Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Kristnar hugvekjur Bókmenntir Erlendur Jónsson KRISTNAR HUGVEKJUR I,—II. 232+234 bls. Klausturútg. Reykja- vík, 1980—’82. »Hér koma í fyrsta sinn út á íslensku kristnar hugvekjur fyrir hvern dag kirkjuársins,* segir í formála þessa rits. Hér gæti því verið á ferðinni húslestrarbók ef einhver teldi sig hafa not fyrir þess háttar lesning nú á tímum. En »heimilisguðræknin í landi voru er svo víða í molum,« segir séra Stefán Lárusson í Odda. Hús- lestrar teljast til löngu liðinnar tíðar og verða naumast teknir upp aftur nema lífshættir færist ein- hverra hluta vegna til fyrra horfs. Ritnefnd skipa þeir séra Bernh- arður Guðmundsson, séra Björn Jónsson og séra Bragi Friðriksson. Skipulögðu þeir verkið svo »að hver höfundur skyldi semja sjö stuttar hugvekjur fyrir eina viku kirkjuársins. Einnig var ákveðið að mynd ásamt æviágripi fylgdi hugvekjum hvers höfundar.* Þarna eru því saman komnir milli fimmtíu og sextíu prestar íslensku kirkjunnar. Varla verður sagt að tilþrif né glæsibragur einkenni þetta ræðu- safn. Hér er alls ekki á ferðinni ný Vídalínspostilla. Þess var ekki heldur að vænta. Staða kirkjunnar er að ýmsu leyti erfið. Málflutn- ingur þessara ágætu presta mark- ast af þeirri staðreynd. Þeir fara gætilega, þeir ganga ekki fram sem þjónar stríðandi kirkju. Miklu fremur leggja þeir áherslu á kær- leiksboðskap kirkjunnar. Ræðu- stóllinn er þeirra vettvangur. Þeir eru því vanir að semja til flutn- ings og markast stíll þeirra einnig af því. Herra Sigurbjörn Einars- son, fyrrum biskup, beinir orðum beint til áheyrenda svo dæmi sé tekið, ræðustíll hans, afslappaður og persónulegur, miðast ekki við að predika yfir fólki heldur er hann að tala við fólk eins og mað- ur við mann, en þó þannig að kennimannlegur myndugleiki leynir sér ekki. Séra Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöllum byggir ræður sínar upp á stuttum o'g meitluðum athugasemdum sem hver um sig getur skoðast sem ígildi orðskviðar. Líta má á séra Eirík sem fulltrúa þeirrar kenni- mannakynslóðar sem hefur »lifað tvær heimsstyrjaldir, frostavetur og vorharðindi,* svo stuðst sé við orð úr einni hugvekju hans. Séra Stefán í Odda byggir sínar ræður upp með útleggingarsniði: velur texta og útskýrir hann síðan. »Líklega er guðshugmynd margra næsta þokukennd,* segir hann. Og hefur víst lög að mæla. En hvað um hið illa í tilver- unni? »Vilji menn ekki guðs vitj- unartíma þekkja, þá þekki menn þó andskotans,« sagði meistari Vídalín. Núlifandi kennimenn loka ekki augunum fyrir skugga- hliðunum en nefna þær og útskýra á annan veg en Skálholtsbiskup- inn forðum. »Menn verða örvæntingarfullir, einmana í köldum hörðum og óvinveittum heimi. I slíkum heimi er lítil hjálp í skipulagi og nafn- skírteinum,* segir séra Yngvi Þór- ir Árnason á Prestbakka. Og séra Eiríkur á Þingvöllum talar um •fangelsi óttans og skortsins og margvíslegar þjáningar, þótt mik- il sé auðsæld heimsins hins veg- ar.« Séra Stefán í Odda útskýrir streituna í lífi nútímamannsins vafningalaust þar sem hann talar um ofskipulagning og hraða nú- tímans sem verði »bókstaflega ofraun taugakerfi margra*. Séra Gunnar Björnssn biður menn að gera ekki lítið úr því sem þeim þyki afkáralegt og fáfengi- legt: » ... á næsta kirkjubekk við þig situr kannski einhver ná- granni þinn, sem syngur falskt eða er skrýtilega búinn. Presturinn er kannski klaufi að tóna, organleik- arinn ekki nema miðlungi fingra- fimur og kórinn ef til vill dálítið hjáróma. En hafðu ekki fyrir satt þar fyrir, að eitthvað hljóti að vera athugavert við trú þessa fólks.« Alkunna er að preststarfið hef- ur lengi gengið í ættir á landi hér. í riti þessu eru ekki aðeins feðgar heldur einnig mæðgur. Hér er séra Auður Eir, fyrsti kvenpresturinn, og dóttir hennar, séra Dalla Þórð- ardóttir. Séra Dalla telst líka til yngstu prestakynslóðarinnar. Það fer henni vel að ræðustíll hennar er með köflum barnslega einlæg- ur: »Stundum þegar ég sé allt sem Guð hefur lagt í hendur okkar, ræð ég mér vart fyrir gleði og gæti jafnvel æpt af gleði.« Séra Dalla minnist á sunnudaginn: »Guð hef- ur tekið einn dag frá, svo við gæt- um glaðst og hvílst. Þá komum við öll saman til að hitta hann.« — Einlæglega að orði komist! Nýi biskupinn okkar, herra Pét- ur Sigurgeirsson, byggir hugvekj- ur sínar gjarnan upp með tilvitn- unum, skírskotar til ýmissa höf- unda, auk helgra fræða. Einnig segir hann frá hversdagslegum at- vikum í preststarfi sínu. Fleiri fara að dæmi hans og styðja kenn- ing sína þannig með hliðstæðum úr daglegu lífi. Séra Tómas Sveinsson minnir á að tímar þeir, sem við nú lifum á, hafi stundum verið kallaðir »eftir kristni* þar eð áhrif kristninnar á mannlegar athafnir og almenna lífshætti eru nú minni en áður. »Viðmiðun manna í lífinu tak- markast nær eingöngu við hið jarðneska og tímanlega,* segir séra Tómas. Að óreyndu skyldi maður ætla að mörg og ólík sjónarmið kæmu fram í safni þessu. Sem leikmanni sýnist mér ritið þó fremur ein- kennast af samkvæmni en fjöl- breytni. Presturinn er guðfræð- ingur, starf hans er að boða trú, og það verkefni situr hér í fyrirrúmi. Og trúin er þó aðeins ein hvað sem öllum skoðanaágreiningi líður. Sú var tíð að menn fóru í kirkju fyrst og fremst til að hlýða á ræðu prestsins, predikunina. Á eftir var svo talað um ræðuna þar sem menn komu saman, stundum jafn- vel deilt hart. Mismunandi trúar- soðanir ristu djúpt. Og fyrir og eftir síðustu aldamót taldi fólk til helgustu mannréttinda að mega velja sér prest, kjósa hann sjálft í frjálsum kosningum. Nú er predikunarstóllinn ekki lengur sá vettvangur sem hann áður var — einfaldlega vegna þess að hann keppir við svo margt ann- að: útvarp, sjónvarp, dagblöð, auk margs annars. Þegar öllu er á botninn hvolft mega undur heita hversu kirkjunni hefur þó tekist að halda í sitt fólk. Mér sýnist hugvekjusafn þetta bera með sér að kirkjunnar þjónar einbeiti sér að því þessa stundina að halda því sem þeir hafa. Hér er engin uppgjöf, ekki heldur telj- andi sóknarhugur. Ekki á ég von á að safn þetta muni fæla nokkurn frá kirkjunni og boðskap hennar né heldur muni það auka henni liðstyrk svo telj- andi sé. En þó það verði naumast jafnmikið og almennt lesið og rækilega auglýstar metsölubækur, minnir það á að kirkjan er enn á sínum stað. Þrátt fyrir allt er hún þó enn samhengið í Hfi kynslóð- anna. Erlendur Jónsson Lystræninginn kveður Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Lystræninginn. 20. hefti — 6. ár. Ritstjórn: Óiafur Ormsson, Vern- harður Linnet, Þorsteinn Marelsson. Lystræningi þeirra Ólafs Ormssonar, Vernharðs Linnet og Þorsteins Marelssonar hefur nú kvatt með þunnu hefti, sem þó spegiar ýmsa kosti og galla tíma- ritsins frá upphafi. í heftinu er prentaður annar hluti Sólarferðar Guðmundar Steinssonar. Gott er að þetta vin- sæla leikrit sé aðgengilegt á ein- hverjum stað, en það tekur of mik- ið rúm í tímariti eins og Lystræn- ingjanum. Þess skal samt getið að það hefur verið stefna Lystræn- ingja frá upphafi að birta heilu leikritin. Guðbergur Bergsson er meðal fyrirferðarmeiri rithöfunda nú, skrifar býsnin öll og lætur að sér kveða. Lystræninginn að þessu sinni birtir afmælisgrein um Guð- berg fimmtugan eftir Sigurgeir Þorgrímsson, þar sem lesandinn er meðal annars fræddur á því að Guðbergur er „kominn af hinni geysifjölmennu Kópsvatnsætt" og nefnd nokkur stórmenni úr ætt- inni. Fremst í heftinu er smásag- an/ ritgerðin Hugarheimsálfan eftir Guðberg, lagleg, en ekki eft- irtektarverð ritsmíð unr „hugar- heimsfólk" sem „bekkjarsetu- menn“ telja ekki með réttu ráði. Gamalkunnan sannleik orðar Guðbergur svo: „Fólk sem er fráhverft ferðalög- um vill hvorki ferðast til hugar- heimsins né heyra minnst á hann. Því er meinilla við hugarheims- menn og hugarheimskonur, og jafnvel örlítið hrætt við slíkt fólk.“ Þótt Guðbergur sé orðinn fimmtugur sem einu sinni þótti nokkuð hár aldur er hann greini- lega á toppnum. Hann hefur að vísu gerst íhaldssamur í skoðun- um með aldrinum, en hann hefur ekki orðið stöðnun að bráð. Frá honum má vænta margra nýstár- legra hluta eins og um ungan höf- und væri að ræða. Friðrik Guðni Þórleifsson á einnig smásögu í Lystræningjan- um, leggur snoturlega út af Litlu gulu hænunni. Ég er allur af vilja gerður að finna neista í þeim mörgu ljóða- sýnishornum sem birtast í Lyst- ræningjanum eftir að minnsta kosti tylft höfunda. Það er lofs- verð hreyfing í Kúreka Tryggva V. Líndals, en bestar þykia mér þess- ar fáu línur eftir Oskar Árna óskarsson: flti f nóttunni berja menn konurnar sfnar — Nú er allt hljóónaó! a Skyldu þeir allt f einu hafa litió mánann? (I tunelsljóai 2) „Tugir höfunda hafa átt efni í blaðinu og margir stigið þar fyrstu sporin á rithöfundarferli sínum" segja ritstjórarnir. Þetta er gott og blessað, enda hljóta margir byrjendur að sakna Lyst- ræningjans. Þegar á allt er litið hefur birst í honum forvitnilegt efni. En það er eins og skortur á smekkvísi hafi háð ritinu frá fyrstu tíð. Oft er líkt og því hafi verið óritstýrt. En slíkt má ekki koma fyrir tímarit sem kenna sig við menningu. Jóhann Hjálmarsson Séra Stefán Lárusson Séra Eiríkur J. Eiríksson Einstaklingsfram- takið í fyrirrúmi Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Casino Light Ýmsir flytj. Warner Bros. / Steinar hf. Ár hvert er haldin mikil jazz- hátíð í bænum Montreux í Sviss. Hátíðin hefur verið haldin ár hvert í 15 ár og flaggar hún allt- af skærum stjörnum. Mikið af því sem þarna fer fram er tekið upp, og sumt gefið út, og er „Cas- ino Lights" ein slík útgáfa. Þ.e. a.s. tónlist frá hátíðinni á liðnu ári. Eins og á öðrum plötum er flytja tónlist frá hátíðinni er að finna nokkra snjalla tónlistar- menn á „Casino Lights". Fremst fara þar söngvararnir Randy Crawford og A1 Jarreau og trio sem kallar sig „Yellowjackets". Ekki veit ég nein deili á tríói þessu nema hvað það ku koma frá Bandaríkjunum og vera í miklum uppgangi þar. Aðrir merkir sem fram koma, eru: David Sanborn, Robben Ford, Mike Mainieri, Marcus Miller, Lenny Castro og Larry Carlton. Fyrstu þrjú lög plötunnar eru sungin af dúettinum Randy Crawford og A1 Jarreau. Bæði hafa þau getið sér gott orð sem söngvarar sitt í hvoru lagi og mun þetta vera í fyrsta skipti sem þau syngja saman. Ekki virðist það há þeim og er sam- söngur þeirra gullfallegur og prýðisgóður. Lögin sem þau syngja heita: „Your Precious Love“, „Who’s Right, Who’s Wrong" og „Sure Enough". Öll eru þau róleg og hugljúf og njóta bjartar raddir þeirra sín til fullnustu. Sóló Larry Caltons í „Precious Love“ spillir ekki fyrir. Býsna gott, en mikið þykir mér nafni hans ofaukið þar sem ekkert fleira kemur frá hans hendi á þessari plötu. Síðasta lag fyrri hliðarinnar er hið gamla góða lag Johns Lennon „Imag- ine“. Undirspilið er í höndum „Yellowjackets" og ferst þeim það mjög vel úr hendi. Hins veg- ar nýtur Randy Crawford sín miklu betur í lögunum á undan þó flutningur hennar sé skammlaus. „Yellowjackets" ríða fyrstir á vaðið í „Monmouth College Fight Song" á hlið tvö. Lagið er mun hraðara en önnur lög plötunnar og spilamennska þeirra félaga framúrskarandi. David Sanborn er skráður fyrir næstu tveimur lögum. Hann blæs saxófóninn af lipurð, en frekar eru lögin keim- lík. Tvennt er þó það sem nefna verður. í fyrra laginu sem David er skrifaður fyrr, „Love Is Not Enough", á Mike Mainieri þræl- gott sóló á vibrafóninum. Gott er það en enn betra er þó framlag bassaleikarans Marcus Millers i „Hideaway". Slíkt eyrnayndi er sóló hans að ekki hefur heyrst annað eins. Að minnsta kosti er slíkur hljóðfæraleikur vand- fundinn á hljómplötum. Síðasta lagið á plötunni er síðan flutt af hópi hljóðfæraleikara sem upp hafa verið taldir ásamt fleirum. Lagið er rólegt og fyrir því fer ósköp lítið. Tónlistarlega er platan ekkert voðalega merkileg, en vegna góðra spretta og einstaklings- framtaks nokkurra tónlistar- manna á hún erindi til stórs hóps. FM/AM Ófrumlegt og einfalt Eddy Grant Killer On the Rampage ICE Rec. PRT 25299 Fyrsta sólóplata Eddy Grants kom út 1978 á hans eigin merki sem hann hafði stofnsett árið áður. Var „Living In The Front Line“ af annarri plötu hans, „Walking In the Sunshine" fyrsta lagið sem sló í gegn með honum. Þrjár plötur komu síðan út en „Killer On The Rampage" er sú sjötta í röðinni. Flest lög og textar Eddys hafa verið óðar til ástarinnar. Svo er einnig farið með þá nýjustu. Ástin á hug hans allan og er það mesti gallinn á annars þokka- legri plötu. Ef hann dettur ofan á smellna laglínu og syngur með henni óð um ástina, vex honum snilld sín í augum og hann söngl- ar sömu tugguna út allt lagið. Undir þessu er siðan spilað nokkurs konar reggea. Þar er það sama upp á teningnum. Allt undirspil er mjög einfalt og til- þrifalítið. Tvö, í mesta lagi þrjú lög, í þessum dúr væru í lagi, en heil plata er fullmikið. Á plötunni eru tvö ágæt lög og ættu þau bæði að vera flestum að góðu kunn. Þetta eru „Electr- ic Avenue" og „I Don’t Wanna Dance". Öll önnur lög á plötunni standa þeim nokkuð að baki og bjóða þau ekki upp á neitt um- fram hin. Svo langt (eða öllu heldur stutt) gengur ófrumleik- inn og einfaldleikinn að lagið „Latin Love Affair" minnir stórkostlega á t.d. Ragga Bjarna er eitthvað sem var í svipuðum dúr. söngur Eddy Grants er allur mjög tilþrifalítill og það verður ekki um hann sagt að hann spili jafn góða reggea-tónlist og UB 40 eða Musical Youth. En hún stendur samt að nokkru leyti fyrir sínu, og er tilvalin til að gjugga sér við á öldurhúsum borgarinnar. Já, eða bara alls staðar þar sem fólk kemur sam- an í þeim tilgangi. FM/AM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.