Morgunblaðið - 16.03.1983, Page 3

Morgunblaðið - 16.03.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 3 Séð yfir vcrksmiðjur Álafoss í gærmorgun, þar sem tæplega 60 slökkviliðsmenn börðust við eldinn. Myndina tók Ragnar Axelsson. 55 slökkviliðsmenn börðust við eldinn: „Erfítt og hættulegt slökkviliðsstarf‘ — segir Hrólfur Jónsson varaslökkviliösstjóri „ÞETTA var bæöi erfitt og hættulegt slökkvistarf, þar sera við tefldum fram öllum þeim mannafla og vélakosti sem réttlætanlegt var að fara með á staðinn," sagði Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri er blaðamað- ur ræddi í gær við hann um brunann á Álafossi. „Fyrsta kall barst til okkar tvær mínútur yfir sex, og þá þegar sendum við tíu manna lið á vettvang," sagði Hrólfur. „Annaé kall kom svo nánast alveg um leið, mjög afgerandi, og þá var þegar ákveöið að kalla út allt tiltækt lið. Fyrstu mennirnir voru komnir uppeftir um tíu mínútum eftir fyrsta kall, og síðan var aðalliðið komið á vettvang um klukkan hálfsjö. Þegar mest var vorum við með 50 til 55 menn á staðn- um, auk manna frá áhaldahúsi Mosfellssveitar, sem voru okkur mjðg hjálplegir. Frá okkur fóru samtals sjö bílar, auk eins frá slökkviliðinu á flugvellinum og manna þaðan. Það, sem einkum gerði slökkvistarfið hættulegt, var að húsið er úr strengjasteypu, og því var mikil hrunhætta, og svo fór enda að um níuleytið féllu um 400 fermetrar af þaki niður. Þá voru fjórir gaskútar mjög nálægt eldinum, sem voru farnir að hitna talsvert, áður en tókst að bjarga þeim. Slökkviliðsmenn lögðu sig í mikla hættu við að bjarga þeim. Gnn má nefna, að úr brennandi ull myndast blá- sýrumyndandi reykur, og voru allir menn sem inn fóru með reykköfunartæki, og menn utan- dyra tóku tillit til reyksins við slökkvistarfið. Um klukkan níu teljum við að búið hafi verið að hefta út- breiðslu eldsins, og um klukku- stund síðar var verulega tekið að slá á hann. Það logar þó lengi í þessu, og það verður vakt á stað- num þar til á miðvikudagsmorg- un.“ Hrólfur sagði það meðal ann- ars hafa gert starfið erfitt, að mjög erfitt og nær ómögulegt var að berjast við eldinn inn- anfrá. Þá reyndist erfitt að rjúfa þakið, sem var steinsteypt með einangrun ofan á. Þegar það tókst, byrjaði hins vegar veru- lega að muna um baráttuna við eldinn, að sögn Hrólfs. Fyrstu bílarnir og mennirnir frá slökkviliðinu, sem komu á vettvang, voru frá stöðinni í Árbæjarhverfi. ■ Ljósm.: Kristján Einarsson. Skemmdir í ullargeymslunni að loknu slökkvistarfi. Barist við eldinn í gærmorgun. Eldtungurnar stíga upp úr verksmiðjunni efst til vinstri. Slökkviliðsmenn á þaki spunaverksmiðjunnar og ullargcymslunnar berjast við eldinn í gær Ljósm: Emilía Bjori; Bjornsdóttir. morgun. Eftir þrjár klukkustundir var búið að hefta frekari útbreiðslu eldsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.