Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: HULL: Jan ............ 18/4 Jan .............. 3/5 Jan ............ 16/5 Jan ............ 30/5 ROTTERDAM: Jan ............ 19/4 Jan .............. 4/5 Jan ............ 17/5 Jan ............ 31/5 ANTWERPEN: Jan ............ 20/4 Jan .............. 5/5 Jan ............ 18/5 Jan ............. 1/6 HAMBORG: Jan ............ 22/4 Jan .............. 6/5 Jan ............ 20/5 Jan .............. 3/6 HELSINKI: Helgafell ...... 14/4 Helgafell ...... 13/5 LARVIK: Hvassafell ..... 11/4 Hvassafell ..... 25/4 Hvassafell ...... 9/5 Hvassafell ..... 23/5 GAUTABORG: Hvassafell ..... 12/4 Hvassafel! ..... 26/4 Hvassafell ..... 10/5 Hvassafell ..... 24/5 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ..... 13/4 Hvassafell ..... 27/4 Hvassafell ..... 11/5 Hvassafell ..... 25/5 SVENDBORG: Hvassafell ..... 14/4 Arnarfell ..... 27/4 Hvassafell ..... 28/4 Hvassafell ..... 12/5 Dísarfell ...... 15/5 Hvassafell ..... 26/5 Árhus: Hvassafell ..... 15/4 Hvassafell ..... 28/4 Hvassafell ..... 12/5 Dísarfell ...... 16/5 Hvassafell ..... 26/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 23/4 Skaftafell ..... 24/5 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 25/4 Skaftafell ..... 26/5 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Stjórnarflokkurinn missti meirihluta en situr áfram Nuuk, Grænlandi, 13. apríl. AP. STJÓRNARFLOKKURINN, Sium- ut, missti meirihluta sinn á græn- lenska þinginu í kosningunum í gær, en mun sitja áfram við stjórnvölinn með stuðningi vinstrisinnaða þjóð- ernisflokksins, Inuit Ataqatigiit. Inuit-flokksins það samstundis. Atassut-flokkurinn jók mest fylgi sitt í þessum kosningum, eða úr 42,3 prósentum árið 1979 í 46,6 prósent nú. Siumut-flokkurinn hlaut hins vegar 46,4 prósent at- kvæða 1979 og 42,3 prósent nú. Inuit-flokkurinn tók hins vegar í fyrsta skipti þátt í kosningum nú og hlaut hann 10,6 prósent at- kvæða. Þessi úrslit þýða að Grænlend- ingar halda áfram á sömu braut hvað varðar úrsögn úr EBE, sem að öllum líkindum mun verða end- anleg á árinu 1984 þar sem Inuit- flokkurinn styður stefnu Siumut- flokksins í þessu máli. Stjórnarflokkurinn Siumut og Atassut-flokkurinn unnu jafn- mörg sæti á þinginu, eða 12 sæti hvor, en nýi flokkurinn Inuit hlaut tvö sæti. Þetta var í annað skipti sem kosið var til landsþingsins frá því Grænlendingar hlutu heimastjórn árið 1979 og missti Siumut- flokkurinn nú meirihluta sinn sem hann hefur haft í fjögur ár. Þegar úrslit lágu fyrir í morgun, fór Jonathan Motzfeldt, lands- stjóri, fram á það við Inuit-flokk- inn, að hann styddi annaðhvort minnihlutastjórn Simuit-flokks- ins eða hann tæki þátt í myndun samsteypustjórnar flokkanna tveggja og samþykktu leiðtogar Oskarsverð- launahafi handtekinn l>o.s Angeles, 13. aprfl. AP. PÓI.SKUR kvikmyndagerðarmaður var handtekinn skömmu eftir að hann tók við Óskarsverðlaununum í fyrrinótt, fyrir þá sök að hafa ráðist á öryggisvörð og lögregluþjón, að því er segir í heimildum yfirvalda í dag. Zbigiew Rybczynsky, sem er 34 ára gamall, vann til óskarsverð- launa fyrir mynd sína „Tango", sem valin var besta stutta kvik- myndin. Alltaf á fóstudögum KðMMi®® „STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA KVENNA MINNI HÉR Á LANDI EN Á HINUM NORÐURLÖNDUNUM“ Rætt viö Esther Guömundsdóttur, þjóðfélags- fræöing og formann Kvenróttindafélags íslands. „SKAPGERÐ YKKAR EINS OG ÍSLENSK VEÐRÁTTA" segir Yves Pedrom, en hann opnar Ijósmynda- sýningu á Kjarvalsstööum um næstu helgi. ÞÁTTUR KARLA í ÓFRJÓSEMI Harold Washington, hinn nýi borgarstjóri Chicago og sá fyrsti frá upphafi sem er dökkur á hörund. T.v. er einn af stuðningsmönnum hans, Richard Newhouse. Símamynd AP. Chicago: Blökkumaður borgarstjóri Chicago, 13. apríl. AP. HAROLD Washington var (gær kjörinn borgarstjóri Chicago-borgar, og er hann fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir þessu embætti. Washington, sem er sextugur að aldri, hefur setið tvö kjörtimabil á þingi fyrir demókrata. Hann hlaut aðeins þremur prósentum fleiri atkvæði en repúblikaninn Bernard Epton, sem barðist fyrir því að verða fyrsti borgarstjóri repúblik- ana í 52 ár. Nærri 1,3 milljónir kjósenda greiddu atkvæði í kosningunum f gær og er það besta kosninga- þátttaka í borginni frá því í for- setakosningunum 1944. Washingt- on hlaut atkvæði 717.159 kjósenda eða 51,4 prósent atkvæða og Epton hlaut 656.727 atkvæði eða 48,3 pró- sent. Sósíalistinn Ed Warren hlaut 3.725 atkvæði. Kynþáttaumræða var mikil í kosningabaráttunni og einnig var hart deilt á Washington fyrir að hafa svikið undan skatti á ákveðnu tímabili fyrir nokkrum árum og einnig hafði hann setið í fangelsi í 36 daga. Washington fagnaði sigrinum í nótt með stuðningsmönnum sínum og sagði: „Það sem gerst hefur hér er sögulegur atburður, en þetta er aðeins upphafið ...“ Geysimikil flóð í Köln FÖstudagsblaðið er gott forskot á helgina Köln. 13. aprfl. AP. RÍN flæddi svo mjög yfir bakka sína í dag, aó gamli bæjarhluti Kölnar fór allur á flot í fyrsta skipti í þrettán ár, mcöan vatnshæð annarra áa í Suöur- I>ýskalandi lækkaði til muna. Slökkviliðsmenn og lögregla not- uðu sandpoka og vatnsdælur gegn flóðinu, sem náði ekki að hinni frægu dómkirkju Kölnar þrátt fyrir að stræti voru flest á floti. Yfirvöld tilkynntu í dag að vatnsmagnið í ánni hafi farið yfir hættumörkin, sem eru 9,4 metrar, snemma í morgun, og þess var jafn- vel vænst, að það færi upp í 9,8 metra síðar 1 dag. Eðlileg vatnshæð í ánni er um þrír metrar. Ekki var talin ástæða til að flytja íbúa af þessum svæðum á brott, og of snemmt er að meta tjón af völd- um flóðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.