Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 { Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinssqn. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakiö. Vísitölupóker og heitavatnsverð Vísitölugrundvöllur mælir einvörðungu húshitun- arkostnað í Re\kjavík. Verð- bætur á laun Jpeirra, sem kynda með rafmagni og olíu, miðast við heitavatnsverð á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hafa viðkomandi ráðherrar lagst gegn nauð- synlegum hækkunum á heitavatnsverði HR og veikt fjárhagsstöðu fyrirtækisins svo að til vandræða horfir. Raungildi heitavatnsverðs nú er aðeins 55% af því sem það var árið 1970. Ekkert fyrirtæki hefur sætt jafn hrapalegri útreið úr hendi stjórnvalda og HR og er þó víðar pottur brotinn. Vöxtur dreifikerfis HR hefur numið um 3,5—4% ár- lega, eða sem svarar byggð af stærð Keflavíkurkaup- staðar. Reynt hefur verið að mæta aukinni heitavatns- þörf með því að fullvirkja holur á eldri vinnslusvæðum og með síkkun dæla í eldri holum, þar eð gengið hefur á vatnsforða vinnslusvæð- anna. Fjársvelti hitaveit- anna veldur því hinsvegar að hvorki hefur verið hægt að sinna rannsóknum og nýbor- unum né nauðsynlegu við- haldi á dreifikerfi, sem víða er varhugavert orðið — og býður upp á mikla bilana- hættu. Vinnslugeta HR minnkaði þannig um 7% á sl. ári um leið og aukning dreifikerfis nam 4,2%. Nú er svo komið að fyrirsjáanleg er aflþurrð hjá HR og vatnsskortur, ef slæmir kuldakaflar koma. Að sögn hitaveitustjóra hafa komið 23 kuldakaflar á sl. 15 árum sem Hitaveitan hefði ekki ráðið við í núverandi ástandi. Fjárhagsáætlun HR 1983 nær engan veginn því marki að bæta verulega úr ástandi vinnslusvæða og dreifikerfa. Reiknað er með því að bora eina könnunarholu á Nesja- völlum, fjórar vinnsluholur á núverandi vinnslusvæðum og smíða tvo geyma á Grafar- holti. Tekjur HR nægja eng- an veginn til að mæta ráð- gerðum kostnaði. Þess vegna hefur borgarráð samþykkt með atkvæðum sjálfstæðis- manna og kvennaframboðs að fara fram á áfanga- hækkanir í gjaldskrá HR til að mæta óhjákvæmilegum útgjöldum á þessu ári. Full- trúi Alþýðubandalagsins í borgarráði sat hjá. Hitaveita Reykjavíkur er gamalgróið fyrirtæki, sem þjónar 120 þúsund manns, eða rúmlega helmingi þjóð- arinnar. Orka frá henni kostar nú um 11% olíuverðs til húshitunar. Veitan hefur því sparað Reykvíkingum drjúga fjármuni. Stjórnvöld hafa hinsvegar haldið fyrir- tækinu í verðlagsfjötrum og fjársvelti, vegna reikni- reglna vísitölu. Afleið- ingarnar eru þær að hvorki hefur verið hægt að sinna nauðsynlegum rannsóknum, nýborunum né viðhaldi á dreifikerfi. Þannig hefur skapast hættuástand, sem stefnir heitavatnsöryggi á höfuðborgarsvæðinu í hættu. Lengst af var það stefna borgarstjórnar að HR væri fjárhagslega traust fyrir- tæki, sem gæti sinnt nauð- synlegum nýframkvæmdum og endurnýjun á dreifikerf- um, þannig að viðskipta- menn hennar mættu treysta á þjónustuna. Nú hefur hins- vegar verið þrengt svo að fjárhagsstöðu fyrirtækisins að til vandræða horfir. Við þarf að bregðast af einurð og festu. Unnið er að frumáætl- un að Nesjavallavirkjun, sem mun taka nokkur ár af tæknilegum ástæðum. Gera þarf HR kleift að mæta þeim virkjunarkostnaði og standa að nýframkvæmdum og nauðsynlegum endurbótum á dreifikerfi. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hana úr viðjum vísitöluskák- ar stjórnvalda. Kvenna- athvarf Islendingar bregðast jafn- an vel við þegar efnt er til stuðnings við þarfar fram- kvæmdir. Þetta sannaðist enn í fjársöfnun Samtaka um kvennaathvarf, sem efnt var til í endaða sl. viku. Alls safnaðist rúmlega ein og hálf milljón króna, sem mun nægja, ásamt fjármunum sem fyrir vóru, til kaupa á húsnæði fyrir athvarfið. Hundruð sjálfboðaliða unnu að söfnuninni. Gíróreikning- ur hennar 44400-6 verður áfram opinn um skeið fyrir þá sem vilja leggja hönd á plóginn til að tryggja fram- tíð Kvennaathvarfsins. Ástæða er til að hvetja fólk til að gera lokaátak söfnun- arinnar sem árangursríkast. „Þorskurinn hefur lengi verið okkar langbezti sendiherra" Ræða forseta íslands, Vigdísar Finnboga- dóttur, í hádegisverðarboði Francois Mitterrand, forseta Frakklands Herra forseti Frakklands. Leyfið mér að þakka yður fyrir þá miklu ánægju, sem þér hafið veitt mér með því að bjóða mér til Frakk- lands. f fljótu bragði virðast þjóðir vorar ákaflega fjarlægar hvor annarri. En þegar betur er að gáð, er það býsna margt sem færir þær hvora nær ann- arri, og til marks um það má nefna fiskinn, sem við höfum neytt svo öld- um skiptir. Eigið þér ekki, herra for- seti, ljúfar bernskuminningar um þorskalýsið ljúffenga, sem maður varð að taka til þess að verða stór og sterkur? Ég hika ekki við að segja, að þorsk- urinn hafi lengi verið okkar langbesti sendiherra, úr því að hann var þess megnugur að vekja athygli Frakka á vindabarinni eyju okkar norður í höf- um. Þannig vildi það til að Frönsku vís- indaakademíunni datt í hug að gera út leiðangur til íslands undir forystu Pauls Gaimards. Og það er einungis vegna hinna dásamlegu kopar- stungna, sem myndlistarmaðurinn Meyer, einn af leiðangursmönnunum, skildi eftir sig, að íslendingar, sem alla tíð hafa kappkostað að varðveita sögulegar heimildir á bókum, fengu að sjá hvernig menn og munir litu út á íslandi laust fyrir miðja nítjándu öld. Ég vil líka minna á, að fyrsta vina- félag erlendrar þjóðar, sem stofnað var af íslendingum, var Alliance Francaise, en það var stofnað í Reykjavík 1911, sama ár og Háskóli íslands. Skömmu síðar var þangað sendur fyrsti franski lektorinn. Meðal fyrstu gripanna sem Háskólabóka- safnið eignaðist, en það hefur að geyma meira en 216.000 bindi og bæt- ir við sig 6.000 bindum árlega, var lítill innanstokksgripur úr mahóní, kyrfilega læstur með lykli. í honum voru geymdir helstu dýrgripir franskra bókmennta. Það er meira segja haft fyrir satt, að fræðimaður- inn, sem hafði hann í sinni umsjá, hafi geymt lykilinn í vestisvasa sín- um og það hafi alls ekki verið auðsótt mál að fá hann léðan. Allt þetta og margt fleira eigum við, þegar öllu er á botninn hvolft, að þakka þorskinum góða, sem lagði hornsteininn að þeim efnalegu og menningarlegu hagsmunum sem tengt hafa þjóðir vorar. Ef það er satt, að þorskalýsi hafi bjargað og bjargi mörgum mannslífum í heimin- um, er það ekki síður satt, að líf hér á jörðu getur ekki þrifist án friðar. Og það er friðurinn, herra forseti, sem okkur öllum þjóðhöfðingjum vest- rænna ríkja ber að varðveita af fremsta megni. Með því að hlúa að menningar- tengslum á öllum sviðum á milli nor- rænna og suðrænna hugarheima, stuðlum við að þekkingu, skilningi og umburðarlyndi meðal þjóða. Þetta er aðeins fyrsta skrefið, en það er ákveð- ið skref í friðarátt. Vigdís Finnbogadóttir og Francois Mitter ið hófst í gær. „Einstakt að bjóða komna konu á forseti — sagði Mitterrand Frakklandsforseti í hádegisverðarbot Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands París, 13. aprfl. Frá Elínu Pálmadóttur, blaðamanni Mbl. ÞETTA er fyrir mig sérstæður atburður, sagði Mitterrand Frakklandsforseti í ávarpi sínu í hádegisverðarboöi sem hann hélt til heiðurs Vigdísi Finnboga- dóttur forseta íslands í dag. Það er sér- stakt að bjóða íslenskan forseta vel- kominn og einstakt að bjóða velkomna konu á forsetastóli. Það hef ég aldrei gert fyrr. Síðan vék forseti Frakklands að góðum samskiptum landanna. Það hafði vakið athygli daginn áður, er for- seti íslands heilsaði upp á forseta Frakklands, að þeir ræddust við f heila klukkustund og dagskrá fór við það nokkuð úr skorðum. Vigdfs Finnboga- dóttir færði forseta Frakklands að gjöf silfurbréfapressu, Sæmund á selnum, gerða af Einari Esrasyni. ísland var í gær kynnt í Frakklandi í tilefni af forsetaheimsókninni. í gærkvöldi sá Vigdís Finnbogadóttir frumsýningu á kvikmyndinni Útlag- anum í kvikmyndahúsinu Olympic Balzac Elysée. Frederik Mitterrand, sem er bróðursonur forsetans og þekktur kvikmyndagerðarmaður og sjónvarpsmaður, á þetta kvikmynda- hús. Heiðraði utanríkisráðherra Frakka, Cheysson, og frú hans sýn- inguna með nærveru sinni. Einnig voru þar viðstaddir tveir kvenráð- herrar, Edith Cresson ferða- og versl- unarráðherra, og ráðherra kvenna- mála, Yvette Roudy, auk frægs lista- fólks, m.a. kvikmyndaleikkvennanna Jeanne Moreau og Seyrig Delphine og fleiri. Tjáði Frederik Mitterrand mér að hann mundi eftir fréttir í kvöld hafa uppákomu, smáboð þar sem stjörnur úr listaheiminum og stjórn- málaheiminum mundu koma. Ekki veit ég hvað verður úr því. Útflutningsaðilar íslenskir höfðu kynningu á íslenskum matvælum, ull- arvörum og fleiru á Hótel George 5 fyrir viðskiptavini í Frakklandi að viðstöddum forseta íslands síðdegis í gær. Fyrir því stóðu Ferðamálaráð, Flugleiðir, Búvörudeild SÍS og Út- flutningsmiðstöðin, en meðal fyrir- tækja hennar voru þarna fimm ullar- útflutningsfyrirtæki, og nokkur fleiri fyrirtæki. Mikil áhersla var lögð á hörpudisk- inn, þar sem Frakkar neyta hans í ríkum mæli. Úlfur Sigurmundsson í Útflutningsmiðstöðinni sagði að ís- lenskir útflytjendur þyrftu alla fáan- lega athygli, og hún fengist og nýttist vel í sambandi við opinbera heimsókn forsetans. Hilmar Jónsson veitinga- stjóri og útgefandi, sá um hið glæsi- lega íslenska matarborð ásamt mat- reiðslumönnum á stórhótelinu George 5, og fimm íslenskar sýn- ingarstúlkur sýndu íslenska fatnað- inn á fallegri tískusýningu sem vakti athygli. Var boðið fjölda blaðamanna og viðskiptavina íslenskra fyrirtækja, og er nú hér í París hópur manna tii að hitta sína viðskiptamenn. Aðallega eru þetta seljendur neysluvöru, en hráefnisframleiðendur styðja fram- takið með því að vera með. Tómas Tómasson sendiherra hélt ávarp. Síðdegis kom forseti íslands í þjóð- skjalasafn Frakka og var sérstaklega sýnt norræn handrit og önnur sem varða bókmenntir Frakka. En það kemur hvarvetna fram í ræðu og blöðum að Frakkar eru ákaflega hrifnir af erlendum forseta sem ekki hefur aðeins numið í Frakklandi, heldur einnig kennt frönsku og þýtt franskar bókmenntir, m.a. ýmis erfið leikrit. Fyrir hádegi var forseta íslands, utanríkisráðherra og fylgdarliði sýnd hitaveita í Clichy-sous-Bois austan við París. Urðu menn nokkuð undr- andi er í Ijós kom að þarna kemur vatnið upp 70 gráðu heitt af 1800 metrum og er dembt aftur niður I jörðina 35 stiga heitu, þar sem það er mjög salt. Það hitnar svo aftur um eina til tvær gráður á ári og tekur 30 ár þangað til þetta sama vatn skilar sér aftur í hringrásinni fullheitt. Gaman væri að sjá hvernig lausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.