Morgunblaðið - 14.04.1983, Page 1

Morgunblaðið - 14.04.1983, Page 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 83. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 PrentsmiÖja Morgunblaösins Víetnamar ganga langt — skutu á thailenskan herflokk Aranyaprathet og Bangkok, Thailandi, 13. aprfl. AP. SPENNA hefur enn aukist á landamærum Thailands og Kambódíu þar sem Víetnamar hafa háö snarpa bardaga viö alþýöufylkinguna KPNLF og Rauöu Khmerana, sem standa saman gegn víetnamska innrásarliöinu. í gær sögðu hernaðaryfirvöld í Thailandi, aö skotiö heföi verið á könnunarsveit thai- lenskra hermanna innan thailensku landamæranna og hefði einn maður særst. Harðir bardagar geisuðu á svæð- um nærri Malai og Phnom Mark Hoeun, þar sem Víetnamar sóttu að skæruliðum Rauðu Khmeranna. Þá situr öflugt lið enn um flóttamanna- og skæruliðabúðir KPNLF-fylk- ingarinnar við Ban Sangae og Nong Samet. Talsmenn andspyrnudeildanna í Kambódíu hafa fullyrt að loftárásir Víetnama víðs vegar á landamæra- svæðinu hafi orðið 175 manns að fjörtjóni auk þess sem fjöldamorð á 300 óbreyttum borgurum hafi verið framin. Utanríkisráðherrar Víetnam, Kambodíu og Laos hittust á fundi í Phnom Penh á þriðjudaginn og þar lýsti víetnamski ráðherrann því yfir, að vel hefði tekist til með herferð- irnar gegn „glæpamönnunum og uppreisnarséggjunum", sem hafast við í búðunum við thailensku landa- mærin. Hins vegar tók hann undir írakar skutu á íranska olíulind Nikósía, Kýpur 13. apr. AP. ÍRANASKA fréttastofan IRNA greindi frá því I gær, að sex frakskir tundurspillar hefðu siglt f skjóli nætur að íranskri olíulind f Persaflóa og skotið eldflaugum að henni. Ekki var Ijóst í gær hvort olíuleki hefði komið, en íranir sögðu árásina fólskulega miðað við þá hættu sem þegar stafar af olíuleka í Persaflóa frá frönskum olíuleiðslum sem urðu fyrir skothríð íraka. íranir svöruðu eldflaugaskothrfð Iraka í sömu mynt og sögðu þeir í gær að þeir hefðu sökkt einu íröksku skipi með allri áhöfn. Irakar tjáðu sig ekki um árás þessa en greindu frá því að hersveitir þeirra hefðu fellt 3.500 íranska hermenn í miklum átökum nærri miðri víglínu hinna stríðandi landa. Iranir greindu einnig frá þessum átökum, en sögðu eigin dánartölu miklu lægri en 3.500. Iranir sögðu á hinn bóginn að þeir hefðu fellt eða sært 500 írakska hermenn f átökun- um f gær og alls um 5.000 frá upp- hafi yfirstandandi bardagahrinu. Hún hefur nú staðið yfir f 3 daga. orð og samþykkt félaga sinna tveggja, að nauðsynlegt væri að koma á friði á þessum slóðum og f samþykkt sem ráðherrarnir létu frá sér fara, var stungið upp á þvf að mynda hlutlaust belti meðfram landamærum Thailands og Kambó- díu. Auk þess lýsti vfetnamski ráð- herrann því yfir, að Hanoi-stjórnin myndi kalla heim hluta hins áætlaða 130.000 manna herliðs sfns f næsta mánuði, en fór ekki út í nánari smá- atriði þeirra herflutninga. Portisch sigraði Korchnoi Bad KisHÍngen, 13. aprfl. AP. Ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch sigraði Victor Korchnoi I 38 leikjum í áttundu skák áskor- endaeinvígisins í gærkvöldi. Fyrsti sigur Ungverjans í einvíginu, en með jafntefli hefði Korchnoi tryggt sér sigur í því. Korchnoi hefur unnið þrjár skákir, Portisch eina, en fjórum hefur lyktað með jafntefli. For- ysta Korchnoi er nú 5—3. SÍRuunyiid AP. Vigdís og Chirac Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, gengur um sali ráðhússins í París. Við hlið hennar er Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar. Sjá nánar um heimsókn Vigdísar til Frakklands á miðopnu blaðsins. Arafat í Stokkhólmi: Vill halda áfram við- ræðum við Hussein Stokkhólmi, 13. aprfl. AP. YASSER Arafat, leidtogi PLO, sagði á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi í gær, að hann myndi hefja viðræður við Hussein Jórd- aníukonung á nýjan leik og þeir myndu reyna að ná endum saman. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir skömmu, en þeir ræddu um hugs- anlega milligöngu Jórdaníu fyrir hönd Palestínumanna í friðarvið- ræðum í Miðausturlöndum. Þegar upp úr viðræðum þeirra Husseins og Arafats slitnaði létu sovésk yfirvöld hafa eftir sér að þar með væru friðartillögur Reag- ans Bandaríkjaforseta grafnar. Arafat sagði á fréttamannafund- inum í gær, að hann væri lítið hrifinn af tillögunum í heild, en sagði nokkra punkta vera jákvæða og þá mætti nota til að koma við- Yasser Arafat í félagsskap Ankers Jörgensen, Olofs Palme og Gro Harlem Brundtland. Símamynd AP. ræðunum af stað. Arafat sagði jafnframt að ekki hafi verið um misskilning að ræða milli sín og Hussein í vikunni, er Hussein lýsti yfir að Arafat hefði svikið gefin loforð og því myndi hann aldrei aftur gefa kost á sér sem milli- göngumaður í friðarviðræðum í Miðausturlöndum. „Við í PLO gerðum ýmsar breyt- ingar á samkomulagsdrögum okkar Husseins og sendum þær til hans. Jórdaníumenn eru að at- huga breytingarnar og fundur yfirmanna PLO verður haldinn sem allra fyrst þar sem staðan í málinu verður metin," sagði Ara- fat. Arafat var í Svíþjóð í boði Jafn- aðarmannaflokksins og Olof Palme tók persónulega á móti honum og bar hann á höndum sér. Arafat rómaði mjög móttökurnar, en leiðtogar jafnaðarmannaflokk- anna í Noregi og Danmörku, þau Gro Harlem Brundtland og Anker Jörgensen, hittu leiðtogann einn- ig. Þau voru í Svíþjóð á leiðtoga- fundi norrænu jafnaðarmanna- flokkanna. Leiðtogar sænsku stjórnarandstöðuflokkanna létu sér fátt um heimsókn Arafats finnast og neituðu að hitta hann. Walesa í 5 klst. yfir- heyrslu Gdansk, Póllandi, 13. aprfl. AP. ÞRÍR lögreglumenn handtóku Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, á heim- ili hans í gær og fluttu hann I yfir- heyrslur. Engar skýringar voru gefnar á handtökunni, en lögreglu- mennirnir voru vopnaðir og hótuðu að beita afli eða skotvopnum ef Walesa reyndi að malda í móinn. Handtökuskipun vantaði einnig. Undir kvöldið var Walesa svo sleppt áný. Vestrænn fréttamaður, sem var staddur við heimili Walesa er handtakan fór fram sagði í gær, að Walesa hefði kallað til sin: „Komdu þessu á framfæri, þeir brjóta lögin.“ Nokkru eftir að Walesa hafði verið numinn á brott, hringdi lögregluforingi til eiginkonu hans og sagði einfald- lega að Walesa væri í yfirheyrsl- um. Lögreglan hefur vald til að halda mönnum ákærulaust í allt að 48 klukkustundir og þetta er í annað skiptið sem Walesa er því beittur síðan honum var sleppt úr stofufangelsi fyrir 11 mánuðum. öruggt er talið að handtakan hafi átt rætur að rekja til fundar sem Walesa átti með verkalýðs- og andspyrnuleiðtogum sem fara huldu höfði. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma, sem Walesa teflir svo djarft og litið er á hand- tökuna sem svar yfirvalda við vogun Walesa. Lítið er vitað um hvað fór manna á milli á fundi Walesa og neðanjarðarleiðtog- anna. Walesa sagði einungis að þeir hefðu samþykkt að halda sambandi hver við annan. Walesa sagði jafnframt að hann byggist við því að leiðtogarnir myndu senda frá sér stefnutilkynningu á næstunni, en hans nafn yrði ekki þar á. Walesa neitaði að ræða hand- tökuna við fréttamenn, sagðist vera þreyttur og að hann myndi ræða málið við þá eftir helgina. Leið yfir banka- ræningja Swansea, MassachuseUa, 13. aprfl. AP. SAGT er að afbrot borgi sig ekki og maður að nafni Paul Bernier mun taka undir þau orð eftir misheppnaða tilraun sína til bankaráns í gær. Reið Bernier ekki feitum hesti úr bankanum. Hann byrj- aði á því að ota leikfangabyssu að gjaldkera og heimta pen- inga. Skelfingu lostinn gjald- kerinn sagðist ekki vera með grænan eyri í skúffunni og endurtók Bernier þá enn kröfu sína og ýtti leikfanginu reiði- lega að gjaldkeranum. En það var sama hvað hann þandi sig, það voru engir pen- ingar í skúffunni og lék tauga- spennan hann nú svo grátt, að hann missti meðvitund, og kom lögreglan að honum meðvit- undarlausum á gólfinu. Bifreið hans fannst skammt frá bank- anum, en hann hefði ekki flúið langt á henni, hann hafði læst lyklana inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.