Morgunblaðið - 14.04.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
Minnkandi markaðs-
hlutdeild innlendrar
iðnaðarframleiðslu
— Kaffiframleidsla með 80,2%
— Hreinlætisvara með 61,0%
— Málningarframleiðsla með 62,6%
— Sælgætisframleiðsla með 47,6%
NÝLEGA er lokið ársfjórð-
ungslegri könnun á markaðs-
hlutdeild fjögurra greina iðnað-
ar. Könnunin er unnin sameig-
inlega af Félagi íslenzkra iðn-
rekcnda og Hagstofu íslands.
Niðurstöður könnunarinnar
gefa til kynna, að markaðs-
hlutdeild innlendu framleiðsl-
unnar hafi minnkað í þremur
tilvikum, en lítillega aukizt í
BANDARÍKJADOLLAR hækkaAi um
0,33% í verði í síðustu viku, en sl.
þriðjudag var sölugengi hans skráð
21,260 krónur, en var komið í 21,233
krónur á fóstudag. Frá áramótum hef-
ur sölugengi Kandaríkjadollars hins
vogar ha'kkað um 28,11%, en í ársbyrj-
un var það skráð 16,650 krónur.
BKEZKA PUNDIf)
Brezka pundið hækkaði um 1,3% í
liðinni viku, en sölugengi þess var
skráð 31,699 krónur í vikubyrjun, en
sl. föstudag var það hins vegar skráð
32,110 krónur. Frá áramótum hefur
brezka pundið hækkað um 21,72%,
en í ársbyrjun var það skráð 26,831
króna.
DANSKA KKÓNAN
Danska krónan hækkaði um
0,17% í verði í síðustu viku, en
einu tilvikinu, þegar allt síðasta
ár er borið saman við árið 1981.
KAFFIBRENNSLA
Á 4. ársfjórðungi 1982 minnkaði
markaðshlutdeild innlendrar
kaffibrennslu miðað við 3. árs-
fjórðung 1982 um 2,8 prósentustig,
eða úr 81,5% í 78,7% af heildar-
neyzlu. Þá er einnig um samdrátt
að ræða í samanburði við 4. árs-
sölugengi hennar var skráð
2,4786 krónur í vikubyrjun, en
var hins vegar skráð 2,4828 krón-
ur sl. föstudag. Frá áramótum
hefur danska króna hins vegar
hækkað um 25,07% í verði, en í
ársbyrjun var sölugengi hennar
skráð 1,9851 króna.
V-1»ÝZKA MAKKID
Vestur-þýzka markið hækkaði
um 0,13% í liðinni viku, en í upp-
hafi hennar var sölugengi vest-
ur-þýzka marksins skráð 8,8088
krónur, en sl. föstudag hins vegar
8,8204 krónur. Frá áramótum
hefur vestur-þýzka markið hækk-
að um 25,93%. í verði-, en sölu-
gengi þess var skráð 7,0046 krón-
ur í ársbyrjun.
fjórðung árið áður, en þá var hlut-
deildin 81,0%. Hins vegar er um
aukningu markaðshlutdeildar að
ræða á árinu 1982, samanborið við
árið 1981. Markaðshlutdeildin á
síðasta ári var 80,2%, en til sam-
anburðar var hún 79,8% á árinu
1981. Hún var hins vegar 86,5%
árið 1980, 92,2% árið 1979 og
92,5% á árinu 1978, þannig að af
þessum tölum má glögglega sjá
þróunina í þessum málum undan-
farin ár.
IIREINLÆTISVÖRU-
FRAMLEIÐSLA
Markaðshlutdeild innlendrar
hreinlætisvöruframleiðslu féll um
3,6 prósentustig 4. ársfjórðungi
1982 frá því á sama tíma árið áð-
ur, þe. úr 63,2% í 59,6%. Þá er
einnig um samdrátt markaðs-
hlutdeildar að ræða miðað við 3.
ársfjórðung 1982, en þá var hlut-
deildin 63,0%. Fyrir árið í heild
féll markaðshlutdeildin um 2,3
prósentustig, en hún var 61,0% í
fyrra. Til samanburðar var hún
63,3% árið 1981, 67,5% árið 1980,
70,5% árið 1979 og 72,3% árið
1978, þannig að sömu tilhneig-
ingar gæti í þeSsari iðngrein eins
og í kaffibrennslunni.
MÁLNINGARVÖRU-
FRAMLEIÐSLA
Markaðshlutdeild innlendrar
málningarvöruframleiðslu mæld-
ist 61,5% á 4. ársfjórðungi 1982 og
er það 0,4 prósentustigum meira
en á sama tíma árið áður. Hins
vegar er um samdrátt markaðs-
hlutdeildar að ræða ef miðað er
við 3. ársfjórðung, en þá var hlut-
deildin 63,5%. Fyrir árið í heild er
um samdrátt að ræða, sem nemur
1,0 prósentustigi, en á síðasta ári
var hlutdeildin 62,6%. Til sam-
anburðar var hún 63,6% árið 1981,
75,8% árið 1980, 64,7% árið 1979
og 65,6% árið 1978.
SÆLGÆTISVÖRU-
FRAMLEIÐSLA
Markaðshlutdeild innlendrar
sælgætisframleiðslu jókst á 4.
ársfjórðungi 1982 miðað við sama
tíma árið áður úr 47,4% í 47,8%.
Þá er einnig um aukningu mark-
aðshlutdeildar að ræða miðað við
ársfjórðunginn á undan, en þá
mældist markaðshlutdeild inn-
lendrar sælgætisvöruframleiðslu
44,1%. Hins vegar er um samdrátt
að ræða í markaðshlutdeildinn,
þegar árið í heild er skoðað. Á síð-
asta ári var markaðshlutdeild inn-
lendrar sælgætisvöruframleiðslu
47,6%, en var til samanburðar
49,4% , árið 1981 og 44,1% árið
1980. Kannanir á markaðshlut-
deild innlendrar sælgætisvöru-
framleiðslu ná ekki lengra aftur í
tímann.
GENGISÞRÓUNIN VtKURNAR 28-30 MARS 0G 5-8 APRIL 1983
22.2. ; 1$ ; 2*0. * 21,8 „ • 21; 21,4. • r\ x i • má þr (tuftv fwn fost má ► m»4v fim ftwt 33.5. » * i X5. ; 3Z8. ; 31.5. ''S' 31,8 ^ ^ ; 3^5 ! má þr. mfrv fim.fÓst.má. þr mí*v frm fost
IA8. io. kt : ÍM- ; 1 I 2.52 _ ; t 2,50» j má Pr m*4v fnLÍMt.mé * mtfc. lím fMt M8_ ; 1ÞM. ‘ ue. j "• „j— 1 1». ; mé. ►*. triSv. 6m fet »»j*. þt miiv. fim fo*t
Dollaraverð hefur
hækkað um 28,11%
Markadshlutdeild innlendrar
sælgætisframleidslu 1980-1982:
100—T
50-
I
II
III IV
I
II
III IV
II
III
IV
—100
-50
*-0
1980 I 1981 I 1982
Markadshlutdeild innlendrar hrein-
lætisvöruframleidslu 1978-1982
Markadshlutdeild innlendrar
kaffibrennslu 1978-1982:
Markadshlutdeild innlendrar
málningarframleidslu 1978 -1982:
„Rafk<jtturinn“ sér
rækilega um rottur
Sovétmenn gjalda
afhroð í fyrirsát
IVkinK, 11. apríl. AJ\
KÍNVERSKIR vísindamenn hafa
hannaó nokkuó sem þeir kalla
„rafköttinn", en þaó er apparat
sem veióir rottur og mýs í stórum
stíl og þykir afar lifshættulegt fer-
fætlingunum.
Ilér er reyndar ekki um kött að
ra;ða, „kötturinn" er lítil stjórn-
stöð, 2 kg að þyngd. Hún er höfð
miðsvæðis á veiðisvæði „kattar-
ins“, en á umferðarleiðum mein-
dýranna er komið fyrir raf-
magnsþráðum. Þegar rotta rekur
fæturna í þræðina, sendir „kött-
urinn" nægan rafstraum til að
drepa margar rottur i einu. „Það
er eins og rottan hefði stigið ofan
á jarðsprengju," var haft eftir
einum af höfundum „rafkattar-
ins“ af fréttastofunni Xinhua.
Mikil eftirspurn er eftir raf-
köttum í Kína, enda er talið að
ekki færri en 3 til 4 milljarðar
rotta lifi þar. Étur rottuskarinn
mikið og á síðasta ári m.a. 15
milljón tonn af kornvörum í
geymslum. Rafkötturinn er sagð-
ur deyða 98 prósent allra þeirra
rotta sem nærri koma. Kínverjar
eru því að reyna að þróa „kött-
inn“ enn frekar, þrátt fyrir mót-
mæli náttúruverndarmanna. Þeir
hafa ekki áhyggjur af rottunum,
þær hafa ávallt getað bjargað sér
sjálfar. Heldur að fækki öðrum
dýrum ef rottunum fækkar, svo
sem uglum, köttum og snákum
sem lifa m.a. á rottum.
Islamabad, l'akistan, 12. apríl. Al\
SOVÉTMKNN eru sagðir hafa
goldið mikið afhroð í átökum við
afganska skæruliða í Shomali-
héraði fyrir norðan Kabúl í byrjun
mánaðarins, misst fjölda manna
og mikið af alls kyns herbúnaði.
Fréttirnar eru hafðar eftir vest-
rænum sendiráðsmönnum í Pak-
istan, sem segja, að skæruliðar
hafi setið fyrir mikilli herflutn-
ingalest Sovétmanna á veginum
milli þorpanna Nejreb og Tajab,
suður af Panshjir-dal og um 100
km fyrir norðan Kabúl. Þeir
leyfðu fyrstu bílunum að fara
fram hjá stöðvum sínum en réðust
síðan á lestina og gjöreyddu
henni, fjölda brynvarinna bif-
reiða, herflutningabifreiða og alls
kyns vopnabúnaði. Engar ná-
kvæmar tölur eru yfir mannfall
Sovétmanna en það er sagt hafa
verið mjög mikið.