Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
7
Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem heiðruðu mig
með heimsóknum, heillaskeytum, blómum og gjöfum og
á annan hátt á 70 ára afmæli mínu 5. apríl síðastliðinn.
Lifið heil. Kœr kveðja.
Ólafur Ingibersson,
Miðtúni 1,
Kefíarík.
Utankjörstaðakosning
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í VALHÖLL
Háaleitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962.
Upplýsingar um kjörskrá og fl.
Sjálfstæöisfólk. Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um
alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi.
Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum
alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22.
Sunnudaga kl. 14—18.
Fisk-
iðnsýning
Nú er hver aö veröa síöastur aö
bóka sig á fisk-iönsýninguna í
Bella-Center í Kaupmannahöfn
18,—22. júní nk. Farseðlar —
hótel og sýningaskrá á skrifstof-
unni.
Ferðashriistoían
Ifaiandi
Vesturgata 4, sími 17445.
babybotte
Frönsku smábarnaskórnir
nýkomnir.
Skör fyrir börn frá fæöingu til
ca. 3ja ára.
Vandaöir og fallegir.
UOmiUINN
Tilhugalífid
Sídasta Alþingi cinkenndist mjög af því. að leidtogar Alþýdu-
bandalags voru í leynimakki med ýmsum forustumonnum Siálf-
stzdisflokksins. 1
Framsóknarflokkurinn biðlar til Sj álfstæðisflokksins _
Afturhaldsstjórn í undirbúningi?
Hin pólitíska rómantfk
í fyrradag var þaö helsta forsíöufrótt
Þjóöviljans, aö Framsóknarflokkurinn
„biðlaði“ til Sjálfstæöisflokksins og
Þjóöviljinn spuröi: Afturhaldsstjórn í
undirbúningi? Flestir lesenda blaösins
sáu þó ekki beinlínis samhengiö á milli
þessa því aö þeir líta svo á aö mesta
afturhaldiö á landinu sé enn í Alþýöu-
bandalaginu og lúti nú forystu Hjörleifs
Guttormssonar. í gær skrifaöi svo Þór-
arinn Þórarinsson sem hefur flokks-
samþykkt framsóknar fyrir því aö hann
sé „besti leiðarahöfundur landsins" af-
brýöisfullan leiöara í Tímann um til-
hugalíf Alþýöubandalagsins og Sjálf-
stæöisflokksins. Má segja aö framlög
málgagna ríkisstjórnarinnar til kosn-
ingabaráttunnar einkennist af svo mik-
illi pólitískri rómantík þessa daga aö
aörir fari hjá sér viö lesturinn.
Verðbólgan
„stytt út“
Ragnar Arnalds, fjár-
málaráðherra, skýrði áhúð-
armikill frá því í sjónvarps-
kynningu Alþýðubanda-
lagsins, að flokkurinn væri
búinn að finna einfalt ráð
við verðbólgunni,
svonefnda „uppgjörsleið“.
Galdurinn fælist í því einu
að stefna öllum hækkun-
um í landinu á einn dag og
síðan bara „stytta út“,
sagði ráðherrann og bætti
við: Svona. Hreyfði hann í
þeirri andrá hægri hendina
og gerði einhver tákn fyrir
framan sjónvarpsvélina.
Hafa Staksteinar síðar
komist að því að ráðherr-
ann hafi ekki verið að gefa
alþýðubandalagsfólki eða
kvikmyndatökumanninum
leynimerki heldur verið að
sýna með einfoldum hætti,
hvernig ætti að „stytta út“
verðbólguna. I»að væri tala
fyrir ofan strik og önnur
fyrir neðan og þær væru
„styttar út“. Næsta skref í
þessum málflutningi Al-
þýðubandalagsins verður
það að flokkurinn mun
leggja til að verðhólga
verði „stytt út“ einmitt
þegar hún kemst f 100%
markið, því að þá megi ein-
faldlega taka aftan af
henni tvö núll og hefja
slaginn aftur með 1% verð-
bólgu. Talsmenn heims-
kommúnismans f Kamb-
ódíu breyttu tímatalinu og
tóku upp árið 0 þegar þeir
lögðu til atlögu við íbúa
landsins og hófu að útrýma
þeim í nafni kenninga
Marx og Engels. Alþýðu-
bandalagsmenn á íslandi
ætla að sigrast á verðbólg-
unni í nafni Marx og Eng-
els og taka aftan af henni
tvö núll með því að gera
einhvers konar tákn út í
loftið — ætli þetta tákn
dugi einnig fyrir launþcga
til að endar nái saman í
heimilisrekstri þeirra?
Hjörleifur
við stallinn
l»að vakti vonbrigði
margra alþýðubandalags-
manna sem horfðu á sjón-
varpskynninguna á Hjör-
leifi Guttormssyni, að hann
skyldi ekki vera látinn
standa uppi á stallinum hjá
Ingólfi Arnarsyni eða í stað
Ingólfs þegar hann fiutti
mál sitt yfir mannauðum
Arnarhóli um cigið ágæti
og ástæður árangursleysis-
ins í samskiptum ríkisins
við Alusuisse í eigin ráð-
herratíð, sem staðið hefur
síðan 1978 að fjórum mán-
uðum frátöldum. Hins veg-
ar var Ijóst af töku mynd-
arinnar af Hjörlcifi aó
áróðursmenn Alþýðu-
bandalagsins telja lljörleif
á leið upp á stallinn með
landnámsmanninum eða
kannski hefur ráðherrann
sjálfur valið umhverfi ræðu
sinnar í þættinum að hætti
annarra valdamanna í
anda Marx, Engels og Len-
íns sem að lokum verða
persónudýrkuninni að
bráð. Eitt er víst að stalhir-
inn í nágrenni Hjörleifs
hefði verið ónauðsynlegur
ef öllum landslýð væri Ijóst
að ráðherrann væri að
ávinna sér virðingu þjóðar-
innar með störfum sínum.
Úr glugga SÍS
I»að var dæmigert fyrir
framsóknarmenn að láta
taka mynd af Amarhóli og
Ingólfi Arnarsyni úr glugg-
anum á stjórnarherbergi
SÍS við Sölvhólsgötu í upp-
hafi kynningar á Fram-
sóknarflokknum í sjón-
varpinu. Forystumenn
framsóknar líta á þróun
þjóðfélagsins úr glugga SÍS
og taka ákvarðanir sínar
með hliðsjón af hagsmun-
um SÍS.
Halldór Ásgrímsson,
varaformaður Eramsóknar-
fiokksins, talaði í anda
samvinnustcfnunnar þegar
hann lýsti því yfir að eftir
kosningar gæfist ekki tími
til að eiga samvinnu við
neinn um úrræði gegn
verðbólgunni heldur yrði
að ákveða strax að banna
hana með lögum. Þessi
framsóknarleið væri svo
klár og sjálfsögð að hana
þyrfti ekki að ræða frekar.
Hún væri nú eitthvað ann-
að en stefna Keagans og
Thatchers sem vildu að
fólkið fengi að ráða sem
mestu sjálft
Framsóknarmenn vinna
oft kosningasigra í útlönd-
um eins og dæmin sanna
og hin ótrúlegustu nöfn
hafa verið nefnd í tengsl-
um við þessa sigra, meðal
annars hefur l»órarinn Þór-
arinsson, ritstjóri Tímans,
dregið Jóhannes Pál páfa
II í dilk með framsóknar-
mönnum. Hins vegar vissu
landsmcnn það ekki al-
mennt fyrr en eftir að hafa
hhistað á Halldór Ás-
grímsson í sjónvarpinu á
þriðjudagskvöldið að hann
væri í slag við þau Reagan
og Thatcher í kosningun-
um 23. apríl næstkomandi.
Halldór er í framboði í
Austurlandskjördæmi
(skaut Tómasi Árnasyni
aftur fyrir sig í prófkosn-
ingu) og á fundum þar hef-
ur hann vafalaust rekist á
einhverja frambjóðendur
Reagans og Thatchers eða
kannski hefur hann bara
smitast af áróðri kommún-
ista í Þjóðviljanum — ann-
ars voru þeir komnir á þá
skoðun að þeir væru að
berjast við Pinochet her-
stjóra í Chile í kosningun-
um 23. aprfl.
SIEMENS
— vegna gæöanna
Vönduö ryksuga meö slill-
anlegum sogkralti. 1000
walla mótor, sjállinndreginni
snúru og Irábærum lylgi-
hlutum.
Siemens-SUPER
— öflug og fjölhæf.
Metsölublad á hverjwn degi!
SMITH & NORLÁND HF.,
NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.
jntfgmiÞiiifeft