Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 73 fólk í fréttum + ísraelska söngkonan Ofra Haza varö hlutskörpust í keppninni um þaö hver skyldi veröa fulltrúi lands hennar í Eurovision- söngkeppninni í næsta mánuði. Hér er þaö mamma hennar, sem samfagnar henni meö úrslitin. + Bandaríska söngkonan Diana Ross varö alveg yfir sig hrifin þeg- ar Las Vegas-hóteliö Caesars Palace sendi henni demöntum skreytta eyrnalokka í þakkarskyni fyrir glæsilega söngskemmtun en brátt breyttist hrifningin í ofsa- bræöi. Þegar Diana ætlaöi aö tryggja demantana kom í Ijós, aö þeir voru falskir og einskis virði. Af þessu varö aö sjálfsögöu mikiö hneyksli og nú ætlar hótelstjórnin aö gefa Diönu í miskabætur dem- anta fyrir eina eöa tvær milljónir króna. + Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, er mikill áhugamaö- ur um útivist og heilbrigt líferni. Hann trimmar þegar hann hefur tíma til og skiptir þá ekki máli hvar hann er staddur þá og þá stundina. Hér er hann á haröa- hlaupum eftir borgarmúrum hinnar gömlu Jerúsalem, en til ísraels kom hann tilaö taka viö heiðursdoktorsnafnbót viö há- skólann í Tel Aviv. SPUNNIÐ UM STALIN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN felmtri sleginn: Ég? Já, þú, sagði ég. Og bjóddu Búkharin upp í dans! Krúsjeff reynir að malda í móinn. Og Búkhar- in hörfar undan. Ég sagði, bjóddu Búkharin upp í dans, félagi Krúsjeff! Ég var að segja þér: dansaðu! Stalín tekur hvíta rós úr vasa á borðinu, kastar henni á gólfið og hrópar: Dansiði á þessari hvítu rós. Krúsjeff og Bería hlýða. Félagarnir hvetja þá í dansinum, Stalín þó mest. Þeir setjast að dansi loknum, örþreyttir. Stalín snýr sér að Kaganovich, segir: Hvernig er orðsendingin frá Put- lendingum? Kaganovich svarar vandræðalega: Æ, ég er ekki búinn að líta á hana. En Stalín segir: Hef ég ekki sagt að menn eigi að koma vel undirbúnir á fundina? Hann ber í borðið og bætir við: Við eigum eftir að afgreiða tvö eða þrjú mál önnur. Hann snýr máli sínu að Túkhachevsky, segir: Stöndum við Putlendingum á sporði í framleiðslu skriðdreka? Vorosiloff svarar: Já, já, við crum komnir langt fram úr þeim. Stalín endurtekur orð sín: Stöndum við þeim á sporði, marskálkur? Túk- hachcvsky hugsar sig um. Og scgir svo: Ég veit það ekki. Ég hef spurt sjálfan mig þessarar sömu spurningar og látið gera úttekt á hergagnaframleiðslunni. Ég held við þurfum ekki að hrcykja okkur hátt. En ótti er ástæðulaus. Stalín segir: Hvað áttu við, ertu að ögra mér? Túkhach- evsky svarar: Ögra þér, félagi! Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug. Þú spurðir, ég svaraði. Stalín segir: Skálum fyrir hergagnaframleiðslu ríkisins. Hann segir við Krúsjeff: Þú drekkur of mikið, félagi. Þú ættir að fara varlega, áfengi skemmir lifrina. Þið eigið að taka við ríkinu af mér. Þið verðið að gæta þess að hafa hestaheilsu, annars gætuð þið kannski dáið á undan mér, til dæmis úr skorpulifur. Og nú hlær hann eins og óður maður. Og bætir við: Þið megið ekki spilla lifrinni, það er ekki nóg að gallblaðran sé í lagi, þótt það sé mikið af galli í ykkur. Þið verðið að standa þessum Hitler á sporði. Hann er við hestaheilsu. Krúsjeff segir drafandi, en hróðugur: Þú ert tíminn sjálfur. Og tíminn eldist ekki. Stalín segir með fyrirlitningu: Þú ert djöfullega gáfaður í aðra röndina. En stundum svo skrítinn að mig langar til að opna á þér hausinn og skoða í þér heilabúið. En nú kemur Molotov inn í fylgd með Vyshinsky og öryggisverði. Stal- ín tekur fagnandi á móti Molotov og segir: Þú kominn, félagi, loksins! Ég hélt þú ætlaðir aldrei að koma. Ég var að rcyna að spyrja, hvað hefði staðið í orðsendingu Put- lendinga, en það er eins og enginn hafi kynnt sér það. Molotov segir þurr á manninn: Sama röflið! Við þurfum ekkert að hugsa um það frekar en fyrri daginn. Gott, ágætt, scgir Stalín. Alltaf skalt þú létta af mér áhyggjum. Hvað eigum við að gera? Eigum við að gleypa þessa þrjá skika þarna, sem halda að þeir séu sjálfstæðir? Molotov svarar: Já, auðvitað! Til þess eru dilkarnir að éta þá, segir Stalín hróðugur og skálar við félaga sína, sem eru nú allir orðnir hinir kampakátustu. Hann víkur sér að Vyshinsky og segir: Hvað segir ríkissaksóknarinn? Allt ágætt, svarar Vyshinsky. Ég hef verið að lesa um frönsku byltinguna. Það er augljóst mál, að það lifir engin bylting af án höggstokksins. Stalín segir: Ríkissaksóknari, sem þekkir ekki sinn vitjunartíma, er eins og blautt púður. Og nú skulum við allir skála fyrir okkar heilögu móðurjörð, sem á þessari stundu — og ég lýsi því yfir — hefur stækkað um 103 þús. km:. Hvað segir yfirmaður hersins, Túk- hachevsky marskálkur, um þessa ákvörðun Æðstaráðsins og miðstjórnar flokksins? Túkhachevsky svarar: Það ætti ckki að vera nein fyrirhöfn. Við getum innlimað þessi ríki, hvenær sem er. En við skulum fara okkur hægt, það cr hyggilegt. Eistland, Lettland og Lithaugaland hafa alla tíð verið hluti af Rússlandi. Molotov tekur undir þessi orð, segir: Við yrðum ekki eins og útbelgd eiturslanga af að gleypa þessa skika. En Stalín segir: Bitinn er góður. Er nokkur hætta á styrjöld? Molotov svarar: Ekki held ég. En þú marskálkur, hvað segir þú? Hver veit? svarar Túkhachevsky og fer undan í flæmingi. Þá er að taka því, segir Stalín. Lifi friðurinn, lifi heimsfriðurinn! En við getum gleypt Finnland hvenær sem er, bætir hann við — svona! Og hann setur fingur hægri handar saman og KRAMHAI.D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.