Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 51 Smásala jókst um 0,4% í Bretlandi í febrúarmánuði SMÁSALA jókst um 0,4%, í magni talið, í Bretlandi í febrúarmánuði sl., samkvæmt upplýsingum viðskipta- ráðuneytisins brezka, en ef miðað er við febrúarmánuð fyrir ári síðan er aukningin um 4,1%. Vísitala smásöluverzlunar var í febrúar 110,5 stig, en var 110,1 stig í janúar sl. og 106,1 stig í febrúar 1982. í þessum tilfellum er miðað við vísitölu 100 árið 1978. Söluaukning í svissneskum efnaiðnaði 1982 LÍTILSHÁTTAR söluaukning varð hjá efnaiðnaðarfyrirtækjum í Sviss á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum svissneska iðnaðarráðuneytisins, en hins vegar var um lítilsháttar fram- lciðsluminnkun að ræða. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum jókst sala efnaiðnaðarfyr- irtækja um u.þ.b. 2% á síðasta ári, en til samanburðar var söluaukn- ingin um 10,6% á árinu 1981. Hins vegar varð um 1,1% fram- leiðsluminnkun á síðasta ári, sam- kvæmt bráðabirgðaniðurstöðum, en til samanburðar var um 4,2% aukning í framleiðslu á árinu 1981. Tekjur í millj. króna á verðlagi 82 1982 1981 1980 1979 Fastafjármunir í millj. króna á verðlagí 82 niiimrrni--iiiii«iiMMi Veltufjár- 4 / • hlutfall I 1,31 ! - r,. ■ . : i | ! > ! EBHUnHr ! f | 0.80 | °*79 jir Eigið fó i % af heildar- fjármagní 34% Skyringar; • Velto*|Árti!otfail veltufjárrnunir / fjkanmtirriaskuWir • VerAiag er umreiknaö til ársins 1982 miðflð við byggingarvlsitðiu Bætt staða Eimskips Stöðug tekjuaukning Bætt veltufjárhlutfall Bætt eiginfjárstaða EIMSKIPAFÉLAG íslands birtir þetta tölulega yfirlit í ársskýrslu sinni, sem lögð var fram á aóalfundi félagsins sl. mánudag. Yfirlitið þarf í sjálfu sér ekki skýra mikið, en þó er vert að benda á þá jákvæðu þróun, sem hefur orðið í tekjum félagins, sem hafa stöðugt vaxið undanfarin fjögur ár, þegar þær eru skoðaðar á verðlagi síðasta árs. Ennfremur er athyglisvert hvernig veltufjárhlutfall féíagsins hefur stórlega batnað og er orðið 1,31% á síðasta ári, sem verður að teljast mjög gott. Þá hefur eigin- fjárhlutfall félagsins ennfremur batnað verulega sl. þrjú ár og var 34% á síðasta ári, eftir að hafa verið 29% og 30% árin þar á und- an. Það var að vísu 38% árið 1979. Fastafjármunir félagsins voru heldur minni á síðasta ári, reikn- aðir á þess árs verðlagi, en árið þar á undan og er aðalástæðan sú, að skipum félagsins hefur fækkað, auk þess sem endurmat skipa og fasteigna hefur breytt myndinni. Borgarnes: 3 sóttu um lóðir í ár í stað 20 á undanfórnum árum Borgarnesi, 21. mars. Á UNDANFÖRNUM árum hefur Borgarneshreppur úthlutað lóðum fyrir 20—25 íbúðir á hverju ári en nú í ár hefur orðið mikil breyting þar á. í janúar var auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum sem óskuðu að fá úthlutuðum lóöum á þessu ári. Aðeins 3 einstaklingar gáfu sig fram en auk þeirra óskuðu 2 byggingarfyrirtæki eftir lóðum undir söluhús. Þessi litla eftirspurn eftir lóð- um kemur mjög á óvart, því mikill húsnæðisskortur er í Borgarnesi og nánast slagsmál um hverja íbúð sem losnar. Þetta staðfestir hinsvegar það sem ýmsir hafa haldið fram að fyrir venjulegt fólk hafi aldrei verið erfiðara að eign- ast þak yfir höfuðið en nú. Ástæð- urnar liggja í augum uppi, þau föstu lán sem fólk á kost á hrökkva ekki fyrir nema litlum hluta byggingarkostnaðarins og verður fólk því að fjármagna mis- muninn með skammtímalánum, ef þau á annað borð eru fáanleg, sem fólkið fær síðan í hnakkann með fullum þunga verðtryggingarinnar á þeim tíma þegar verst stendur, á byggingartímanum. Hinsvegár er vitað að margir þeirra sem ekki treysta sér til að fara út í eigin húsbyggingu nú hyggjast sækja um íbúðir í verka- mannabústöðum þeim, sem hér er í undirbúningi að byggja. Er ekki að furða, því með þeim hætti er hægt að komast yfir íbúðir á allt öðrum og betri kjörum en til boða standa á almennum markaði. Enda hefur því fjármagni sem ætlað er til lánasjóða húsbyggj- enda verið beint í síauknum mæli til verkamannabústaðakerfisins, til að úthlutunarstjórar verka- lýðsins geti látið ljós sitt skína en vel að merkja, það er gert á kostn- að hinna sem vilja á eigin fótum koma sér upp þaki yfir höfuðið. Að sögn Gísla Kjartanssonar oddvita Borgarneshrepps var á síðasta ári lokið við byggingu 6 einbýlishúsa, 2 raðhúsa og 11 íbúða í fjölbýlishúsi, samtals eru þetta 19 íbúðir. Auk þess var lokið smíði 3 iðnaðarhúsa og viðbygg- ingum Hótels Borgarness og Sparisjóðs Mýrarsýslu. í byrjun þessa árs eru 35 einbýlishús í byggingu í Borgarnesi, 3 raðhús, 9 íbúðir í fjölbýlishúsi, 2 iðnaðar- hús, skrifstofuhús Rafveitu Borg- arness, viðbygging Dvalarheimilis aldraðra, stórgripasláturhús og myndarleg olíustöð Skeljungs við Borgarfj arðarbrú. HBj. Það fín’er í rauðum engrófaí samloku brauó—unum Dm7 volgum og vae — num má G7 vel flnna U — mlnn f -a—> -—j- -o—• >—3—I •—3- Cft= .... f> H fe.----.-f c—t.t * •» —aajj' p~t— y——-+—i—h—1 * á ■■■*■ J ÖII - um bæ - num — —. Þessi samloku brauð eru Samsölubrauð—. c° Dm G —.1— ' 3_' ^.1—, •—3—• •—3—• ■—3—• — K -3- í fín'er í rauð - um en Dm7 Lag: Gunnar Þórðarson Texti: AUK. Þínar eigín samlokur, fínar eða grófar eftír uppskrift á umbúðunum eða eígín höfðí. Samlokubrauð - beint úr ofnínum. SAMSÖLU BR.1I l> n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.