Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 40

Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Bandalag við náttúrulög eftir Sturlu Sighvatsson Allar þjóðir hafa tilhneigingu til að lifa í bandalagi við einhverja aðra þjóð eða þjóðir. Það er eðlileg hneigð hjá stórþjóðum að stuðla að verndun smærri þjóðanna og smáþjóðirnar leita eðlilega eftir vernd þeirra þjóða sem meira mega sín. Bandalag þjóða á milli er þó eins og allir vita engin trygging fyrir öryggi þjóðanna. Mannkynssagan segir okkur að bandalög herfræðilegs eðlis eða af öðrum toga spunnin hafi öll riðl- ast og ný orðið til í þeirra stað, að þjóðirnar smáar sem stórar hafi glatað sjálfstæði sínu og myndug- leika og nýjar þjóðir sprottið fram sem mörkuðu stefnuna. Bandalög koma því og fara, ekkert er til iengri tíma varanlegt og þjóðum því stöðugt hætta búin. Burtséð frá því að bandalög verndi öryggi þjóðanna, að minnsta kosti um einhvern tíma, þá er ekki þar með sagt að einstakiingurinn í ákveðnu þjóðfélagi sem býr við öryggi um lífdaga sína út frá hernaðarlegu sjónarmiði, þ.e. að þjóð sú sem hann er hluti af sé örugg í tilveru sinni, búi sem einstaklingur við innra sem ytra öryggi. Dæmin sanna að stórþjóðir sem ráða lög- um og lofum í heiminum geta oft og einatt ekki tryggt efnahagslegt né sálrænt öryggi, vöxt og viðgang eigin þegna. Bandalög eins og þau hafa tíðkast eru því hvorki varan- leg trygging fyrir sjálfstæði þjóð- ar né fyrir einstaklinga þá sem mynda þjóðina. Náttúran er óskeikul Þegar náttúran er skoðuð, sést fljótt að hún gerir ekki mistök. Reikistjörnur sem ferðast með ógnarhraða um himingeiminn rekast ekki á. Vetrarbrautir sem þenjast út og dragast saman gera það á fullkomlega samvirkan og skipulagðan máta. Blóm spretta og vaxa eftir stærðfræðilegri nákvæmni. Litur og áferð blóma og blaða er alltaf sú sama hjá sömu plöntu ef gengið er út frá ákveðnum skilyrðum. Náttúran hegðar sér því í samræmi við eigin eðli, í samræmi við eigin lögmál, sem stýra henni fullkomlega. Að- eins maðurinn sem hefur frjálsan vilja og þroskaða sjálfstæða greind virðist vera sá eini sem kann að gera mistök. Hann er ófær um að fá óskir sínar upp- fylltar og hegðan hans er ábóta- vant og þjóðfélögin eiga við innri örðugleika að etja og sambúð þjóða er engan veginn sem best. Taugakerfi mannsins Nú er viðurkennt af vísindum að taugakerfi mannsins sé hin mesta undrasmíð. Heilinn í manninum er fullkomlega útbúinn og hefur sér til halds billjónir heilafruma sem ljá honum vitund um sjálfan sig og um ytri aðstæður. Hann getur hugsað sjálfstætt og tekið ákvarðanir og hrint fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Samt notar maðurinn aðeins 10 prósent heil- ans. Einingarsvið náttúrunnar Þróun í eðlisfræði undanfarin 10—20 ár hefur verið mjög ör. Fjórir meginkraftar náttúrunnar, eins og skammtaeðlisfræðin hefur skýrt þá, hafa verið sameinaðir og orsök þeirra allra rakin til einnar frumorsakar. Þessir fjórir kraftar eru: 1. rafeinda-segulsvið, 2. veik víxlverkan, 3. sterk víxlverkan, 4. aðdráttarafl. Fyrst tókst eðlis- fræðingum að sameina fyrstu tvo í einn kraft eða kraftasvið sem nefnt er rafeinda-veik eining. Þessi nýi kraftur og skilgreining hans var síðan sameinaður sterkri víxlverkan og heitir sú eining stóra-eining. Stóra-eining var síð- „Aö framkalla þaÖ ástand þjóðarinnar sem hér hefur verið lýst, er auðvelt. Hvaða ríkis- stjórn sem er getur myndað slíkt ástand með þjóð sinni á nokkr- um vikum og haldið því hátt á loft um ókomnar kynslóðir. Heimsstjórn tímaskeiðs uppljómunar býður öllum Islending- um bandalag við nátt- úrulögin, þjóðinni og hverjum og einum til farsældar, andlega sem veraldlega.“ an sameinuð aðdráttarafli og fæst þá einingarsvið allra krafta nátt- úrunnar. Einingarsvið allra krafta náttúrunnar er grundvöllur og frumorsök allra hreyfanlegra fyrirbæra, reikistjarna, vetrar- brauta og hreyfingar efniseinda almennt. Ofuraðdráttarafls-kenn- ingar (supergravity theory) nú- tíma eðlisfræði fjalla um eining- arsviðið. Það er aðsetur allra nátt- úrulaga, það er gætt óendanlegu afli og býr yfir óendanlegu skipu- lagsvaldi náttúrunnar. Bandalag allra einstaklinga og þjóða við einingar- svið náttúrunnar Einingarsvið allra krafta nátt- úrunnar hefur myndugleika og þrótt til að sameina allar þjóðir jarðarinnar á fullkomlega sam- ræmdan máta. Það styrkir þær þjóðarvenjur sem fyrir hendi eru í hverju landi, dregur fram sér- kennin og hlúir að tilhneigingum sem efla menningarlega reisn og sjálfstæði hverrar þjóðar. Eining- arsviðinu er mögulegt að styrkja hverja þjóð en um leið að tengja allar þjóðir órjúfanlegum bönd- um. Bandalag við það gerir að verkum að hver þjóð skín skært meðal fjölskyldu þjóðanna. Bandalag við einingarsviðið verð- ur þess valdandi að andardráttur hverrar þjóðar er til staðar í and- ardrætti allra annarra þjóða. Fáni hvers ríkis er um leið fáni allra annarra þjóða. Fáni hvers lands mun geisla og bærast í tindrandi litaauðgi fullkominnar heilsu ein- staklinganna, mun blakta stoltur og um leið í hógværð fullkomins efnahagslífs og hann mun bylgjast í göfugu og nærandi menningar- lífi. Ríkisstjórnum mun veitast létt að taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd. Þjóðin mun standa samræmd og einhuga bak við stjórnvöld. Hún mun geisla frá sér vingjarnleika og mun bjóða alla velkomna. Óvinir geta ein- faldlega ekki orðið til því sól sam- ræmis og verndandi eiginleika þess mun afstýra óvildinni áður en hún fæðist. Þegar einstaklingurinn starfar í samræmi við öll náttúrulög verður líf hans farsælt. öll vonbrigði, mistök, ströggl og vandamál eiga rætur að rekja til þeirrar stað- reyndar að maðurinn brýtur gegn náttúrulögunum. Lokaorð Að framkalla það ástand þjóðar- innar sem hér hefur verið lýst, er auðvelt. Hvaða ríkisstjórn sem er getur myndað slíkt ástand með þjóð sinni á nokkrum vikum og haldið því hátt á loft um ókomnar kynslóðir. Heimsstjórn tímaskeiðs uppljómunar býður öllum íslend- ingum bandalag við náttúrulögin, þjóðinni og hverjum og einum til farsældar, andlega sem verald- lega. Bandalag við einingarsvið allra krafta náttúrunnar er skýrt kall okkar vísindalegu tíma þegar öll- um þjóðum stafar hætta af al- gjörri tortímingu. Þekkingin sem maðurinn hefur aflað sér á raf- einda- og kjarnasviði náttúrunnar ógnar tilveru hans. Að auka stöð- ugt og efla vopnabúr er ekki leið til að afstýra hættunni. Að leita athvarfs í eyðileggjandi mætti náttúrunnar, eins og þjóðirnar gera til að efla varnir sinar, er ekki varanleg lausn til verndar sjálfstæði og öryggi þjóðar. Kjarna- og rafeindavopn geta að- eins eyðilagt en aldrei byggt upp né í reynd gefið neina vernd. Aðeins bandalag við einingar- svið náttúrunnar sem sameinar og sem býður einingu og styrkir mis- munandi viðhorf út frá eining- arsviðinu er varanleg lausn þjóð- anna á ógnartímum. Til þess eru vít- in að varast þau eftir Gunnar Gunnarsson, Syðra- Vallholti Nú hefur þeim á Alþingi tekist að sjóða saman frumvarp um kjördæmamálið og kosningajafn- vægi í þjóðfélaginu, svo að allir þegnar þess fái setið við sama borð í því tillitinu sem öðru. Það á svo sem ekki að hallast á réttlæt- ið. Það var verið að tilkynna það í kvöld, föstudaginn fyrstan í Góu, þann 25. febrúar, í fjölmiðlum þjóðarinnar, útvarpi og sjónvarpi, að flokkunum hefði tekist að sam- einast um þetta mikla mál, sem svo mikið virðist velta á að nái fram að ganga. Sjálfsagt verður búið að samþykkja það í þinginu löngu áður, en þessi ritsmíð mín lítur dagsins ljós í Mbl., ef þeir taka hana þar til birtingar, eins og þingmenn hafa nú verið samstæð- ir og snöggir við sín verk. Það er mikið þrekvirki þessara manna, sem á þinginu sitja, að hafa þokað svo þessu máli fram, að það skuli komið inn á þing í frumvarpsformi. Hvað svo sem þó gæti orðið um það í þinginu, í um- ræðum þar og atkvæðagreiðslu, en ýmsar uppákomur eru kunnar í þeim efnum. Nægir e.t.v. að benda á eitt nýjasta dæmið, atkvæða- greiðslu um bráðabirgðalögin í neðri deild um daginn, þegar þing- formaður stærsta flokksins sté í pontuna í upphafi atkvæða- greiðslu, frammi fyrir sjónvarps- vélum til útsendingar um lands- byggð alla, og tilkynnti háttvirt- um kjósendum að flokkurinn sem slíkur sæti hjá við þessa atkvæða- greiðslu. Hann ómar lengi hrossa- hláturinn, sem kvað við á eftir, ef það er þá hægt að segja að slíkt ómi, nær er að segja — hann ætlar lengi að skera innan hlustirnar, hláturinn sá. Hvað er við það — að sitja hjá —, hafa ekki skoðun, e.t.v. á ein- hverju ómerkilegu máli sem engu skiptir? En svo einfalt var nú dæmið ekki. Þetta var einmitt það málið sem hvað flest orð hafa fall- ið um, allt frá þvf í fyrrasumar, að þessi margfrægu lög litu dagsins Ijós. Þá var varla að sumir héldu vatni af vandlætingu yfir valda- hroka ríkisstjórnar, að leyfa sér að setja slík lög í óleyfi þings. Þess var krafist að þing yrði kallað saman þegar, svo fella mætti þessi lög. Því var að sjálfsögðu ekki sinnt, enda væri það ekki til far- sældar að hlaupa eftir hverju hug- arfóstri misviturrar stjórnar- andstöðu, sem virðist una sér bezt, geti hún gert þeim sem með völdin fara sem erfiðast fyrir. Núverandi stjórnarandstaða á svo sem ekki ein hinn neikvæða heiður í þessu efni. Það er hörmu- leg staðreynd að stjórnarand- staða, hvaða flokks sem er, og á hvaða tíma sem er, er sama marki brennd, að rífa niður fyrir stjórn- inni. Þetta er ein hin mesta mein- semd sem ríkir í þjóðfélaginu, ábyrgðarleysi. Hvernig færi fyrir því búi, hvort sem að það væri til sjós eða lands, ef tveir væru herr- ar þess og starfsfólk þess kysi öðru hvoru um hvor þeirra færi með stjóm búsins til næstu fjög- urra ára, og sá sem næði ekki kosningu léti það vera sitt verk, fyrst og fremst, að rífa allt niður fyrir þeim sem stjórnar, vitandi þó að hann er jafnframt að skerða hag búsins? A sl. hausti, þegar þing kom svo saman, var dregið að leggja þessi lög fram, vegna þeirrar meinlegu stöðu sem upp kom, þegar einum þingherranum hafði snúist hugur, og var farinn að punta með stjórn- arandstöðunni. Lögin stóðu eða féllu með þessum eina manni, og var því ábyrgð hans mikil sem og valdið, en það réð. Þessi lög hafa svo verið að velkjast í þinginu lengi vetrar, og ekki búið að af- greiða þau enn, enda þótt fæstum dyljist að þessar ráðstafanir sem iögin kveða á um, eru aðeins lítill forsmekkur þess sem koma mun, þegar þjóðin og stjórn hennar hristir af sér drungann og kemur „Þúsundir sjálfstæðis- fólks um land allt hafa harmað mjög þær deilur sem verið hafa innan flokksins, miklu fremur deilur miíli manna held- ur en um málefni. Og aðalmálgagn flokksins, Morgunblaðið, sem það vissulega er, hefur brugðist mörgum vegna hinnar ákveðnu afstöðu sem það hefur tekið með öðrum deiluaðilan- um. En til þess eru vítin að varast þau, og við skulum vona að Sjálf- stæðisflokkurinn rísi upp úr öskustónni vold- ugri og sterkari en hann hefur nokkru sinni ver- ið, og látum það sannast í komandi kosningum.“ lagi á málefni sín. Því verður varla trúað að alþingismenn, þeir menn sem þjóðin hefur kosið til trúnaðarstarfa á þingi, að stjórna landi okkar farsællega í gegnum brim og boða hins daglega lífs, geri sér ekki grein fyrir vanda- málum líðandi stundar. Sé það ljóst að það eru aökallandi vanda- mál í sjónmáli, og það verður ekki dregið miklu lengur að leysa þau, svo mjög sem við erum komin úr- skeiðis í höfuömálum þeim sem beinlínis varða heill og hamingju — frelsi og sjálfstæði þessarar þjóðar. Það er alvarlegt mál, á þessum viðsjálu tímum vaxandi atvinnu- leysis, efnahagskreppu og vaxandi óstöðugleika í fjármálum heims- ins, og gegndarlausrar verðbólgu hér heima fyrir, að þá skuli al- þingismenn okkar leyfa sér slíkt kæruleysi, að dunda við það í nær heilan vetur að sjóða saman tillög- ur um breytingar á kosningalög- gjöfinni, og ætla að etja þjóðinni út í tvennar kosningar á einu og sama árinu, í stað þess að leysa aðsteðjandi vandamál. Fyrir þeim er lokað augunum, meðan flokk- arnir eru að bralla með kosninga- réttinn. Þeim væri nær að koma þjóðar- skútunni á örugga siglingu í tfma, til þess voru þeir kosnir í síðustu kosningum, og það ætti að vera krafa hins almenna kjósanda. Það var sagt fyrir síðustu kosningar að þær leystu allan vanda, þ.e.a.s. þeir menn sem kosnir yrðu. Við sjáum hvernig efndirnar eru. Landið var stjórnlaust fyrst í stað, eða þar til Gunnari Thoroddsen tókst að mynda stjórn með Fram- sókn og kommum sem kunnugt er. Þá brugðust þeir hver af öðrum, formenn flokkanna, gáfust upp við þá höfuðskyldu sína að stjórna landinu, vegna deilna og ósam- komulags. Þeir hefðu mátt meta það betur, sjálfstæðisþingmenn- irnir við varaformann sinn, þegar honum tókst kraftaverkið að sam- eina þessi sundurlausu öfl sem komin voru til áhrifa á Alþingi. Það hefði e.t.v. margt farið betur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið heill og óskiptur að því stjórnarsamstarfi. Nú líður að kosningum, og það er von allra góðra manna að deilur innan Sjálfstæðisflokksins hjaðni og hverfi, því það er þjóðarnauð- syn að svo megi verða. Þjóðin má

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.