Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
37
an mann. Og ég bara spyr, hafa
ekki áður hliðstæðir atburðir
gerzt án þess að allt hafi snúizt á
hvolf út af því? Og auðvitað er
fáránlegt að ætlast til þess af
okkur að við tökum upp einhvers
konar viðræður við PLO — sam-
tök sem alla tíð hafa haft á
stefnuskrá sinni að útrýma ísra-
el.“
Þegar ég benti á að forsvars-
menn PLO hefðu dregið töluvert
úr yfirlýsingum sínum frá því sú
upprunalega samþykkt var gerð
æstist Rom enn og sagði: „Arafat
og hans kumpánar eru ekki ann-
að en hræsnisfullir hryðju-
verkamenn, sem hefur tekizt að
slá ryki í augu ýmissa velviljaðra
manna. Yfirlýsingar Arafats um
að hann gæti hugsað sér að eiga
einhvers konar viðræður við ísra-
ela með milligöngu Husseins
Jórdaníukonungs, eru blekkingar
og auk þess hvarflar ekki að nein-
um heilvita ísraela að þeir eigi
neitt undir PLO — reynslan hef-
ur sýnt að PLO hefur reynt að
setja upp nýtt andlit þegar for-
svarsmenn þess áttuðu sig á því
að ísraelar létu ekki hótanir Ar-
aba á sig fá og höfðu í fullu tré
við þá.“
í viðtalinu við forseta Knesset,
Menachem Savidor sem áður var
vitnað til, kom fram að hann teldi
nauðsynlegt að finna lausn á
vanda Paiestínumanna, en því
væri ekki að leyna að ekki væru
allir sammála um, hversu mikil
ábyrgð ísraela væri í því efni.
„Það kemur í ljós eins og oft áður
að menn átta sig ekki á stöðu
ísraels. Við erum eins og eyland
— rétt eins og ísland. En sá er
munurinn að við erum umkringd-
ir óvinum á alla vegu og þar sem
okkur hefur á lögmætan hátt ver-
ið lofað tilverurétti munum við
verja þann rétt fram í rauðan
dauðann."
Savidor kom einnig að því sem
ofarlega virðist hjá mörgum ísra-
elum — hverjir þessir Palestínu-
menn væru? „Það er fróðlegt að
íhuga hverjir þessir Palestínu-
menn eru. Hver er munur á þeim,
sýrlenzkum Aröbum, egypzkum
Aröbum og svo framvegis? Það
bjuggu Arabar í Palestínu áður
og fyrrum og Gyðingar hafa búið
í Palestínu um aldir. Svo verður
ísrael sjálfstætt ríki og þá
spretta allt í einu upp allar þess-
ar milljónir af heimilislausum
Palestínumönnum. Það er nær-
tækt að spyrja af hverju þetta
fólk var ekki um kyrrt þegar
ísrael varð sjálfstætt ríki, í þeim
byggðum þar sem Arabar ílent-
ust, eins og til dæmis í Nazaret
hefur sambúðin gengið snurðu-
laust og það er ekki ástæða til að
ætla annað en samskiptin víðar
hefðu einnig gengið átakalaust.
Sambúðin væri jafnvel enn betri
ef við fengjum að leysa þessi mál
í friði án þess að utanaðkomandi
aðilar með mismunandi litla
þekkingu — hvað þá skilning — á
okkar málum væru ekki alltaf
með puttann í spilinu."
í viðræðum við menn í ísrael
þessa daga kom fljótlega fram, að
þó svo að Begin og stjórn hans
njóti stuðnings yfirgnæfandi
meirihluta þjóðarinnar, eru skoð-
anir afar skiptar um þá þróun
sem hefur orðið í landinu síðustu
mánuði. ísraelum er vel ljóst að
þeir geta ekki — þrátt fyrir allt
leitt hjá sér almenningsálitið á
Vesturlöndum og það er auðfund-
ið, að málið er þeim viðkvæmt og
sárt og verður ekki afgreitt með
frasakenndum yfirlýsingum.
llinn almenni borgari hefur tekið
mjög skorinorða afstöðu gagn-
vart Beirutmálinu og gagnrýnt
stjórn Begins. En Begin hefur þá
yfirburði sem stjórnmálamaður,
að þar kemst ekki nokkur maður
að sinni með tærnar þar sem
hann hefur hælana. Því munu
ísraelar enn um sinn verða að
þola sálarkvöl og iðran, en horfa
jafnframt til hans sem hins eina
stcrka manns sem landið á, en
um slíka menn hafa Israelar alla
tíð hneig/.t til að fylkja sér.
*gg£-
■■
■
GolJabuxur, ulput f
allskonar. ArttrúruU.
E00ÍISr kjólor, P* tiskuV eínisbútar-
Kvenkapur.w okkar og em
%*„.«**»*’■**' 09
Z «9M®011*1
Teppabútar, ^ “ gjatveröi
guáíaSleg utlanePF
$gSZ&s"”,~
I i I
■
lýjÍ'Ar' ■
\
*VERKSmJUSALA*
SAMBANDSVERKSMWJANNA Á AKUREYPI
PttriíwMMfriíb
MetsöluNad á hverjum degi!