kjöts, meyrnun og öðrum hagnýtum atriðum varð- andi meðferð kjöts og vinnslu þess. Með rannsóknum verður til ný þekking, sem á að verða bæði framleiðendum og neytendum til hagsbóta. Vinnslustigið hefur sí- vaxandi þýðingu fyrir framleiðslu matvæla. Nútíðarþjóðfélag krefst þess að fá matvörur á borð neyt- enda í aðgengilegu formi og auk- inni fjölbreytni. Á búnaðarþingi fyrir einu ári hafnaði ég því að gera að opinberri stefnu hugmyndir, sem skotið höfðu upp kolli um stórfellda fækkun sauðfjár í landinu. Ég er enn sömu skoðunar. Ég tel enn, að við höfum nægileg tilefni til þess að reyna frekar á markaðsmögu- leika okkar erlendis, áður en við tökum stefnuna í þá átt að miða Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, ávarpar búnaðarþing. Ásgeir Bjarna- son, formaður Búnaðarfélags íslands, stjórnar þinginu. sérstakri íslenskri gæðavöru, en til þess að það sé mögulegt þurfa vinnsla, útlit og umbúðir að vera með þeim hætti, að það falli neyt- endum í geð. Ég tel að þegar hafi sannast að þetta sé mögulegt, þótt í smáum stíl sé. Rétt er að geta þess að unnið er að athugun á því að taka upp plastumbúðir um kindakjöt í stað grisjupoka. Þetta hafi t.d. Nýsjálendingar þegar gert og þeir hafa jafnframt gert til- raunir, sem sýna mismun á rýrnun kjötsins, eftir því hvort það er geymt í plastumbúðum eða grisju- pokum. Samkvæmt athugunum þeirra tapast allt að 2% af þunga kjötsins við kælingu í sláturhúsi og frystingu, en síðan 0,7% við hvern geymslumánuð, sé kjötið í grisjupokum. Sú rýrnun fellur að þeirra mati að mestu niður, ef um- búðirnar eru úr plasti. Sé þetta rétt er hér sýnilega um mikil verð- mæti að ræða, þannig að ef teknar væru upp umbúðir, sem hindruðu þessa rýrnun um 0,7% á mánuði og reiknað væri með að öll kinda- kjötsframleiðslan væri geymd í 3’A mánuð, þýddi það allt að 400 tonn af kjöti, sem svarar til um 30 millj. kr. miðað við núverandi heildsöluverð. Kjötvinnslufyrirtæki hafa starf- að vel í landinu á undanförnum árum, þótt ég hafi talið að enn þurfi að auka fjölbreytni í vinnslu þessara vara. Þróunin er þó ör i þessum efnum og verður væntan- lega hraðstíg á næstu árum. Ný fyrirtæki hafa komið til sögu, sam- keppni fer vaxandi. Kjötiðnaðar- menn og matreiðslumenn sýndu glæsilegan árangur á kynn- ingarkvöldi fyrir vinnsluvörur úr dilkakjöti á Hótel Sögu nú í vetur. Fæðudeild Rannsóknastofnunar sauðfjárframleiðsluna einungis við innanlandsþarfir. I raun og veru má framleiðsla bænda í hefð- bundnum búgreinum ekki dragast meira saman en orðið er, fyrr en nýjar búgreinar og aðrar tekjuöfl- unarleiðir hafa skotið fastari rót- um og veitt meira öryggi en þegar er orðið. f þeim héruðum, sem samdráttur hefur orðið mestur, hygg ég að verulega sjái á í fjár- hagsafkomu bændastéttarinnar og þar með öryggi byggðarinnar. Auðvitað má verða aukinn sam- dráttur hjá þeim, sem framleiða utan lögbýla, en þar er þó einungis um að ræða 0,6% af heildarfram- leiðslumagni í landinu. Að sjálf- sögðu verða þó alltaf hreyfingar. Bændur verða að gæta þess að bú- féð gangi ekki of nærri landinu, og þeir verða að kappkosta að við- halda og auka afurðasemi bú- stofnsins, sem virðist hafa hrakað síðustu árin, væntanlega vegna erfiðs árferðis en ef til vill einnig vegna þess að slakað hafi verið á um meðferð og fóðrun. Á liðnu sumri óskaði Fram- leiðsluráð eftir því að bændum, sem fækkuðu eða förguðu fé sínu samkvæmt frjálsu samkomulagi við Framleiðsluráð, yrði tryggt fullt verð fyrir kjötið af fjárstofni sínum. Ríkisstjórnin samþykkti að verða við þessu og veitti til þessa viðfangsefnis 10 millj. kr. auk þess sem 10 millj. kr. eru í sama skyni á fjárlögum þessa árs. Ríkisstjórnin ákvað einnig að leitast við að beina þessum aðgerð- um einkum að riðuveiku fé, með því að ákveða, að bændur sem förguðu riðuveikum hjörðum, án þess að um beina útrýmingu væri að ræða á tilteknu svæði, skyldu hljóta hálfar skattmatsbætur til viðbótar. En þar sem ætla mætti að um útrýmingu væri að ræða, skyldu þeir hljóta fullar skatt- matsbætur á tveimur árum. Niður- staðan varð sú að slátrað var sam- tals tæplega 13.000 kindum sam- kvæmt samkomulagi af þessu tagi. Þar af tæplega 5.000 kindum vegna riðuveiki í fé. Sérstakar greiðslur vegna þessara aðgerða hafa numið tæplega 9 millj. króna. Auk þessa hefur verið greitt vegna útrým- ingar búfjársjúkdóma, mest vegna riðu, á vegum Sauðfjárveikivarna, samtals 6,4 millj. króna. Fyrir tæplega einu ári taldi Framleiðsluráð landbúnaðarins að yfir 80 millj. myndi skorta, til þess að unnt væri að greiða fullt verð fyrir framleiðslu verðlagsráðsins. Niðurstaðan varð þó öll önnur, bæði vegna þess að útflutnings- bótaréttur landbúnaðarins var meiri en reiknað hafði verið með og eins vegna hins að birgðir kindakjöts í lok verðlagsársins ur- ðu 2.000 tonn í stað tæpra 1.000 tonna árið áður. Birgðir landbún- aðarafurða í heild voru þó síst meiri í lok verðlagsársins heldur en oft hafði áður gerst. Þegar upp var staðið, dugðu útflutningsupp- bætur og þurfti ekki að nota sem svaraði 6% af útflutningsbótarétt- inum eða 12—13 millj. króna. Þrátt fyrir þetta óskaði Fram- leiðsluráð eftir því að gert væri upp við bændur með nokkurri skerðingu vegna kvótakerfis. Eftir að lítilleg hafði verið úr þessu dregið, staðfesti landbúnaðarráð- uneytið reglur, sem fólu í sér nokkra skerðingu eða í það heila tekið um 3% millj. króna, einkan- lega varðandi framleiðslu, sem var umfram búmark. Ekkert virðist benda til annars en útflutningsbætur muni duga á þessu verðlagsári, þannig að unnt verði að greiða fullt verð fyrir framleiðslu bænda á haustdögum. Eru það mikið aðrar horfur en ver- ið hafa á síðustu árum. Undir lok síðasta árs samþykkti ríkisstjórnin eftir ýtarlegar við- ræður við fulltrúa Hjálparstofn- unar kirkjunnar og Rauða kross íslands, að gefa allt að 400 tonn af ærkjöti til fátækra þjóða. Var ætl- ast til að 300 tonn færu til Pól- lands og 100 tonn til Líbanon. Var kjötið greitt að meginhluta af fjár- magni, sem ætlað hefur verið til aðstoðar við þróunarlöndin, og sér- stöku fé, sem veitt var til Fram- leiðsluráðs en einnig af starfsfé Rauða kross íslands og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, og eru þegar farin 200 tonn til Póllands. Eg sé ástæðu til að vekja hér athygli á þessu máli og þakka hlutdeild Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða kross Islands í því. Það er merkilegt skref stigið, þegar við íslendingar höfum ákveðið að breyta aðstoð okkar við fátækar þjóðir úr beinum peningasending- um yfir í matvælagjafir. Svo sem kunnugt er hefur verið beitt svokölluðu kvótakerfi og kjarnfóðurgjaldi til þess að hafa áhrif á framleiðslu búvara. Þegar því marki er nú náð, að útflutn- ingsuppbætur duga til þess að tryggja fullt verð fyrir þann hluta framleiðslunnar, sem fluttur er úr landi, er tímabært að endurskoða þessar stjórnunaraðferðir. I nóv- embermánuði sl. skipaði ég því nefnd, undir forystu Egils Bjarna- sonar, til þess að endurskoða kvótakerfið og kanna, hvort ekki sé réttara að skipta landinu í framleiðslusvæði, sem hvert um sig hafi rétt á fullu verði fyrir til- tekið framleiðslumagn mjólkur- og sauðfjárafurða. Með þessum hætti mætti draga úr afskiptum af at- hafnasemi einstakra bænda, en jafnframt að leitast við að verja þau framleiðslusvæði sem veikari eru og forðast miklar sveiflur í aukningu eða samdrætti fram- leiðslu eftir einstökum landsvæð- um. Ég vonast eftir því að nefndin finni ráð til þess að gera nýjar leiðir í þessum efnum sæmilega greiðfærar. Jafnframt er í athug- un í samráði við forystumenn bændasamtakanna, hvort ekki sé rétt að halda áfram töku kjarnfóð- urgjalds og nota það til þess að greiða niður að einhverju leyti aðr- ar þýðingarmiklar rekstrarvörur landbúnaðarins, enda kæmu þá slíkar verðhreyfingar fram í verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara. Á síðasta ári varð gífurlega mik- ið gengistap á erlendum lánum hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og er staða hennar nú mjög erfið. Áburðarverksmiðjan hefur tekið nálega öll sín rekstrarlán í erlendu fé á dollaragengi. Á síðasta ári hækkaði gengi Bandaríkjadollara miðað við íslenska krónu um ná- lega 100%, sem er margfalt á við það sem gert var ráð fyrir, þegar verð á áburði var ákveðið sl. vor. Var sú ákvörðun þó tekin að höfðu samráði við Seðlabanka Islands og Þjóðhagsstofnun. Þetta leiðir m.a. til þess, að stjórn verksmiðjunnar telur að áburðarverð þurfi að hækka á vori komanda um allt að 120%, ef ekki verður að gert. Slíkt er óviðunandi niðurstaða. í sam- ráði við stjórnendur verksmiðj- unnar er unnið að því að leita lausnar á þessu alvarlega vanda- máli. Niðurstöður liggja ekki fyrir, en meginefni þeirra úrræða, sem unnið er að, eru þríþætt: í fyrsta lagi lántaka til nokkurra ára í Seðlabanka íslands, en fjárlaga- heimild er fyrir ríkisábyrgð á allt að 80 millj. króna láni í þessu skyni. Jafnframt verði leitast við að fá samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir því að lánið verði endurgreitt af ríkissjóði að hluta. í öðru lagi að kjarnfóðurgjald verði tekið áfram og notað að meginhluta til að greiða niður áburð, enda komi þær verðbreytingar, eins og áður sagði, inn í verðlagsgrundvöll landbúnað- arins. í þriðja lagi, þegar sýru- verksmiðjan tekur til starfa við Áburðarverksmiðju ríkisins á næsta vori, verði tekin upp fram- leiðslulán í Seðlabanka íslands til verksmiðjunnar, með líkum hætti og veitt er til Sementsverksmiðju ríkisins. Eins og áður sagði eru þessi mál enn á vinnslustigi og ekki afgreidd. Að mínum dómi eru þetta þó nauð- synleg úrræði til þess að bæta hag verksmiðjunnar og forðast það að verð á áburði þurfi að hækka um- fram aðrar verðlagshækkanir á þessu ári. Án aðgerða af þessu tagi myndi verðhækkun á áburði hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir landbúnaðinn og fyrir þjóðarbúið. Á síðustu þremur árum hefur verulegum fjármunum verið varið til eflingar nýrra búgreina í sveit- um og til hagræðingar í landbún- aði. Hefur þetta verið gert á grundvelli laga nr. 43 1979 um breytingu á jarðræktarlögum. Meginviðfangsefnin öll árin hafa verið á sviði fiskræktar, fóðurverk- unar og loðdýraræktar. Á árunum 1980—1982 hefur þannig verið var- ið til fiskræktar 4.523.000 kr., til fóðuröflunar 4.193.000 kr., til loð- dýraræktar 3.661.000 kr. og til annarra viðfangsefna og einstakra tilrauna 6.823.000 kr. eða samtals á þremur árum 19.200.000 krónum. Ekki er enn hægt að segja til um það hvaða fé verður til ráðstöfunar í þessu skyni á yfirstandandi ári, vegna þess að enn liggur ekki fyrir áætlun frá Búnaðarfélagi Islands um framlög sem þarf að greiða samkvæmt jarðræktarlögum vegna framkvæmda á síðasta ári. Þrátt fyrir að hér sé um veru- legar fjárhæðir að ræða, hefur töluvert skort á að fjárveitingar hafi fengist í samræmi við það sem lögin ætlast til. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár varð það niðurstaða að sá hali sem myndast hafði á þessum fjárlaga- lið á síðustu þremur árum, var unninn upp, bæði með aukafjár- veitingu og hækkunum á fjárlaga- lið jarðræktarframlaga. Þrátt fyrir það er sýnilegt að verulegur hali myndast á þessum lið á yfir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.