Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
33
mannahópum gert skylt að haia
þarlenda leiðsögumenn eða að
leiðsögumenn þeirra hafi atvinnu-
leyfi í landinu. íslenskir farar-
stjórar sem fara með íslendinga
um Evrópulönd taka þarlenda
leiðsögumenn þegar farið er í
skoðunarferðir. Ef ferðamenn
fara um ákveðin vernduð svæði,
t.d. í Bandaríkjunum þar sem er
sérstæð náttúra, verða þeir að
fara í fylgd sérstakra gæslumanna
á svæðinu.
I 35. gr. ferðamálalaganna segir
að (samgöngu-)ráðherra sé heim-
ilt að ákveða að þeir aðilar sem
skipuleggja hópferðir um ísland
kaupi tryggingu vegna kostnaðar
sem hljótast kann af leit að far-
þegum þeirra. Einnig er ráðherra
heimilt að ákveða að sömu aðilar
hafi í nánar tilteknum ferðum
leiðsögumenn sem hlotið hafa sér-
staka þjálfun. SP.: Sér ráðherra
ekki ástæðu til að notfæra sér þessa
heimild, t.d. þegar vitað er að hópar
ætla um viðkvæm óbyggðasvæöi?
Ýmsar fleiri spurningar brenna
á vörum áhugafólks um ferðamál,
sérstaklega þegar fyrirsjáanlegt
er að erlendum ferðamönnum sem
ferðast um landið á eigin vegum
mun fara fjölgandi. Hafa um-
boðsmenn Farskips t.d. fengið upp-
lýsingabæklinga þá sem til eru fyrir
ferðamenn um umgengni og náttúru-
vernd til að afhenda væntanlegum
íslandsförum um leið og þeir kaupa
farmiðann? Yfirmenn færeysku
ferjunnar Smyrils sáu sér ekki
fært að dreifa slíkum bæklingum
til farþega sinna. Er Farskip reiðu-
búið að miðla nauðsynlegum upplýs-
ingum um umgengni til farþega
sinna? Hefur Keykjavíkurborg gert
ráðstafanir til að geta tekið á móti
auknum fjölda tjaldferðamanna og
ferðamannabíla á tjaldsvæðinu í
Laugardal? Erum við yfirleitt tilbúin
til að taka við þeim ferðamönnum
sem hingað koma? Er ekki tími til
kominn að ráða eftirlitsmann eða
menn til að fylgjast með umgengni
ferðamanna? Mér skilst að búið sé
að ráða eftirlitsmann í Reykjanes-
fólkvangi og er þar þó lítil umferð
ferðamanna. Hvers vegna ekki víð-
ar?
Ég sagði hér fyrr að ýmislegt
mætti færa til betri vegar í ferða-
þjónustunni með því að setja
ferðamönnum skýrari reglur,
veita þeim betri leiðbeiningar og
auka eftirlit. Til þess að það verði
gert þarf skilning og vilja þeirra
yfirvalda sem valdið hafa. Ég
vona að hvort tveggja sé til staðar
og að þeir sjái sér fært að svara
þessum spurningum. Með fyrir-
fram þakklæti.
Reykjavík, 3. mars 1983.
Amnesty Intemational:
Samviskufangar febrúarmánaðar
Donat Murego frá Rwanda er 46
ára fyrrverandi hæstaréttardóm-
ari og var dæmdur í nóvember
1981 í 10 ára fangelsi.
Donat Murego var einn 50
manna sem handteknir vor í höf-
uðborginni Kigali í apríl 1980 og
ákærðir um samsæri gegn ríkis-
stjórninni.
Við rannsókn málsins kom í ljos
að hann hafði ekki verið viðriðinn
nokkurt samsæri. í staðinn var
hann ákærður fyrir að dreifa
bæklingi sem hvatti til samsæris.
Þessi bæklingur boðaði ekkert
samsæri gegn ríkisstjórninni.
Hann ásamt 50 manns voru
færðir fyrir rétt í nóvember 1981,
en áður hafði honum verið neitað
um lögfræðiaðstoð.
Hann var einn af 26 manns sem
dæmdir voru í 10 ára fangelsi
ásamt fjársektum.
Hann áfrýjaði dómnum, sem
var hafnað á þeim forsendum að
það væri of seint, þó að aðeins
vika væri liðin frá því að dómur-
inn var kveðinn upp.
Meðan á réttarhöldunum stóð
var honum haldið í einangrun í
algjöru myrkri í sérstökum klefa í
Ruhengeri-fangelsinu. Hann var
alvarlega veikur þarna, en var
neitað um nægilega læknishjálp.
Honum er enn þá haldið í Ru-
hengeri-fangelsinu í sérstakri
deild ætlaðri pólitískum föngum,
eiginkona hans og börn hans sem
eru 7 talsins hafa ekki fengið leyfi
til að heimsækja hann.
Vinsamlegast skrifið kurteislegt
bréf, helzt á frönsku, og biðjið um
að Donat Murego verði látinn
laus:
Son Excellence le Général J.
Ilabyarimana
Président de la Képublique
B.P. 15.
Kigali
Rwanda.
Samlith Ratsaphong frá Laos
var á árunum 1973—’75 ráðuneyt-
isstjóri í menntamálaráðuneytinu.
Hann hefur verið dæmdur til 7 ára
dvalar í endurhæfingarbúðum, án
þess að hafa farið fyrir rétt.
Samlith Ratsaphong var einn af
mörgum yfirmönnum fyrrverandi
ríkisstjórnar sem sendir voru í
endurhæfingarbúðir á tímabilinu
frá maí og til desember 1975, eftir
að Pathet Lao hafði náð stjórnar-
taumum í Laos.
Ein góð og heiðarleg undantekn-
ing er þó á þessari bárbornu
stjórnarandstöðu og það er Albert
Guðmundsson, hann einn og ég
endurtek vegna Eggerts Hauk-
dals, hann einn tók réttmæta og
ábyrga afstöðu til þessara manna
og núverandi ríkisstjórnar. „Hann
ætlaði að styðja hana til allra
góðra verka" og hafðu heill og
þökk fyrir, Albert Guðmundsson.
Fyrir þessa sjálfstæðu, heiðarlegu
og ábyrgu afstöðu hefur hann nú
hlotið það traust hins almenna
kjósanda Sjálfstæðisflokksins sem
forustulið hans hefur vantað á
undanförnum árum og mér fynd-
ist ráð að það reyndi að endur-
heimta.
Á Vestfjörðum hafa fulltrúar
flokksforustunnar komið í veg
fyrir prófkjör sem var óskynsam-
legt mjög og ekki til sátta eins og
komið hefur á daginn, því betra er
Sjálfstæðisflokknum að forustan
tapi prófkjöri en Sjálfstæðisflokk-
urinn almennum kosningum. Á
Norðurlandi vestra hefur Kári
Jónsson á Sauðárkróki skorið upp
herör fyrir forustuna, á hinn al-
menna kjósanda Sjálfstæðis-
flokksins og umboðsmann hans á
alþingi Pálma Jónsson landbúnað-
arráðherra, í grein sem birtist I
Mbl. 18. janúar sl. Ég harma þessi
skrif Kára Jónssonar vegna þess
að ég þekki manninn og veit að
hann er sjálfstæðismaður sem vill
veg Sjálfstæðisflokksins sem
mestan. Sem sjálfstæðismaður
virði ég skoðanir Kára Jónssonar
á Pálma Jónssyni, sem hann lýsir
í grein sinni, en ég ætlast líka til
þess af Kára sem sjálfstæð-
ismanni, að hann virði svipaða
skoðun mína á Geir Hallgrímssyni
sem ég hef haft síðan hann tók við
forsætisráðherraembættinu úr
óheilindahendi Framsóknar-
flokksins árið 1974. En það er alls
ekki til sátta innan Sjálfstæðis-
flokksins að við Kári, samherjarn-
ir, förum að deila um forustumenn
okkar og enn síður er það viðeig-
andi að Mbl., helsta málgagn
sjálfstæðisstefnunnar í landinu,
láni okkur miðopnu sína til slíkra
óþurftaskrifa. Það sem við Kári
Jónsson og allir aðrir ósáttir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, háir sem lágir, þurfum að
gera, er að taka höndum saman og
ræða ósættismál okkar persónu-
lega af hreinskilni og vilja til að
eyða þeim eins og sjálfstæðis-
mönnum sæmir, svo að með
sjálfstæðri reisn getum við öll
fylgt liði, „stétt með stétt" undir
merki óklofins Sjálfstæðisflokks í
næstu alþingiskosningum. Sjálf-
stæði, frelsi og framtak hefur ver-
ið leiðarljós Sjálfstæðisflokksins
frá stofnun hans og svo þarf
áfram að vera.
Ritað í febrúar 1983.
Saurbæ í Fljótum,
Flestir voru sendir á stutt
endurhæfingarnámskeið áður en
þeir voru sendir í endurhæf-
ingarbúðirnar. Samlith Ratsa-
phong var skipað að mæta á eitt
námskeið í júií 1975 og annað 1.
ágúst, síðan var hann sendur í
búðir í Houa Phan-héraði í norð-
austurhluta Laos nálægt landa-
mærum Víetnam. (Það er haldið
að hann sé i búðum nr. 5). Flestir
háttsettir yfirmenn voru sendir í
búðir í sama héraði.
Mjög fáir hafa verið látnir laus-
ir úr þessum endurhæfingarbúð-
um en á tímabilinu frá nóvember
1980 fram á mitt árið 1981 hafa
um 300 manns verið látnir lausir.
Samt sem áður er fjöldi manns
ennþá í haldi.
Þar sem Samlith Ratsaphong
hefur ekki komið fyrir rétt er ekki
vitað hvenær hann verður látinn
laus. Yfirvöld hafa ekki gefið upp
neina ástæðu af hverju hann er
enn hafður í haldi, en ÁI heldur að
það sé vegna stöðu hans í fyrrver-
andi stjórn landsins.
Vinsamlegast skrifið helzt á
frönsku kurteislegt bréf og biðjið
um að Samlith Ratsaphong verði
látinn laus til:
Son Excellence Kaysone
I’homvihane
Premier Ministre
Vietiane
République démocratique
populaire du Laos.
Demir Kucukaydin frá Tyrk-
landi. Hann var blaðaútgefandi og
hefur verið í fangelsi síðan 1974,
vegna pólitískra greina sem birt-
ust í blaði hans. Engar þeirra
hvöttu til ofbeldisaðgerða.
Demir Kucukaydin var dæmdur
í 18 ára fangelsi. Hann gaf út
vikublað, sem hét Kivilcim (The
Spark). Það kom fyrst út í febrúar
1974 og stefndi að því að stofna
verkamannaflokk í Tyrklandi.
Eftir að blaðið hafði aðeins komið
út 6 sinnum voru útgefandinn, rit-
stjórinn, dreifingarstjórinn og
gjaldkerinn teknir fastir.
Þeir voru ákærðir fyrir greinar
sem birtust í blaðinu samkvæmt
sérstökum refsilögum númer 141
og 142 sem banna að mynduð séu
samtök sem hugsanlega gætu orð-
ið sterkari en þau sem fyrir eru.
(Demir Kucukaydin var fyrst
dæmdur í 40 ára fangelsi en eftir
áfrýjun var dómurinn styttur í 17
ár og 9 mánuði).
AI útnefndi alla fjóra fangana
sem samviskufanga. Aðeins Dem-
ir Kucukaydin er enn í fangelsi og
AI veit ekki til þess að nokkur
annar fangi hafi setið svona lengi
inni fyrir svipaðar ákærur. Hann
hefur verið ákærður í fangelsinu
fyrir flóttatilraun og að móðga
dómarann.
Nýjar skýrslur segja að honum
hafi verið haldið í einangrun í
nokkra mánuði og að hann hafi
orðið að þola miklar barsmíðar.
bakið á honum er víst mjög illa
farið.
Herlög voru sett í Tyrklandi eft-
ir að herinn gerði samsæri í sept-
ember 1980. AI hefur síðan stöð-
ugt beðið yfirvöld um að sleppa
samviskuföngum og hætta aftök-
um, einnig að rannsaka pyntingar
í fangelsum. Demir Kucukaydin
var handtekinn þegar borgarleg
stjórn ríkti í landinu og honum er
haldið í almennu fangelsi í Mal-
atya.
Vinsamlegast sendið kurteislegt
bréf og biðjið um að hann verði
látinn laus tiL
President Kenan Evren
Devlet Baskanligi
Ankara
Turkey
og til:
Prime Minister Bulend Illusu
Basbakanlik
Ankara
Turkey.
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Undirbúningsnefnd
Holland/íslands vinafélagsins
Undirbúningsnefnd býöur þig velkominn til skemmtifundar, sem veröur haldinn
fimmtudaginn 17.03. 1983 kl. 20.15 á Hótel Esju.
Allir sem áhuga hafa eru hvattir til þátttöku og aö taka meö sér gesti. Öllum er
heimill aögangur.
Vörubílar frá
DAF
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23 simi 812 99
Feröaskrifstofan
(K
Köhuvol
LAUGARASVEGl 32060
BLOMABUÐINIRIS
KAUPGARÐI KÓPAVOGI
SÍMI46086._
Rósin
MElTlIiyS’
VOLVO
Endingin og •ndursöluvardiS unm gadin.
VELTIR HF
Suðurlandlbraut 16. nmi 35200
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SIMAR 27077 A 28899
SAMOFA MHI
Nonni hf.
SSiy
n
| IPHIUPS
■ ... » '_* i » r » _| •
Topp feröir meö
topp afslætti
kann tökin á tækninni
heimilistæki hf
BREIÐHOLTSBLÓM
rutmAi WfC 8l<
"^ARXARFLLG