Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAR7 jasa Launamál rithöfunda — eftir Guðrúnu Jacobsen Tilefni þessara skrifa er ekki að upphefja sum skáld, eða draga í efa hæfni annarra rithöfunda, heldur eru þau tilraun til að sýna fram á, að sumir rithöfundar og skáld eru afskipt í launamálum. Ég man þá tíð þegar Sigurður A. Magnússon þáverandi formaður Rithöfundasambandsins harmaði í sjónvarpsviðtali líkt og aðrir lista- menn á öðrum tíma, sem reyndar töluðu fyrir sjálfa sig, eins og til að mynda Guðrún Á. Símonar, Atli Heimir Sveinsson, Jón Ásgeirsson og fleiri, að sumir meðlimir Sam- bandsins fengju ekki næg starfs- laun — t.d. Olga Guðrún Arnadótt- ir, Ólafur H. Símonarson o.fl. Var málinu kippt í liðinn af næstu sjóðsstjórnum, og verk, sem máski hefðu rykfallið í heimahúsum, eru nú í bókasöfnum. Menn hafa skrif- að mikla gagnrýni á launasjóðinn síðan og talið að um pólitískar út- hlutanir væri að ræða. Njörður P. Njarðvík, núverandi formaður sam- bandsins, hefur ekkert haft við þær að athuga. Fyrir ári eða svo birtist grein í Velvakanda eftir Þröst J. Karlsson er bar heitið „Hin bita- stæðu Bókmenntaverk". Greinin var sláandi dæmi um, hvaða eigin- leikum höfundur þyrfti að vera gæddur til að vera í náðinni hjá launasjóði rithöfunda. Þeir yrðu að hafa ákveðinn samnefnara, vera harðir herstöðvaandstæðingar og vasast í allskonar félagsstússi, til dæmis fundarstjórn hjá Alþýðu- bandalaginu. Mín skoðun er sú, að ef gerð yrði könnun hjá þjóðinni sjálfri um það, hvaða höfundum ætti að gera kleift að vinna að hugverkum sínum i formi starfslauna, yrði allt annað upp á teningnum en það sem nú er — í raun þarf ekki annað en fá upp- lýsingar um það í bókasöfnum. En svo til einvörðungu þeir sem skrifa fyrir „gáfumenn" Alþýðubanda- „Fljótlega komust RFÍ- mennirnir í alræðisstjórn og var þá ekki aö sökum að spyrja. Líkt og pólskir rithöfundar, sem ekki eru í þarlendum kommúnista- flokki, fá ekki kjöt- skammtinn sinn, var fé- lögum FÍR, sem er ennþá við lýði, ýtt til hliðar.“ lagsins eru á árvissum launum. Mér er til efs að hlutaðeigandi skömmt- unarnefndir geti varið slíkar út- hlutanir, gerðu þeir höfundar, sem afskiptir hafa verið gegnum tíðina, alvöru úr því að fá leiðréttingu sinna mála, og þá um leið að koma í veg fyrir misrétti gagnvart þeim sem á eftir koma. Um Rithöfundasjóð íslands Sennilega er ég einn af stofnfé- lögum Rithöfundasambandsins, sem ekki hafa fengið eyri úr þeim sjóð, er kallast sjóður allra rithöf- unda, en ekki einungis bundinn við félaga innan sambandsins. En ég sagði mig úr sambandinu að gefnu tilefni, og skal rekja aðdraganda þess í fáum orðum. Rithöfundafélögin voru tvö áður en sambandið var stofnað. Rithöf- undafélag íslands (RFÍ) og Félag íslenskra rithöfunda (FÍR) Þessi fé- lög sameinuðust í eitt (Rithöfunda- samband íslands). Þannig átti þeim í sameiningu að verða betur ágengt í hagsmunamál- um sínum. Fljótlega komust RFl- mennirnir í alræðisstjórn og var þá ekki að sökum að spyrja. Líkt og pólskir rithöfundar, sem ekki eru í þarlendum kommúnistaflokki, fá ekki kjötskammtinn sinn, var félög- um FÍR, sem er ennþá við lýði, ýtt til hliðar. Fólk sem síðar hefur fengið inni í rithöfundasamtökunum hefur feng- ið veitingar úr rithöfundasjóði, en stofnfélagar ekkert. Ég hafði ekki geð í mér til að vera í slíkum sam- tökum enda ekkert leyndarmál að sambandið er að klofna. Ég óska eftir að menntamála- ráðuneytið birti nöfn allra þeirra höfunda sem fengið hafa starfs- laun, og þá hve oft og hversu mikið gegnum tíðina — og er ekki úr vegi að bæta þarna við nokkrum sjóðum í viðbót — Verðlaunasjóði Ríkisút- varpsins, Menningarsjóði, Ferða- sjóði og Þýðingarsjóð. Ég óska einnig eftir að hlutaðeig- andi aðilar birti nöfn þeirra er fengið hafa viðurkenningu úr Rit- höfundasjóði Islands og þá hvenær og hversu oft — og hvaða nefndar- fólk hefur staðið að þessum veiting- um á hverjum tíma. Hilmar Jónsson, bókavörður ( Keflavík, tekur við bókunum af Birgi Þór Runólfssyni. Ljósm.: Einar Falur lngólfsson Keflavík: Heimir gefur bækur Kedavík, 7. marz. FYRIK nokkru afhenti Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Keflavík, Bæjar- og héraðsbókasafni Keflavík- ur og Bókasafni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, nokkrar bækur að gjöf. Var það gert í tilefni þess að hinn 5. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að nokkrir ungir sjálfstæðismenn í Keflavík stofn- uðu félagið. Birgir Þór Runólfs- son, núverandi formaður Heimis, afhenti þeim Hilmari Jónssyni, bókaverði, og Jóni Böðvarssyni, skólameistara FS, bækurnar. FrétUriUri Jón Böðvarsson, skólameistari, tekur hér við bókunum af Birgi Þór Runólfssyni. Ljósm.: Kinar Falur Ingólfsson Egilsstaðir: Bifreiðaeftirlitið opnar útibú á Héraði Kgilsstöðum, 7. mars. Á LAUGARDAGINN var formlega opnað útibú Bifreiðaeftirlits ríkisins á Héraði. Það er til húsa hjá Felli sf. í Fellabæ norðan LagarfljóLsbrúar. Bifreiðaeftirlitsmaður var settur I. febrúar síðastliðinn, en hann heit- ir Herbert Hauksson, vélvirki að mennt, og starfaði áður á Yélaverk- stæöi Gunnars og Kjartans sf. á Eg- ilsstöðum. Þjónustusvæði Bifreiðaeftirlits ríkisins á Héraði er allt Fljóts- dalshérað og Norður-Múlasýsla öll. Þar fer fram almenn bifreiða- skoðun, umskráning bifreiða, öku- Sigurður Helgason, sýslumaður N-Múl. og bæjarfógeti á Seyðis- firði, flytur ávarp. próf og önnur sú þjónusta — sem bifreiðaeftirlitið almennt veitir. Á þjónustusvæði þessa útibús Bif- reiðaeftirlitsins munu vera skráð- ar rúmlega 2.000 bifreiðir. Fyrsti bifreiðaeftirlitsmaður- inn á Austurlandi tók til starfa árið 1946, Sigurður Sveinsson, og starfaði hann allt til ársins 1976 með aðsetri á Reyðarfirði — en umdæmi hans náði yfir Múlasýsl- ur báðar. Þegar Sigurður lét af störfum fyrir aldurs sakir 1976 tók við störfum hans Bóas Sig- urðsson, og flutti aðsetur Bif- Þráinn Jónsson, oddviti og hrepp- stjóri Fellahrepps, flytur ávarp. reiðaeftirlitsins þá til Eskifjarð- ar. Þar verða eftirleiðis sem hingað til höfuðstöðvar Bifreiða- eftirlits ríkisins í Múlasýslunum og er Bóas Sigurðsson umdæmis- stjóri þess, og annast auk þess al- mennt bifreiðaeftirlit í Neskaup- stað og Suður-Múlasýslu að Eg- ilsstöðum og öðrum Héraðshrepp- um í Suður-Múlasýslu undan- skildum. I umdæminu öllu munu vera um 5.000 bifreiðir skráðar. Bifreiðaeftirlitið á Héraði býr við allgóðar aðstæður hjá Felli sf. að Kauptúni 2 í Fellabæ. Auk af- greiðslu- og skrifstofuherbergis er þar aðstaða til skoðunar bif- reiða innan dyra. Nokkur fjöldi var við opnun úti- búsins á laugardag. Má þar til nefna umdæmisstjóra, Sigurð Sveinsson, fyrrum bifreiðaeftir- litsmann, sýslumann Norður- Múlasýslu, Sigurð Helgason, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, full- trúa hans, og eiginkonur þeirra, oddvita Fella- og Egilsstaða- hrepps, þá Þráin Jónsson og Svein Þórarinsson, auk lögreglu, öku- kennara, forráðamanna Fells sf. o.fl. Við opnunina flutti ávarp m.a. Sigurður Helgason, sýslumaður. Hann fagnaði tilkomu þessarar þjónustustofnunar og kvað það brýna nauðsyn að færa opinbera þjónustu sem mest til fólksins í hinum strjálari byggðum, svo að fólkið þyrfti ekki að sækja nauð- synlega þjónustu um óeðlilega Herbert Hauksson, bifreiðaeftirlitsmaður á Héraði og N-Múl., Bóas Sig- urðsson, umdæmisstjóri bifreiðaeftirlits í Múlasýslum og Sigurður Sveinsson, fyrsti bifreiðaeftirlitsmaður á Austurlandi. langan veg. Af þessu tilefni gat hann þess að innan tíðar yrði opnuð sérstök umboðsskrifstofa sýslumannsembættis Norður- Múlasýslu á Vopnafirði. Þá þakk- aði hann Þráni Jónssyni, oddvita Fellahrepps, sérstaklega fyrir öt- ult starf við stofnun þessa útibús Bifreiðaeftirlitsins. Þá flutti Þrá- inn Jónsson ávarp við þetta tæki- færi, Sveinn Þórarinsson, oddviti Egilsstaðahrepps, Sigurður Grét- arsson, fyrrum sveitarstjóri Fellahrepps, og Einar Rafn Har- aldsson, sem er ökukennari auk Herberts Haukssonar, bifreiða- eftirlitsmanns. — Ólafur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.