Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 25 rand ræðast við áður en hádegisverðarboð- Símamynd/AP. vel- astóli“ ii til heiðurs Sveins Einarssonar verkfræðings í E1 Salvador á sínum tíma á vegum Sam- einuðu þjóðanna er farin að skila sér víða um heim. Þessi hitaveita nær til 3.300 íbúða, en Frakkar hafa þegar komið sér upp 20 til 30 gígalítrum til þess að draga stórlega úr innflutningi á olíu og áætlun er um að bæta við 30 hitaveitum á ári til 1990. Dagurinn var mjög strangur því síðdegis hélt forseti Islands einnig í opinbera heimsókn í hið glæsilega gamla ráðhús Parísar og hitti þar Jacques Chirac borgarstjóra og for- ystumann Gaullista, sem ýmsir telja að verði aðalkeppinautur Mitterrand í næstu forsetakosningum. Chirac er glæsilegur maður og mundi af þeim ástæðum sóma sér vel á forsetastóli. Sátu þau á tali góða stund ásamt Ingva Ingvasyni ráðuneytisstjóra og Tómasi Tómassyni sendiherra, en á meðan skoðuðu aðrir gestir og kon- urnar þetta glæsilega ráðhús í fylgd frú Chirac. Það var mjög áhrifaríkt að koma inn í húsið þar sem heiðurs- vörður með sverð á lofti stóð heiðurs- vörð um alla marmarastigana. Að lokum heilsaði forseti upp á undir- borgarstjórana, sem eru um 20 tals- ins. Forseti færði Chirac að gjöf Helgustaðabók, en Chirac afhenti að gjöf gamla grafíkmynd frá París. Byrjað að tína hringorminn úr saltfiskinum: Áttum okkur á hvernig hag- kvæmast er að vinna þetta Morgunblaðið/RAX Hörður Kristinsson, einn þriggja eigenda Þorra, heldur á fiski illa leiknum af hringormi. Þessum fiski verður ekki hægt að bjarga. „ÞETTA hefur gengið hægt hingað til. Við höfum verið að átta okkur á hvernig hagkvæmast er að vinna þetta,“ sagði Kristinn Lárusson, einn eigenda saltfiskverkunarinnar Þorra í Sandgerði, en þar hefur verið unnið að því undanfarna þrjá daga að tína hringorma úr saltfiski í sam- ræmi við nýjar kröfur sem SÍF hefur gert í þeim efnum, af því tilefni að farmi af saltfiski var snúið við frá Portúgal, vegna hringorms sem fannst í fiskinum. „Hvað fullstaðna fiskinn snert- ir, virðist koma best út að hafa mann í því að forskoða fiskinn, svo að fólkið sem tínir hringormin úr honum, þurfi ekki að skoða þann fisk sem enginn ormur er í. Ann- ars virðist best að leita hring- ormsins, þegar fiskurinn er tekinn upp úr pæklinum, því mönnum liggur yfirleitt á að koma honum í hann og ef það kemur gat á fiskinn þegar hringormurinn er tekinn, þá lokast það á þeim tíma sem fiskurinn stendur í stæðun- um. Þess utan tekur það helmingi styttri tíma að tína hringorminn úr honum, þegar hann er tekinn úr pæklinum. Annars er þetta allt saman á tilraunastigi ennþá, en afköstin hafa aukist eftir því sem á hefur liðið. Það eru þrír dagar síðan við byrjuðum og við höfum verið með sex manns í vinnu við þetta. Við erum búin að taka upp úr 10 kerjum, eitthvað um þrjú tonn og búin að hreinsa um 8 tonn af fullstöðnum fiski. Þetta er í raun og veru vinna sem ekki var til áður, nema hvað að það litla af fiski sem fór á Grikklandsmarkað, var hreinsað af hringormi," sagði Kristinn. „Ég vissi að það hlaut að koma að þessu, það hefur alltaf verið hringormur í fiskinum á Portú- galsmarkað. Það er hins vegar staðreynd að hringormur fer vax- andi í fiski. Það er allt frá einum og upp í nokkra tugi og sumir fisk- ar eru ónýtir vegna hringorms. Það er einnig staðreynd að við fáum miklu meira af selabitnum fiski úr netunum en áður var. Sel- urinn bítur í kviðinn á fiskinum og étur innan úr honum innyflin, en lætur fiskinn ósnertan að öðru leyti," sagði Kristinn einnig. „Þetta er ekki sem verst og það gengur sæmilega," sögðu þau Guð- ríður Kristjánsdóttir, Ingilaug Gunnarsdóttir, Unnur Guðjóns- dóttir og Sigtryggur Pálsson, sem unnu við að tína hringorminn úr fullstöðnum fiskinum hjá Kristni. „Verst er að þetta skemmir fiskinn og einnig er erfiðara að ná hringorminum úr þessum fiski, en þegar hann er tekinn um leið og fiskurinn er tekin úr körunum," sögðu þau ennfremur. 350 fískar skoðaðir og fund- ust aðeins ormar í tveimur Talað við Kristin Benediktsson, verk- stjóra hjá Hópsnesi „í SÍÐUSTU úttekt sem gerö var á Spáni, voru skoöaðir 350 fískar frá okkur og þaö fundust aðeins ormar í tveimur, enda var þaö fískur sem var veiddur úti á djúpinu, en hringormur er miklu fremur í fiski veiddum á grunnslóð," sagði Kristinn Benediktsson, verkstjóri hjá Hópsnesi í Grindavík, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Eg hef einnig fylgst með því þegar dragarinn hefur verið að skyggna fiskinn og hef aldrei orðið var við orm. Þar var einnmig um að ræða fisk sem veiddur var á djúpinu. Hins vegar er ormurinn í fiskinum að aukast, við verðum miklu fremur vör við hann nú en áður, þegar gert er að. En við er- um tilbúin að skyggna allan fisk í samræmi við nýju reglurnar og byrjum á því í byrjun næstu viku þegar farið verður i að pakka 400 pakka fyrir Portúgalsmarkað. En enn sem komið er höfum við ekki gert það og við sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Kristinn. „Það er mjög slæmt, að á sama tíma og hús, sem eru eingöngu í saltfiski, eru að reyna að bæta framleiðslu sína upp í það að vera með mjög góða framleiðsluvöru, skuli vera til stöðvar í landinu, sem ennþá vinna i 3. og 4. flokk og illa það,“ sagði Kristinn ennfrem- ur. Þá kom fram hjá Kristni sú skoðun, að nú væri að verða svipuð þróun í saltfiskverkuninni og áður hefði orðið í frystingunni. Það hlyti að vera kappsmál fyrir ís- lendinga að bjóða ætíð upp á sem vandaðasta framleiðsluvöru, til þess að þeir mættu halda þeim mörkuðum, sem þeir hefðu. Ormahreinsimiii kost- ar 2 krónur á kíló — segir Víglundur Jónsson, Olafsvík „ÞAÐ er óhemju vinna að ormahreinsa allan saltfi.sk og kostar mikið, en við verðum að sætta okkur við það. Það er erfitt að segja til um þaö hve mikið þetta kostar, en mér reiknast þó til að hreinsunin kosti um 2 krónur á kfló. í fyrra framleiddum við 1.400 lestir og miðað við að framleiða sama magn á þessu ári er kostnaðurinn hjá okkur um 2,8 milljónir króna,“ sagði Víglund- ur Jónsson, framkvæmdastjóri fískverkunarinnar Hróa hf. í Ólafsvík. „Það hefur þá ekki bætt úr hve vantar þjálftm því þetta hefur smár fiskurinn hefur verið í vetur. Þetta veldur mikilli seinkun á vinnslu og þar af leiðandi útflutn- ingi og greiðslum til okkar fram- leiðenda og veldur það ýmsum erf- iðleikum. Það er mjög erfitt að eiga við þetta þegar fiskurinn hef- ur verið verkaður í salt, mun auð- veldara er að plokka orminn úr fiskinum, þegar hann er nýr. Við þurfum auðvitað að hreinsa það sem við eigum. Menn eru ekki farnir að leggja það niður fyrir sér hvernig bezt er að vinna þetta, þá ekki þurft áður. Nú þurfa saltfisk- verkendur að fara að þjálfa fólk við þetta og það eykur enn kostn- aðinn. Mér sýnist þó skást að hreinsa fiskinn áður en hann er verkaður. Það bætir ekki úr skák að fá þetta ofan á reksturinn nú þegar vinnslan er rekin með 8 til 10% tapi fyrir. En það þýðir víst ekkert að fást um það, þegar ormurinn er að aukast svona gífurlega. Þetta er að verða hrein plága," sagði Víglundur. Moreunblaðið/RAX Kristinn Benediktsson, verkstjóri hjá Hópsnesi, skyggnir físk. Vaxandi ormafjöldi segir Hermann Hansson, Hornafirði „VIÐ erum aðeins byrjaðir á ormahreinsun úr saltfíski, bæði það sem fullverkað er og eins það, sem verið er að byrja á. Það kom maður á þriðjudag frá SÍF til að leiðbeina okkur, en við vorum búnir að koma okkur upp Ijósaborðum. Það sýnir sig að það verður talsvert erfíðara að hreinsa þann físk, sem er fullstaö- inn, en ég held að framvegis verði fískurinn hreinsaður eftir fyrstu söltun,“ sagði Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, en kaupfélagið rekur talsverða salt- fískverkun. Hermann sagði ennfremur, að ormafjöldi færi vaxandi þar eystra, menn teldu venjulega, að fremur lítið væri af ormi í göngu- fiski en meira í fiski af grunnslóð. Það væri eðlileg afleiðing fjölgun- ar sels. Annars væri mismikið af ormi í þeim fiski, sem nú væri ver- ið að skoða. Ekki væri hægt að gera sér grein fyrir því hve þetta kostaði, til þess væru of margir þættir vinnslunnar óljósir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.