Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 16

Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 I Ilfar Gudmundsson sóknarprestur á Eyrarbakka sýnir kirkjumuni, forsetinn handleikur vandaðan kaleik. Benedikt Sigvaldason, skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni, ávarpar gesti og heimafólk. Flúðakórinn syngur undir stjórn Sigurðar Ágústssonar. Óskar Magnússon skólastjóri sýnir forsetanum barnaskólann á Eyrarbakka. Hópur nemenda fylgist með. Sýslumaður Arnesinga, Andrés Valdimarsson, ávarpar forseta íslands í veislu að Flúðum. Við hlið Vigdísar er sýslumannsfrúin, Katrín H. Karlsdótt- ir, og Kjartan Helgason hreppstjóri Hrunamannahrepps. Vigdís Finnbogadóttir ávarpar vistmenn á Litla-Hrauni, við hlið hennar standa Jón F. Böðvarsson, settur forstöðumaður, og Frímann Sigurðsson yfirfangavörður. upp á fólk sem var allmargt komið að Flúðum til að sjá og hitta þjóð- höfðingja sinn. Um miðnætti hélt Vigdís Finn- bogadóttir að Eystra-Geldinga- holti í Gnúpverjahreppi þar sem hún gisti hjá vinum sínum, Jóni Ólafssyni bónda þar og konu hans, Margréti Eiríksdóttur. Tekið skal fram að þau hjónin fylgdu forset- anum meðan á þessari opinberu heimsókn stóð í sýslunni. í Eystra-Geldingaholti dvaldi Vigdís sem barn og unglingur í átta sumur hjá foreldrum Jóns, sem bjuggu þar þá, þeim sæmd- arhjónum ólafi Jónssyni og Pál- ínu Guðmundsdóttur, svo að hún er vel kunnug í Hreppunum. Haldið til Skálholts Um kl. 11 á sunnudagsmorgun komu svo forsetinn og fylgdarlið í hlað í Skálholti á síðari degi heim- sóknarinnar um Árnesþing. Þar tóku þeir séra Gylfi Jónsson Skálholtsrektor og séra Guðmund- ur Óli ólafsson sóknarprestur á móti gestunum. Skálholtsdóm- kirkja og Lýðháskólinn voru skoð- uð og sagt var frá starfsemi skól- ans. Þar var og snæddur hádegis- verður með heimafólki í boði skól- ans. Klukkan 14 var guðsþjónusta í Skálholtskirkiu, þar sem séra Guðmundur Oli Ólafsson prédik- aði en Skálholtskórinn söng, undir stjórn Glúms Gylfasonar. Við- staddir athöfnina voru vígslubisk- up Skálholtsstiftis, séra Sigurður Pálsson, og prófastur Árnespró- fastsdæmis, séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson, ásamt konum sín- um. Kirkjan var þétt setin. Eftir guðsþjónustuna var haldið til Aratungu þar sem boðið var til kaffisamsætis í nafni Biskups- tungnahrepps. Þar var saman- komið mikið fjölmenni úr Tungum og víðar að. Gísli Einarsson oddviti í Kjarnholtum, bauð for- seta og aðra gesti velkomna og flutti stutta sveitarlýsingu og lýsti búskaparháttum. Hann minntist einnig á hina merku sögustaði sveitarinnar og landnám hennar. Þá færði hann forsetanum að gjöf fágætar bækur sem eru frásögu- þættir úr Biskupstungum. Guð- mundur Þ. Gíslason, bóndi á Torfastöðum, söng einsöng við undirleik Glúms Gylfasonar og fé- lagar úr Ungmennafélagi Biskups- tungna sýndu atriði úr leikritinu Járnhausnum eftir bræðurna Jón- as og Jón Múla Árnasyni. Forseti íslands þakkaði móttök- ur með snjallri ræðu; sagði m.a. að í sínum huga væri sól þó að ekki hefði verið bjart yfir Árnesþingi á ferðalagi sínu að þessu sinni en það væri „sól inni og sól í sinni“. Hún sagði ennfremur í ræðu sinni: „Forsetinn á að vera eins nálægt þjóðinni cg kostur er.“ Menntasetrið á Laugarvatni heimsótt Síðasti viðkomustaður í þessari opinberu heimsókn forsetans til Árnessýslu var Laugarvatn. Ekið var að Héraðsskólanum, þar sem Benidikt Sigvaldason skólastjóri ávarpaði hina góðu gesti. Hann rakti undirbúning að stofnun skólaseturs á Laugarvatni og greindi frá uppbyggingu og rekstri hvers skóla fyrir sig, en sem kunn- ugt er eru 5 skólar starfandi á Laugarvatni. Viðstaddir auk kennaraliðs skólanna voru nem- endur Héraðsskólans og barna- skólans. Vigdís þakkaði fyrir og ávarpaði nemendur. Boðið var til kvöldverðar í hús- mæðraskólanum í nafni Laugar- dalshrepps. Þar bauð Jensína Halldórsdóttir forstöðukona gesti velkomna en veislustjóri var Þórir Þorgeirsson oddviti. Hreinn Ragn- arsson kennari flutti ávarp í nafni hreppsnefndarinnar. Að loknum kvöldverði var samkoma í menntaskólanum. Þar ávarpaði Kristinn Kristmundsson skóla- meistari forsetann og síðan sýndu nemendur Menntaskólans að Laugarvatni tvo einþáttunga. í hléi gekk forseti um og heilsaði uppá íbúa Laugardalshrepps sem margir voru viðstaddir svo og nemendur skólanna. Eftir leiksýninguna flutti Vig- dís Finnbogadóttir ávarp, þakkaði nemendum fyrir leiksýninguna og óskaði skólunum á Laugarvatni alls hins besta í framtíðinni. Um klukkan 11.30 ók forsetabifreiðin úr hlaði á Laugarvatni og þar með lauk opinberri heimsókn forseta (slands i Árnessýslu að þessu sinni. Við Árnesingar vorum mjög ánægðir með að fá okkar virta þjóðhöfðingja í heimsókn. Þó að skammdegi sé og veður geti verið válynd og þó að dimmt hafi verið yfir sýslunni okkar um þessa helgi, þá var bjart í huga fólks og skemmtileg tilbreyting var það í skammdegi vetrarins að Vigdís Finnbogadóttir sá sér fært að heimsækja okkur nú. Vilja al- þjóðabann við laxveiði í sjó Á AÐALFUNDI Laxárfélagsins, sem haldinn var hinn 19. febrúar 1983, en í félaginu eru félög stangaveiði- manna á Akureyri, Húsavík og Reykjavík, var samþykkt neðan- greind ályktun, sem send hefir verið forsætisráðherra: „Aðalfundur Laxárfélagsins (þ.e. Laxá í Þingeyjarsýslu) sam- þykkir að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir alþjóðasamþykkt um bann við laxveiði í sjó. Fund- urinn telur orðið augljóst, að lax- veiði í sjó byggist nú mest á rækt- un fisksins, og því sé eðlilegt, að þeir, sem til slíkrar ræktunar stofna, eigi að njóta ávaxta erfiðis síns og tilkostnaðar. Sérstaklega vill fundurinn vekja athygli á hinni stórfelldu minnk- un á laxveiði í ám á norðaustur- horni íslands, sem miklar líkur benda til að stafi af mjög auknum laxveiðum Færeyinga f hafinu milli (slands og Færeyja. Skorar fundurinn því á stjórnvöld að fella niður allar veiðiheimildir Færey- inga innan fiskveiðilögsögu ís- lands, þar til laxveiðum þessum verður hætt.“ Stjórn Laxárfélagsins skipa nú eftirtaldir menn: Sigurður Sam- úelsson, Háuhlíð 10, Reykjavík, formaður, Gísli Konráðsson, Oddagötu 15, Akureyri, Helgi Bjarnason, Ásgarðsvegi 15, Húsa- vík, Jóhannes Kristjánsson, Eyr- arvegi 33, Akureyri, Ólafur Bene- diktsson, Hrafnagilsstræti 30, Ak- ureyri, og Önundur Ásgeirsson, Kleifarvegi 12, Reykjavík. Samkomur til kynningar á kristni- boðsstarfinu VIKUNA 13.—20. mars verða haldn- ar samkomur í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík til kynn- ingar á kristniboðsstarfi, sem rekið er á vegum Sambands ísl. kristni- boðsfélaga. Hefjast samkomur kl. 20.30 hvert kvöld vikunnar. Norskur prédikari, Gunnar Hamnöy, tekur þátt í þremur síð- ustu samkomunum og kemur hann hingað til lands gagngert þeirra erinda. Auk hans eru meðal ræðu- manna ýmsir er dvalist hafa um lengri eða skemmri tíma við kristniboðsstörf í Kenýa, Eþíópíu og á Fílabeinsströndinni. Fern hión eru nú að störfum á vegum SIK erlendis. Jónas Þóris- son og Ingibjörg Ingvarsdóttir í Eþíópíu og þangað eru einnig ný- farin Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísladóttir og í Kenýa starfa Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir auk Ragnars Gunn- arssonar og Hrannar Sigurðar- dóttur, sem þangað héldu í byrjun febrúar sl. Starfsemi SÍK. Áuk kristniboðsins sjálfs sinna kristni- boðarnir hvers kyns kennslu og líknarstarfi og er ráðgert að kostnaður við starfsemi SÍk verði á arínu kringum 2,5 millj. króna sem aflað er með frjálsum fram- lögum kristniboðsvina. Fundur hjá Björkinni MÁLFREYJUDEILDIN Björkin heldur fund á Hótel Heklu, Reykja- vík, í kvöld og hefst hann klukkan 20:30. Gestur fundarins verður dr. Gunnar G. Schram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.