Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 31 „Ég hef breyst mikið sem knattspyrnumaður" Petur Petursson: ATVINNUKNATTSPYRNUMADURINN Pétur Pétursson kom til íslands í stutt leyfi í síöustu viku. Pétur var búinn aö fá þrjú gul spjöld í leikjum sínum meö Antwerpen og var því í leikbanni. Pétri hefur gengið mjög vel í vetur meö liði sínu Antwerpen, þó sérstaklega síðari hluta vetrar- ins. Antwerp hefur veriö í stööugri sókn og er nú í ööru sæti í 1. deild í Belgíu. Þá er það athyglisvert aö Pétur Pétursson hefur nú skipt um stööu á vellinum. Hann leikur ekki lengur í framlínunni. Hann er kominn á miðjuna og leikur tengiliö. Umsagnir um Pétur í belgískum blöðum hafa verið mjög jákvæðar og þegar Pétur var hér heima innti Mbl. hann eftir þvi hvort hann væri nú í betri þjálfun en áður og hvernig honum líkaði hjá Antwerpen. — Þó ég segi nú sjálfur frá þá t el ég aö yfirstandandi tímabil sé mitt besta fram aö þessu. Það hef- ur verið góöur stígandi í þessu hjá mér og ég hef breyst mikið sem knattspyrnumaöur. Ég er farinn aö leika alveg nýja stööu. Var færöur aftur á miöjuna og líkar þaö vel. Nú, liöinu hefur gengið mjög vel og vonandi veröur bæði áframhald á góöri frammistöðu hjá mér og liö- inu. Viö höfum spilaö sex leiki núna eftir áramótin og unniö þá alla sagöi Pétur. — Mér finnst ég koma vel út á miöjunni, og kann vel viö mig í þeirri stööu. Ég skora ekki eins mikið af mörkum en er meira í boltanum. Þá er þetta mikið meiri vinna. Ég er allan tímann á fullri ferö. Sífelld hlaup. Þetta er erfið staöa en skemmtileg. — Antwerpen á erfiöa leiki framundan en ég hef trú á því aö við tryggjum okkur Evrópusæti, á keppnistímabilinu. Viö erum meö mjög góöan þjálfara sem byggir alla vel upp og skapar mikið sjálfstraust. — Þá spilar þaö mikiö inní að ég hef alveg sloppiö viö meiðsli á tímabilinu og er í mjög góöri æf- ingu. Viö leikum skemmtilegan opin fótbolta. Leikum meö fasta þrjá menn í framlínunni. Skemmti- leg knattspyrna og betri en And- erlecht lék í fyrra, er ég var hjá liöinu. Pétur, hvaöa lið eru sterkust í Belgíu um þessar mundir? — Það er nú ekki gott aö segja. Þrjú lið eru þó með bestu leik- mennina. Anderlecht, Standard og Lokeren. En þaö er ekki þar með sagt aö þau nái bestum árangri og leiki best. Þau veröa þó öll mjög ofarlega, það er Ijóst. Pétur sagöi aö samningur sinn hjá Antwerpen væri laus í vor. Hann væri ekki enn búinn aö taka neina ákvöröun um hvort hann yröi áfram hjá liðinu eöa færi eitthvert annaö. Þaö færi mikið eftir því hvernig framhaldið yröi. Liöiö á eftir aö leika 13 leiki á keppnis- tímabilinu. — ÞR. ísland ekki komið á blað ÞANN 10. febrúar síðastliðinn birtist skýrsla nr. 2 um þátttöku Norður- landanna í norrænu fjölskyldulandskeppninni. Þar erum við íslend- ingar ekki ennþá komnir á blað eins og sjá má á eftirfarandi: NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKÍÐUM 1983 Fjöldi 1. Finnland 3100 2. Norcgur 2342 3. Svíþjóð 3975 4. Danmörk 312 5. ísland — Þátttökuhlutfall landanna er eft- irfarandi: Finnland 21,00 Noregur 17,90 Svíþjóö 36,50 Danmörk 11,25 ísland 1,00 Þ.e. þaö þarf aðeins 1 íslending á móti 11 Dönum til aö hafa sama hlutfallsf jölda. Viö íslendingar þurftum því ekki nema 150 manns til aö vera í efsta Hlutflegur fjöldi 147,6 130.8 108.9 27,7 sætinu 10. febrúar. Ennþá höfum við rúma tvo mán- uöi til stefnu til aö bæta stööu okkar. Þaö þarf aöeins aö fara fimm sinnum á skíöi 1 klst. í senn og skrá þaö á til þess gerö spjöld sem fást á skíðastöðunum og senda þaö svo til Skíðasambands- ins, iþróttamiðstöðinni Laugardal. Förum öll á skíöi og vinnum keppnina. Fréttatilkynning tré SKf. TOMMÍ % 1 Tommi gefur Valsmönnum körfubolta í BOLTAÍÞRÓTTUM er þaö talinn kostur að leikmenn kunni aö gefa boltann. Sjaldgæft er þó aö gefnir séu tíu boltar í einu. Þetta skeði fyrir nokkru þegar Tommi hamborgarakóngur gaf boltann á Valsliðið með einni sendingu. Tommi færöi semsé úrvalsdeildarliði Vals tíu körfubolta til nota við æfingar og í upphitun fyrir leiki. Á myndinni tekur Torfi Magnússon fyrirliði Valsliðsins á móti þessari höfðinglegu gjöf úr hendi Tomma. Á myndinni er einnig Gissur Kristinsson, framkvæmdastjóri Tomma-hamborgara og þekktir Valsmenn með boltana á lofti í baksýn. • Pétur Pétursson og félagar hans hafa haft ástæöu til að fagna. Lið þeirra Antwerp er nú í öðru sæti í 1. deild í Belgíu og gengur allt í haginn. Liðið hefur unniö sex síöustu leiki sína. Ljótm. Ronny Meyers. Guðrún Fema setti nýtt stúlknamet UNGLINGAMÓT sunddeildar Ármanns var haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina og urðu efstu keppendur í hverri grein sem hér segir: 100 m flugsund pilta: Eövarö Eövarðsson UMFN 1:05.03 Magnús M. Ólafsson Þór 1:09.58 Guömundur Gunnarsson Æ 1:10.19 200 m skriðsund stúlkna: Guörún Fema Ágústsdóttir Æ 2:15.40 — stúlknamet Þorgeröur Diðriksdóttir Á 2:30.73 Sigriöur Jónsdóttir ÍBV 2:36.93 100 m bringusund drengja: Finnbjörn Finnbjörnsson Æ 1:21.27 Jóhann Samsonarson SH 1:22.79 Guömundur H. Björnsson Þór 1:28.83 100 m skriösund telpna: Bryndis Ólafsdóttir Þór 1:06.92 Stefanía Halldórsdóttir Self. 1:10.99 Inga Heiöa Heimisd. Self. 1:11.69 50 m bringusund sveina: Hannes Sigurösson UMSB 41.60 Eyleifur Jóhannesson ÍA 43.56 Örn Steinar Marinósson UM 44.07 50 m baksund meyja: Kolbrún Ylfa Gissurard. Self. 39.00 Jerniy Magnúsdóttir UMFN 41.75 Hildur K. Aöalsteinsd. UMFB 43.34 100 m skriösund pilta: Eövarö Eðvarösson UMFN 57.40 Magnús M. Ólafsson Þór 58.40 Ólafur Einarsson Æ 60.34 100 m baksund stúlkna: Guðrún Fema Ágústsdóttir Æ 1:19.31 Martha Jörundsdóttir Vestra 1:23.83 Guöný Aöalsteinsdóttir UMFN 1:25.74 100 m bringusund telpna: Þuríður Pétursdóttir Vestra 1:28.27 Inga Heiða Heimisd. Self. 1:31.52 Margrét Halldórsdóttir UMSB 1:32.50 4x50 m skriösund pilta: Sveit Ægis sigraöi á 1:53.81. 4x50 m skriösund stúlkna: Sveit Armanns sigraöi á 2:08.42. Einar Bollason: „Erum með besta liðið“ TÍÐINDAMAÐUR Morgunblaðsins rabbaði við þá Einar Bollason, þjálfara Hauka og Gylfa Krist- jánsson, liðsstjóra Þórs á Akur- eyri eftir leik Hauka og Þórs í 1. deildinni í Hafnarfirði, þar sem Haukar unnu me 34 stiga mun, 114 stigum gegn 84. Einar Bollason: Ég tel að í þessum leik hafi kom- ið í Ijós ,að við erum með bezta liðiö í 1. deild. Það sem gerði gæfumuninn hjá okkur var sterk liösheild og nú er bara að vona að vel gangi í þeim leikjum sem eftir eru. Gylfi Kristjánsson: Þetta var stórt tap, en möguleik- ar okkar á að komast upp úr deild- inni eru ekki úr sögunni, og við munum selja okkur dýrt í þeim leikjum sem eftir eru. Viö getum betur. Getrauna- spá MBL. .•2 2 -C e 3 Þí C Sunday Mirror Sunday People 3 &> CL M Ui e ■0 e 1 News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Birmingham — Nott. Forest X X X X X X 0 6 0 Brighton — Stoke 1 X X 2 1 1 3 2 1 Ipswieh — Luton 1 1 1 1 1 X 5 t 0 Man. Utd.— Liverpool 1 X 1 X X 2 2. 3 1 Notts County — ('oventry 2 1 X 2 2 X 1 2 3 Sunderland — Man. City X 1 1 1 1 X 4 2 0 Watford — Aston Villa X 1 1 X X 1 3 3 0 WBA — Arsenal X X X 1 X 1 7 4 0 West Ham — Southampton 1 1 2 X 1 1 4 1 1 Carlisle — Leeds X X 1 2 X 2 1 3 2 Leicester — Wolves 2 2 X X X X 0 4 2 Shrewsbury — QPR X X X 2 2 X 0 4 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.