Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Einræði höfðatölu
eða virk atkvæði
— eftir Þórarin
Lárusson, Akureyri
Ef dæma má eftir sérstæðri
framhaldssögu Jóns Baldvins
Hannibalssonar (JBH) alþing-
ismanns í Morgunblaðinu að und-
anförnu (9. 10. og 11. mars sl.) er
ljóst, að hann er gæddur óvenju-
ríkum hæfileika til þess að skapa
opinn umræðugrundvöll og eggja
menn fram á ritvöllinnnn.
Aðferð Jóns helgast einkum af
því að gefa í sífellu, að því er virð-
ist, vísvitandi og augljósan
höggstað á sér. Eru þá mörg járn í
eldinum, svo sem það að sleppa
augljósum og veigamiklum rökum
úr ákveðinni umræðu, dulbúa
ískrandi háð með lofgjörð en nota
í sömu andrá slíkan tvískinnung
sem rök á meðan aðrir eru sakaðir
um falsrök, og þegar mestur er
gállinn á honum, gerir hann sér
upp heimsku, svo að eitthvað sé
nefnt.
Þegar gætt er að þeim lág-
markskröfum sem gera verður til
skynsemi þingmanns, verður
margt af því, sem JBH lætur
þarna á þrykk fara, varla túlkað á
annan hátt en eitthvað í framan-
sagða veru, nema ef vera skyldi þá
tegund rökblindu, sem gjarna er
kennd við framagirni, og verður
vikið að síðar.
Þótt ekki sé til annars en að
skýra nokkuð nánar áðurnefnda
túlkun á skrifum Jóns, verður hér
tæpt á nokkrum atriðum, en jafn-
framt beiðst forláts á óskipulegri
og handahófskenndri umfjöllun.
Á einum stað sakar JBH þá,
sem benda á ójafnrétti milli
landshluta, sem hann kýs að
„dramatisera" með því að kalla
„að þeir séu að ala á sundurþykkju
og úlfúð milli landshluta", um að
þeir séu, í því sambandi, að gera
illt verk „með því að höfða til til-
finninga og bera fyrir sig falsrök".
Við JBH vitum það báðir, að fólk
gefur lítið fyrir þessi svokölluðu
grundvallarmannréttindi, sem
jafnt kosningajafnvægi er gjarna
túlkað, án tillits til annarra þátta
en höfðatölu, þegar það flytur sig
nær kjötkötlunum. Falsrök JBH
fyrir vilja kjósenda í landinu um
kosningaréttinn birtast einna
gleggst í því veðri, sem hann gerir
út af niðurstöðu hinnar dæma-
lausu „skoðanakönnunar" Sam-
taka áhugamanna um jafnan
kosningarétt. Sem betur fer áttaði
fólk sig almennt á þeim skrípaleik,
sem þarna var á ferðinni, þótt
JBH láti sem hann geri það ekki
og hampar því að rúmur helming-
ur þátttakenda (55%) vilji jafna
„Hann passar sig hins
vegar á því að nefna ekki
að skoðanakönnunin fór
einungis fram í Reykjavík
og á Reykjanesi og alveg
sérstaklega á því að nefna
ekki það, sem hlýtur að
hafa valdið Samtaka-
mönnum hvað sárustum
vonbrigðum, þar sem var
eindæma léleg þátttaka,
þegar gætt er að löngum
skilafresti seðla og sí-
byljuáróðri í sjónvarpi, út-
varpi og blöðum allan tím-
ann.“
atkvæði milli landshluta að fullu.
Hann passar sig hins vegar á því
að nefna ekki að skoðanakönnunin
fór einungis fram í Reykjavík og á
Reykjanesi og alveg sérstaklega á
því að nefna ekki það, sem hlýtur
að hafa valdið Samtakamönnum
hvað sárustum vonbrigðum, þar
sem var eindæma léleg þátttaka,
þegar gætt er að löngum skila-
fresti seðla og síbvliuáróðri i «ión-
varpi, útvarpi og blöðum allan
tímann.
Þetta afhroð varð að sjálfsögðu
til þess að í Samtakamönnum
heyrist ekki múkk. Engum er ljós-
ara en þeim að gögn þeirra eru
falsrök, og verri en engin, fyrir
þeirri útkomu, sem þeir neyttu
allra bragða til þess að gull-
tryggja. Má nefna fjárbetl hjá um
40 stærstu einkafyrirtækjum í
Reykjavík til þess að geta stundað
gegndarlausan áróður fyrir eigin
málstað, þar á meðal í sjálfu
dreifibréfinu. JBH hælir þeim
hins vegar fyrir framtakið með
því að láta á þeim bera í fyrir-
sögnum greina sinna og hvetur þá
óspart til dáða að beita áhrifum
sínum. Þetta er auðvitað ekkert
annað en argasta háð.
Annað er það í málflutningi
þingmannsins, sem er athyglis-
verðast vegna þagnarinnar —
bilsins á milli línanna. Auðvitað
veit Jón þetta eins vel og aðrir og
sýnir hann þarna mikla óeigin-
girni með því að eftirláta öðrum
að bæta hér um.
Sem inngang að hnossi þessu,
verður freistast til að minnast ögn
á setningu í grein JBH, sem er um
leið ágætt dæmi um að þingmað-
urinn gerir sér upp heimsku.
Hann spyr, að því er virðist til
þess að slá ryki í augu þeirra, sem
sjá tengsl milli félagslegrar að-
stöðu og atkvæðisréttar:
„Hefur einstæð móðir í Breið-
holtinu greiðari aðgang að alþing-
ismanni sínum eða meiri áhrif á
alþingi en t.d. atvinnurekandi á
Þórshöfn eða Kópaskeri? Vænt-
anlega hvarflar ekki að neinum að
halda því fram,“ ... skrifar Jón.
Ekki þarf nú merkilegri aðferð en
að hafa skipti á einstæðri móður
og atvinnurekanda til þess að
mpnn orannrí ohtí tA
Þórarinn Lárusson
aðstöðumun gruflandi, og verður
setningin þá svona:
Hefur atvinnurekandi í Breiðholt-
inu greiðari aðgang að alþing-
ismanni sínum eða meiri áhrif á
alþingi en t.d. einstæð móðir á
Þórshöfn eða Kópaskeri? Hér má
vekja athygli á því að verulegar
líkur eru á því að þingmaðurinn
fyrir Norðurlandskjördæmi eystra
sé úr Reykjavík, nú eða þá klúbb-
félagi Reykvíkingsins og gætu því
báðir lagst á eitt í reddingum.
„Þórshafnarævintýrin" fara ekki
hátt, gerist þau innan múra í
musteri hins verðandi borgríkis
vors.
Að þessum inngangi loknum að
samsæri þagnarinnar, verður
næst fyrir að vitna í tilburði JBH
til að tíunda kosti og galla þéttbýl-
is og dreifbýlis. Þar er þess vand-
lega gætt að kafa ekki of djúpt, til
fulltingis sannleikanum. Enginn
neitar því að hvor staðurinn hefur
til síns ágætis nokkuð, þótt gallar
fylgi, eins og öllum okkar mann-
anna verkum, — og jafnvel guðs,
— ef við tökum sköpunarverk
hans með í myndina og þar með
talda okkur Jón báða (bið Jón for-
láts, skjátlist mér í þessu).
Þögnin er hins vegar rofin, —
samsærið afhjúpað — líti menn til
reynslunnar sem í þessu efni sem
öðru er ólygnust. Eða eftir hverju
er allt blessað fólkið að sækjast á
suðvesturhornið, jafnvel á „lág-
launasvæðið" í gömlu Reykjavík,
sem Jón kallar svo (nefnir þó ekki
nágrannabæina og Reykjanesið),
þar sem mannréttindi gagnvart
atkvæðisrétti eru svo bágborin.
Það er einmitt í þessu sem Jón
eftirlætur öðrum að grafa upp
hundinn, þótt hann viti eflaust um
gröfina eins og aðrir. Sem sagt,
fólk flytur þaðan sem afkomu-
möguleikar, félagsleg þjónusta og
önnur mannréttindi eru minni
þangað sem þau eru meiri — al-
gjörlega án tillits til þess hvaða
áhrif krossinn á atkvæðaseðlinum
hefur. Svo geta Jón og aðrir í
kjarabaráttu sinni býsnast yfir
„ofríki minnihlutans" eins og til-
vonandi þingmaður krata í
fólkið, sem eftir situr úti í dreif-
býlinu, þegar það maldar í móinn
við „réttlátum kröfum" um aukið
vald á vandræðahorninu, á kostn-
að þess. Ég þori að fullyrða að Jón
faer ekki mörg atkvæði út á þessa
afstöðu, þótt í höfuðborginni sé,
því að enn ríkir gagnkvæmt traust
og skilningur milli almennra borg-
ara í landinu, þótt pólitíkusar og
aðrir hagsmunahópar og dekur-
börn virðist einskis svífast ef það
er vatn á myllu þeirra, hvort sem
það er í formi frama, auðhyggju
eða bara duttlunga.
Allur almenningur veit að það
þarf að leita langt út yfir landa-
mæri hinna títtnefndu nágranna-
landa okkar — þau sem við gjarna
helst berum okkur saman við — til
þess að finna land þar sem önnur
eins byggðaröskun hefur orðið, og
er að eiga sér stað, yfir á eins lítið
landsvæði og afmarkast af
Reykjavík og Reykjanesi í hlut-
falli við önnur byggileg landsvæði.
Þessi þróun er síst í rénun ef
marka má tölur Hagstofunnar um
fólksflutninga milli landshluta
fyrir sl. ár.
Sem sagt, síbylja allra flokka
síðustu áratugi um „jafnvægi í
BÆTT MEÐFERÐ -
BETRA HRAEFNI
1000 LÍTRA
KAR
NORM—X 1000 er tvöfalt kar, einangrað
og styrkt með polyurethane: Karið er úr
sterkasta fáanlegu plastefni, þverbundnu
polyethylene, sem hefur sama höggþol í
40 C frosti og við stofuhita.
■ ' V
' ". ■ '
-p— —L_,. I—l BE TTTT tj
\
FYRIRLIGGJANDI MEÐ
STUTTUM FYRIRVARA:
NORM-X 1000 lítra kar.
NORM-X 750 lítra kar með sérhönnuðu loki.
NORM-X saltfiskspallur sem læsanlegur er á
NORM-X 1000 ker.
KOSTIR UMFRAM ÖNNUR
KER Á MARKAÐINUM:
• Stærri setflötur, styrktar innfellingar.
• Sérhönnuð lyftaragöt auðvelda vinnu.
• Afskorin, rúnnuö horn varna skemmdum.
• 3ja gráðu halli á botni tryggir fullkomna tæm-
ingu.
Auðvelt að herða og losa
sponsutappa.
Fáanlegur vörupallur sem
lokar kerinu.
Mjög auðvelt að þrífa.
Betra hráefni—aukið geymsluþol
styttri löndunartíma—
meiri hagræðingu í landi
LYNGÁSI 8 — GARÐABÆ — SÍMI 53822