Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 19

Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 19 ast, eða þeir fyllist þunglyndi og lífsótta fái þeir ekki skammtinn sinn. Það er fullkomlega eðlileg notkun á sjúkdómshugtakinu að kalla alkóhólista af þessu tagi sjúka — ef við á annað borð lítum á þunglyndi og brenglað raunveru- leikaskyn sem sjúkdóma. Sem við gerum. Því þessi sálsýki er ekki aðeins afleiðing af drykkjunni (eins og skemmd lifur), heldur einnig stór þáttur í ávananum. Maður sem kemst ekki í gegnum daginn án þess að bragða vín vegna sálrænnar vanlíðunar er háður víninu á þennan hátt. Eins vitum við að alkóhólistar eiga það til að leggja eigið líf og fjölskyldna sinna í rúst, missa at- vinnuna o.s.frv. Slíkir alkóhólistar eru auðvitað félagslega sjúkir skv. ofannefndri skilgreiningu. Það að vera háður tóbaki getur varla verið sálrænn eða félagsleg- ur sjúkdómur. Menn fé ekki brenglað raunveruleikaskyn við það að reykja að staðaldri, né heldur fyllast menn lífskvíða ef þeir eru tóbakslausir um stund. Sumir verða kannski svolítið þunglyndir ef þeir fá ekki smók lengi, en það er varla neitt í lík- ingu við það þunglyndi sem drykkjumenn reyna. Og eitt er víst, reykingamenn leggja ekki frekar heimili sín í rúst en „non- smokers". Þetta var sem sagt svarið við því hvers vegna það er ekki sjálf- gefið að kalla reykingamenn sjúka ef við köllum alkóhólista sjúka. En í þessum langhundi felst líka svar, eða drög að svari, við spurn- ingunni um það hvort alkóhólismi sé sjúkdómur eða ekki. Mín niður- staða er sú að alkóhólismi geti verið og sé oft sjúkdómur, en þurfi alls ekki að vera það. Því það eru til menn sem eru háðir víni á ein- hvern hátt án þess að það valdi þeim eða öðrum vanlíðan eða erf- iðleikum. Og ég á bágt með að skilja hvernig slíkir alkóhólistar geti verið sjúkir. Ilokin, örfá orð um alkóhólisma og aumingjaskap. Fylgjendur sjónarmiðsins að alkóhólisti sé aumingi eru hrifnir af þessum rökum: Þeir benda á þá einföldu staðreynd að það sé enginn sem neyði drykkjumann til að drekka. Hann lyftir glasinu sjálfur. Ef hann getur ekki hætt, þrátt fyrir einlægan vilja til þess, þá er það vegna þess að hann skortir vilja- styrk. Ég sé ekki betur en að þessi rök haldi vatni, þótt þau séu vafalaust gróf einföldun. Hins vegar leiðir hvorki af þessum rökum að alkó- hólista skorti almennt viljastyrk, né segja þessi rök nokkuð um það hvort alkóhóiismi sé sjúkdómur eða ekki. Svo ég skýri fyrra atriðið fyrst: Það getur vel verið — og er býsna algengt — að alkóhólisti vilji alls ekki hætta að drekka. Og það reynir ekki á viljastyrkinn fyrr en hann er ákveðinn í að hætta. Alveg það sama gildir um reykingamann. Hann hefur ekki sjálfkrafa veikan vilja þótt hann reyki. Ef hann hins vegar vill hætta en tekst það ekki, þá horfir málið öðruvísi við. Og síðara atriðið: Sumir kynnu að halda að alkóhólismi geti ekki verið sjúkdómur ef það er til í dæminu að menn geti hætt fyrir eintóman viljastyrk. En það eru til margir sjúkdómar sem eru þess eðlis að menn geta sigrast á þeim með því að leggja hart að sér í einhvers konar meðferð. Segjum t.d. bakveiki. Ef lækning fæst því aðeins að sjúklingurinn syndi 2000 metra á hverjum morgni í heilt ár, þá er það greinilega meðferð sem menn þurfa mikinn viljastyrk til að halda út. Verkalýðsfélag Hvera- gerðis og nágrennis: Harmar stjórn- leysi í lands- málum EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi í stjórn og trúnaðar- mannaráði verkalýðsfélags Hvera- gerðis og nágrennis 27. febrúar sl. „Fundurinn harmar það stjórn- leysi sem ríkt hefur í landsmálum síðustu mánuði, þar sem meiri- hluti þingmanna virðist hafa gleymt efnahagsmálum þjóðar- innar, en aðeins haft hugann við kjördæmamálið. Því er nú svo komið að stórfellt atvinnuleysi er að hefjast á fslandi. Fundurinn fordæmir harðlega þær hugmyndir meirihluta alþing- ismanna að etja þjóðinni út í tvennar kosningar á árinu. Við teljum það skyldu þingmanna að snúa sér nú þegar að raunhæfum aðgerðum í efnahagsmálum. Jafn- framt skorar fundurinn á samtök launþega og atvinnurekenda að taka upp jákvætt samstarf við stjórnvöld um brýnustu ráðstaf- anir í efnahagsmálum. Nú duga engin slagorð eða óraunhæfar hugmyndir, heldur er það skylda allra að taka á málunum með kjark, heiðarleik og drengskap, en ekki láta augnabliks vinsældir hafa neikvæð áhrif á aðgerðir. Eftirtalin atriði vill fundurinn benda á: 1. Dregið verði nú þegar úr ónauðsynlegum innflutningi. 2. Vísitölumálið. 3. Aðhaldi í opin- berum rekstri og framkvæmdum. 4. Nýjum orkuframkvæmdum frestað þar til séð verður fyrir um orkumarkað. 5. Breytt skipulag á landbúnaðarmálum. a) Fram- leiðsla miðist við innanlandsþarf- ir. b) Framleiðsla á landbúnaðar- afurðum hjá öðrum en bændum stöðvuð. c) Sérstök tilraunabú á vegum ríkisins lögð niður. d) Vinnslu- og dreifingarkostnaður tekinn til athugunar með meiri hagkvæmni í huga. 6. Endurskoð- un á bankakerfinu með það að markmiði að fækka bankastofn- unum. 7. Betra skipulag á útgerð og fiskvinnslu. 8. Dregið úr er- lendum lántökum og lán ekki tek- in nema til þjóðhagslega hag- kvæmra framkvæmda. Hrafnhildur Valbjörns heillaði áhorfendur með stórskemmtilegri sviðs- framkomu og var mjög ánægð með fslandsmeistaratitilinn er hann var í höfn. TEXTI OG MYNDIR: Gunnlaugur Rögnvaldsson viljað rugla þessu tvennu saman. Keppni í vaxtarrækt hófst upp- haflega í Bandaríkjunum fyrir rúmum 40 árum, en hérlendis hefur þessi íþrótt einungis verið stunduð í tæp 3 ár. Samtök vaxt- arræktarmanna á íslandi hafa um 60 meðlimi, en sú tala fer óðum hækkandi með auknum áhuga almennings á heilsusam- legum lifnaðarháttum. Svíar hafa, svo dæmi sé tekið, 30.000 virka meðlimi í sínu sambandi og Danir um 15.000. „Keppendur í vaxtarrækt þurfa að leggja gífurlega hart að sér fyrir keppni," sagði Svein- björn, „en hann var sjálfur kepp- andi í vaxtarræktarkeppninni. „Þurfa þeir að fara á stífan mat- arkúr, t.d. drakk ég engan vökva, sem heitið getur tveim dögum fyrir keppni. Það er til þess að losna við vatn undan húðinni svo vöðvarnir verði sýnilegri og vera vel skorinn, eins og vaxtarrækt- armenn taka til orða. Salti verður að sleppa í mat- seld eins og framast er kostur. Ef menn ætla að ná langt í vaxtarrækt þýðir það æfingar 4—5 daga vikunnar í 3—4 klukkutíma á dag,“ sagði Sveinbjörn. „Keppnin á laugar- daginn skiptist í tvennt. Um miðjan daginn voru raunveru- legir sigurvegarar dæmdir, en um kvöldið var úrslitakeppnin og þá gátu dómarar gert upp á milli keppenda, ef mikið jafn- ræði hafði verið með þeim um daginn. í svona keppni þarf margt til að sigra. Keppandinn þarf að hafa heillandi sviðs- framkomu, reisn og mikið atriði er að magi og mitti séu vel lagað. Vöðvarnir þurf að vera vel sýni- legir og aðgreindir frá hvor öðr- um. Það eru þrír liðir sem dæmt er eftir. Fyrst er samanburður á keppendum í einum hópi í af- slappandi stöðu, síðan gera þeir ákveðnar skylduæfingar og að lokum „posa“ þeir, þ.e. gera frjálsar æfingar að eigin smekk við músík. Þetta lokaatriði þarf að falla ljúft saman og keppend- ur verða að muna að spenna alla vöðva og vita hvaða stelling tek- ur við af hverri," sagði Svein- björn Guðjohnsen að lokum. Keppnin í heild var mjög lífleg og áttu áhorfendur sinn þátt í að skapa skemmtilegt andrúmsloft. Hrafnhildur Valbjörns tryggði sér sigur í þyngri flokki kvenna og síðan íslandsmeistaratitilinn. Átti frábær sviðsframkoma lík- lega mikinn þátt í velgengni hennar, en hún hreif a.m.k. áhorfendur upp úr skónum. Magnús óskarsson sigraði í sín- um þyngdarflokki annað árið í röð, en varð að lúta í lægri haldi fyrir Guðmundi Sigurðssyni í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn. Guðmundur vann einnig þyngsta flokkinn, en var eini keppandinn þar. Framfarir í vaxtarrækt frá keppninni á sl. ári eru gífurlegar og má nefna að kvennahópurinn stóð sig allur með mikilli prýði. Sjá einnig viðtal við vaxtar- ræktarmanninn Angelito Lesta á bls. 30. IJnglingaflokkur -5-75 kg 1. Gestur Helgason 2. Einar Guðmann 3. Júlíus Á. Ágústsson llnglingaflokkur +75 kg 1. Sigurður Pálsson Kvennaflokkur +50 kg 1. Rósa Ólafsdóttir 2. Aðalheiður Pálmadóttir 3. Þórunn Pálsdóttir Karlaflokkur +70 kg 1. Kári Elísson 2. Daníel B. Olsen 3. Sævar Símonarson Karlaflokkur +80 kg 1. Sigurður Gestsson 2. Gísli Rafnsson 3. Flosi Jónsson Kvennaflokkur +52 kg 1. Hrafnhildur Valbjörns 2. Steinunn Agnarsdóttir 3. Aldís Arnardóttir Karlaflokkur +90 kg 1. Magnús Óskarsson 2. Sveinbjörn Guðjohnsen 3. Sigmar Knútsson Karlaflokkur +90 kg 1. Guðmundur Sigurðsson - GR. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan . 21/3 Jan . 5/4 Jan . 18/4 Jan . 3/5 ROTTERDAM: Jan . 22/3 Jan . 6/4 Jan . 19/4 Jan . 4/5 ANTWERPEN: Jan . 23/3 Jan .. 7/4 Jan .. 20/4 Jan .. 5/5 HAMBORG: Jan .. 24/3 Jan .. 8/4 Jan .. 22/4 Jan .. 6/5 HELSINKI: Helgafell .. 13/5 LARVIK: Hvassafell .. 18/3 Hvassafell .. 28/3 Hvassafell .. 11/4 Hvassafell .. 25/4 GAUTABORG: Hvassafell .. 29/3 Hvassafell .. 12/4 Hvassafell ... 26/4 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 17/3 Hvassafell ... 30/3 Hvassafell ... 13/4 Hvassafell ... 27/4 SVENDBORG/ AARHUS: Hvassafell ... 17/3 Hvassafell ... 31/3 Hvassafell ... 14/4 Hvassafell ... 26/4 Hvassafell ... 28/4 GLOUCESTER MASS. Skaftafell ... 21/3 Skaftafell ... 23/4 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 23/3 Skaftafell ...... 25/4 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Fródleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Jlíor^xmXiIati 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.