Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 13 ár eru meira en nóg — gefum Framsókn frí Kennum Alþýðubandalaginu ærlega sjálfsgagnrýni í þessum kosningum — eftir Jón Baldvin Hannibalsson, alþm. Það eru engir ytri óvinir, sem ógna sjálfstæði okkar íslendinga þessa stundina. Engu að síður er það staðreynd, að á 13 árum hefur valdhöfum verðbólguáratugarins tekizt að tefla efnahagslegu sjálfstæði okkar í hættu. Spurn- ingin í þessum kosningum er’fyrst og fremst ein: Tekst okkur í tæka tíð að snúa við af þeirri braut? Á undanförnum vikum hef ég heimsótt tugi vinnustaða, talað við fjölda fólks, hlustað á fjölda fólks. Það sem mönnum er hvar- vetna efst í huga eru sár vonbrigði yfir árangursleysi og ábyrgðar- leysi allra ríkisstjórna á verð- bólguáratugnum. Víst eru vonbrigðin skiljanleg. En einmitt vegna þess hve mikið er í húfi megum við ekki láta hugfallast, ekki láta vonleysið buga okkur fyrirfram. Vandi okkar er fyrst og fremst sjálfskaparvíti. Hann er afleiðing mannlegra mistaka. Það er þörf gagngerrar stefnubreytingar í stjórnmálum og efnahagsmálum. Spurningin er: Hvernig getum við varið atkvæði okkar, ekki bara til þess að mótmæla mótmælanna vegna, heldur til þess að fylgja eftir kröfunni um gagngera stefnubreyt- ingu og tryggja framkvæmd hennar að kosningum loknum? Ábyrgð kjósenda Þótt valdhafar verðbólguára- tugarins hafi vissulega verið ábyrgðarlausir orða sinna og gerða, leysir það kjósendur ekki frá ábyrgð. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á að dæma af verkum þeirra. í þessum kosning- um ber kjósendum að kveða upp sinn dóm yfir þeim, sm ráðið hafa ferðinni á verðbólguáratugnum. Hverjir eru það? Það eru tví- buraflokkarnir, Framsókn og Al- þýðubandalag, öllum öðrum frem- ur. Ef við ekki höfnum þeim svo rækilega í þessum kosningum að ekki komi til greina að þeir geti tjaslað saman nýrri ríkisstjórn, þá tökum við á okkur ábyrgðina á óstjórn þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur verið við völd í 13 ár, Alþýðu- bandalagið í 8. Reynslan er ólyg- inn dómari, og hún kennir okkar, að stjórnarsamstarf þessara tveggja flokka er ávísun á óðaverð- bólgu, hallarekstur, skuldasöfnun, versnandi lífskjör og vaxandi mis- rétti. Velfarnaður þjóðarheildarinnar byggist fyrst og fremst á skyn- samlegri nýtingu takmarkaðra auðlinda: gróðurmoldar, fiski- stofna, orkulinda og framtaks og atorku einstaklinganna. Undirrót ógæfunnar á verðbólguáratugnum er sú, að þessir flokkar hafa ástundað rányrkjustefnu til lands og sjávar, en vannýtt aðrar auð- lindir, orkuna í fallvötnunum og orkuna í framtaki einstakl- inganna. Varðstaða um úrelta stefnu Framsóknarflokkurinn stendur vörð um úrelta stefnu í landbún- aði og rányrkjustefnu í sjávarút- vegi. Framsóknarflokkurinn stendur vörð um þrengstu sérhagsmuni SÍS og landbúnaðarkerfisins á kostnað neytenda í þéttbýli, og þjóðarheildarinnar. Allt er þetta gert í skjóli misvægis atkvæðis- réttar og réttlætt, ranglega, í nafni byggðastefnu. Reynslan kennir okkur að Al- þýðubandalagið hafnar grundvall- arreglum hins blandaða hagkerfis. Forystumenn þess skilja ekki þarfir atvinnulífsins og þörf þjóð- arinnar fyrir vel rekin og ábata- söm fyrirtæki. Reynsla annarra flokka af ríkis- stjórnarsamstarfi við Alþýðu- bandalagið ætti að kenna þeim, að það hefur verið vonlaust verk að ráða niðurlögum verðbólgu og skapa atvinnulífinu heilbrigð rekstrarskilyrði í samvinnu við komma. Jón Baldvin „Spurningin er: Hvernig getum við varið atkvæði okkar, ekki bara til þess að mótmæla mótmælanna vegna, heldur til þess að fylgja eftir kröfunni um gagngera stefnubreytingu og tryggja framkvæmd hennar að loknum kosn- ingum.“ Viltu heiðra skálkinn — svo hann skaði þig ekki? Alþýðubandalagið hefur reynzt vera úreltur ríkisforsjárflokkur, sem skýlir hugmyndafátækt sinni með róttækum frösum. En hvenær sem á reynir stendur þessi sjálfs- ánægði menntamannaflokkur vörð um óbreytt ástand. Ræður þeirra Svavars og Ólafs Ragnars eru fullar af róttæku kjaftæði. En í verki er flokkur þeirra þjóðernissinnaður íhalds- flokkur. Enginn einn stjórnmála- flokkur hefur brugðizt umbjóð- endum sínum jafn herfilega og Al- þýðubandalagið. Verkin sýna merkin — af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Þeir skilja eftir sig neyðar- ástand í íslenzku þjóðlífi, hvar sem litið er. Tilkall þeirra til valda byggist ekki á fjöldafylgi, hvorki í almennum kosningum né innan verkalýðshreyfingarinnar. Það byggist á þeirri hótun, að hafi þeir ekki sitt fram, verði þeim ekki boðnir ráðherrastólar, þá muni þeir misnota áhrif sín í verka- lýðshreyfingunni, sem Sjálfstæð- isflokkurinn reyndar hefur tfyggt þeim, til þess að setja allt á annan endann. Valdaseta þeirra byggist m.ö.o. á kenningunni um, að heiðra beri skálkinn, svo hann skaði þig ekki. Þessari kenningu ættu kjósendur að hafna í kom- andi kosningum. Á 4 árum hefur þessum tvíbura- flokkum verðbólguáratugarins tekizt að skapa hér efnahagslegt neyðarástand. Forystumenn þess- ara flokka hafa ekki þann mann- dóm til að bera að axla ábyrgð gerða sinna. Þeir kenna sífellt öðr- um um eigin ófarir. í kosninga- baráttunni kenna þeir fyrst og fremst hvor öðrum um. Annar boðar einingu um íslenzka neyð. Hinn spilar enn gamla og slitna plötu um niðurtalninguna sína. Nú þurfa kjósendur að taka þá á orðinu og telja niður atkvæð- in þeirra, sem koma upp úr kjör- kössunum 23. apríl. Jón Baldvin Hannibalsson skipar efsla sæti á frambodslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Grasmaðkurinn flýgur af stað FIMMTUDAGINN 14. apríl nk. frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson og heitir það Grasmaðkur. Nokkuð langt er nú liðið síðan Birgir hefur sent frá sér leikrit, en síðasta verk hans var Skáld-Rósa, sem LR frumsýndi árið 1977. Birgir fór glæsilega af stað með fyrsta leikritinu sínu, Pétri og Rúnu, en fyrir það hlaut hann verðlaun í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1972, er félagið varð 75 ára, og vakti þá þegar mikla athygli. Ekki var næstu leikritum hans síður vel tekið, en þau voru Selurinn hefur mannsaugu og Skáld-Rósa, sem áður var nefnt. í öllum þessum fyrri verkum teflir Birgir fram andstæðum öflum og sterkum persónuleikum sem takast á um lífsgildi og verðmætamat. Leikstjóri þessarar sýningar er Brynja Benediktsdóttir, sem síðast setti hér upp eftirminni- lega sýningu á barnaleikritinu Gosa, leikmynd og búninga gerir Ragnheiður Jónsdóttir, og er þetta í fyrsta skipti sem hún starfar fyrir leikhús, lýsinguna annast Árni Baldvinsson, en síð- ast sá hann um lýsingu í upp- færslu Þjóðleikhússins á Órest- eiunni. Hlutverkin í Grasmaðki eru fimm talsins og fara Mar- gíét Guðmundsdóttir og Gísli Alfreðsson með þau stærstu, en Sigurður Sigurjónsson fer enn- fremur með stórt hlutverk. Þá leikur Hjalti Rögnvaldsson fjórða hlutverkið í leiknum, en þær Halldóra Geirharðsdóttir og María Dís Cilia skipfast á um að leika dótturina á heimilinu. Grasmaðkur er fjölskyldu- drama og gerist í Reykjavík á okkar tímum. Leikurinn fer fram á heimili Haraldar og Unn- ar og við sumarbústað þeirra. Haraldur er vel stæður maður og duglegur og rekur sitt eigið fyrirtæki. Hann lærði trésmíði og eitt helsta stolt hans er íbúð- arhús þeirra hjóna, sem hann byggði algerlega sjálfur. Unnur er seinni eiginkona hans og nú eru alvarlegir erfiðleikar komnir upp í hjónabandinu. Á heimilinu býr einnig unglingsdóttir Har- aldar frá fyrra hjónabandi og þar er líka gestkomandi systur- sonur Unnar, Bragi, sem nýkom- inn er úr læknismeðferð og er framtíð hans óráðin. Þá kemur bróðir Haraldar einnig við sögu er á verkið líður og er það ekki jafn vel séð af öllum á heimilinu. í þessu verki er tekist á af heift um lífsafstöðu og þar er fjallað um viljann til að lifa þrátt fyrir allt og um vonina um að það sé mögulegt. Höfundurinn var spurður nán- ar um efnisþráðinn og hvað væri svo sérstakt við þessa reykvísku fjölskyldu sem gerði það að verkum að hún ætti erindi upp á svið. Leikrit Birgis Sigurðssonar, Grasmaðkur, frumsýnt í kvöld „í sjálfu sér eiga allar fjöl- skyldur erindi upp á svið, en maður kemst því miður ekki yfir að skrifa um þær allar. En um efnisþráðinn þori ég ekki að segja of mikið. Ekki annað en það að leikritið fjallar um grasmaðk, eða með öðrum orð- um, einhvern sem er ekki allur þar sem hann er séður. Þetta ósjálega kvikindi sem við sjáum skríðandi á jörðinni tekur skyndilega upp á því að fljúga einn góðan veðurdag. Leikritið fjallar um slíkt undur.“ Um leikmynd sína sagði Ragnheiður Jónsdóttir: „Ég setti mér það að hafa leikmyndina eins látlausa og mögulegt var og læt nægja að undirstrika aðalatriðin." Og við þetta bætti Brynja Benediktsdóttir leikstjóri: „Látlaus er leikmyndin si til vill, en alls ekki einföld. Það er hvert atriði úthugsað. Stóll Unn- ar er til dæmis sérsmíðaður fyrir Margréti og rnyndar eins konar ramma utan um hana. Enda situr hún þar lengstum eins og hún segir í leikritinu: „Þar hef ég hugsað mest og liðið verst.“" Frumsýningin á Grasmaðki er sem fyrr segir fimmtudags- kvöldið 14. apríl og önnur sýning verður laugardagskvöldið 16. apríl. Þá er rétt að geta þess að leik- ritið kemur út í bók á frumsýn- ingardag hjá bókaforlaginu Ið- unni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.