Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Forseti Knesset: Við hefðum aldrei átt að fara inn í Beirut — en skoðanir eru skiptar um sök eða sakleysi „Ég er ekki í neinum minnsta vafa um að ísraelar vilja frið þó svo að fjölmiðlar erlendis og ýmsar raddir innan ísraels sjálfs dragi það í efa. I»ví er ekki að neita, að hið síðasta stríð, sem ísraelar hafa háð, þ.e. aðgerðirnar í Líbanon og það sem í kjölfar þeirra fylgdi er fyrsta og eina stríðið, sem við höf- um háð, þar sem ekki er hægt að færa endanleg rök fyrir því, að við höfum verið að berjast fyrir tilveru okkar. Fólk skyldi athuga að málið er tvíþætt ef ekki meira — aðgerð- irnar í Suður-Líbanon voru nauð- synlegar og allir voru á einu máli um þær. PLO hafði haldið uppi slík- um árásum úr aðalhreiðri sínu, Bieyfort-kastala, sem mönnum Saads Haddads tókst aldrei að upp- ræta — að íbúar á stórum svæðum í Norður-ísrael voru í stöðugri hættu. En síðan kemur til næsta stig — það er að herinn hélt áfram og inn í Beirut, það þótti mörgum sýna yfir- gangsstefnu, ógeðfellda í meira lagi. Innan ísraels var þetta mjög gagnrýnt enda stendur nú þannig á að ekkert dagblað í landinu styður Likud. Að vísu er mér til efs, að blöð hefðu varið þessar aðgerðir. Síðan kemur hið þriðja til sem eru fjöldamorðin í flóttamannabúðun- um. Og hugarangur okkar er mikið, því að við vitum um ábyrgð okkar — ég segi ábyrgð, en ekki sök — en við getum ekki horfzt í augu við hana. Og fjórða stigið er svo áfram- haldandi vera ísraela í Beirut, sem einnig er mjög umdeilanleg. Yfir- lýsingar ráðamanna sem slá úr og í um hvort við séum á förum eru ekki til þess fallnar að bæta líðan okkar.“ Eitthvað á þessa leið komst Shaul Ben Haim, ritstjóri ísra- elska blaðsins Ma’ariv, að orði er við ræddum sman í Tel Aviv á dögunum. Þá var að ljúka pró- grammi, sem utanríkisráðuneytið hafði skipulagt af hreinni snilld og boðið upp á fjölþætta og fróð- lega ferð um landið þvert og endi- langt og verður sagt frá henni í nokkrum greinum Mbl. á næst- unni. Það eina sem ráðuneytið réði ekki við, var veðrið, þá tíu daga sem ég var í ísrael snjóaði ótæpilega og meira en elztu menn mundu. Ef ekki var snjór, snerist til rigningar og meiri háttar slagveðurs, stundum var stillt en frost, Aaron Gafny, fylgdarmað- ur minn í ísrael þessa daga, sagði að þeir hefðu viljað að mér liði eins og heima hjá mér. En því er vikið að orðum Ben Haims í upphafi, að undantekn- ingarlítið má segja að þessi skoð- un, sem fram kemur í orðum hans, hljómi um ísrael allt. Inn- rásin í Líbanon vefst ekki fyrir neinum manni — eins og margoft hefur einnig komið fram í grein- um hér í blaðinu — hefði stjórnin haft allan stuðning við þær að- gerðir. En þegar haldið var áfram til Beirut og það sem síðan gerð- ist — skiljast leiðir manna á meðal. Oft og einatt kemur til orðaskipta eins og þeirra sem hér eiga sér stað. Maður getur nokkurn veginn bókað, að það er verið að ræða Líbanonmálið. Langflestir þeirra, sem ég ræddi við, vörðu þó aðgerðir fsra- ela, en sá eini sem tók afdráttar- laust af skarið með andstöðu sína var Menachem Savidor, forseti ísraelska þingsins en hann sagði orðrétt: „Mín persónulega skoðun er að við hefðum ekki átt að halda áfram, eftir að lokið var aðgerðinni Friður fyrir Galileu. Ég tel að þar hafi dómgreind okkar brostið. Þó þýðir ekki að loka augunum fyrir því að mörg- um fannst þetta eðlileg og sjálf- sögð þróun, vegna hryðjuverka PLO á þeim slóðum sem við tóku þegar sleppti svæði Saads Hadd- ads majórs. Því áttum við kannski ekki annarra kosta völ. Og árangurinn hefur satt að segja orðið stórbrotnari en við þorðum að vona, því að við höfum ekki aðeins upprætt PLO að mestu til á þessum svæðum, held- ur einnig komið í veg fyrir um- Yosef Rom. Hann verður aöstoðar- varnarmálaráðherra Moshe Arens. gagnrýni sem þeir sæta; einna hvassyrtastur var Yosef Rom, þingmaður Likud, sem ég hitti stundarkorn á Plaza-hótelinu í Tel Aviv. Aðspurður um það til dæmis hverja hann teldi ástæð- una fyrir því, að ísraelar hefðu glatað býsna miklu af þeim góð- vilja sem þeir nutu, eftir að Likud komst til valda, sagði hann að skýringin væri fjarska einföld og risti mjög grunnt og það væri fjarri því að fólk utan ísraels hefði nokkurn skilning á henni þrátt fyrir einfaldleika hennar: „Við vorum kúgaðir og þjáðir og sigraðir og gátum enga sigra unnið upp á eigin spýtur. Sekt- ‘Vím 'atmi Hinn sterki fyrir allt. maður fsraels, þrátt Snjór í Jerúsalem. - í friöargöngu sem farin var fyrir skömmu í Haifa var handsprengju varpað að hópnum og maður beið bana. Mikið fjölmenni fylgdi hinum látna til grafar og á myndinni eru m.a. Shimon Peres, formaður Verkamannaflokksins, Menachem Savidor, forseti þingsins, og David Levy aðstoðarforsætisráð- herra. fangsmikla alþjóðlega þjálfun hryðjuverkamanna þarna og ekki sízt í Beirut." „Hvað sem þessu nú líður," hélt Savidor áfram, „fer ég ekki í launkofa með þá skoðun mína, að hefði ég ráðið hefði ég aldrei látið mér detta í hug að leyfa falang- istunum að fara inn í flótta- mannabúðirnar við Beirut. Það er hreinasti barnaskapur að halda að þeir hafi bara haft áhuga á einhverjum hressingargöngutúr og sú skýring, að þeir hafi fengið að fara inn til að hafa hendur í hári skæruliða dugir mér ekki heldur, því að við vissum fullvel um hatrið sem undir bjó og ég endurtek að öll sú gjörð sýndi af- leita dómgreind. Savidor kvaðst þó vilja bæta við að hann teldi það jákvætt fyrir ísraelsmenn að hafa tekið afleiðingunum þegar menn gerðu sér grein fyrir þeim hörmulegu atburðum sem aðgerðir þeirra höfðu í för með sér. „Það lífgaði ekki látna við, en það sýnir rétt- lætiskennd sem ég sem ísraeli er stoltur af að skyldi verða yfir- sterkari." Það eru ekki allir sem hafa þá skoðun, að ísraelar eigi skilið þá arkennd Evrópuþjóða vegna Helfararinnar var slík, að þá gátu þær hrópað hátt og snjallt um réttmæti málstaðar okkar. En því er svo farið með þá sem sigra að hylli þeirra dvínar snar- lega. Þegar þjóðir heims fóru að átta sig á því að við gátum varið hendur okkar fór hljóðið að breytast." Ég sagðist leyfa mér að benda Rom á, að ég ætti ekki einvörð- ungu við aðgerðirnar í Líbanon — innrás mátti aldrei nefna — held- ur væri ég einnig að tala um þá þróun sem hefði orðið á síðustu fimm til sex áruxn, eða eftir að Begin tók við stjórnartaumunum. „Það er ekki að spyrja að því að áróður Sovétríkjanna hefur sett sín spor í vestræna fjölmiðla," hreytti Rom út úr sér heldur úr- illur og er þó hinn prúðasti mað- ur. „Og áróður Arabanna hefur ekki misst marks. Fyrst voruð þið tilbúin að selja okkur fyrir olíu- hagsmuni — nú hefur PLO tekizt að hasla sér þann völl í almenn- ingsálitinu í heiminum, að nú berum við allt í einu alla skuld. Hvað ég segi um fjöldamorðin? Það er einfalt. Þau koma okkur bara ekki við. fsraelar drápu eng-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.