Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 67 Alþýðubandalagið beitti sér gegn gjald- töku af gæsluvöllum 1982 Svar til Ingibjargar Rafnar — eftir Þorbjörn Broddason Það er þakkarvert þegar ein- hver úr hinum þögla meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn lætur frá sér heyra á opinberum vettvangi um málefni Reykvík- inga. Grein Ingibjargar Rafnar, sem birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag og fjallar um þá merkilegu tilgátu að Guðrún Helgadóttir teljist til leiftursókn- aríhaldsins, kallar þó fremur á andsvör en þakklæti. Spurningin um gjaldtöku á gæsluvöllum, sem upp kom í stjórnarnefnd dagvistar fyrir rétt rúmu ári, horfir nefni- lega töluvert öðruvísi við þeim sem lifðu þá atburði, en þeir virð- ast koma Ingibjörgu Rafnar fyrir sjónir þegar hún blaðar í gömlum fundargerðum. Á síðastliðnum vetri var rætt um það meðal stjórnenda og starfsliðs dagvista, að nauðsynlegt væri að fylgjast betur en áður með þeim fjölda sem sækti gæsluvell- ina í borginni. Grunur lék á að sumir vellir væru það lítið sóttir að jafnvel væri ástæða til að leggja þá niður og spara þannig umtalsverða fjármuni, sem síðan mætti nota til að koma upp nýjum gæsluvöllum þar sem þeirra væri meiri þörf. í þeirri umræðu kom upp sú hugmynd að ef tekið væri eitthvert málamyndagjald af börnunum sem sæktu vellina, mætti fá ailglögga mynd af tíðni Borgarnes: W Oðaverðbólgan leikur fjárhag hreppsins grátt — segir Gísli Kjartansson oddviti Borgarnesi, 21. mars. „GERT er ráð fyrir að tekjur Borg- arneshrepps hækki um 60,5% á þessu ári, en vegna hinnar gífurlegu verðbólgu sem nú er, verður veru- lega minna hlutfall teknanna eftir til framkvæmda, þegar rekstrargjöld hafa verið dregin frá, en verið hef- ur,“ sagði Gísli Kjartansson, oddviti Borgarneshrepps í samtali við Mbl. þegar hann var spurður um fjár- hagsáætlun hreppsins fyrir árið 1983 sem nýlega var tekin til fyrri um- ræðu í hreppsnefndinni. Gísli sagði einnig: „Sem dæmi má nefna, að í fjárhagsáætlun ársins 1982 var 27,5% teknanna eftir til framkvæmda, en nú eftir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun þessa árs eru 15,5% teknanna eft- ir til framkvæmda, þrátt fyrir að varlega hafi verið farið í verð- bólguspá. Þessi þróun er bein af- leiðing þeirrar óðaverðbólgu sem nú dynur yfir, því að stór hluti teknanna miðast við tekjur síð- astliðins árs. Það gefur auga leið, að verulegur samdráttur hlýtur að verða í framkvæmdum sveitarfé- lagsins í ár, en staða okkar er líka tiltölulega góð, þar sem mjög miklar framkvæmdir voru á síð- asta kjörtímabili. Sem dæmi má nefna, að nú er búið að leggja var- anlegt slitlag á 75% gatnakerfis bæjarins. Þessar miklu framkvæmdir undanfarin ár hafa að sjálfsögðu kallað á nokkra skuldasöfnun, sem við teljum ekki réttlætanlegt að auka, við þær óvissu aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu. Aðspurður um helstu fram- kvæmdir á vegum Borgarnes- hrepps í sumar, sagði Gísli: „Ekki er búið að ganga frá fram- kvæmdaáætluninni að fullu enn, en þó má segja að helstu fram- kvæmdir á þessu ári séu mikið til fyrirfram ráðnar. Þar má nefna viðbyggingu grunnskólans, sem vonast er til að takist að ljúka að mestu á árinu. Framkvæmdum við höfnina verður að halda eitthvað áfram, væntanlega verður keypt stálþil, en óvíst er með hvort það verður rekið niður í sumar. Stefnt er að því að ljúka viðbyggingu skrifstofuhúss Rafveitu Borgar- ness og Borgarneshreppur verður væntanlega eigandi þess að hluta. Auk þessara framkvæmda eru fyrirhugaðar einhverjar gatna- gerðaframkvæmdir í Bjargslandi og unnið verður áfram við að steypa gangstéttir og við snyrt- ingu opinna svæða." „Ég vil láta það koma fram að lokurn," sagði Gísli 'Kjartansson, „að fjárhagsstaða Borgarnes- hrepps er traust, þrátt fyrir þessa erfiðleika sem nú steðja að vegna óðaverðbólgunnar, enda vonum við að erfiðleikarnir séu aðeins tímabundnir." HBj. Fundur hjá lögfræðingum Fundur verður í Lögfræðingafé- lagi íslands á morgun, fimmtudag. Þar mun Eiríkur Tómasson hdl. ræða um takmarkanir á úrskurðar- valdi dómenda samkv. 60. gr. stjórnarskrárinnar. Gerir hann þar grein fyrir þeim takmörkunum, sem til þessa hafa veriö taldar á úrskurð- arvaldi dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda. Takmarkanir eru þess- ar: 1. Réttarfarsskilyrði, 2. Fullnaðarúrskurðarvald stjórnvalda, 3. Frjálst mat stjórnvalda. Þá mun Eiríkur Tómasson lýsa skoðunum fræðimanna og reifa allmarga nýlega hæstaréttardóma heimsókna þangað. Ekki veit ég til að nokkrum hafi dottið í hug að þarna væri verið að skapa tekju- lind fyrir borgarsjóð, líkt og Ingi- björg og flokkssystkini hennar standa nú fyrir. Fráleitt er að nefna þessa ársgömlu tillögu í sömu andrá og 10 krónu aðgangs- eyri Ingibjargar (hún er formaður stjórnarnefndar dagvistar). Hugmyndin um þessa mála- myndagjaldtöku fékk síðan já- kvæða afgreiðslu, bæði í stjórnar- nefndinni og í félagsmálaráði. Áð- ur en málið kom til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar tókum við Guðrún Helgadóttir það til umræðu í borgarmálaráði Alþýðu- bandalagsins, en það er allfjöl- menn samkoma sem hittist viku- lega. Þar varð niðurstaðan eftir ítarlega umræðu að ekki mundi svara kostnaði að innheimta hreint málamyndagjald, en að hinu leytinu kæmi ekki til greina að taka gjald sem nokkurn gæti munað vitund um. Loks var talið að leggja mætti mat á nýtingu gæsluvallanna með öðrum hætti, sem og var gert. Að þessari ein- róma niðurstöðu Alþýðubanda- Þorbjörn Broddason „í þeirri umræðu kom upp sú hugmynd að ef tekið væri eitthvert málamynda- gjald af börnunum sem sæktu vellina, mætti fá allglögga mynd af tíðni heimsókna þangað. Ekki veit ég til að nokkrum hafi dottið í hug að þarna væri verið að skapa tekjulind fyrir borgarsjóð, líkt og Ingibjörg og flokkssystk- ini hennar standa nú fyrir.“ lagsins fenginni, beitti Guðrún Helgadóttir sér fyrir því að tillag- an var tekin út af dagskrá borgar- stjórnar og síðan endanlega hafn- að, svo sem sjá má af fundargerð- um borgarráðs (16.03. 1982) og fé- lagsmálaráðs (25.03.1982). Eins og sjá má af þessari lýs- ingu fór umræðan um þetta til- tekna mál fram á mjög fjölbreytt- um vettvangi og í henni tóku þátt starfsmenn viðkomandi stofnana, kjörnir fulltrúar og fjölmennur hópur félagslega sinnaðra áhuga- manna um stjórnmál. Endanleg ákvörðun var tekin af réttum aðil- um, þ.e. borgarstjórn og borgar- ráði. Ég tel að þetta einfalda dæmi sé góður vitnisburður um þau lýðræðislegu vinnubrögð sem leitast var við að hafa í heiðri í starfi vinstri meirihlutans í boyg- arstjórn. Færi betur að Sjálfstæð- isflokkurinn í borgarstjórn til- einkaði sér þó ekki væri nema svolítinn skammt af þessum við- horfum. Vonandi hefur mér nú tekist að eyða furðuhugmyndum Ingibjarg- ar Rafnar um óvæntan liðsauka við leiftursókn hennar og félaga hennar gegn Reykvíkingum. Ingi- björg getur treyst því að hennar flokkur mun hér eftir sem hingað til bera einn heiðurinn af þeirri sókn. Undir lok greinar Ingibjargar bregður fyrir átakanlegu stílrofi. í heild sinni er hún skrifuð af skemmtilegri snerpu þar sem póli- tískt skæklatog og þröngsýni fléttast saman við fróðlegar upp- lýsingar, en síðustu málsgreinarn- ar eru úr allt annarri átt og eiga hvergi heima nema í Staksteinum. Manni verður hálfillt við að rekast á svoleiðis á skökkum stað í blað- inu. Reykjavík, 17. mars, 1983 til skýringar umræðuefninu. Á grundvelli þessa verður leitast við að gera grein fyrir því, hverjar séu í raun takmarkanir á fyrrgreindu úrskurðarvaldi dómstóla. Stang- ast þær niðurstöður a.m.k. að ein- hverju leyti á við hinar hefð- bundnu kenningar fræðimanna á þessu sviði, eins og segir í frétta- tilkynningu frá Lögfræðingafélag- inu. Fundurinn verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 24. marz í stofu 101 í Lögbergi, húsi laga- deildar háskólans og hefst kl. 20.30. •H KOMATSU ALLAR STÆRDIR OG GERDIR LYFTARA FRÁ KOMATSU Opið mastur Opna mastriö á Komatsu- lyfturunum veitir óhindrað útsýni. EIGUM TIL AFGREIÐSLU NÚ ÞEGAR: 21/2 tonna rafknúinn meö eöa án snúningsbúnaöar. 11/2 tonna rafknúinn meö eöa án snúningsbúnaöar. Fáanlegir meö margvíslegum aukabúnaöi. Margar aörar stæröir af diesel og rafknúnum lyfturum væntanlegar á næstunni. Aukiö öryggi á vinnustööum meö Komatsu. Varahluta og viöhaldsþjónusta. KOMATSU á íslandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiöshöföa 23. Sími: 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.