Morgunblaðið - 10.04.1983, Qupperneq 28
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983
,, Hún Ma<5vinkona. olcfcAv er -enn einu
sinni c& Qa. \ vasanc\ Kans Cxvendcxr."
ásí er...
... ad gefa henni fyrsta
merkið um að vorið sé í
nánd.
TM Rao. U.S. Pat Off —all riohts reservsd
«1983 Los Angeles Tlmes Syndlcate
\)&// y-i ' —
l»etta er ekkert, þú ættir aö koma
niður í kjallarann!
Með
morgunkaffinu
HÖGNI HREKKVÍSI
„VAR.OU HelAA / "
Lýsi ábyrgð á hend-
ur samgönguráðherra
Jóhann Guðmundsson skrifar 6.
apríl:
„Velvakandi.
Hver skyidi trúa því að við lifum
á árinu 1983? Síðastliðinn laugar-
dag fyrir páska var hópur fólks
staddur í Skógarskóla undir Eyja-
fjöllum. Lagt var af stað til Reykja-
víkur um miðjan dag í besta veðri.
Ekki var útvarp í þeim bíl, sem ég
var í, en allir vegir voru vel færir. A
Hellu kom samferðarbíll með þau
skilaboð, að Heillisheiði væri lokuð
allri umferð. Við Hveragerðisaf-
leggjarann leituðum við eftir upp-
lýsingum um ástand vegarins fram-
undan. Engar upplýsingar lágu
fyrir og héldum við upp á Kamba og
gekk vel. Vorum við komin niður
háheiðina, þegar vegurinn lokaðist
vegna annarrar umferðar. Það var
mjög hvasst, mikill skafrenningur
og frost og fólk í erfiðleikum. Við
snerum aftur til Hveragerðis, bið-
um þar til áætlunarbíll fór frá Sel-
fossi, en skildum okkar bíl eftir.
Áætlunarbíllinn fór Þrengslaveg-
inn í bæinn og þar var töluvert af
bifreiðum sem höfðu festst, aðal-
lega eftir að komið var framhjá
vegamótunum Hellisheiði/Þrengsli.
Við Litlu kaffistofuna kom fólk
veifandi á móti okkur með smábörn
og fékk inni í áætlunarbílnum og
far í bæinn.
En það sem ég vildi sagt hafa er
það, að ég lýsi ábyrgð á hendur
Steingrími Hermannssyni sam-
gönguráðherra vegna þeirra sem
óku um Hellisheiði meðan þetta
ástand ríkti. Margir fara yfir heið-
ina um þessa helgi vegna ferminga
og vinaheimsókna og það jafnvel
með ungabörn. Það er skýlaus
krafa, að hér eftir verði sett vakt
við vegamótin Hveragerði-
/Þrengsli, sem hafi tiltækar upp-
lýsingar um færð og aðstæður, þeg-
ar tvísýnt er að leggja upp. Önnur
vakt verði við Lögberg og hafi tal-
stöðvarsamband við hina vaktina
hinum megin heiðar. Þannig ætti
að vera hægt að stjórna umferð
þarna um. Upplýsingar um það,
hvernær búið er að opna heiðina til
aksturs vantar einnig. Það fólk sem
hér er aðallega rætt um, er e.t.v.
ekki eins vel útbúið til ferðalaga og
útigöngu og þeir sem eru í skíða-
ferðalögum.
Það er ekki yfirvöldum að þakka,
hve allt fór vel í þetta skipti. En
fólk í þessu landi krefst þess, að
betri þjónusta sé veitt að þessu
leyti og fyllstu upplýsingar liggi
fyrir um færð og ástand vega þar
sem hætta er á ferðum.
Með kveðju til samgönguráð-
herra."
Góðir og traustir emb-
ættismenn gulli betri
Flugáhugamaður skrifar:
„Velvakandi.
Án efa hafa margir sett sér að
leggja við hlustir, er þeir vissu, að
í sjónvarpsþættinum Á hraðbergi,
ætti að ræða við hinn nýskipaða
flugmálastjóra, Pétur Einarsson.
Það vildi svo til, að ég var stadd-
ur í hópi manna þetta kvöld, þar
sem ekki var vitað fyrirfram,
hvort þar væri aðgangur að sjón-
varpi. Áhugi félaga minna vár það
mikill fyrir þessum þætti, að við
fengum afnot af sjónvarpi á
staðnum og horfðum á umræddan
þátt.
Það var undantekningarlaust
skoðun allra þeirra sem þarna
voru, að hin nýskipaði flugmála-
&tjóri hefði staðið sig frábærlega
vel, svarað öllum þeim aragrúa
spurninga skynsamlega, sem til
hans var beint og af þeirri festu og
kurteisi, sem prýtt getur einn
embættismann.
Það er ekki á allra færi að svara
Aðaiheiður Torfadóttir skrifar 30.
mars:
„Velvakandi.
Laugardaginn 19/3 sl. hélt Þjóð-
dansafélag Reykjavíkur nemenda-
sýningu á Broadway.
Fyrir þessa frábæru sýningu vil
Pétur Einarsson
spurningum frammi fyrir alþjóð
þegar spyrlar eru fyrirfram
ég þakka öllum þeim sem að henni
stóðu. í framhaldi af því vil ég
þakka Kolfinnu Sigurvinsdóttur
kennara hjá félaginu fyrir hennar
miklu natni og þolinmæði sem hún
sýnir nemendum sínum.
Megi félaginu vel farnast um
ókomin ár.“
ákveðnir í að taka einhvern á
beinið, eins og það er kallað.
Spurningar Ómars fréttamanns
voru nokkuð lævíslegar sumar, en
í samræmi við tilefni viðtalsins.
Við öllu þessu átti flugmála-
stjóri greinargóð og umfram allt
skýr svör og tafsaði ekki eins og
margir þeir, er eiga að geta gefið
greinargóð svör, gera svo iðulega.
Spurningin um það, hvort starfi
flugmálastjóra eigi að gegna verk-
fræðingur, lögfræðingur eða enn
annar sérfræðingur er engin
spurning í sjálfu sér, og verður
aldrei útkljáð. — Fyrrverandi
flugmálastjóri var t.d. ekki verk-
fræðingur, og er þó allra manna
mál, er til þekkja, að flugmálin í
landinu eigi honum mikið upp að
inna.
Sumir þeirra, er sóttu um þetta
embætti nú fyrir skömmu, voru án
efa mjög hæfir, eins og fram hefur
komið, ekki kannski síst sá, er
deilur spruttu út af og nokkrir
Flugleiðamenn vildu fá til starf-
ans.
Sennilega er á engan hallað,
þótt sá orðrómur hafi nú fengið
byr að undanförnu, ekki síst meðal
starfsmanna Flugíeiða, að þar sé
þessi sami maður, sem er verk-
fræðingur og einn af fjórum fram-
kvæmdastjórum félagsins, litinn
hýru auga sem næsti forstjóri
Flugleiða. Þar myndi hann án efa
geta fært ýmislegt til betri vegar.
En hvað sem því líður, þá eru
góðir og traustir embættismenn
gulli betri, hvar sem þeir eru.
Hinn nýi flugmálastjóri er einn
þeirra."
Frábær nemendasýning
Þjóðdansafélagsins