Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Heimsókn forseta íslands í Arnessýslu Forseti fslands við Egilsbúð í Þorlákshöfn. Næstur forsetanum er Þorleifur Björgvinsson, oddviti. Morgunbladið/ JHS „Sól ínní og sól í sinni“ Vigdís forseti leggur til atlögu við glssilega rjómatertu í Aratungu, Gísli Einarsson oddviti horfir búmannsaugum yfir veisluborðið. Líkan af verslunarhúsum Lefolí-verslunarinnar á Eyrarbakka. Magnús Karel Hannesson oddviti lýsir byggingunni, næst forsetanum er Guðrún Þ. Björnsdóttir, þá Hjörtur Jónsson hreppstjóri og síðan Andrés Valdimarsson sýslumað- ur og eiginkona hans, Katrín H. Karlsdóttir. Ljósm. Mbi. Si*. sigm. I'orlakshofn, 14. marz. Frá Jóni H. SigurmundsCTni frétUriUra Mbl. FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hóf heimsókn sína í Árnes- sýslu á því að heimsækja Þorláks- höfn. Sýslumaður Árnessýslu ásamt fylgdarliði tók á móti forsetanum á vegamótum Hellisheiðar og Þrengslavegar og fylgdi honum til Þorlákshafnar. Klukkan 10 tók sveitarstjóri og hreppsnefnd Ölfushrepps á móti forsetanum við skrifstofur hreppsins, en þar var saman kom- inn mikill mannfjöldi og fagnaði komu forsetans innilega. Ekið var um þorpið og var Gunnar Mark- ússon leiðsögumaður. Endað var á því að skoða Egilsbúð, sem er minja- og bókasafn Þorlákshafn- ar. Minntist forsetinn þess m.a. að þar hefði faðir hennar unnið að hafnargerð 1929. Einnig gat hún þess að Guðmundur frá Miðdal, sem teiknað hefur upp húsaskipan gömlu verbúðarinnar, væri frændi sinn, og móðir hennar hefði ekki talið eftir sér að fara gangandi úr Mosfellssveit til að heimsækja Guðmund frænda sinn í Þorláks- höfn. Að lokum bauð hreppsnefndin til kaffidrykkju í Egilsbúð. Syóra Lan^holti, 14. marz. Frá Sigurói Si^mundsHyni frétUriUra Mbl. FRA Þorlákshöfn héldu forsetinn og fylgdarlið að Selfossi og var þar fyrst ekið að safnahúsunum. Þar lék Lúð- rasveit Selfoss undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar en fjöldi fólks hafði safnast saman til að taka á móti for- setanum. Héraðsbókasafnið var skoðað undir leiðsögn Steingríms Jónssonar safnvarðar og síðan Byggðasafn Árnessýslu, sem Pétur Sigurðsson safnvörður sýndi. Snæddur var hádegisverður á Hótel Selfoss í boði Selfosskaup- staðar og þar flutti ávarp Óli Þ. Guð- bjartsson forseti bæjarstjórnar og samkór Selfoss söng undir stjórn Björgvins Valdimarssonar. Um þrjúleytið var ekið niður á Eyrarbakka að barnaskólanum. Þar tóku á móti forsetanum Hjörtur Jónsson, hreppstjóri í Káragerði, svo og hreppsnefnd staðarins undir forustu Magnúsar Karels Hannessonar oddvita. Óskar Magnússon skólastjóri sýndi skólann, sem er elsta stofn- un sinnar tegundar hér á landi en barnaskólinn er nú orðinn 130 ára. Mikill fjöldi nemenda var saman kominn í skóla sínum til að fagna forsetanum og einnig nokkur hóp- ur fullorðins fólks. Hjá elsta kaup- manni landsins Frá barnaskólanum var haldið í verslun Guðlaugs Pálssonar, en hann mun vera elsti starfandi kaupmaður landsins, orðinn 87 ára. Guðlaugur Pálsson hóf versl- unarrekstur á Eyrarbakka árið 1917 en frá 1919 hefur hann versl- að í sama húsnæðinu. Það var ánægjuleg stund inni í hinni litlu en snotru verslun þessa aldna verslunarmanns og skipst á spaugsyröum. Forsetinn keypti sér eitt kíló af kaffi á 5% niður- settu verði, en sýslumaðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.