Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 79
Lokakeppnin í 2. deild, neöri riðli:
— er KR sigraöi UMFN i Njarövik a föstudaginn
Johnson og Bill Kottermann. Sem
dæmi um lélegan varnarleik Njarðvík-
inga mætti nefna, að í eitt sinn skutu
KR-ingar 5 sinnum í röð að körfu
Njarðvíkinga, náðu knettinum ávallt
aftur og skoruöu svo úr sjöttu tilraun-
inni.
I’ liði Njarðvíkinga átti Bill Kotter-
mann stórleik, einkum i síðari hálfleik,
skoraöi 34 stig, þar af 25 í síðari hálf-
leik, hélt þá liðinu bókstaflega á floti
og kom í veg fyrir þurst. Gunnar Þor-
varðarson var traustur að vanda, og
stóð vel fyrir sínu. Þá var Árni Lárus-
son góður fyrstu 15 minúturnar en féll
svo niður i sömu ládeyðuna og aörir
leikmenn liösins, enda þá þegar kom-
inn með 4 villur, sem gæti hafa haft
sitt að segja. Aðrir leikmenn liðsins
voru í einu orði sagt lélegir, og átti
t.d. Valur Ingimundarson sinn léleg-
asta leik í vetur, skoraði aöeins 7 stig
úr 25—30 tilraunum. Þegar leikmaö-
ur eins og Valur, sem vanur er að
skora 20—35 stig í leik, á slíkan dag,
er ekki kyn þótt keraldið leki.
í liði KR-inga bar Stu Johnson höf-
uð og herðar yfir aðra leikmenn,
skoraði 47 stig. Má segja að Stu hafi
leikið við hvern sinn fingur i þessum
leik, virtist geta skorað þegar honum
bara datt það i hug, enda mótstaðan
ekki mikil. Jón Sigurösson og Garðar
Jóhannsson áttu báöir góöan leik,
Jón gerir þó einum of mikið af því að
tefja leikinn þegar KR er með yfir-
höndina. Þetta getur verið góð stjórn-
viska á stundum, en í þessum leik
þurftu KR-ingar ekki á þvi að halda.
pómarar i leiknum voru þeir Gunn-
ar Bragi Guðmundsson og Þráinn
Skúlason, og voru ekki bestu menn
vallarins. Eftir þennan leik, og svo
marga aöra í vetur, vaknar sú spurn-
ing, hvort íslenskir dómarar skilji ekki
ensku, eða séu hreinlega hræddir viö
bandarísku leikmennina.
Sem dæmi í þessum leik mætti
nefna, að Valur Ingimundarson fékk
dæmt á sig tæknivíti fyrir að segja 2
orð, en Stu Johnson samkjaftaði ekki
allan leikinn, og var ekki allt fallegt
sem hann sagöi, en ailt það hjal virtist
fara fram hjá dómurunum. Þetta er
því miður ekkert einsdæmi, og er
skemmst að minnast leiks Keflavíkur
og Vals sl. þriðjudag, þegar dómar-
arnir þorðu ekki fyrir sitt litla líf að
dæma fimmtu villuna á Tim Dwyer,
þrátt fyrir a.m.k. eitt mjög gróft brot.
STIGIN:
UMFN:
Bill Kotterinann 34, Gunnar Þorvaröaraon
20, Árni Láruaaon 12, Valur Ingimundaraon 7,
Áatþór Ingaaon 4, tngimar Jónaaon 4 og laak
Tómaaaon 3.
KR:
Stu Johnaon 47, Garöar Jóhannaaon 15,
Jón Siguröaaon 14, Páll Kolbemaaon 10,
Knatjár: Rjfnaaon 4, Þorateinn Gunnaraaon
4, Agú-Jt Líndal 2 og Birgir Guöbjörnaaon 2.
UMFN:
Gunnar Þorvaröarson ★★
Árni Lárusson ★
Ingimar Jónsson ★
KR:
GarðarJóhannsson ★★
Jón Sigurðsson ★★
Páll Kolbeinsson ★
• Sigrinum fagnað. Ríkharöur Hrafnkelsson og þjálfari Valsmanna,
Tim Dwyer, lyfta fslandsbikarnum í körfuknattleik eftir nauman sigur á
liði ÍBK í fyrrakvöld. Bikarinn er einn sá glæsilegasti sem keppt er um
í flokkaíþróttum hér á landi.
Sl. föstudag léku í íþróttahúsinu í
Njarðvík Njarövíkingar og KR síð-
asta leik sinn í úrvalsdeildinni í ár,
09 tryggðu KR-ingar sæti sitt í
deildinni með sigri yfir lélegu og
áhugalausu liöi Njarðvíkinga.
Áður en leikurinn hófst færðu
stúlkur úr 2. fl. kvenna, en þær uröu
islandsmeistarar í sínum flokki, Bill
Kottermann gjöf, en þetta var síðasti
leikur hans með Njarövíkurliðinu. i
upphafi leiksins hittu bæði liðin mjög
illa og var 2'A mínúta liðin af leiknum
þegar fyrsta karfan var skoruð. Var
þar að verki Valur Ingimundarson
fyrir Njarövík. Jafnræði hélst með liö-
unum fyrstu 7 mínúturnar, og staðan
þá 10:10. Þá tóku KR-ingar góðan
sprett og breyttu stöðunni í 10:16 á
einni mínútu. Eftir þaö leiddu
KR-ingar, mest meö 8 stigum, 21:29,
þar til 3V4 mínúta var eftir, en þá tókst
Njarövíkingum að jafna, 32:32, en KR
átti lokaoröiö í hálfleiknum, sem end-
aði 38:42 KR í vil.
KR-ingar hófu síðari hálfleikinn af
miklum krafti, og eftir 3 minútur
höfðu þeir náð 10 stiga forskoti,
44:54. Eftir það leiddu KR-ingar,
minnst með 5 stigum og mest með 15
þegar 2 mínútur voru til leiksloka,
78:93. Virtist sigur KR-inga aldrei í
hættu, enda voru Njarðvíkingar
óvenju lélegir, og þurftu KR-ingar alls
ekki aö leggja hart að sér til aö sigra
meö 14 stigum, en lokatölurnar urðu
84:98.
Þrátt fyrir háa stigaskorun, var
leikurinn daufur og leiðinlegur, og á
stigaskorunin rot sina aö rekja til lé-
legra varna og stórleiks þeirra Stu
Hart barist um hvert stig
FYRSTA lotan í úrslitakeppni 2.
deildar, b-riðill, var leikin aö
Varmá um helgina. Áttust þar viö,
Afturelding, HK, Ármann og Þór
frá Vestmannaeyjum. Lið Ár-
manns kom öllum á óvart og náði
beztum árangri út úr þessari lotu,
hlutu fimm stig, Afturelding fjög-
ur, HK tvö og Þór eitt.
Góöur sigur UMFA gegn
litlausu HK liði
Afturelding tók strax forystuna
gegn HK og gaf hana ekki eftir þaö
sem eftir liföi af leiknura.
Á 20 mín. var staöan 6:2 fyrir
UMFA, en þá kom slakur kafli hjá
Aftureldingu og HK voru nærri því
búnir aö jafna og á 25. mín. var
staðan 7:6, fyri UMFA.
Staðan í hálfleik 9:6.
Afturelding byrjaöi s.h. meö
miklum látum og komust í 13:7 á
35. mín.
HK-menn minnkuöu muninn og
hefðu meö smá heppni getaö jafn-
aö rétt fyrir leikslok. En allt kom
fyrir ekki sigur Aftureldingar var
staöreynd. Lokatölur 21:17.
Markahæstir: UMFA: Sigurjón
6/4, Magnús 4, Ingvar 3, Steinar 3.
Gunnar Páll
bætir sig
í 5000 m
GUNNAR Páll Jóakimsson hlaup-
ari úr ÍR bætti sinn bezta árangur
í 5 km hlaupi um 27 sekúndur á
frjálsíþróttamóti í San Jose í Kali-
forníu um helgina, hljóp á 15:10,4
mínútum.
Gunnar Páll varð þriðji af 11
keppendum, en hlaupið vannst á
14:52 mínútum. Gunnar Páll vann
alla keppendur síns skóla, San
Jose State University, en hann
var þó ekki gjaldgengur í stiga-
keppninni, hljóp með sem gestur.
Sennilega á Gunnar Páll eftir
að bæta um betur í vor, því hann
kvaöst ekki kominn í keppnisæf-
ingu, og rigning og leiðinda
gjóstur var er mótið fór fram.
— ágás.
HK: Kristinn 4, Ólafur 4/3,
Ragnar 3.
Ármann missti unninn leik
niöur í jafntefli
Ármenningar voru mjög
óheppnir aö ná ekki aö sigra Þór
frá Vestmannaeyjum. Þeir höföu
forystuna mest allan leikinn. En
harka og seigla þeirra eyjamanna
varö til þess aö þeir náöu ööru
stiginu. Þaö var Sigbjörn Óskars-
son sem skoraöi jöfnunarmark
Þórsara rétt fyrir leikslok. Staöan í
hálfleik var 11:9 fyrir Ármann.
Allan leikinn höföu Ármenningar
yfir meö tveimur og þremur mörk-
um, en þaö dugði skammt þegar á
reyndi. Lokatölur 19:19.
Markahæstir, Þór: Lars 8/2,
Sigbjörn 3, Gestur 3.
Ármann: Jón Viöar 4, Björn 4,
Bragi 3.
Enn voru Þórarar nærri
búnir aö jafna á loka- |
sekúndunum
Leikur HK og Þórs var Ijómandi
skemmtilegur og spennandi. Liöin 1
skiptust á um aö hafa forystuna í
fh. Upp úr því hafðist aö jafnt var í
hálfleik 10:10.
Á fyrstu 8 mínútunum í sh. skor-
aöi HK fjögur mörk gegn einu frá
eyjamönnum. Staöan 14:11.
Þórarar tóku aö jafna leikinn en
þaö tókst aldrei fullkomlega og því
fór sem fór. Þórarar brenndu af
tveimur góöum færum í lokin þeg-
ar möguleiki var á aö jafna. Loka-
tölur HK 19, Þór 18.
Glötuðu niður fjögurra
marka forystu og töpuöu
meö fjórum
Leikmenn Aftureldingar töpuöu
leik sínum fyrir Ármanni 28:24, eft-
ir aö staðan í hálfleik var 14:10
fyrir UMFA. Afturelding tapaöi því
sh. með 18 mörkum gegn 10.
Tvennt klikkaði aðallega hjá Aft-
ureldingu í sh., vörnin og þaö þeg-
ar STeinar Tómasson, heilinn á
bak viö leik UMFA er tekin úr um-
ferö riölaöist leikur liösins mjög.
Jón Viöar fékk aö ganga eins og
hann vildi í gegnum vörnina UMFA
í sh. enda skoraöi hann þá sjö
mörk.
Markahæstir, UMFA: Sigurjón
7, Jón 5, Lárus 4.
Ármann: Jón Viöar 9, Björn 6,
Haukur 5.
Markahæstir i leik Þórs og HK
voru: Þór: Lars 6/3, Siguröur 3,
karl, Páll, Óskar og Gestur 2 hver.
HK: Ragnar 8
4, Siguröur 5, Kristinn og Elvar 2
hvor.
Afturelding jaröaöi Þór
Þaö var engin spurning hvort
liðið mundi sigra í leik Aftureld-
ingar og Þórs þegar leiö á leikinn.
Afturelding byrjaöi mjög vel og
komst í 5:0. Á 18. mín. var staöan
9:3 fyrir UMFA. Þá kom góöur kafli
í leik Þórs og þeir minnkuðu mun-
inn í 9:7. Staöan í hálfleik var 11:8
fyrir UMFA.
Seinni hálfleikur var hrein ein-
stefna út í gegn og ekki vert aö
vera aö eyða oröum á slíka jaröar-
för. Lokatölur 32:19.
Markaskor UMFN: Lárus 10,
Sigurjón 6/3, Jón 5, Ingvar 6.
Þór: Sigurbörn 6, Karl 5, Lárus
4/1.
Öruggur Ármannssigur
gegn HK
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik.
Liöin héldust í hendur og jafnt var
á öllum tölum. Staöan í hálfleik var
10:10.
Fljótlega í sh. hóf Ármann aö
byggja upp forystu. Var hún örugg,
þetta 2—3 mörk. Sigur Ármanns
var fyllilega sanngjarn auk þess
sem hann var öruggur. Lokatölur
20:10.
Markahæstir, HK.: Ragnar 7/6,
Siguröur og Elvar 4 hvor.
Ármann: Jón Viðar 6, Björn 5/2,
Einar 4/2. — íben.
Staðan í 2. deild, b-riöiil er
þannig eftir leiki helgar-
innar:
HK 17 719 356:374 15
UMFA 17 539 361:373 13
Þór 17 458 348:371 13
Ármann 17 449 347:375 12
Næsta lota í b-ríðli 2.
deildar veröur um næstu
helgi í Ásgaröi. — íben.
Ljósmynd Kristján Einarsson.
• Þrjár efstu í flokki kvenna á fslandsmeistaramótinu í fimleikum. Frá
vinstri: Rannveig Guðmundsdóttir, Björk, sem varð í öðru sæti, hlaut
56,40 stig samanlagt. íslandsmeistarinn Kristín Gísladóttir, Gerplu,
hlaut 62,35 stig og Esther Jóhannsdóttir, Björk, sem hlaut 42,85 stig.
Fimleikar:
Sjö fara á alþjóðamót
UM NÆSTU helgi mun keppa á
alþjóðlegu fimleikamóti flokkur
frá fimleikadeild Ármanns. Mótið
fer fram í Luxemborg. Keppendur
eru frá félögum víða í Evrópu, svo
sem Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Þýskalandi og Luxemborg. Keppt
er í fimm aldurshópum. Þeir sem
fara eru:
í flokk 11 ára og yngri, Axel
Bragason, í flokk 12—15 ára Guö-
jón Guðmundsson, Jóhannes N.
Sigurðsson og Erlendur Þór
Ólafsson, í flokk 16—17 ára Guö-
jón Gíslason, í flokk 18—21 árs
Davíö Ingason og í flokk 22 ára og
eldri Jónas Tryggvason.
Er bæöi um einstaklings- og
flokkakeppni aö ræöa. Þetta er í
annað sinn sem tekið er þátt í
þessu móti. í fyrra varð Ármann í
10. sæti meö aöeins tvo keppend-
ur, en fimm keppendur eru reikn-
aðir til flokkseinkunnar.
Þjálfari hópsins er kínverjinn
Chen Sheng-jin.
Daufur og leiðinlegur leikur