Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 30

Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Undralyf gagna ekki í vaxtarrækt Morgunblaðið spjallar við vaxtar- ræktarmanninn Angelito Lesta Einn þeirra sem kom fram á Ísiandsmeistaramóti vaxt- arræktarmanna var Englendingurinn Angelito Lesta sem kom hingað sem gestur. Hann er þekktur vaxtarræktar- maður erlendis, varð m.a. fimmti í keppninni um heims- meistaratitilinn á sl. ári. Lesta hefur sigrað Herra Eng- lands-keppnina tvívegis og verið í fremstu röð í bæði Evrópukeppni unglinga og síðan í karlaflokki í vaxtarrækt gegnum árin. Morgunblaðið náði tali af Angelito Lesta eftir keppnina hérlendis og spjallaði stuttlega við hann. „Þetta hófst allt saman á því að ég var að stunda léttar lyft- ingar með félögum mínum, vor- um við að bera saman hver gæti lyft mestu þyngdinni og allt í gamni. Siðan þróaðist þetta ein- hvern veginn af sjálfu sér,“ sagði Lesta um upphafið að ferli sín- um. „Ég er búinn að æfa í 4 ár og tvö þau fyrstu voru virkilega erf- ið og ég lagði mikið á mig. Það þýðir heldur ekkert að fara á æf- ingar og sitja svo og hugsa, þú verður að gefa þig allan í æf- ingarnar. Eftir að ég fór að stunda vaxtarrækt verð ég að segja að ég er mun sjálfsörugg- ari og líður að öllu leyti betur. Það er þó eitt vandamál, það er erfitt að fá föt sem passa," sagði læsta hlæjandi, „ef ég ætla að fá mér jakkaföt þarf að sérsauma þau og einnig er erfitt að fá bux- ur sem passa á mig. Ef menn leggja stund á vaxtarrækt er mikilvægasti hlekkurinn fæðan. Grundvallaratriði er að halda fæðunni fitusnauðri, þá nærðu fitulagi líkamans niður, en vöðv- ar halda sér í horfinu. Þetta er náttúrulega ekkert auðvelt, en vaxtarrækt er meira en bara koma fram á sviði, þetta kostar mikla vinnu og ýmiss konar fórnir. Ég get sagt frá einum vini mínum sem fór í mjög strangan megrunarkúr fyrir keppni. Kvöld eitt kom hann heim að keppni lokinni og mætti þar hundinum, sem hann var nýbúinn að fá sér. Hann hafði keypt hundakex með súkkulaði- bragði handa hundinum. Seint um kvöldið fékk hann þessa geysilegu þörf fyrir súkkulaði, en allar búðir voru lokaðar. Fór svo að hann laumaðist í kex- pakka hundsins og hætti ekki át- inu fyrr en 20 hundakex voru komin í magann," sagði Lesta og veltist um af hlátri. „Þegar hann gekk til náða fékk hann óþægi- lega tilfinningu í magann, stóð upp úr rúminu og ætlaði fram á klósett, en náði ekki. Kom hundakexið aftur úr honum yfir rúmið, gólfið og allt saman. Þetta dæmi sýnir vel að menn ráða ekki alltaf við að halda matarkúrana. Annar sem ég þekki fékk mikla þörf fyrir syk- ur eftir erfiða æfingu, hann fékk sér eitt súkkulaði, þó hann væri í ströngum matarkúr. Hann hætti ekki að borða fyrr en 17 súkku- laði voru að baki og það ekki lít- il! Svona atvik gefa þessu húmor, en það er staðreynd að margir vaxtarræktar-menn geta varla hætt að borða ef þeim finnst eitthvað virkilega gott.“ Blaða- maður Mbl. spurði næst hvernig honum hefði fundist íslensku keppendurnir á vaxtar- ræktarmótinu í Gamla Bíói. „Fyrst og fremst vantar þá betri sviðsframkomu og öryggi. Það vantaði meira bros frá keppend- um, frá hjartanu, en ekki falskt bros. Hinsvegar finnst mér kapparnir íslensku vera komnir langt miðað við hve ung þessi íþrótt er hérlendis. Þetta lærist allt með tímanum. Stúlkurnar fannst mér mjög góðar. Dómar- arnir voru hinsvegar ekki vanir að dæma. T.d. má taka að Júlíus í unglingaflokknum lenti í þriðja sæti, en hefði hiklaust átt að sigra og það auðveldlega. Ég dæmdi sjálfur keppendur, en stig mín giltu ekki, þetta var bara til að gefa sýnishorn. Ég gaf Júlíusi efsta sætið í öllum þrem æfingunum. En með tíð og tíma lærist dómurunum réttu handtökin og hverju á að leita eftir. Júlíus hlýtur hinsvegar að Angelito Lesta vera niðurdreginn. Það myndi ég a.m.k. vera. Eg persónulega vil vera dæmdur af mönnum, sem ég veit að hafa þekkingu á þess- ari íþrótt. Mér er samt ekki mik- ið í mun að sigra í keppni, ef áhorfendur eru með mér, þá er mér sama þó ég verði síöastur. Hins vegar áttu alltaf að fara í keppni með því hugarfari að sigra, annar hugsunarháttur minnkar sigurmöguleika þína. Þó keppnin sé grimm þá er mór- allinn mjög góður og betri en í flestum íþróttum. Það má segja að það sé með vaxtarræktar- menn eins og sumt vín, því eldra því betra. Þess vegna eru menn á þrítugsaldri yfirleitt bestir í vaxtarrækt," sagði Lesta. „Það eru fjölmargir sem halda að vaxtarræktarmenn lifi á því að éta ýmiss konar pillur og lyf til þess að stækka vöðva sína. Þetta er misskilningur, miklar og erf- iðar æfingar og gott fæði eru það sem byggir menn upp, ekkert annað. Eg hef séð fjölda fólks éta allskyns undralyf, sem reyndar virka ekki neitt og eru hrein sóun. Einu lyfin, sem sum- ir vaxtarræktarmenn taka, eru hvatar sem halda vöðvum við. Það er gert stuttu fyrir keppni, þegar keppendur eru á ströngum matarkúrum, svo líkaminn brenni ekki vöðvunum. Aðalat- riðið í vaxtarrækt er að borða góðan mat og lifa heilbrigðu lífi.“ Að lokum kvaðst hinn hugprúði Angelito Lesta stefna á það að sigra Mister Olympia- keppnina fyrir þrítugsaldurinn, en hann er á 23. ári. Kvað hann það stærstu og virtustu keppn- ina meðal vaxtarræktarmanna og miklir peningar væru í veði. Það væri hins vegar ekki málið heldur eins og Lesta orðaði það: „Ef þú vinnur þá ertu bestur!" Kasparov náði sér á strik Skák Margeir Pétursson Garry Kasparov endurheimti forystuna í einvígi sínu við Alex- ander Beljavsky með því að vinna fimmtu skákina mjög örugglega. Beljavsky, sem hafði svart, tefldi byrjunina ónákvæmt og það gaf Kasparov færi á að ná óstöðvandi sókn með glæsilegri mannsfóm í 21. leik. Staðan í einvíginu er því þannig að Kasparov, sem er aðeins nítján ára, hefur hlotið þrjá vinn- inga, en hinn 29 ára gamli Bel- javsky hefur tvo. Fimm skákum er nú ólokið í einvíginu sem fram fer í Moskvu. Fyrir einvígið var Kasparov álitinn mun sigurstranglegri, en eftir að Beljavsky vann fjórðu skákina og jafnaði metin töldu margir hann eiga góða mögu- leika, því í fyrstu skákunum virtist svo sem Kasparov fyndi sig ekki fyllilega, a.m.k. brá þá ekki fyrir því geysilega hug- myndaflugi og árásarstíl sem hann er þekktastur fyrir. En í fimmtu skákinni snerist þetta til betri vegar fyrir meistarann unga sem tefldi upp á kóngssókn allt frá byrjun skákarinnar. 5. einvígisskákin: Hvítt: Kasparov Svart: Beljavsky Drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Rf6, 4. cxd5 — exd5, 5. Bg5 — Be7, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — 0-0, 8. Bd3 — b6, 9. Rf3 — Bb7, 10. OO — c5, 11. Re5 - Rbd7, 12. Bf5! Kasparov teflir byrjunina mjög hvasst að vanda. 12. — Rxe5? Þessi uppskipti eru líklega byggð á yfirsjón. Betra var því 12. — He8 og síðan eftir atvikum 13. - Rf8. 13. dxe5 — Re8 Nauðsynlegt, því 13. — Re4 gengur ekki vegna 14. Rxd5. E.t.v. hefur Beljavsky séð þetta of seint. 14. Bg3 — Rc7, 15. Dg4 Hvítur hefur fengið góð sókn- arfæri á kóngsvæng og það er erfitt að benda á virka áætlun fyrir svart. 15. — De8, 16. Bd7 - Dd8 Ekki 16. — Bc8?, 17. e6! og hvítur vinnur. 17. Hadl — h5!?, 18. Dh3 — h4, 19. Bf4 — Bg5 Svartur reynir að létta á stöð- unni með uppskiptum, því að 19. — g5?, 20. Dg4 þjónaði auðvitað engum tilgangi. 20. Bf5 — g6? Nauðsynlegt var 20. — De7. 21. Re4!! — Bxf4, 22. gxf4 — gxf5, 23. Dxf5! Nákvæmast, því eftir 23. Rf6+ — Kg7 svarar svartur bæði 24. Dxh4 og 24. Dxf5 með 24. — Hh8 og nær að verjast. 23. — dxe4 Eina vonin, eftir 23. — Kg7, 24. Dg4+ — Kh8, 25. Rf6 er sam- stundis úti um svart. 24. Dg4+ - Kh7, 25. Hxd8 - Hfxd8, 26. Dxh4+ — Kg8, 27. De7 — e3 Góð tilraun. Svartur vonast eftir 28. Dxc7? - e2, 29. Dxb7 - Hdl! eða 28. fxe3 - Hd2. 28. Hel — exf2+, 29. Kxf2 — Hd2+, 30. He2 — Hxe2+, 31. Kxe2 — Ba6+, 32. Kf2 — Re6, 33. f5 - Rd4, 34. e6 — Hf8, 35. Dg5+ — Kh7, 36. e7 — He8, 37. f6 — Re6, 38. Dh5+ — Kg8 og nú loks- ins gafst Beljavsky upp, vænt- anlega vegna framhaldsins 39. Dg4+ — Kh7, 40. Dxe6! — fxe6, 41. n. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Myndlistarnámskeiö Enn er unnt aö bæta viö nokkr- um þátttakendum í myndlistar- námskeiö Björgvins Björgvins- sonar myndlistarkennara. Upp- lýsingar i síma 35615. Björgvin Björgvinsson, Hlyngeröi 1, Reykjavik. Nnr.: 1288—6128. Tökum aö okkur alls konar viögerðir Skiptum um glugga. hurðir, setj- um upp sólbekki, viögeröir á skólp- og hitalögn, alhliöa viö- geröir á bööum og flísalögnum, vanir menn. Uppl. í sima 72273. Námskeiö sem eru að hefjast: Hyrnuprjón, textílsaga, tóvinna, útskuröur, dúkaprjón, munstur- gerö. Innritun i Heimilisiönaö- arskólanum Laufásvegi 2. Uppl. í síma 17800. Tvítugur piltur óskar eftir vinnu á Noröurlandi. | Hefur lyftarapróf. Uppl. í síma I 96-71759. selur heildverslun. Geriö góö kaup. Opiö frá kl. 1—6 e.h. Síö- | asta söluvika. Freyjugata 9, bakhús. □ HELGAFELL 59833167 IV/V — 2. □ Glitnir 598303167 — Frl. IOOF = 16403168Vi = Árshátíö Árshátíö veröur föstudaginn 18. mars í félagsheimilinu aö Grens- ásvegi 5. Hófiö veröur meö svlp- uöu snlöi og í fyrra og hefst kl. 20.00. Islenski Alpaklúbburlnn. IOOF 9 = 16403168'/i = III. □ GIMLI 59833177— 1. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8. Systrafélag Fíladelfíu Systrafundur í kvöld kl. 20.30. Allar konur hjartanlega vel- komnar. FREEPORT KLÚBBURINN Fundur á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Bústaöakirkju. Gestir: Fjölskyldan 5 frá Samhjálp. Fé- lagar fjölmenniö. ÚTIVISTARFERÐIR Lækjargötu 6, sími 14606. Símsvari utan skrifstofutima. Ferð í Húsafell 18. mars Gist i húsum, aögangur aö sundlaug. A laugardag fara sum- ir á Ok í (sól) og snjó. En aörir i hressilega gönguferö á Strút. Utivistarferöir eru fyrir alla. Velkominn í hópinn. Fararstjórar Sigurþór Þorgilsson og Helgi Benediktsson. Sjáumst. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Keflavík Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur: Guöni Ein- arsson og Sam Daníel Glad. ÍSLiNSKI ALPAKLUBBURINN Fjallaskíöanámskelö veröur haldiö helgina 26.—27. mars. Gist veröur í skála. A námskeiö- inu veröur kennd notkun fjalla- skíöabúnaöar, leiöaval og hegö- un meö tilliti til snjóflóðahættu o.fl. Leiöbeinendur veröa Arnór Guöbjartsson og Helgi Bene- diktsson. Skráning fer fram miö- vikudagskvöldiö 16. mars kl. 20.30 i húsnæöl Isalp, Grensás- vegi 5. Upplýsingar gefur Helgi, (Skátabúöinni). Kristniboösvikan Samkoma í kvöld aö Amtmanns- stíg 2B kl. 20.30. Skuggamyndir frá kristniboösstarfi í Kenya: Skúli Svavarsson. Ræöa: Mar- grét Hróbjartsdóttir. Söngur: Æskulýösskór KFUM og KFUK. Allir velkomnir. Trimm Tilkynning frá Skiðafélagi Reykjavikur Bláfjöll — Hveradalír — Skíöaganga 1983 verður haldin í 4 sinn laugardag- inn 19. mars nk. Lagt af staö frá Regnmælirnum fyrir ofan Borg- arskálann kl. 2 e.h. Skráning í gönguna frá kl. 11 i Borgarskála. Þátttökugjald er kr. 150 og greiöist viö innritun. Gengiö veröur um 20 km eins og leiö liggur í Hveradali. Vélsleöamenn munu vera á leiöinni meö hress- ingu. Stjórn Skíöafélags Reykja- víkur sér um framkvæmd þess- ara skíöagöngu og allar uppl. veröa veittar í sima 12371 aö Amtmannsstig 2. Ef útlit er fyrir óhagstætt veöur kemur tilkynn- ing í útvarpinu sama dag f.h. Skiöagöngufólk fjölmennlö. Skíöafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.