Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
41
Frá Áfengisvarnaráði:
Er drykkja heilsuvernd?
Að gefnu tilefni vill Áfengis-
varnaráð benda á eftirfarandi:
Öðru hverju birtast fréttir þar
sem niðurstöður sérstakra rann-
sókna eru sagðar hafa sýnt að vín-
eða öldrykkja sé heilsusamleg á
einhvern hátt. — Er þá sjaldnast
getið þeirra fyrirvara sem heiðar-
legir vísindamenn láta gjarnan
fylgja slíkum niðurstöðum. Það
atriði, sem þar vegur þyngst, er
væntanlega að af hverjum tug
manna, sem neytir áfengis, verða
tveir háðir því, ofneytendur. Þá er
og ljóst að lítt stoðar að komast
hjá að veikjast af einum sjúkdómi
ákveðinn tíma ef maður andast af
öðrum sakir drykkju fyrir aldur
fram.
Nokkur ummæli þekktra vís-
indamanna um þetta fara hér á
Skákkeppni fram-
haldsskóla:
Sveit MH vann
með fádæma
yfirburðum
8KÁKKEPPNI framhaldsskóla fór
fram um sl. helgi og lauk henni með
yfirburðasigri A-sveitar Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Sveitin hlaut 26'/2
vinning af 28 mögulegum og hefur
keppnin aldrei áður unnist með svo
miklum yfirburðum. Tefldar voru 7
umferðir eftir Monrad-kerfi.
f 2. sæti varð A-sveit MR með 19
vinninga og sveit Flensborgar og
B-sveit MH urðu í 3.-4. sæti með 17
vinninga. f A-sveit MH voru Jóhann
Hjartarson, Róbert Harðarson,
Hrafn Loftsson, Lárus Jóhannesson
og Páll Þórhallsson. Sveitin vann
sér rétt til að verja Norðurlanda-
meistaratitilinn, sem hún vann á
síðasta móti.
eftir:
1) William P. Castelli, sem stjórn-
aði merkri rannsókn á hjarta-
sjúkdómum, sagði á fundi í
Hjartavernd Bandaríkjanna
(The American Heart Associa-
tion): „Er kleift að segja fólki
að drekka eitt eða tvö glös og
hætta síðan? Ég fæ ekki séð að
við megum hvetja nokkurn til
að byrja. Sá sem færi eftir
þeirri hvatningu gæti orðið
ofneyslu að bráð og við þannig
brotið niður fjölskyldu hans.“
2) Mary Jane Ashley, prófessor í
læknisfræði við háskólann í
Toronto, sótti tveggja daga
fund með fremstu hjartasér-
Kæru vinir Móður Teresu.
Innilegar þakkir fyrir allar þær
gjafir sem þið hafið sent Móður
Teresu, til hjálpar bágstöddu fólki
í Indlandi og hvarvetna þar sem
hún og systur hennar og bræður,
Kærleikstrúboðarnir, ná til að
líkna sjúku, svöngu og þjáðu fólki.
Fyrir ykkar liðsinni voru þeim
send £1.870.- á síðastliðnu ári og á
þessu ári hafa þegar verið send
£500.-. Allt eru það gjafir frá ykk-
ur.
Ýmist hef ég tekið á móti þess-
um gjöfum eða þær hafa verið
lagðar inn á gíróreikning Móður
Teresu, nr. 23900-3. Ég hef að und-
anförnu birt í Morgunblaðinu upp-
lýsingar um þær gjafir, sem mér
hafa borist, í dagbók blaðsins
(Áheit og gjafir).
Sl. haust var stofnað hér til
samtaka sem kallast „Samverka-
menn Móður Teresu". Þau starfa
víða um heim og miða að því að
samverkamennirnir temji sér
fræðingum Kanada og Banda-
ríkjanna þar sem farið var yfir
öll gögn, sem tiltæk voru um
samband áfengisneyslu og
hjartasjúkdóma. í viðtali við
The Journal, sem rannsókna-
stofnun Ontario í áfengis- og
fíkniefnamálum (ARF) gefur
út, sagði hún: „Heldur mun ég
ráðleggja sjúklingum mínum
að fara til tunglins en segja
þeim að drekka einn eða tvo
áfengisskammta daglega, af
því að ég haldi að það sé hollt
fyrir hjartað."
3) Blað Hjartaverndar Bandaríkj-
anna, Journal of the American
Heart Association, birti í ágúst
hugarfar Móður Teresu: að líkna
náunganum hvar sem hann þarf á
að halda, sjúku fólki, gömlu, þjáðu
og einmana, að vitja þess og sýna
því að öðrum standi ekki á sama
um það. Þessi þjónusta byggist á
því að Kristur lifi í öllum mönnum
og með því að liðsinna hinum
bágstöddu, séum við að Iiðsinna
honum. í desemberbyrjun kom
hingað formaður þessara alþjóða-
samtaka, Ann Blaikie. Hún benti
okkur m.a. á að við skyldum ekki
birta opinberlega lista yfir gjafir
til Móður Teresu. Við litum svo á
að slíkar upplýsingar hvettu aðra
til að leggja góðu málefni lið, en
Ann Blaikie sagði að Móðir Teresa
vildi enga auglýsingastarfsemi.
Hún væri þakklát öllum sem gæfu
til starfs hennar en þær gjafir
ættu að byggjast á því að menn
gæfu af frjálsum vilja, ekki á því
að einhver hvetti þá til að gefa,
jafnvel þótt það væri gert á óbein-
an hátt. Þess vegna getum við ekki
lengur birt þessa gjafalista en
1981 langa grein um heilsutjón
af áfengisdrykkju. Þar segir
m.a.: „A grundvelli þeirrar
vitneskju, sem nú er tiltæk, er
sérhver hvatning til áfengis-
neyslu í því skyni að minnka
líkurnar á hjartasjúkdómum
vafasöm. Ef áfengi kynni að
hafa einhver jákvæð áhrif á
þessu sviði falla þau um sjálf
sig vegna annars tjóns sem
áfengisneysla veldur."
Þessi ummæli voru endurprent-
uð í fjórðu skýrslu bandaríska
heilbrigðisráðherrans til þingsins
í Washington.
Væri vel ef fjölmiðlafólk hefði
þessar aðvaranir í huga.
sendum kvittanir öllum þeim sem
láta nafn sitt og heimilisfang
fylgja gjöfinni. Þeir, sem leggja
inn á gíróreikninginn, fá auðvitað
sína kvittun. Hins vegar berast
mér stundum gjafir án þess að
nokkurt nafn fylgi. Það sýnir,
Guði sé lof, að mönnum er treyst
ennþá. Betur færi ef það væri al-
mennt hægt, en þó held ég að við
mættum treysta náunganum oftar
og betur en við gerum almennt.
Ég þakka ykkur ennþá einu
sinni fyrir gjafir ykkar, en gleym-
ið því samt ekki að allt í kringum
okkur er fólk, ungt og gamalt, sem
þarf á kærleika okkar og liðsinni
að halda, ekki peningum, heldur
svolitlu af tíma okkar og vináttu.
og hvað það snertir á fjölskylda
okkar að ganga fyrir. Fyrir henni
hefur Guð trúað okkur sérstak-
lega.
Kær kvedja frá Torfa Ólafs-
syni, landsformanni Samverka-
manna Móður Teresu.
Sigurður Flosason
Tónlistarskólinn:
Brottfararpróf
í saxófónleik
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur burtfararprófstónleika í
Austurbæjarbíói miðvikudag-
inn 16. mars kl. 7 síðdegis.
Þar leikur Sigurður Flosa-
son á saxófón og er það fyrri
hluti einleikaraprófs hans.
Sigurður er fyrsti nemandi
sem lýkur einleikaraprófi á
saxófón frá skólanum, og er
kennari hans Hafsteinn Guð-
mundsson.
Á efnisskránni verður m.a.
frumflutt nýtt verk eftir
Gunnar Reyni Sveinsson sem
hann samdi sérstaklega fyrir
þetta tilefni og heitir Að
leikslokum og er tileinkað
minningu Gunnars Ormslev.
Undirleikari Sigurðar er
Valgerður Andrésdóttir og
auk hennar koma þrír aðrir
hljóðfæraleikarar fram á
tónleikunum, Reynir Sigurðs-
son, Tómas Einarsson og
Gunnlaugur Briem.
Bréf til vina Módur Teresu
ekki við því, að hið sterka afl sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
í gegn um árin, sé lamaö í hugsun-
arleysi skammsýnna manna. Það
er næsta eðlilegt, í svo stórum
flokki sem Sjálfstæðisflokkurinn
er, að menn geti greint á, en þeir
verða jafnframt að hafa lán og
gæfu til að stilla í hóf kröfum sín-
um og lama ekki flokkinn með ein-
strengingslegum gerðum og stífni.
Þúsundir sjálfstæðisfólks um
land allt hafa harmað mjög þær
deilur sem verið hafa innan
flokksins, miklu fremur deilur
milli manna heldur en um mál-
efni. Og aðalmálgagn flokksins,
Morgunblaðið, sem það vissulega
er, hefur brugðist mörgum vegna
hinnar ákveðnu afstöðu sem það
hefur tekið með öðrum deiluaðil-
anum. En til þess eru vítin að var-
ast þau, og við skulum vona að
Sjálfstæðisflokkurinn rísi upp úr
öskustónni voldugri og sterkari en
hann hefur nokkru sinni verið, og
látum það sannast í komandi
kosningum.
Staða flokksins er sterk, svo
sterk að hann hefur vissan mögu-
leika á því að stórauka fylgi sitt.
Það er að verða óhrekjandi stað-
reynd, sem sífellt verður ljósari,
að vinstri flokkarnir eru alls ófær-
ir um að leysa nokkurn vanda í
þjóðfélaginu, er.da eru þar á meiði
margar stefnur og ólíkar, og
sundrungin slík, að þeir sem
óánægðir verða, og fá ekki allt
fram sem þeir vilja, sem óþekkir
götustrákar, rjúka jafnvel til og
stofna nýja flokka, eins og dæmin
eru um nú á dögum. Það er engin
lausn að fjölga flokkunum, lausn-
in er fólgin í hinu gagnstæða, að
hafa samstöðu um málin og leysa
þau farsællega.
Það er ein mesta ógæfa þjóðar-
innar hin sterka staða kommún-
ista hér á landi. Það er með ólík-
indum hið mikla fylgi þeirra og
áhrif, s.s. í Alþýðusambandinu.
Einhverjir vildu nú sjálfsagt álíta
að það yrði að gera greinarmun á
Alþýðubandalaginu og kommún-
istum, það sé sitt hvað. En þá vil
ég vitna til eins gamals og góðs
verkalýðsforingja í útvarpinu á
hátíðardegi verkalýðsins, 1. maí,
fyrir einu eða tveimur árum, í um-
ræðu við alþýðubandalagsmann,
þegar hann sagði: „Þið eruð og
verðið kommúnistar, hvað svo sem
þið kallið ykkur, — Sameiningar-
flokk alþýðu, Sósíalistaflokkinn
eða Alþýðubandalag."
Það er hin bitra staðreynd, og
forkóflum flokksins tekst svo vel
blekkingariðjan, að fjöldi fólks
kýs þennan flokk sem hinn eina
sanna verkalýðsflokk á íslandi,
kýs gegn hagsmunum sínum, því
það eru ekki hagsmunir verkalýðs-
ins sem þeir berjast fyrir, enda
þótt þeir séu svo slyngir, að telja
fólki trú um það, og aka þannig
seglum að fjöldi fólks lætur
blekkjast og veitir þeim fylgi. í
þessu dæmi nægir að taka til vísi-
tölukerfisins, sem Alþýðubanda-
lagið heldur dauðahaldi í, og væri
búið að breyta fyrir löngu, ef þeir
samþykktu þá breytingu sem
bráðnauðsynleg er, en það er að
greiða verðbætur á laun í krónu-
tölu, en ekki sem hundraðshluta á
laun. Slíkt er hið hrikalegasta
óréttlæti, á meðan laun eru svo
mishá eins og raun ber vitni.
En hið rangláta vísitölukerfi er
hin heilaga kýr Alþýðubandalags-
ins sem ekki má hrófla við. Há-
tekjumaðurinn á að fá 5—7 sinn-
um hærri vísitölubætur heldur en
láglaunamaðurinn, að áliti Al-
þýðubandalagsins, hversu langt
þarf óréttlætið að ná til þess að
láglaunamaðurinn láti í sér
heyra?
Það er fullkomin þörf á því að
fólkið í landinu haldi vöku sinni og
geri sér grein fyrir því sem raun-
verulegt er. Við stöndum á ystu
nöf sýndarmennsku og öfga, sem
eru vísasti vegurinn til að leiða
þjóðina í ógöngur. í umræðu um
kosningalögin og kjörgengi er
nauðsynlegt að huga vel að því
hvort ekki sé hægt að hafa þann
háttinn á að fækka flokkum frem-
ur en hitt. Það er óefað að athug-
uðu máli höfuðnauðsyn, og verður
best gert með því að taka upp ein-
mennings kjördæmi. Þá er
skammt í tveggja flokka kerfi, og
það er einmitt það sem við þurf-
um. Þingmenn þurfa ekki að vera
nema 45 til 50, og allir kosnir I
einmenningskjördæmum, einnig í
Reykjavík. Borginni mætti skipta
í nokkur eimenningskjördæmi.
Það er ekki sú nauðsyn, sem marg-
ir virðast halda, að allir hafi jafn-
an kosningarétt. í umræðu um
kosningalögin er eitt atriði sem
lítið hefur verið nefnt. Það er þó
svo stórt atriði að beinlínis skiptir
sköpum. Það er þess eðlis, að það
þarf að komast inn í stjórnarskrá,
og standa þar svo óhagganlegt, að
því verði ekki breytt nema með
öllum greiddum atkvæðum.
Hér á ég við það stóra og veiga-
mikla atriði til allrar þjóðarheild-
arinnar; að líta á ekkert eitt
landssvæði sem lítið í samanburði
við annað byggt land, enda þótt
það hafi fólksfjöldann til, geti
haft meirihlutavald á Alþingi.
Hér hef ég í huga Reykjavíkur-
svæðið og Reykjaneskjördæmi.
Þetta litla landssvæði, þótt
mannmargt sé, má aldrei komast I
þá aðstöðu að hafa meirihlutavald
I þjóðfélaginu. Þetta segi ég ekki
af óvináttu við Reykvíkinga, held-
ur af þjóðarnauðsyn. Það væri
þjóðarógæfa ef íbúar eins svo lítils
landssvæðis hefðu meirihlutavald
fyrir alla þjóðina. Þetta veit ég að
liggur ljóst fyrir öllum sanngjörn-
um mönnum, þegar málið er yfir-
vegað í góðu tómi með sanngirni
að leiðarljósi.
Úti um hinar dreifðu byggðir
landsins er unnið ómetanlegt
þjóðnytjastarf fyrir þjóðarbúið,
raunverulega svo veigamikið, að á
því veltur ekki einungis heill og
hamingja þjóðarinnar, heldur
efnahagurinn sjálfur. Hornsteinar
hans standa vítt og breytt um
landið, og mun nauðsynlegri held-
ur en skrifstofuveldið í Reykjavík,
sem raunverulega stendur og fell-
ur með hinu fórnfúsa starfi sem
unnið er úti á landsbyggðinni við
hin margvíslegustu framleiðslu-
störf. En þessi sannleikur liggur
því miður ekki Ijós fyrir öllum,
vegna ókunnugleika, og svo eru
líka andvíg öfl í þjóðfélaginu, fjöl-
miðlar, sem nota hvert tækifæri
til að afvegaleiða fólk, og koma því
vísvitandi inn hjá fólki á Reykja-
víkursvæðinu, að landsbyggðin og
þau störf sem þar fara fram, séu
engin sérstök þörf fyrir þjóðar-
heildina.
Jafnvel' eru sumir sem klifa á
því að landbúnaðurinn sé „drag-
bítur á hagvöxtinn", og vandamál
þjóðfélagsins eigi rætur sínar að
rekja til ofþenslu í landbúnaði, og
þessu trúir fjöldi fólks. En þetta
er þó eitt hið mesta öfugmæli sem
hugsast getur, því án blómlegs
iandbúnaðar gætum við ekki búið
hér á landi því fyrirmyndarbúi
sem við þó gerum í ýmsum skiln-
ingi.
Hvar ætti að afla gjaldeyris
fyrir innfluttum landbúnaðarvör-
um, s.s. mjólk og kjöti? Og hvar
ætti allt það fólk sem að landbún-
aði starfar, að leita sér atvinnu, ef
svo færi að landbúnaður yrði
dreginn saman til muna? Það er
hætt við því þá syrfi að einhverj-
um. En til þess kemur ekki. Þjóðin
lærir að skilja hver nauðsyn er á
styrkum landbúnaði og hverskon-
ar atvinnustarfsemi, framleiðslu,
sem er undirstaða framfara og
velmegunar. Raunverulega ættu
framleiðendur I iðnaði, landbún-
aði og sjávarútvegi að hafa marg-
faldan kosningarétt á við þjón-
ustuaðalinn í landinu. Þá gæti
orðið hér blómleg endurreisn til
hagsbóta fyrir allt þjóðfélagið.
Það væri mun skynsamlegra held-
ur en hugmyndir manna um jafn-
an kosningarétt, upp á 100%. Mis-
vægið er svo margvíslegt annað,
og alltaf hallast á fyrir dreifbýlið,
landsbyggðina.
PJS. í kvöld, 28. febrúar, þegar ég
var að ganga frá þessari grein,
heyri ég að útvarpið er að flytja
okkur þá fregn, að bráðabirgða-
lögin hafi verið samþykkt á Al-
þingi í dag. Þessa vil ég geta hér,
vegna þess ég segi í greininni að
lögin hafi ekki verið afgreidd enn,
þann 25. febrúar, þegar greinin
var skrifuð.