Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
43
Eiríkur Kr. Gísla-
son — Minningarorð
Fæddur 8. ágúst 1895
Dáinn 9. mars 1983
í dag er til moldar borinn vinur
minn Eiríkur Kristinn Gíslason,
heiðursmaður úr alþýðustétt, sem
flestum mun verða minnisstæður,
sem nokkur kynni höfðu af. Eirík-
ur var sérstæður persónuleiki,
sem reyndar er ekki auðvelt að
lýsa fyrir þeim, sem ekkert til
þekktu. Eiríkur var fæddur að
Varmá í Mosfellssveit og fluttist
þaðan með foreldrum sínum að
einum Partabæjanna í Mosfells-
dal. Svo sagði hann mér sjálfur.
Efnin voru smá og börnin mörg,
svo snemma þurfti hvert þeirra að
fara að vinna og sjá sér farboða,
eins og gerðist á þeim tíma.
Kynni okkar Eiríks hófust fyrir
um það bil 35 árum hjá Tryggva
Gunnarssyni, glímukappa, sem
var fornvinur Eiríks. Þeir voru
jafnaldrar og höfðu sem piltar um
tvítugt stundað sjóróðra saman á
Eskifirði. Það hefur verið í byrjun
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hélst
svo þeirra vinátta alla tíð, en
Tryggvi er látinn fyrir nokkrum
árum. Fyrst voru kynni okkar Ei-
ríks lausleg, en svo hagaði for-
sjónin því til, að ég fluttist með
fjölskyldu mína að Leifsgötu 20 og
var þá orðinn nágranni Eiríks,
sem bjó að Leifsgötu 23. Þarna
bjuggum við í nábýli næstu 20 ár-
in. Tókst þá með okkur vinátta,
sem hefur haldist síðan. Nú er
komið að kveðjustundinni, en
þannig er lífsins gangur. Eiríkur
var 18 árum eldri en ég, en þar
sem við kynntumst fullorðnir varð
ekki vart neins aldursmunar.
Eiríkur var að eðlisfari frekar
einrænn, en það rættist fljótt úr,
þegar maður hafði kynnst honum.
Hann var skemmtilegur höfðingi
að umgangast, þótt efnin væru
kannski ekki alltaf mikil. Eins og
áður segir stundaði Eiríkur fyrst
sjómennsku og mun hafa gert það
fyrr á árum, þótt mér sé ekki
kunnugt um hve lengi. En að
ævistarfi var hann símamaður við
línulagnir út um allt land og mátti
heyra, að hann hefði víða komið
og var gagnkunnugur mörgum
byggðum landsins.
Þó kynni okkar Eiríks væru all
náin og ég heimsækti hann viku-
lega, og stundum oftar, og hann
kæmi oft á heimili mitt, en til þess
þurfti ég oftast að sækja hann, þá
varð ég þess snemma var, að
einkamál hans voru hans, og þau
ræddi hann ekki. Þótt vinnuvett-
vangur Eiríks væri að mestu
verkamannastörf og launin eftir
því, þá varð ég þess aldrei var að
hann skorti neitt. Hann var í eðli
sínu ákaflega hagsýnn í eigin bú-
rekstri. Hann bjó vel í snyrtilegri
lítilli íbúð, en kunni vel að fara
með. Þó var hann einnig rausnar-
maður og átti ósjaldan flösku af
víni til þess að geta hellt í staup
meðan við spiluðum „rússa". Mörg
voru þau kvöldin, sem við sátum
yfir „rússanum" og spjölluðum
þess í milli. Þetta voru mér
óblandnar ánægjustundir og ég
vona, að þær hafi verið Eiríki það
líka. Það, sem einkenndi vin minn
Eirík var snyrtimennskan, en hún
var honum eðlislæg. Enda þótt
hann ynni margs konar vinnu
fyrir símann, sást hann aldrei
öðruvísi en prúðbúinn, rétt eins og
hann væri að fara í veislu.
Eiríkur var mikið prúðmenni í
allri framkomu, en skapfastur og
lét ekki ganga á hlut sinn. Hann
var reglusamur starfsmaður og er
það trú mín, þótt ég viti ekki, að
sjaldan hafi hann látið sig vanta,
þar sem hann átti að vera. Skap-
gerðin var þannig. Eiríkur mun
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
Kristinn Anton
Gíslason — Kveðja
Fæddur 3. júlí 1977
Dáinn 13. febrúar 1983
„Legg ég nú bæði líf og önd
Ijúfi JeHÚ í þína hönd
NÍðaNt þegar ég sofna fer
Nitji (>uAn englar yfir raér.“
(H.P.)
Mig setti hljóða þegar ég fékk
þá frétt að morgni 24. janúar að
systursonur minn elskulegur hefði
orðið fyrir slysi og væri lítil von
um að hann lifði það af. Af hverju
hann, þessi dásamlegi drengur,
spyrjum við, en við því fáum við
engin svör, því vegir Guðs eru
órannsakanlegir. En við verðum
að trúa því að Guð hafi ætlað hon-
um æðra og meira starf hjá sér og
þess vegna tekið hann svona fljótt
frá okkur. Með þessum fáu kveðju-
orðum vil ég og fjölskylda mín
kveðja elsku litla frænda okkar og
þakka honum allar stundirnar
sem við fengum að vera með hon-
um. En vegna þess að fjarlægðin á
milli heimila okkar var mikil,
sáumst við of sjaldan. En í þau
skipti, sem ég heimsótti systur
mína og fjölskyldu hennar norður
á Sauðárkrók, mætti okkur gleði,
hlýja og lífsþróttur þessa litla
frænda okkar, og munum við allt-
af geyma bros hans í huga okkar.
Elsku Snjólaug systir, Gísli,
Stína og Minný!
Megi góður Guð styrkja ykkur í
þessari þungbæru sorg og gefa
ykkur þrótt til að líta björtum
augum á lífið á ný. Einnig viljum
við senda innilegar samúðarkveðj-
ur til ömmu og afa á Fáskrúðs-
firði, ömmu og afa í Skagafirði og
>til allra ástvina hans.
Guð blessi minningu elsku litla
Kristins Antons.
Guðrún, Helgi og synir.
Guðrún Helgadótt
ir Minningarorð
Fædd 14. september 1922
Iláin 25. febrúar 1983
Föstudaginn 25. febrúar andað-
ist skólasystir okkar, Guðrún
Helgadóttir, í Landspítalanum
eftir stranga og erfiða sjúkdóms-
legu. Við skólasystur hennar von-
uðumst til að hún fengi enn að
vera meðal okkar en sú von brást.
Haustið 1940 hittust glaðar
stúlkur að Staðarfelli í Dalasýslu,
sem þá var húsmæðraskóli. Meðal
þeirra var Rúna, eins og við köll-
uðum hana. Þessi unga prúða
stúlka átti eftir að veita okkur
margar ánægjustundir með sinni
glettni, gleði og skemmtilegum til-
svörum.
Margar okkar hafa þekkt hana í
gegnum árin, en síðastliðin 20 ár
höfum við haft samband mánað-
arlega að vetri til, og þótti okkur
alltaf jafn gaman að hittast og
rifja upp gamlar endurminningar.
Síðast gat Rúna verið með okkur
6. desember þó hún gengi ekki heil
til skógar.
Þegar við horfum til baka finnst
okkur þetta stuttur tími en endur-
minninguna geymum við um góða
skólasystur. Við þökkum henni
samfylgdina og kveðjum hana með
söknuði um leið og við biðjum góð-
an guð að leiða hana á nýjum veg-
um.
Vottum eiginmanni, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
öldruðum föður ásamt öðrum
ástvinum okkar innilegustu sam-
úð.
Skólasystur
hafa verið mjög vel að manni sem
yngri, en ég hefi það eftir Tryggva
glímukappa vini hans, að hann
hefði aldrei vitað að Eiríki yrði
afls vant. Sjálfur var Tryggvi helj-
armenni svo hann gat dæmt um
það. Aftur á móti varð ég aldrei
var við að Eiríkur beitti afli, öll
misklíð var leyst með rólyndi. Ei-
ríki var einkar sýnt um að velja úr
þá, sem hann vildi umgangast, og
hina sem hann kærði sig ekki um
að væru að troða sér um tær.
Ef dæma á menn eftir því
hverja þeir umgangast, þá fengi
Eiríkur góða einkunn. Tíðastir
gestir hjá honum á Leifsgötu 23
voru skólastjórar, kennarar og
margir aðrir langskólagengnir
menn. Svo einhverju hefur Eiríkur
getað miðlað af vitsmunum, en
skólamenntun hafði hann aldrei
hlotið.
Eiríki tókst ekki að skapa sér
varanlegt heimili í sambúð. Hann
hóf fyrst búskap með Ingibjörgu
Vigfúsdóttur ættaðri úr Árnes-
þingi. Með henni átti hann tvö
börn, Lilju og Hörð. Þau slitu
' samvistir og giftist Eiríkur þá
Þórdísi Guðmundsdóttur og áttu
þau tvö börn, Guðmund vélfræð-
ing og Hrafnhildi sem búsett er í
Bandaríkjunum. Þau slitu sam-
vistir. Yngsta barn Eiríks er
Nanna (Jensína) og er móðir
hennar Hulda Vigfúsdóttir.
Öll hafa þessi börn haldið
tryggð við föður sinn og sýnt hon-
um ræktarsemi.
Eiríkur var alla tíð heilsu-
hraustur og eltist vel. Hann hélt
óspilltum andlegum kröftum fram
á dánardægur. Þegar Eiríkur var
nær áttræður fékk hann vist á
Hrafnistu fyrir tilstilli Guðmund-
ar sonar síns. Eiríkur andaðist á
hjúkrunardeild Hrafnistu 9. marz
eftir nokkurra vikna lasleika.
Að leiðarlokum segi ég, fari Ei-
ríkur í friði. Ég þakka honum
fyrir samveruna.
Kristján B.G. Jónsson
Eggert Haukdal flytur ræðu sína á fundi Ingólfs. Efsti maður listans og
annar, Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen til hægri og til vinstri á myndinni
Helgi Þorsteinsson, fundarstjóri, og Sigurður Pálsson fundarritari.
Morgunblaðið/ Sigrún
Hveragerði:
Frambjóðendur á fé-
lagsfundi hjá Ingólfi
Hveragerði, 7. mars„
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólfur í
Hveragerði hélt almennan félags-
fund í gær, þ. 6. mars í Félagsheimil-
inu Bergþóru og hófst hann kl.
15.00.
Á fundinn voru boðnir þrír efstu
menn á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í suðurlandskjördæmi,
þeir Þorsteinn Pálsson, Árni
Johnsen og Eggert Haukdal,
Allir fluttu þeir ræður og svör-
uðu mörgum fyrirspurnum fund-
armanna um hagsmunamál kjör-
dæmisins í atvinnu- og samgöngu-
málum og fl. Þá hétu menn hver á
annan vel að duga í væntanlegum
kosningum á komandi vori og
tryggja kosningu 3ja þingmanna,
eins og verið hefur í áraraðir.
Þökkuðu fundarmenn gestunum
komuna og óskuðu þeim góðs
gengis.
Fundurinn var öllum opinn og
sóttu hann milli 50—60 manns og
stóð hann í 4 klst. Fundarstjóri
var Helgi Þorsteinsson, formaður
Ingólfs, en fundarritari Sigurður
Pálsson.
Sigrún.
Hluti fundarmanna.
Morgunblaðiö/ Sigrún
Norræna húsið:
Sænskar kvikmyndir
MIÐVIKUDAGINN 16. mars kl.
20.30 verða sýndar tvær sænskar
kvikmyndir í samkomusalnum. Eru
það 28 mínútna litkvikmynd um
Drottningarhólmshallarleikhúsið
(Dronningholms slottsteater) sem
Gunnar Fischer hefur gert, og fram-
leidd er í samvinnu við m.a. Stokk-
holmsborg og ríkisútvarpið sænska,
og hitt er kvikmynd um sænska
kvikmyndastjórann Bo Widerberg,
55 mínútna litmynd, gerð af Karsten
Wedel.
I frétt frá Norræna húsinu seg-
ir, að nú sé sýningu Brian Pilking-
ton, í anddyri Norræna hússins að
ljúka, en myndirnar verða teknar
niður miðvikudaginn 16. mars. Nk.
laugardag verður opnuð þar
ljósmyndasýning, og eru það
myndir teknar af Sigríði Gunn-
arsdóttur.
Ennfremur lýkur sýningu Jó-
hönnu Bogadóttur um næstu helgi
og er sunnudagurinn 20. mars síð-
asti sýningardagur.