Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 15

Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 63 byggð landsins" er hjóm eitt, þeg- ar til kastanna kemur. Þjóðríki er að breytast með vax- andi hraða í borgríki (þessu halda mun fleiri fram en framsóknar- menn, þótt JBH virðist halda ann- að — hann ætti að spyrja Karvel flokksbróður). Gallar þéttbýlis virðast léttvægir miðað við kost- ina. Hér duga engin vettlingatök lengur, og nú tek ég undir með Jóni Baldvin er hann tíundar út á hvað pólitísk barátta fyrir jöfnun lífskjara skuli ganga, en það er: „Að færa vald, fjármuni og ábyrgð frá stjórnarskrifstofum ríkisins (Alþingi, stjórnarráði og sérfræð- ingastofnunum) til sveitarfélaga og fjórðunga" og í öðru lagi að bæta samgöngur verulega úti á landsbyggðinni. Þetta er fallega sagt, en mikil kokhreysti, ef Jóni dettur eitt augnablik i hug að samfara vax- andi borgríkisformi og kröfunni um fulla jöfnun á atkvæðavægi og sjálfkrafa leiðréttingu þar á, mið- að við höfðatöluna eina, sem verð- ur ekki til annars en að herða enn meir á þeirri óheillaþróun, verði þessum fáu landsbyggðarhræðum einn góðan veðurdag færð völd, fjármunir og ábyrgð (nema á því sem miður fer) á silfurfati upp í sveit? Gerir JBH sér í raun fulla grein fyrir því að væri um fulla jöfnun atkvæða að ræða miðað við fólks- fjölda væru 36 þingmenn í R-vík og R-nesi og þar af leiðandi 24 úti á landi — og kæmu þá harla fáir í hlut fámennustu ícjördæmanna. Sjálfsagt má möndla þetta eitt- hvað með breyttri kjördæmaskip- an eins og fjórðungaskiptum JBH og Gylfa Þ., en það er eins og að skvetta vatni á gæs, miðað við aðrar og róttækari breytingar. Án þeirra mundi ekki líða á löngu, kannski nokkrir áratugir, áður en svo til allir þingmenn sætu í R-vík og R-nesi. Að einblína á kjörorðið „einn maður — eitt atkvæði", sem í sjálfu sér er ómögulegt í raun, án tillits til ýmissa annarra þátta, er því út í hött og alveg sérstaklega við okkar aðstæður, þar sem áróð- ur fyrir slíku stefnir í hreint sjálfskaparvíti. Fyrir utan íbúatölu kjördæma og atkvæðisbæra menn, er nauð- synlegt að líta á stærð kjördæmis- ins og samgöngumöguleika innan þess og fjarlægð frá Alþingi og öðr- um stjórnsýslustöðvum. Meira að segja Danir taka tillit til stærðar kjördæma, þegar atkvæði á bak við hvern þingmann er ákveðið, og er varla hægt að segja að þar séu veruleg dreifbýlisvandamál á ferðinni. Þeir kunna hins vegar að byrgja þann brunn, sem mörland- inn er að falla ofan í. Rökin fyrir að taka tillit til fleiri þátta en fólksfjölda ættu að vera hverjum manni augljós. Reikna má með að ekki sé allur munur á fjölbreytni mannlífs og mannlegra athafna innan hvers kjördæmis. Þetta, eitt og sér, krefst ákveð- innar lágmarkstölu fulltrúa á þjóðþingið, t.d. 2—3 þingmenn í hvert kjördæmi, algjörlega óháð fólksfjölda í þeim hverju fyrir sig. Síðan kemur til kasta þess að finna sanngjarna deilitölu fyrir hvert kjördæmi á grundvelli fólks- fjölda, stærðar, samgöngumögu- leika, fjarlægðar frá Alþingi o.s.frv. Slík skipting, þótt langur vegur sé frá því að jafnt vægi yrði miðað við höfðatöluna eina, er mun raunhæfari og réttlátari vegna þess að það eru virk atkvæði sem gilda. Sem dæmi má taka, að þótt þrjú eða fjögur atkvæði séu að baki þingmanni á Reykjanesi mið- að við eitthvert dreifbýliskjör- dæmið, þá segir það ekkert um raunverulega og lýöræðislega virkni á bak við hvert atkvæði. Sem sagt, við Jón erum mjög sammála um að jafna atkvæða- vægið í landinu, þótt afgerandi munur sé hins vegar á túlkun og aðferð. Augljóst er, að höfuðkostur hins virka vægis, sem hér hefur lítil- lega verið reifað, stuðlar að dreif- ingu byggðar, a.m.k. svo fremi fólk gefi eitthvað fyrir margnefnt vægi yfirleitt. Leiðir þá af sjálfu sér að gagnstæð þróun, borgríkisþróun, er alvarlegasti ljóður á leið Jóns og annarra síbyljumanna um einkarétt höfðatöluvægis, eins og meðlimir Samtaka áhugamanna um jöfnun kosningaréttar og reyndar sjálfrar stjórnarskrár- nefndar með nýjan spútnik — kandidat Reyknesinga, dr. Gunnar G. Schram í broddi fylkingar. Nefna má hér, að hafi þjóðrétt- arprófessorinn unnið sér þetta sæti á Suðurnesjum vegna áróðurs síns um jöfnun atkvæðavægis út frá höfðatölunni einni saman, sumpart með falsrökum um slíkt vægi í „helstu nágrannalöndum okkar", og hlýtur hann þó að vita betur, er hann þangað kominn á mjög vafasömum forsendum, hvað þá þegar miðað er við það virka atkvæðavægi sem hér er til um- fjöllunar. JBH, Gunnar G. Schram og aðr- ir slíkir vita betur, en láta sann- gjörn rök lönd og leið af því að þeir hafa fallið í hina mjög svo hættulegu framagosagryfju, sem um leið lokar sjóndeildarhring manna. Vel á minnst — áður en látið verður staðar numið, skal loforð efnt, sem undirritaður gaf sjálfum sér eftir sjónvarpsþáttinn „Hátt- virtir kjósendur" 21. okt., 1980, sem Jón Baldvin stýrði, ekki síst þar sem fyrirbrigðið fellur vel að efni greinarinnar. „Stjórn" JBH í þeim þætti sýnir glögglega hvert blinda framagirninnar getur leitt menn til þess að misnota aðstöðu sína, en í framsögu sinni hélt Jón fram sjónarmiðum ýmsum er hann svo tíundar aftur í nefndri framhaldssögu í Mbl. um daginn. Sem sagt, stjórnandi þáttarins, sem á skilyrðislaust að vera hlut- laus — líkt og dómari í kappleik — hann gekk þarna í lið með öðru liðinu og skoraði í raun mark, áð- ur en þátturinn hófst, fyrir sína menn. Þjóðríkismaðurinn f leiknum var Kristinn Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar, en liðsmenn dómarans, borgríkis- megin, voru Davíð Oddsson, nú- verandi borgarstjóri í Reykjavík, sem í raun átti að vera eini mót- spilari Kristins, Sigurður Lfndal lagaprófessor, sem skýrði stjórn- arskrána og átti að virka sem eins konar línuvörður, en svindlaði óspart á Kristni, og svo kom Gunnar Thoroddsen, núverandi forsætisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar, og lýsti ýmsum tillögum þar. Þetta var dæmigert fyrir það vald, sem fjölmiðlar geta haft, sé þeim beitt. Að lokum nokkur orð til Sam- takanna jafnrétti milli landshluta (SJL. Ath. ekki áðurnefnd Samtök áhugamanna um jafnan kosn- ingarétt): Fyrst af öllu er lýst ánægju með það, hversu fólk hefur tekið vel við sér í öllum kjördæmum varðandi það markmið að fólk öðlist sömu afkomumöguleika óháð búsetu. Þetta er og verður langtímaverk- efni og því lengur sem framagosar og ýmsir hagsmunaaðilar eru óbilgjarnari. Fyrsta og síðasta skrefið verður að skapa raunsæja umræðu um sameiginleg markmið - þjóðarheildarinnar til endurreisn- ar sönnu þjóðríki á íslandi. Ágætu félagar í SJL, látið til ykkar taka og í ykkur heyra. Akureyri 16/3 1983, Langflestir Frakkar hjálpuðu and- spyrnumönnum beint eða óbeint — eftir Christian G. Favre Ég verð hér að lýsa yfir undrun minni varðandi fréttaflutning í ríkissjónvarpinu. í fyrra skrifaði ég i Lesbók Morgunblaðsins út af hinum ömurlega Kastljósþætti f sambandi við sjónvarpsþættina „Helförin". Sá þáttur átti að fjalla um Gyðingahatrið, en í rauninni var hann dulbúin tilraun til að hvítþvo nazista af hryllingsódáð- um þeirra um leið og var leitast við að gera lítið úr Gyðingdómi. En í Kastljósi 18. febrúar sl., varð- andi Klaus Barbie, var farið með rangar fréttir, fljótfærnislegar ályktanir um afstöðu Frakka yfir- leitt og andspyrnuhreyfinguna. Fyrir utan það var tónninn í þess- um „þætti" blandinn svívirðingu gagnvart frönsku þjóðinni. Ekki síst vegna þess, að nazistaglæpa- maðurinn átti lokaorðið, þar sem hann ítrekaði, að hann hefði ekki gert neitt annað en skyldu sína. í kastljósi var sagt orðrétt: „ ... hefur verið á það bent, að ekki verði hjá því komist að væntanleg réttarhöld í máli Barbie leiði til einhvers konar uppgjörs Frakka við fortíðina. Þeir munu meðal annars horfast í augu við þá stað- reynd, að þeir sem tóku virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni voru aldrei nema brot af frönsku þjóðinni. Langflestir beygðu sig undir hernámið, annað hvort með því að leiða það hjá sér eða með samvinnu við Þjóðverja. Engar tölur eru til um fjölda andspyrnu- manna í Frakklandi...“ Til er fjöldi bóka — bæði í Frakklandi og víðar f Evrópu um sögu þessa dimma tímabils. Einn- ig eru til skýrslur um fjölda and- spyrnumanna, bæði í Bretlandi og Frakklandi. Til eru þar að auki samtök andspyrnumanna, Frjálst Frakkland, þar sem allir er tóku þátt í andspyrnu, eru skráðir og hafa nú allir (og allar) félagsskírt- eini. Barbie-málið mun alls ekki leiða til neins uppgjörs við fortíð- ina, það gerðist nefnilega á árun- um milli 1945 og 1947, með hjálp leyniþjónustu Breta, Rússa, Frakka, Bandaríkjanna og Gyð- ingasamtaka. Samkvæmt tölum þáverandi réttarhalda náði fjöldi samvinnuþýðra Frakka tæplega 8%, en jafnvel meðal þeirra höfðu sumir ekki neitt til saka annað en að hafa ekki sagt upp starfi sínu, (t.d. f gæzlustörfum, lögreglunni og ýmsum iðnaðargreinum), af ótta við hefndaraðgerðir nazista. Sumir þeirra, er skotnir voru, urðu bara hræddir við að taka af- stöðu, þannig að þeir sem voru í raun og veru samvinnumenn, (í kringum Pétain, Lavalle ...), voru aldrei fleiri en 3—4% af þjóðinni. Langflestir hjálpuðu beint eða óbeint andspyrnumönnunum. Eft- ir frásögnum að dæma frá þeim tíma og eftir margvíslegum endurminningum Frakka, voru þeir ekki færri en 72% sem veittu einhverja aðstoð gegn kúgaranum, til dæmis með því að láta and- spyrnumenn frá upplýsingar, mat- væli eða stundum í neyðartilfelli húsaskjól í eina nótt eða tvær. Um 10% voru svo lafhræddir að þeir „leiddu þetta tímaskeið hjá sér“ — en margar eru sögurnar um hvernig jafnvel þessir gátu leikið á Þjóðverja, þegar tækifæri loks gafst. Um fjölda andspyrnumanna er nákvæmlega vitað. Strax árið 1940 voru þeir 57.600 í F.N.F.L. (Sam- tök frjálsra Frakka). Skömmu síð- ar bættust 23.000 F.F.I. (Frjáls herafli Frakklands). Fljótlega um áramótin ’40 jókst fjöldi virkra andspyrnumanna í 86.000. Eftir árás nazista á Sovétríkin bættust skyndilega allir kommúnistar í andspyrnuhreyfinguna. í rauninni áttu þeir ekki neinna kosta völ. Eftir að þeir hjálpuðu nazistum með öllum tiltækum aðgerðum að sigra Frakkland — t.d. með skemmdarverkum, njósnum um hernaðarstöðvar, og um iðnaðar- leyndarmál, áróður gegn and- spyrnuhreyfingunni og fyrir lepp- stjórn Vichys og fleira, tóku ástir milli Hitlers og Stalíns að kulna. Samkvæmt nýjum fyrirmælum foringjans, átti nú að útrýma kommúnistum. Með kommúnist- um varð fjöldi andspyrnumanna áætlaður um 160.000 strax í lok ’40. En að sjálfsögðu vildu komm- únistarnir aldrei láta skrá sig sem meðlimi í F.N.F.L. Flokkurinn eini hélt nákvæmar tölur um meðlimi sína í andspyrnunni. Vegna út- rýmingarherferða á hendur Gyð- ingum bættist einn hópur enn í andspyrnuhreyfinguna: flótta- menn frá Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Tvö önnur samtök voru mjög virk bæði í Frakklandi og Belgíu: Annars vegar B.C.R.A. (miðstöð uppljóstrana og beinna aðgerða). Hlutverk þess var að afla allra fá- anlegra upplýsinga um gerðir og ferðir nazista, að koma alls konar hermdarverkum í framkvæmd svo og skæruhernaður á hersveitir þeirra. í þessari deild voru alls 97 útvarpsfræðingar virkir til að viðhalda sambandi við herafla Bandamanna. Af þeim voru 38 teknir af lífi. Hins vegar „Líflína" sem hefur verið afar vinsæll sjónvarpsflokk- ur viða um heiminn. Hér vann smáhópur manna það stórkostlega verk að bjarga mönnum, að vísu fyrst og fremst flug- eða her- mönnum, úr klóm nazista, en einnig andspyrnumönnum og Gyð- ingum. Þessi hópur var um 2000 manns, en B.C.R.A. var 3600 manns. En eins og kom greinilega Christian G. Favre „Til er fjöldi bóka — bæði í Frakklandi og víðar í Evr- ópu — um sögu þessa dimma tímabils. Einnig eru til skýrslur um fjölda and- spyrnumanna bæði í Bret- landi og Frakklandi." fram í sjónvarpsflokknum, hefði þessi litli hópur aldrei getað unnið gagnlegt verk, hefði hann ekki fengið hjálp og aðstoð frá íbúum landsins. En hver myndi telja í hóp andspyrnumanna, krakka, sem voru ef til vill að bera bréf eða skilaboð milli stöðvanna, unga fólkið, stundum kornungt, sem hætti lífi sínu til að koma matar- körfu á felustað nokkurra flótta- manna eða andspyrnumanna. Af þessum 5600 leyniþjónustumönn- um, það vill svo heppilega til að ég þekki nokkra meðal þeirra, er fús- ir voru að láta mér öll gögn í té), náðu nazistar, (einkum Klaus Barbie), aðeins 800. Sumir voru pyntaðir til dauða, hinir voru hálshöggnir á götu með öxi, eins og fyrir 300 árum. Þegar menn vita hve fullþróað útrýmingartæki Gestapo var, fer ekki á milli mála, að án virkrar hjálpar þjóðarinnar hefðu hinir 4800 (82%) ekki slopp- ið í gegnum eina þaulhugsuðustu njósnadeild heims. Sama er að segja um and- spyrnuhreyfinguna í heild; án þátttöku íbúa landsins hefði starf- semi andspyrnumanna aldrei ver- ið jafn árangursrík. Furðuleg virðist þó sú staðreynd, að margur fann í geigvænlegum kringum- stæðum kjarkinn til að bjarga lífi flóttamanns eða slasaðs her- manns, þ.e.a.s. þegar á reyndi. Til dæmis Nicolette B, (hún var þá tæplega 14 ára), sem hljóp 12 kíló- metra um miðja nótt í september 1943 til að sækja lækni fyrir særð- an andspyrnumann, meðan for- eldrar hennar földu hann í hlöð- unni. Saga hernumins Frakklands er ekki nema safn af slíkum „smá- hetjudáðum". Milli 1943 og 1944 skipulögðu samherjar nazista í Frakklandi S.T.O. (Her- og vinnuskylda), sem átti að gegna hlutverki herþjón- ustu. í rauninni voru þúsundir ungra manna sendir til Þýska- lands til að þræla annað hvort í vopnaverksmiðjum eða við bygg- ingu víglína og lagningu vega. Fljótlega kom í ljós að mikill meirihluti ungra manna kaus frekar að gerast liðhlaupar en að þjóna hernaðarframleiðslu naz- ista. Þessir áttu ekki heldur nokk- urra kosta völ: Þeir voru dæmdir til dauða af stjórninni. Þeir leit- uðu skjóls í andspyrnunni. Þar mátti reikna með allt að 150.000 manna liðsauka. Um leið og Bandamenn komust nær og nær nazistum, bættust æ fleiri í raðir andspyrnumanna. Á árunum 1944 til 1945 var fjöldi þeirra auk liðs- auka hvaðanæva talinn um 2,2 milljónir manna. Einnig kom fyrir, að lögreglu- foringjar eða öryggisverðir — er vitanlega voru skráðir hjá sam- vinnumönnum nazista í Vichy — hjálpuðu löndunum sínum að sleppa í gegnum línu Þjóðverja eða úr greipum Gestapo (sígilda myndin „Casablanca" er gott dæmi um þessa hugrókku menn, þótt hún sé tilbúningur.) 50 árum seinna virðast í Frakk- iandi, og meira að segja í nokkrum öðrum Evrópulöndum, nokkrir ör- smáir — en því miður mjög virkir — hægriöfgasinnaðir hópar (ný- nazistar, fasistar og fleiri hægri- samtök) vera að hefja áróðurssókn og það í tvöföldum tilgangi: ann- ars vegar að réttlæta glæpi naz- ista í heiminum og hins vegar að skapa gyðingahatur — og það með öllum tiltækum ráðum. t Frakk- landi reyna þeir núna að láta endurskoða réttarhöldin yfir Pétain marskálki og samverka- mönnum hans. Frá þeim berast eingöngu raddir um „nýtt upp- gjör“. Langflestir Frakkar hafa þjáðst bæði á sál og líkama af hernámi lands síns. Langflestir veittu innrásarliðinu mótspyrnu en á ólíka vegu. Ég veit um Frakka hérlendis sem hneyksluðust á ábyrgðarlaus- um fullyrðingum í sjónvarpinu, og ég get ímyndað mér — nema komi opinber leiðrétting — að eitthvað um ábyrgðarlausan fréttaflutning hér, birtist í blöðum þarlendis. Væri ekki kominn tími til, að þjóð- in fari að endurmeta vald og stöðu ríkisfjölmiðla, svo og einokun þeirra, sem tilsýndar miðast fyrst og fremst við áróðursstarfsemi og „desinformation". Videoson-málið finnst mér líka vera glöggt dæmi um stefnu ríkisvalds gagnvart skoðanafrelsi íslendinga og rétt þeirra á óháðum fréttum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.