Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 2

Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Raforkunotkun jókst um 9,73% á sl. ári HEILDARRAFORKUNOTKUN landsmanna jókst um 9,73% á síóasta ári, þegar hún var samtals um 3.575 Gigawattstundir, borid saman við 3.258 Gigawattstundir á árinu 1981. Langstærstur hluti raforku- notkunarinnar er í formi for- gangsorku, sem var um 3.398 Gigawattstundir á síðasta ári, borið saman við 3.108 Gigawatt- stundir á árinu 1981. Aukningin milli ára er því liðlega 9,33%. Almenn notkun í forgangsorku var á síðasta ári um 1.558 Giga- wattstundir, borið saman við 1.460 Gigawattstundir á árinu 1981. Aukningin milli ára er þvi um 6,71%. Stórnotkun jókst nokkru meira, eða um 11,65%, en hún var um 1.840 Gigawattstundir á síð- asta ári, borið saman við 1.648 Gigawattstundir á árinu 1981. Raforkunotkun ÍSAL jókst um 8,41% á síðasta ári, þegar hún var 1.366 Gigawattstundir, borið sam- an við um 1.260 Gigawattstundir á árinu 1981. Raforkunotkun Is- lenzka járnblendifélagsins jókst um 29,21% á síðasta ári, þegar hún var um 261 Gigawattstund, borið saman við 202 Gigawatt- stundir á árinu 1981. Raforkunotkun í formi afgangs- orku var um 177 Gigawattstundir á síðasta ári, borið saman við 150 Gigawattstundir á árinu 1981. Aukningin milli ára er því um 18%. Þar af var raforkunotkun ís- lenzka járnblendifélagsins f formi afgangsorku um 161 Gigawatt- stund og hafði aukizt um 19,26% úr 135 Gigawattstundum. Raf- orkunotkun ÍSAL í formi afgangs- orku jókst um 6,67% á síðasta ári, þegar hún var 16 Gigawattstundir, borið saman við 15 Gigawatt- stundir á árinu 1981. Eimskips 566 þúsund tonn á síðasta ári Heildarflutningar Eimskips árið 1982 voru 566 þúsund tonn, eða nokkru minni en árið áður, er þeir voru 646 þúsund tonn. Samdráttur- inn er um 12%. Flutningar ársins skiptust þannig, að innflutningur var 304 þúsund tonn, útflutningur 251 þúsund tonn, flutningur milli er- lendra hafna 4 þúsund tonn og strandflutningur 7 þúsund tonn. Auk þess var umhleðsluflutningur hér innanlands á inn- og útflutningsvöru 20 þúsund tonn. Ef bornir eru saman flutningar ársins 1982 við árið á undan, þá varð talsverð minnkun á útflutn- ingi, aðallega vegna samdráttar í útflutningi á sjávarafurðum og áli. Innflutningur jókst aftur á móti um 2%. Strandflutningar á vegum félagsins voru svipaðir og árið á undan. Dregið var verulega úr flutningum milli erlendra hafna. í upphafi ársins 1982 voru 19 eigin skip í flutningum á vegum félagsins til og frá landinu og inn- anlands, en að auki hafði félagið tvö skip á fastri leigu. Leiguskipin voru Junior Lotte, sem var í Am- eríkusiglingum, og frystiskipið Hofsjökull, sem félagið hefur ver- ið með á leigu mörg undanfarin ár. í apríl 1982 tók félagið síðan á leigu Helgey frá Reykhólaskip og í marz samdi félagið um leigu á Mare Garant í stað Junior Lotte. Á meðfylgjandi stöplariti sést nokkuð glögglega hvernig þróun flutninga hefur verið síðan 1978, þegar heildarflutningar félagsins voru um 590 þúsund tonn. Þeir minnkuðu síðan niður í 562 þús- und tonn árið 1979, en jukust síð- an verulega 1980 og námu samtals 663 þúsund tonnum. Voru síðan 646 þúsund tonn 1981, eins og áður sagði og 566 þúsund tonn í fyrra. Frá aðalfundi Samvinnubankans, sem haldinn var fyrir skömmu. Samvinnubankinn: Innlán jukust um 55,9% og útlán um 59,1% 1982 HEILDARINNLÁN í Samvinnubankanum námu 773,9 millj. kr. í árslok 1982 og höfðu aukist um 55,9%, samanboriö við 72,6% árið áður. Spariinnlán jukust um 65,8%, en vcltiinnlán aðeins um 15,3%. Heildarútlán bankans í árslok 1982 voru 610,0 millj.kr. og höfðu þau hækkað um 226,5 millj. kr. eða 59,1%. Samsvarandi aukning árið áður var 85,4%. Þessar upplýsingar koma fram í frétt Samvinnubankans eftir aðalfund. Ennfremur kemur fram: Skipt- ing útlána eftir útlánsformum var sem hér segir í árslok 1982: Víxiilán 5,2%, yfirdráttarlán 5,4%, alm. verðbréfalán 27,8%, vísitölubundin lán 37,3%, af- urðalán 23,6% og önnur útlán 0,7%. Stofnlánadeild samvinnufélaga, sem er sérdeild innan bankans, út- hlutaði á 11. starfsári sínu 13 lán- um að upphæð 33,6 millj. kr., sam- anborið við 22 lánveitingar að upphæð 27,4 millj. kr. á árinu 1981. Bundin innstæða bankans i Seðlabankanum nam 213,2 millj. kr. og hafði hækkað um 83,2 millj. kr. á árinu 1982. Á viðskiptareikn- ingi við Seðlabankann skuldaði bankinn 0,7 millj. kr. um áramótin auk 19,4 millj. kr. skammtímavíx- ils. Afurðarlán og önnur lán endurseld Seðlabankanum námu í lok ársins 118,6 millj. kr. Inneign Samvinnubankans hjá Seðlabank- anum umfram endurseld lán og skammtímaskuldir var því sam- kvæmt framangreindu 74,5 millj. kr. í árslok 1982. Afkoma bankans á árinu 1982 var viðunandi miðað við aðstæður. Að meðtöldum hagnaði stofnlána- deildar nam hreinn tekjuafgangur 8,8 millj. kr., samanborið við 6,8 millj. kr. árið áður. í þessu sambandi ber að taka tillit til nokkuð breyttra upp- gjörsreglna, auk þess sem bankinn greiddi nú í fyrsta sinn sérstakan skatt skv. lögum 65/1982 að upp- hæð 4,2 millj. kr. Samkvæmt ákvörðun bankaráðs var 1,7 millj. kr. ráðstafað í sér- stakan afskriftareikning. 1 vara- sjóð voru lagðar 4,4 millj. kr., en þá var óráðstafað af hagnaði árs- ins 2,7 millj. kr. Hlutafé var í árslok 14,1 millj kr. og hafði hækkað um 6,6 millj. kr. vegna útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, en varasjóðir og aðrir eigin- fjárreikningar námu 43,4 millj. kr. Samtals nam eigið fé Sam- vinnubankans og stofnlánadeildar í árslok 57,5 millj. kr. og jókst um 21,4 millj. kr. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 5% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutabréf. Þá var samþykkt tillaga frá bankaráði þess efnis, að gefin verði út á árinu 1983 jöfnunar- hlutabréf að upphæð 14,1 millj. kr., sem jafngildir 100% aukningu á hlutafjáreign hluthafa. Heildarveltan, þ.e. fjár- magnsstreymið gegnum bankann, nam á árinu 16,8 milljörðum kr. og jókst um 63,1%. Færslu- og af- greiðslufjöldi var 2,9 milljónir og hafði vaxið um 7,0%. Viðskipta- reikningar voru í árslok orðnir 70.227 og fjölgaði um 4.856. Starfsmenn við bankastörf voru 174 í árslok, þar af 33 í hálfs- dagsstörfum. Af þessum 174 starfsmönnum störfuðu 14 beint fyrir Samvinnutryggingar. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og stofnlána- deildar og skýrði einstaka þætti þeirra. ♦ i * „Afkoma verzlana á síðasta starfs- ári var lakari, en á því síðasta“ sagði Magnús E. Finnsson, framkvæmda- jóri Kaupmannasamtaka íslands, á aðal- ndi samtakanna á dögunum serðust aðilar að Vinnuveitenda- „AFKOMA verzlana á síðasta starfsári var heldur lakari en árið áður. Veltuaukning var að meðaltali minni, en kostnaðarhækkanir mikl- ar,“ sagði Magnús E. Finnsson, frarakvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, m.a. í skýrslu sinni á aöalfundi samtakanna í síðustu viku. Magnús E. Finnsson sagði, að lækkun álagningar um það 10% í ágúst sl. hafi haft veruleg áhrif á afkomu greinarinnar. „Þá er ljóst, að erfiðleikar landsmanna í efna- hagsmálum koma einna fyrst fram hjá smásöluverzluninni, sem minnkandi velta. Það er ekkert sem bendir til þess nú, að eitthvað rofi til í þessum málum innan tíð- ar, þess í stað má búast við enn meiri samdrætti," sagði Magnús ennfremur. Magnús sagði í skýrslu sinni, að fjárhagur samtakanna hefði verið nokkuð góður á síðasta ári, þótt tap hafi orðið á reglulegri starf- semi vegna gjaldfærslu á skuldum fram yfir tekjufærslu á peninga- legum eignum. í skýrslu Magnúsar kom enn- fremur fram, að í stað Kjararáðs verzlunarinnar, sem lagt var niður þegar Kaupmannasamtökin og Félag íslenzkra stórkaupmanna stofnað svokallað Samstarfsráð og í því ráði eigi sæti formenn og framkvæmdastjórar Kaupmanna- samtakanna, Félags íslenzkra stórkaupmanna og Vinnuveit- endasambands íslands. „Sam- starfsráðið er nauðsynlegur vett- vangur verzlunarsamtakanna til þess að ræða sameiginleg hags- munamál samtaka viðskiptalífs- ins,“ sagði Magnús ennfremur. „Eins og endranær voru verð- lagsmálin snar þáttur í starfi samtakanna á liðnu starfsári. Á árinu var breytt lögum frá 1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta verzlunarhætti. Er hér um að ræða breytingu á meðferð mála hjá verðlagsyfirvöldum, þannig að svokölluð þriggja- mannanefnd komi í stað sam- keppnisráðs. Þriggjamannanefnd- inni er veitt heimild til þess að gera tillögur til Verðlagsráðs um breytingar á verðlagningu, svo sem að gefa verðlag frjálst. Verð- lagsráð getur tekið ákvarðanir um breytingar á þeim samþykktum, sem í gildi eru, þ.e. gildandi verð- lagsákvæðum, ákvæðum um há- marksverð, og þegar samkeppni er að mati ráðsins nægileg til þess að Magnús E. Finnsson tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag, getur ráðið fellt verðlagningu á vöru og þjón- ustu undan verðlagsákvæðum," sagði Magnús E. Finnsson enn- fremur. Magnús lýsti ennfremur þeirri skoðun sinni, að bagalegt væri fyrir Kaupmannasamtökin, að eiga ekki fulltrúa í Verðlags- ráði til að koma á framfæri skoð- unum sínum í þeim efnum og til að hafa tækifæri til að hafa áhrif í veigamestu málum, sem skipta smásöluverzlunina mestu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.