Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
Samskipti Víkinga við sovésk yfirvöld:
Reikningur
kom en þjálf-
arinn ekki
KNATTSPYRNUDEILD Víkings hefur borist reikningur vegna starfa rússn-
eska knattspyrnuþjáifarans sem átti ad koma til félagsins uppúr áramótum.
Reikningurinn hljóöar uppá þriggja mánaða laun til þjálfarans sem enn er
ókominn og allt bendir til þess að hann komi alls ekki.
Af þeim sökum munu Víkingar
skrifa undir samning um helgina
við þjálfara frá Belgíu. Sýnt er að
reikningurinn kemur frá einhverri
stofnun í Rússlandi sem virðist
ekki hafa hugmynd um það, að
knattspyrnuþjálfaranum sem átti
að koma til starfa hjá Víkingi, var
aldrei hleypt úr landi.
kvæmt heimildum Mbl., að þegar
rússneski þjálfarinn Zedov, sem
var hjá Víkingi, hætti störfum,
hefði knattspyrnudeild Víkings
hug á því að fá annan rússneskan
þjálfara til starfa. Fékk deildin
vilyrði fyrir því að annar mjög
hæfur þjálfari kæmi til landsins.
Fékk deildin allar upplýsingar um
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu sína á fundinum á fsafírði í gærkvöldi. Sjá frétt
frá fundinum á baksíðu blaðsins í dag. Símamynd Mbl./Kristján Ö. Ellasson.
Forsaga þessa máls er sú sam- þjálfarann svo og nafn hans.
Þjálfarinn var enskumælandi og
átti hann að koma til landsins
uppúr áramótum. En hann kom
aldrei og ekki hefur enn fengist
nein skýring á því af hverju hann
er ekki kominn.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Morgunblaðsins var mjög
dregið úr öllu ferðafrelsi þegar
Andropov komst til valda í Rúss-
landi og mun þjálfaranum ekki
hafa verið treyst fyrir því að fara
úr landi.
Sjá nánar frétt á íþróttasíðu.
110 lestir á
þremur dögum
SAMTALS bárust 172 lestir af físki
til Fáskrúðsfjarðar í gær og fyrra-
dag.
I gær kom skuttogarinn Hoffell-
ið með 110 lestir eftir þrjá og hálf-
an dag, og í fyrradag kom Sæ-
björgin með 52 lestir eftir tvo
daga.
Hundar í Kópavogi
ábyrgðartryggðir
Flugóhappið við suðurströndina:
Saksóknari óskar eft-
ir lögreglurannsókn
RÍKISSAKSÓKNARI hefur óskað eftir því að rannsóknarlögregla ríkisins
(RLR) rannsaki flugóhappið frá 15. marz sl. er lá við árekstri Arnarflugsþotu
og Orion-flugvélar frá varnarliðinu við suðurströndina, samkvæmt upplýsing-
um Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara.
HUNDAHALD í Kópavogi skal bannað, en allir óleyfílegir hundar, sem voru
þar 11. febrúar sl., skulu fá að vera þar áfram, svo lengi sem þeir lifa, enda
skal færa þá til skráningar strax. Skulu allir þessir hundar skráðir og merktir
sérstaklega og eigendur þeirra skulu einnig skráðir, en einungis eigendur
með fullt lögræði skulu vera skráðir eigendur hunda. Kemur þetta fram í
nýrri samþykkt um hundahald í Kópavogi, sem birt hefur verið i Stjórnartíð-
indum.
Saksóknari ritaði RLR nú í vik-
unni og bað um að atvik þetta yrði
rannsakað, þ.á m. með tilliti til
ætlaðs refsiverðs hátternis flug-
umferðarstjórans, sem var á
ratsjárvakt er lá við árekstri
flugvélanna tveggja, og mögulegra
brota á íslenzkum Iögum.
Umrætt atvik átti sér stað þeg-
ar Arnarflugsþota var að koma úr
áætlunarflugi frá Amsterdam 15.
marz sl. Flugmenn þotunnar urðu
að grípa til aðgerða til að forðast
árekstur við varnarliðsflugvél,
sem hafði farið út fyrir úthlutað
æfingasvæði suður af Reykjanesi.
Flugvélarnar höfðu flogið beint
hvor mót annarri í nokkrar mín-
útur áður en flugumferðarstjóri
tók eftir hvað var á seyði. Nýlokið
er rannsókn rannsóknarnefndar
flugmálastjórnar á atviki þessu,
og niðurstöður hennar voru á
þann veg, að orsök atviksins væru
mistök flugumferðarstjóra og
flugstjóra varnarliðsvélarinnar.
Hundar, sem fólk tekur að halda
í óleyfi eftirleiðis, skulu teknir,
hvar sem til þeirra næst og þeir
færðir í sérstaka hundageymslu,
sem starfrækt verður á vegum
bæjarins og geymdir þar í hálfan
mánuð, á meðan eigendum er gef-
inn kostur á að koma þeim fyrir
utan Kópavogs. Gegni eigendurnir
ekki þessum tilmælum, verða
hundarnir aflífaðir.
Aðeins í örfáum tilfellum er
bæjarstjórn heimilt að veita und-
anþágu frá banni við hundahaldi í
framtíðinni og má þar nefna, ef
sótt er um leyfi til búrekstrar, ef
um gæzlu- eða björgunarstörf hjá
lögreglu eða skátum er að ræða og
fyrir blinda menn. Loks er nefnd
heimild, ef fyrir liggur umsögn
heilsugæzlulæknis og félagsráð-
gjafa um það, að nauðsynlegt sé
fyrir einstakling að halda hund
vegna sérstakra læknisfræðilegra
og félagslegra ástæðna.
Þá segir enn í samþykktinni, að
árlega skuli greitt leyfisgjald af
hundum, sem undanþága er veitt
fyrir. Hefur það verið ákveðið kr.
300 fyrir þá hunda, sem haldnir
eru af brýnni nauðsyn samkv.
framansögðu, og kr. 3.500 fyrir þá
hunda, sem fá að vera áfram í
Kópavogi sökum þess að þeir voru
þar áður. Loks segir, að hundaeig-
endum sé skylt að hafa hunda sína
ábyrgðartryggða fyrir hugsanlegu
tjóni á mönnum og munum hjá
viðurkenndu tryggingarfélagi.
Sr. Valdimar J.
Eylands látinn
Undirskriftasöfnun 12 ára krakka:
Sjónvarpið sýni ekki
myndir bannaðar börnum
SJÖTTI bekkur L í Fellaskóla
gekkst nýlega fyrir undirskrifta-
söfnun á meóal 12 ára nemenda í
skólum í Reykjavík, Mosfelissveit
og Kópavogi þess eðlis, að skorað
verði á Útvarpsráð að beita sér
fyrir því að myndir sem sjónvarpið
sýnir um helgar séu við hæfí
barna. Alls söfnuðust 1004 undir-
skriftir og var Vilhjálmi Hjálm-
arssyni, formanni Útvarpsráðs,
færður listinn sfðdegis á mánudag.
Aðalhvatamaður undirskrifta-
söfnunarinnar var Sigurður Einar
Vilhelmsson, nemandi í sjötta L.
Morgunblaðið spurði Sigurð
hvað hefði ýtt honum og félögum
hans út í þessa aðgerð.
„Ég fékk hugmyndina að þess-
ari söfnun þegar mynd í sjón-
varpinu, sem sýnd var um pásk-
ana, var bönnuð börnum. Mér
fannst það óréttlátt að vísa
þyrfti hluta fjölskyldunnar út úr
stofunni af þessum sökum. Um
helgar er því ekkert til fyrir-
Sigurður Einar Vilhelmsson, aðal-
hvatamaður söfnunarinnar.
stöðu að krakkar geti vakað
eitthvað frameftir, og þá viljum
við eiga rétt á því að horfa á
sjónvarpið eins og þeir full-
orðnu."
En hvernig var söfnun undir-
skriftanna hagað?
„Bekkurinn sem ég er í sá al-
gjörlega um söfnunina. Við fór-
um tvö og tvö saman í alla skóla
í Reykjavík, Mosfellssveit og
Kópavogi og létum lista ganga.
Þetta tók þrjá daga, og ég held
að undirtektir hafi verið góðar."
Vilhjálmur Hjálmarsson,
formaður Útvarpsráðs, sagði í
samtali vð Mbl. í gær, að málið
yrði tekið fyrir á fundi með sjón-
varpsmönnum á morgun, föstu-
dag. Vilhjálmur sagði að þetta
framtak krakkanna væri til
fyrirmyndar, og að í rauninni
hefði oft verið rætt um það í Út-
varpsráði að hafa sem minnst af
myndum um helgar sem ekki
væru ætlaðar börnum. Eða hafa
þá hinar bönnuðu myndir mjög *
seint á kvöldin.
SÉRA Valdimar J. Eylands prestur í
Winnipeg er látinn, 82 ára að aldri.
Hann lézt í fyrradag.
Séra Valdimar fæddist 3. marz
1901 að Laufási í Víðidal í Vestur-
Húnavatnssýslu, sonur Jóns Daní-
elssonar bónda þar og konu hans
Sigurlaugar Þorsteinsdóttur.
Séra Valdimar var prestur í Up-
ham í Norður-Dakóta 1925 til 1928, í
Makoti í sama ríki 1928 til 1931, og í
Blaine, Bellingham og Point Roberts
í Washington-ríki frá 1931 til 1938.
Hjá Fyrsta lútherska söfnuði í
Winnipeg í Kanada var séra Valdi-
mar prestur frá 1938 til 1968, er
hann lét af störfum sakir aldurs.
Hann var prestur á Útskálum í
Garði 1947 til 1948 í skiptum við síra
Eirík Brynjólfsson.
Séra Valdimar tók mikinn þátt í
félagsmálum í byggðum Vestur-
íslendinga. Hann var formaður
prestafélagsins í Bellingham í
Washington og forseti Hins evang-
elisk-lútherska kirkjufélags íslend-
inga í Vesturheimi. Hann var forseti
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi í mörg ár, og síðar heiðurs-
félagi þess.
Séra Valdimar var fulltrúi lúth-
erska kirkjufélagsins á Skálholts-
hátíðinni 1956. Hann var kosinn
prófessor í alþjóðadeild lúthersku
kirkjunnar í Manitoba 1962. Hann
var sæmdur stórriddarakrossi Hinn-
ar íslenzku fálkaorðu 1955. Hann var
ritstjóri ýmissa kirkjurita og jafn-
framt liggja eftir hann mörg rit og
ritgerðir.
Séra Valdimar kvæntist 1925 Þór-
unni Lilju Johnson Guðbjartsdóttur
bónda að Mouse River í Norður-
Dakóta frá Víghólsstöðum á
Fellsströnd Jónssonar. Hún lézt árið
1977. Þeim varð fjögurra barna auð-
ið, þriggja dætra og eins sonar, sem
öll eru á lífi og búsett vestanhafs.
Séra Valdimar kvæntist síðar Ingi-
björgu Eylands og lifir hún mann
Yfir 100.000 hafa séð
„Með allt á hreinu“
YFIR hundrað þúsund manns hafa
nú séð kvikmyndina „Með allt á
hreinu“ þar sem Stuðmenn og Grýl-
urnar fara með aðalhlutverkin.
Að sögn aðstandenda myndar-
innar fer sýningum nú að fækka í
Reykjavík, þar sem aðsóknin er nú
komin yfir 70 þúsund manns, en
eftir er að sýna myndina á a.m.k.
átta stöðum úti á landi. Stefnir
því allt í að myndin slái íslands-
met í aðsókn, en kvikmyndin
„Land og synir“ hefur til þessa
verið með aðsóknarmet íslenskra
kvikmynda, en þá mynd sáu um
102 þúsund manns.