Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 31

Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 31 bera skarðan hlut frá borði miðað við karla á nær öllum sviðum þjóðfélagsins. Hver er til dæmis hlutur kvenna í hærri stöðum inn- an embættismannakerfis ríkisins, ríkisstofnana, bankanna o.s.frv.? Er það sökum þess að konur skort- ir gáfur, ábyrgðartilfinningu, menntun eða aðra hæfileika að þeim er haldið frá þessum stöðum. Hvert er fjárhagslegt sjálfstæði (eigin tekjur), tryggingar, lífeyr- issjóðsréttindi, orlófsfé, frídagar o.s.frv., svo nokkuð sé nefnt, þeirra þúsunda kvenna, sem helga krafta sína barnauppeldi og heim- ilishaldi? Með Alþingi í broddi fylkingar er íslenska ríkið karlmannaveldi, þar sem réttur kvenna, helmings þjóðarinnar, er vanvirtur í raun, þrátt fyrir öll jafnréttisákvæði í stjórnlögum og á þann hátt, sem ekki þykir lengur sæmandi meðal lýðræðisþjóða. Við erum þar að verða langt á eftir öðrum. Það kjörgengi, sem stjórn- arskráin veitir hverjum einstakl- ingi hefur í reynd verið takmarkað af öllum stjórnmálaflokkunum. Það eru þeir, eða önnur samtök sem raða frambjóðendum á lista, með því til dæmis að beita afli sínu í prófkjörum. Valdabarátta er alls staðar hörð, og í átökum um þau sæti, er möguleika hafa á kosningu, ráða harðsnúnir þrýsti- hópar mestu. Innan stjórnmála- flokkanna hafa konur yfirleitt ekki þessháttar afl á bak við sig og eru því dæmdar til að tapa. Þær hafa því aðeins eina leið, að bjóða fram eigin lista. Þær kosningar, sem nú fara í hönd snúast fyrst og fremst um mennréttindi, jöfnun atkvæðis- réttar eftir búsetu. Þær snúast því sérstaklega um áhrifarétt allra kjósenda á stjórn landsins. Hvað er eðlilegra en að nota þetta tæki- færi til þess, að leiðrétta hið hróplega misrétti sem konur verða að þola sökum kynferðis, sem er brot á viðurkenndum grundvallar- atriðum almennra mannréttinda og lýðræðis. Þetta er málefna- grundvöllur kvennaframboðsins. í þessum kosningum verður kosið um, hvort undangengin mannrétt- indamismunun og valdníðsla eigi að halda áfram í þjóðfélaginu eða ekki. Haustdag einn, fyrir nokkrum árum sýndu íslenskar konur sam- hug í réttindabaráttu sinni á Lækjartorgi í Reykjavík svo at- hygli vakti víða um lönd. Þetta opnaði augu margra fyrir hvílíkt vald þær hafa þegar þær eru sam- taka. Öflugur stuðningur þeirra við kvennaframboðin i komandi kosningum er annað og markviss- ara tækifæri til þess að sýna stjórnmálaflokkunum fram á, að konur eru afl, sem þeir geta ekki virt að vettugi. Mannréttindabarátta kvenn- anna er í fullum gangi. Neistinn er orðinn að báli og fer eldi um allan heim. New York, 5. apríl 1983 Aðalheiður Guömundsdóttir Höfundur þessarar greinar, Aðalheiður Guðmundsdóttir, söngkona, hefur rer- ið búsett erlendis sl. 14 ár og býr mí i New York. Leiðrétting ÞEGAR ég fyrir nokkru sfðan setti saman þá athugasemd varðandi al- þjóðalaxastofnun í Edinborg, sem birtist í Morgunblaðinu 13. apríl, stóð ég í þeirri röngu trú, að laxveið- ar á alþjóðahafsvæðum væru leyfi- legar fyrir aðrar þjóðir en þær sem eru aðilar að Reykjavíkursamningn- um frá janúar 1982, en í 2. gr. þessa samnings segir svo: „Laxveiðar eru bannaðar utan fiskveiðilögsögu strandríkja". í málsgrein 3 a) í 66. gr. Hafréttarsáttmálans segir, að laxveiðar („anadromous stocks“) séu bannaðar utan fiskveiðilögsögu strandríkja, “nema svo hátti til að þetta ákvæði myndi leiða til efna- hagslegs áfalls hjá öðru ríki en upp- runaríkinu". (Þýðing Eyjólfs K. Jónssonar í Mbl. 30. mars 1983.) Sem betur fer, fór ég því ekki með rétt mál í fyrrnefndri athugasemd frá 13. þ.m. Björn Jóhannesson Frá Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa aö flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, miö- vikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 10—15 báöa dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eöa úr borginni, koma úr einkaskólum eöa þurfa aö skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgar- innar. Þaö er mjög áríöandi vegna nauðsynlegrar skipulagn- ingar og undirbúningsvinnu aö öll börn og unglingar sem svo er ástatt um veröi skráö á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla þarf ekki aö innrita, en þaö eru börn er Ijúka námi í 6. bekk Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla og flytjast í Rétt- arholtsskóla, börn úr 6. bekk Laugarnesskóla sem flytj- ast í Laugalækjarskóla og börn úr 6. bekk Melaskóla og Vesturbæjarskóla sem flytjast í Hagaskóla. Fræöslustjórinn í Reykjavík. ( Við eigum eftirfarandi bfla fyrirliggjandi bUZUKI ALTO 4ra dyra."£yösla 5 I. pr. 100 km. Val um beinskiptingu eöa sjálfskiptingu. Verö frá kr. 159.000,- SUZUKI FOX. Mest seldi jeppinn á Islandi 1982. Eyösla 8—10 I. pr. 100 km. Verö kr. 223.000.- SUZUKI ALTO 2ja dyra. Eyösla 5 I. pr. 100 km. Val um beinskiptingu eöa sjálfskiptingu. Verö frá kr. 153.000.- öuzuim öjí* iu ncK-up. hyösla 8—10 I. pr. 100 km. Lengd á palli 1,55 m. Verö kr. 175.000.- MUNIÐ. aö samkvæmt úrslitum sparaksturs- keppna síöustu ára eru Suzuki bílar þeir lang- sparneytnustu á markaöinum. SUZUKI ST90. Mest seldl sendibAlinn á íslandi 1981 og 1982. Eyösla 7—8 I. pr. 100 km. Lengd hleðslurýmis 1,80 m. Buröarþol 550 kg. Verö kr. 132.000.- Verð miðast viö gengi 5.4. ’83. Sveinn EgHsson hf., Skeifan 17, Rvík. S. 85100. SUZUKI ALTO sendibíll. Eyðsla 5 I. pr. 100 km. Verö kr. 120.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.