Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 39

Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 39 Samtímis þessu hafa Sovétríkin unnið að eigin gervihnattakerfi, sem nefnist COSPAS. Samstarf hefur tekist um þetta verkefni, þannig að þessir sovésku gervi- hnettir nota sama tækjabúnað og þeir bandarísku, og því geta sömu móttökustöðvar á jörðu niðri tekið við skilaboðum frá öllum þessum gervihnöttum. Áður en hægt er að telja SARS- AT gervihnatta-fjarskiptakerfið virkt, verður að koma upp 25—30 landstöðvum, sem verða að vera á ýmsum stöðum dreift um svæðið. Þessar landstöðvar taka á móti sendingunum frá gervihnöttunum og vinna úr þeim, þannig að hægt sé að reikna út staðsetningu neyð- arsendis á hafinu. Nú er verið að setja upp SARSAT-móttökustöð í Tromsö í Norður-Noregi. Gert er ráð fyrir, að þessi stöð verði orðin virk í maí mánuði 1983, og þá er ætlunin að hefja fjölþjóða prófanir á þessu kerfi. Gervihnettirnir fara í lítilli hæð yfir norður-pólssvæðið. Gervihnettirnir endursenda merki, sem þeir taka á móti frá neyðarsendum á jörðu niðri, á sjó eða landi. Móttökustöðvar á landi taka á móti þessum merkjasend- ingum. Þar eru merkin skráð, og síðan er staðsetning neyðarsendis- ins reiknuð út. Við þessar fyrstu tilraunir er gert ráð fyrir, að neyðarsendarnir sendi á 121,5 og 243 MHz, en þessar tíðnir eru báð- ar á þeim neyðarsendum (neyð- arbaujum), sem nú hafa verið settar í gúmmíbjörgunarbáta ís- lenskra skipa samkvæmt gildandi íslenskum reglum. En auk þessara tíðna, taka þess- ir gervihnettir á móti neyðarsend- ingum á 406 MHz, sem er sú tfðni, sem tilraunirnar aðallega byggj- ast á. Það svæði, sem jarðstöðin í Tromsö í Noregi nær yfir, er frá norðurpólnum og að suðurströnd Eystrasalts, norður-suðurátt, en í vesturátt nær svæðið til íslands, sem þó er á mörkum svæðisins. Talið er, að það muni taka 1 klst. að finna nákvæmlega sendistað neyðarsendis, sem er nokkru aust- an við ísland, en á svæðinu þaðan og vestur að Reykjanesi, muni það taka um 2 klst. að reikna út stað- setningu neyðarsendis. Nú hefur Tækni- og náttúruvís- indarannsóknarráð Noregs farið þess á leit, að Siglingamálastofn- un ríkisins beiti sér fyrir og sjái um þátttöku íslands í þessum til- raunum, og mun Siglingamála- stofnunin, að sjálfsögðu fúslega, verða við þeim tilmælum. Hér er um mikið öryggismál að ræða fyrir íslenska sjófarendur, og nauðsynlegt að fylgjast vel með þessari stórmerku þróun til að auka öryggi við staðarákvörðun sjóslysa, og síðan björgun. Með því að stytta tímann frá því að sjóslys verður og þar til hjálp berst, aukast að sjálfsögðu verulega lík- urnar á giftusamlegri björgun eða aðstoð. INMARSAT-kerfið Samtímis kröfum á þessu SARSAT-kerfi, er svo unnið að al- þjóðakerfinu INMARSAT. Þar er gert ráð fyrir tíðninni 1,6 GHz, en tilraunir verða líka þar gerðar á 406 MHz. Tilraunirnar hafa þegar sýnt mjög jákvæðan árangur með notk- un 1,6 GHz, og mun sú tíðni að öllum líkindum verða alþjóðleg, sem neyðartíðni fyrir þessar rad- íó-baujur fyrir skip. Þó lítur nú út fyrir, að skip verði búin baujum bæði fyrir 1,6 GHz og 406 MHz. Verði svo, þá er talið líklegt, að verð þessara neyð- arbauja fyrir hvert skip verði ná- lægt 300.000 krónur á verðlagi dagsins í dag. Oneitanlega verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldi þessarar þróunar gervihnatta-fjarskipta milli skipa og lands, sem nú nálg- ast óðfluga framkvæmdastigið. Reykjavík, 28. febrúar. Hjálmar R. Bárðarson. Er breytinga þörf á samræmdum prófum? — eftirGísla Baldvinsson, kennara Nú um þessar mundir eru liðin sex ár frá því að teknar voru upp breytingar á fyrirkomulagi prófa í efsta bekk grunnskólans. Nokkur blaðaskrif og deilur urðu þá um þær breytingar og þótti sumum, m.a. undirrituðum breytingin spor aftur á bak. Ekki er ætlunin að vekja upp á ný deilur um hver hafði rétt fyrir sér en ég ráðlegg öllum að lesa þær greinar sem birtust í blöðunum í marsmánuði 1977. Það sem fyrir mér vakir er að velta því upp hvort ekki sé tíma- bært að endurskoða framkvæmd samræmdu prófanna enda þau börn sem nú stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni fædd á því ári er síðasta breyting var gerð. Dreifibréf Mennta- málaráðuneytisins Menntamálaráðuneytið sendi út dreifibréf nr. 7/1982 dagsett 27. maí sl. Það fjallar um þær breyt- ingar sem settar hafa verið fram, og ráðuneytið hefur hlerað á framkvæmd samræmdu prófanna. Tekið er fram að ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til tillagnanna. Ráðuneytið áréttar svo skiljanlega innheimtu á svörum 6. október sl., sem það bað um frá kennurum. Frestur var gefinn til 1. nóvember sl. Ekki veit ég hve margir skólar tóku þá við sér en við lauslega könnun virtust það ekki vera margir, enda hæpið að senda dreifibréf um jafn þýðingarmikið málefni á síðasta degi skólans. Þetta minnti mig óneitanlega á það sambandsleysi sem ég og fleiri kvörtuðum fyrir sex árum. Þó skal það tekið fram að samband kenn- ara við skólarannsóknardeild Menntamálaráðuneytisins (betra heiti óskast) hefur verið gott á þessum sex árum. Frá handsnúnu yfir í sjálfvirkt svo samlíking sé tekin. Hugmyndir um breytingu í þeim hugmyndum sem ráðu- neytið sendi er viðruð sú hugmynd að stefnt skuli að því að nemendur útskrifist úr grunnskóla á ábyrgð skólans. Jafnframt verði í auknum mæli notuð könnunarpróf til að fylgjast með markmiðum náms- ins. Slíkum könnunarprófum verði beitt á fleiri aldurshópa innan grunnskólans. Þá er birt í dreifi- bréfinu drög að áætlun hvernig megi smátt og smátt fella sam- ræmdu prófin niður. Þeirri niður- talningu verði lokið á skólaárinu 1985-6. Hugmyndir kennara í Hólabrekkuskóla Undirritaður tók þátt í hóp- starfi kennara í Hólabrekkuskóla í Reykjavík um tillögur að breyt- ingum á tillhögun samræmdra prófa. Við settum fram hugmynd- ir okkar í ítarlegu bréfi til Menntamálaráðuneytisins sem fer hér á eftir í heild: Keykjavík, 4. nóvember 1982. Skólarannsóknadeild Hörður Lárusson. Um samræmd próf. Meö hliðsjón af dreifibréfi daRsettu 27. maí 1982 frá skólarannsóknadeild, þar sem er óskað eftir því að kennarar og skólastjórar í grunnskólum tjái sig um þær hugmyndir sem þar koma fram um breytingar á tilhögun og framkvæmd prófanna í næstu framtíð, viljum við undirritaðir kennarar taka fram okkar (óskir) skoðanir. 1. Samræmd próf fari fram í 9. bekk í ís- lensku, stærðfræöi og ensku. í fram- haldsskólum okkar eru þessar greinar mikilvægar kjarnagreinar og segja má að þær séu rauði þráðurinn í gegnum skóla- kerfið. Námsbækur á enska tungu eru áð öllu jöfnu mun meira notaðar í skólakerfi okkar en aörar. 2. Próf í þessum greinum fari fram að vori, „Þá vildi ég fyrst leggja áherslu á að eftir reynslu á prófatímanum í febrúar þá verði ein- hvers konar spennufall hjá nemendum og þau haldi að erfiðinu sé lok- ið. Enda viðurkennt af ráðuneyti að fram- haldsskólar fari of mik- ið eftir samræmdu prófseinkunnunum en leiði skóla prófseink- unnarinnar hjá sér.“ því reynslan sýnir að það er hagkvæmara bæði fyrir nemendur og kennara. 3. Kennurum og prófdómara sé treyst til aö fara yfir prófin og útskrifa nemendur úr grunnskóla. Það þarf ekki nefnd í Reykja- vík til þess. Hins vegar séu prófniðurstöð- ur yfirfamar og leiðréttar skekkjur ef finnast. 4. Normalkúrfur rúði því engu um úrslit prófa heldur verði geta einstaklings mið- uð við frammistöðu hans sjálfs í prófinu en ekki frammistöðu annarra. 5. Vitnisburður gefinn í heilum tölum. Lág- markseinkunn 4. 6. Prófanefnd semji þessi þrjú bréf en nefndarmenn sitji ekki lendur en 3 ár. Fulltrúar landsbyggðarinnar hafi líka sæti í nefndinni. Um könnunarpróf Þá vilja undirritaðir kennarar lýsa yfir ánægju sinni með þær hugmyndir sem uppi eru um notkun könnunarprófa á neðri stigum grunnskólans samkvæmt umræddu bréfi. Hins vegar er það skoðun okkar að hver ein- staklingur eigi rétt á því að fá að vita um frammistöðu sína á slíkum prófum. Þó grunnskólalög kveði á um að ekki megi flokka nemendur þá er staðreyndin sú að þetta markmið laganna er löngu úr gildi fallið. Það skiptir meira máli fyrir einstaklinginn að vita um árangur sinn en árangur alls hópsins. (Hvernig stend ég?). Með slíkum könnunarprófum er verið að gera markmiðin miklu nærtækari fyrir nem- endurna. Það að standa sig í prófi í viðri merkingu orðanna er markmiö sem hefur wtýnst“ í grunnskólanum en hrópar á alla í þjóðfélagi nútímans. Það er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á þetta atriöi í öllum grunnskólanum. Við viljum eindregið vara við því að farið verði að nota niðurstöðu þessara könnunarprófa til að bera saman skóla. Slíkur samanburður getur aldrei byggt á raunhæf- um forsendum og verður því ekki marktækur. Ef ég í örstuttu máli geri grein fyrir þessum hugmyndum þá vildi ég fyrst leggja áherslu á að eftir reynslu á prófatímanum í febrúar þá verði einhvers konar spennu- fall hjá nemendum og þau haldi að erfiðinu sé lokið. Enda viðurkennt af ráðuneyti að framhaldsskólar fari of mikið eftir samræmdu prófseinkunnunum en leiði skóla prófseinkunnarinar hjá sér. Ég hef oft notað þá samlíkingu að ef tannlækni sé treyst að gera við tennur í fólki þá hljóti það að vera hægt að treysta kennurum að út- skrifa nemendur úr grunnskóla. í viðtölum við foreldra og marga skólamenn kemur það fram að mörgum finnst normalkúrfu- kerfið þar sem nemendum er fyrirfram raðað í hlutfalli frá A til E, óréttlátt og úrelt. Það hljóti að vera aðrir þættir sem mætti mæla og taka tillit til við náms- mat. Þá er nauðsynlegt að skipt sé um nefndarmenn öðru hverju, Gísli Baldvinsson ekki vegna þess að við vantreyst- um núverandi nefndarmönnum heldur þurfa ferskir vindar sífellt að blása þar um sali. 1 samstarfshópunum kom fram ótti um að framhaldsskólarnir kynnu að taka upp inntökupróf vegna breytts námsmats. Vissulega þarf að gera slíkar breytingar í samráði við fram- haldsskólana. Hvað gerðist ef Há- skólinn tæki upp almenn inntök- upróf án samráðs við fram- haldsskólana? Endurskoðun skólakerfis- ins Þessar breytingar tengjast auð- vitað þeim breytingum sem fyrir löngu eru tímabærar á skólakerf- inu. Nú þegar þyrfti að endur- skoða margt í grunnskólalögunum frá 1974. Og vonandi fáum við brátt lög um samræmdan fram- haldsskóla svo ég endi spjall mitt á sígildan hátt eins og Cato forð- um. LÆKKIÐ BYGGINGA- og VIÐHALDSKOSTNAÐ meö DC 781 SILICONE KITTI BERIÐ SAMAN VERDIÐ AÐUR EN ÞIÐ KAUPIÐ EN ÞAÐ SEM EKKI ER HÆGT AÐ BERA SAMAN ERU ... GÆÐIN 1. DC 781 Silicone Kitti var fyrst á heimsmarkaðnum. 2. DC 781 Yfir 20 ára vandræðalaus notkun. 3. DC 781 er eina Silicone Kitti sem stenzt kröfur. SNFJ, Frakklandi, DIN, Þýzkalandi, BSI, Englandi, Fed. Spec., Bandaríkjunum. 4. DC 781 er mest selda Silicone Kitti í heimi og á íslandi. 5. DC 781 inniheldur ekki fylliefni og er 100% Silicone. Biðjið um ókeypis myndalista um DC 781 Silicone Kitti DOW CORNING KISÍLLHF Fyrstir með Siiicone í heimi. Fyrstir með Silicone á Islandi. Lækjargata 6B — Pósthólf 527 — 121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.