Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
57
Guðmundur og Valgerður horfin
af sjónarsviðinu. Húsaskipun orð-
in önnur, bræðurnir tveir, sem ég
minntist frá haustkvöldinu 1928
teknir við en samur var mynd-
arbragurinn á þessum heimilum
báðum og samur áhuginn að veita
alla þá aðstoð, sem við þurftum til
þess að störf okkar mættu bera
sem mestan árangur. Næstu tvö
sumrin mátti svo heita að Hoffell
væri heimili mitt og að fráteknu
bernskuheimili mínu hef ég ekki
annars staðar unað hag mínum
betur. Til heimilis var ég þá hjá
Rögnu og Leifi, en hafði jafnframt
mikið samband við Helga og fjöl-
skyldu hans. Sömu gestrisni, sömu
hjálpsemi og hlýju mætti ég hjá
öllum á þessum merkilegu heimil-
um. Nokkrum sinnum fór ég á fjöll
með Helga og einum tvisvar sinn-
um með þeim bræðrum báðum 1
gömlu silfurbergsnámuna. Það
kom þá oft í ljós að þeir réðu yfir
náttúrufræðilegri þekkingu, sem
margur háskólamenntaður mætti
vera stoltur af.
Árin liðu og öðru hvoru gafst
mér tækifæri að gista Hoffell eftir
að ég flutti alfarið heim. Þangað
var alltaf gott að koma og alltaf
fór ég þaðan með söknuði og von
um endurfundi. Svo féll Leifur frá
löngu fyrir aldur fram. Eftir hann
varð mikið tóm, því honum hafði
ég kynnst nánar en nokkrum
hinna einmitt í sambandi við
rannsóknirnar á Hoffellssandi.
Mig grunaði að ekki hefði dvöl
okkar orðið þeim hjónum ábata-
söm og innti Leif eftir því. Hann
taldi sig hafa farið sæmilega út úr
þessu fjárhagslega og bætti við:
„Ég hef haft gott af að kynnast
þessu fólki." Tilsvör sem þessi eru
táknræn fyrir Leif í Hoffelli.
Fleiri en einum leiðangri komu
þeir bræður til hjálpar við jökla-
rannsóknir og grunar mig að
stundum og jafnvel oftast hafi það
gefið þeim lítið í aðra hönd og
stundum með vissu minna en ekk-
ert, en aldrei heyrði ég þá álasa
þeim, sem sumir hverjir vissu lítið
út i hvað þeir voru að fara er þeir
lögðu á Vatnajökul. í mesta lagi
að þeir minntust á sum atvik í því
sambandi með góðlátri kímni —
svo voru þeir Hoffellsbræður.
Eftir fráfall Leifs bjó Ragna
áfram í íbúð þeirra og þangað
flutti Sigurbjörg, föðursystir
Leifs. Undu þær sér vel saman.
Nokkrum sinnum lét Ragna þau
orð falla að hún vonaðist til að ég
skrifaði eitthvað um Leif látinn og
það ætlaði ég svo sannarlega að
gera og gerði raunar nokkrar til-
raunir en gafst jafnóðum upp því
aldrei fannst mér ég geta lýst
Leifi svo sönnum manni sem hann
var. Ég veit að þetta urðu Rögnu
nokkur vonbrigði — og nú er hún
sjálf horfin og þessar fátæklegu
línur því helgaðar minningu þess-
ara mætu hjóna. Mörgum mætum
manni hef ég kynnst bæði erlendis
og hérlendis, mörgum sem ég
hefði viljað hafa mér til fyrir-
myndar, en engum hefði ég frem-
ur viljað líkjast en Leifi í Hoffelli.
Það var einstaklega jafnt ákom-
ið með þeim hjónum Rögnu og
Leifi og sambúð þeirra svo góð að
slíks hygg ég fá dæmi. Endurreisn
Hoffellskirkju var Rögnu og raun-
ar öllu Hoffellsfólkinu mikið
hjartansmál og mikið þráði Ragna
að mega lifa þann dag að því verki
væri lokið. Nú höguðu forlögin því
svo að jafnframt því sem kirkjan
var endurvígð þann 11. ágúst 1981
var Ragna sjálf þar vígð til hinstu
hvíldar við hlið Leifs. Sem næst
hálfu ári áður hafði Helgi þar
einnig fengið sitt hinsta hvílurúm.
Um hvílustað þessa fágæta
mannkostafólks standa voldug
fjöllin vörð og skýla þeim gróðri,
sem það hlúði með nærgætni að.
Mér hafa kynnin af þessu fólki
orðið dýrmætari en ég fái lýst.
Þakklæti fyrir það allt er mér
jafnan efst í huga, þakklæti, sem
mig vantar orð yfir.
Og lífið heldur áfram sinn
órjúfandi straum. Nýjar kynslóðir
hafa tekið við í Hoffelli og byggðin
stækkað. Mikið gleðiefni er það að
sjá það og reyna að ekki virðist sú
kynslóð ætla í neinu að verða eft-
irbátur hinna, sem á undan eru
gengnar. Það er bjart yfir Hof-
felli. Megi heill og hamingja fylgja
þeirri byggð.
„Markmið þessarar grein-
ar er að reyna að skil-
greina hugtakið uppeldis-
fræði og afmarka stöðu
uppeldisfræðinnar sem
sjálfstæðrar fræðigreinar
innan samfélagsvísinda.
Einnig viljum við sýna
fram á umfang uppeldis-
fræðinnar sem sjálfstæðr-
ar fræðigreinar.“
mynda- og menningarsaga þeirra
atburða í fortíðinni, sem fjalla um
hvernig kerfisbundin áhrif mennt-
unar og uppeldis hafa þróast
gegnum aldirnar. Stjórnmála-
ástand, stéttaskipting í þjóðfélag-
inu, vísindalegar framfarir o.s.frv.
verður að taka með í reikninginn
þegar saga uppeldisfræðinnar er
könnuð. Aðalatriðið er að rann-
sóknin snúist um kerfisbundin
áhrif menntunar og uppeldis en
minna máli skiptir hvernig rann-
sóknirnar eru framkvæmdar. Það
er þetta síðasta atriði sem skilur
að almennar sögurannsóknir og
rannsóknir á sögu uppeldisfræð-
innar.
Samanburðaruppeldisfræði er sú
grein uppeldisfræðinnar sem fjall-
ar um samanburð á kerfisbundn-
um áhrifum mennta og uppeldis
milli landa og milli menningar-
svæða. Samanburðaruppeldis-
fræðin á það sameiginlegt með
sögulegum rannsóknum uppeldis-
fræðinnar, að báðar útskýra at-
burðarásina frá sögulegu sjónar-
horni. Þetta vegna þess að hug-
mynda- og menningarsaga hvers
og eins þjóðfélags liggur til
grundvallar fyrir því hvernig
kerfisbundin áhrif menntunar og
uppeldis mótast.
Námsmat og ferlisrannsóknir.
Ástæðan fyrir því að námsmat og
ferlisrannsóknir reiknast sem
sjálfstætt rannsóknarsvið innan
uppeldisfræðinnar er að hér snýst
rannsóknin um sambandið milli
markmiðs og árangurs ásamt því
námsferli sem leiðir til þess
árangurs. Vegna eðlis þessara
rannsókna er nauðsyn að taka til-
lit til fleiri þátta úr kerfisbundn-
um áhrifum menntunar og upp-
eldis en í flestum öðrum uppeldis-
fræðilegum rannsóknum. Munur-
inn á námsmati annars vegar og
ferlisrannsóknum hins vegar er í
því fólginn að í því fyrrnefnda
fléttast saman markmið og árang-
ur í samanburðarskyni, en í því
síðarnefnda beinist rannsóknin að
námsferlinu í því skyni að komast
að því hvað gerist frá því að
markmið er sett upp þar til árang-
ur liggur fyrir.
Hér hefur verið stiklað á stóru
um hlutverk uppeldisfræðinnar,
en við vonum þó að okkur hafi tek-
ist að varpa ljósi á þá þætti sem
einkenna uppeldisfræðina og sem
skapa henni sess sem sjálfstæðri
fræðigrein meðal annarra samfé-
lagsvísinda.
Við ritun þessarar greinar höf-
um við stuðst við:
Brubacher, J.S. 1966: A Historv of Problems
of txturalion New York: McGraw-Hill.
Dahllöf, U. 1970: Utbildningsanalys och ut-
bildningsplanering. Stockholm: Statens
Offentliga Utredningar, SOU 1970: 22.
Sjðstrand, W. 1975: Introduktionskurs till
pedagogiken. Stockholm: Natur och Kul-
tur.
Höfundar þessarar greinar starfa vid
uppeldisfræðideild háskólans I Upp-
sölum.
Útivist á
Snæfellsnesi
Útivistarhópur leggur af stað í göngu á Snæfellsjökul.
— eftir Kristján M.
Baldursson
Ferðafélagið Útivist heldur uppi
kraftmikilli starfsemi allt árið. I
ferðaáætlun félagsins má lesa að
ekki sé síður lögð áhersla á ferða-
lög á öðrum árstímum en sumrinu.
Að mörgu leyti hefur einmitt verið
um að ræða brautryðjendastarf í
vetrarferðum. Mest eru þetta ferð-
ir sem allir geta tekið þátt í og
allir hafa gaman af. Sérstök
áhersla hefur verið lögð á Snæ-
fellsnesferðir bæði að hausti og
vori. Vorferðirnar sem svo má
kalla eru um páska og hvítasunnu.
Þar sem páskarnir nálgast er ætl-
unin í þessari stuttu grein að
kynna páskaferðina sérstaklega.
Fjölbreytni í náttúru Snæfells-
ness ætti í sjálfu sér að vera nóg
til að laða ferðalanginn til sín en
þar kemur fleira til. Allt frá upp-
hafi hefur bækistöð Útivistar í
ferðum þangað verið félagsheimil-
ið Lýsuhóll í Staðarsveit. Eftirfar-
andi vísa sýnir að það er einnig sú
góða aðstaða til gistingar sem þar
er sem dregur ferðalanga Útivist-
ar til sín. Vísan er ort af hinum
þjóðkunna ferðagarpi og rithöf-
undi Hallgrími Jónassyni.
Enn mig fýsir í það skjól
og þar hýsing taka.
Yfir Lýsu hýrum hól
heilladísir vaka.
Staðsveitungar eiga þakkir
skyldar fyrir að ljá Útivist félags-
heimilið fyrir farþega sína og er
vonandi að svo verði áfram. Auk
nægjanlegs gistirýmis á Lýsuhóli
er þar gott eldhús með flestu til-
heyrandi. Við húsvegginn er ný
sundlaug og heitur pottur með
hinu heilsusamlega ölkelduvatni.
Stutt er að aka frá Lýsuhóli til
að skoða mörg af náttúruundrum
Snæfellsness. Þá er líka hægt að
fara í gönguferðir frá félagsheim-
ilinu. Stutt er að ganga niður að
ströndinni, en þar má oft sjá seli
bylta sér í hafrótinu. Það er hægt
að fara bæði í léttar og strangar
gönguferðir upp í fjallgarðinn t.d.
á Helgrindur, Smjörhnúk og Lýsu-
hyrnu. Þá er og gaman að fylgja
gömlu þjóðleiðunum yfir í Grund-
arfjörð t.d. Arnardalsleið. Útsýnið
er stórfenglegt af fjallgarðinum,
ekki síst ef horft er niður til
Grundarfjarðar með því tilkomu-
mikla Kirkjufelli.
Páskaferð Útivistar er 5 dagar,
þar sem farið er úr bænum á
skírdagsmorgun, og komið til baka
á annan í páskum.
Þeim tíma er auðvelt að verja
því náttúra Snæfellsness er svo
margbreytileg að þó menn eyddu
öllum sínum fríum margra ára,
nægði það varla til að kynnast öll-
um sérkennum þess.
Konungur þeirrar náttúru er
Snæfellsjökull. Bæði mikilfeng-
leiki hans og ekki síst dularkraft-
ur laðar menn til sín. Um páskana
er einmitt heppilegur tími til að
ganga á hann.
Sú ganga tekur um 4 klst. ef
farin er algengasta leiðin sem
liggur upp hjá Stapafellinu.
Jökulgangan er ógleymanleg og
fæstum ofviða sem á annað borð
vilja eitthvað á sig leggja. Þar sem
um margra daga ferð er að ræða
fylgir því sá kostur að hægt er að
bíða hagstæðustu veðurskilyrða
til uppgöngu. Það er því ekki þörf
á að binda sig við einn ákveðinn
dag.
Ferð sem þessi er við allra hæfi,
því þeir sem ekki vilja á fjall eða
jökul eiga úr nógu að velja við
ströndina. Margir sem um Snæ-
fellsnes hafa farið þekkja staði
eins og Búðir, Stapa, Lóndranga
og Djúpalónssand. En hversu
margir hafa skoðað Sönghelli,
Öndverðarnes með brunninum
Fálka, Einarslón, Tröllakirkjuna
og Völundarhúsið við Dritvík? í
páskferðinni er einmitt líka farið
um lítt kunna staði. Á kvöldin er
heldur engin þörf á að láta sér
leiðast. Þá eru haldnar ekta Úti-
vistarkvöldvökur með tilheyrandi
leikjum, sögum, söng, myndasýn-
ingum og dansi. Að lokum má geta
þess að nýverið hefur verið reist
skíðalyfta á Fróðárheiði. Það er
því tilvalið að taka skíðin með og
gildir það jafnt um svig- sem
gönguskíði.
Auk ferðar á Snæfellsnes verða
einnig páskaferðir í Öræfasveit og
Þórsmörk. Sjáumst.
K.M.B.
Aðalfundur Félags blikksmiða:
Mikið átak gert í
fræðslumálum
AÐALFUNDUR Félags blikk-
smiða var haldinn 17. mars sl.
Kristján Ottósson var einróma
endurkjörinn formaður og er það
tólfta árið hans, sem formaður Fé-
lags blikksmiða.
Aðrir í stjórn eru: Guðmundur
Jónatansson, Helgi Jónsson,
Sverrir Hafsteinsson og Sigtrygg-
ur P. Sigtryggsson.
Aðalmál fundarins var kaup-
skerðing ríkisstjórnarinnar sem
átti sér stað á síðastliðnu ári og
voru fundarmenn mjög svartsýnir
á þá stefnu sem nú ríkir í kjara-
málum og þá deyfð og svefn sem
einkennir forystu verkalýðshreyf-
ingarinnar nú.
Þá voru fræðslumálin mikið
rædd, en þar hefur blikksmiða-
stéttin gert mikið átak til batnað-
ar.
Á fundinum var samþykkt eft-
irfarandi ályktun:
„Aðalfundur í Félagi blikk-
smiða, haldinn 17. mars 1983,
fagnar þeim áföngum sem þegar
hafa náðst í samkomulagi milli
sveina og meistara í blikksmíða-
iðninni, dags. 8/12 ’82 um rétt-
indamál blikksmiða.
Með þessu samkomulagi er
mörkuð 5 ára samstarfsáætlun
sveina og meistara. Markmiðið er:
— Fjölga nemum í blikksmíða-
iðn.
— Auknar kröfur til fræðslu- og
prófnefndar í blikksmíða-
iðninni.
— Efla blikksmíðakennslu í
iðnskóla.
— Aðildarfélög auki tengsl sín
við iðnskóla.
— Fylgt verði eftir að nemar fái
kennslu á námstíma.
— Aðstoða nema við starfsval.
— Koma á fót eftirmenntunar-
og símenntunarnámskeiðum
fyrir starfandi blikksmiði.
— Útgáfa upplýsingarits um
blikksmíðaiðnina.
— Halda sameiginlega fundi,
a.m.k. einn á ári, í öllum
blikksmiðjum næstu 5 árin.
Fræðslunefnd í blikksmíði hef-
ur lokið námsskrárgerð í fagbók-
legri kennslu í iðnskóla, en á mik-
ið verk óunnið þar sem er
Kristján Ottósson
námsskrá í verklegri kennslu
blikksmíðanema.
Fræðslumiðstöð iðnaðarins er
ekki nýtt sem skyldi, en er orðin
vel búin til kynningar og út-
breiðslustarfsemi.
Fræðslumiðstöðin hefur því
markmiði að þjóna að eftir-
mennta iðnaðarmenn, en hefur
ekki getað sinnt hlutverki sínu
sem skyldi sökum fjárskorts.
Því skorar fundurinn á iðnað-
arráðherra að veita meira fé til
Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins til
að efla íslenskt handverk."
(KrétUKilkvnninj{)